Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
Að þekkja niann...
á Grundartanga?
FÁTT er furðulegra
en lesa blaðagreinar
um sjávarútvegsmál
sem ganga út á að
þekkja mann. Þessi
atvinnugrein er alltof
mikilvæg til að eiga
skilið slíka umfjöllun.
Bent er á einhvern
sem fer í kringum
kvótakerfið og þannig
gefið í skyn að öll fisk-
veiðistjórnunin sé ónýt
og eintómir glæpa-
menn í sjávarútvegi.
Yfirleitt eru þessar
sögur hrein ósannindi. Bjarni Hafþór
Nýlega birtist í Morg- Helgason
unblaðinu grein þar
sem höfundurinn sagðist þekkja
mann sem svindlaði á kvótakerf-
inu. Hann átti að vera með 200
tonna kvóta sem hann braskaði
með án þess að stunda útgerð.
Leit hefur staðið yfir að þessum
manni en hún hefur ekki borið
árangur. Það er lágmarkskrafa,
þegar svona dæmi er nefnt opin-
berlega, að viðkom-
andi aðili sé nafn-
greindur. Að öðrum
kosti situr allur sjávar-
útvegurinn undirþess-
um ásökunum. Eg sé
ekkert sem mælir
gegn því að nafn-
greina umræddan
mann, ef hann er þá
til. Finnist þessi maður
ekki verður að líta á
frásögn greinarhöf-
undar sem ósannindi,
sem sett eru fram til
að ófrægja íslenskan
sjávarútveg og þá sem
hann stunda. Það eru
til einstaklingar í öll-
um atvinnugreinum sem ekki
fylgja settum reglum. Það gefur
ekkert tilefni til að fordæma at-
vinnugreinarnar eða þau kerfi sem
um þær gilda. Fátt er gagns-
lausara en „ég þekki mann -
blaðagreinar". Ef til er maður sem
kemst upp með að leigja fiskik-
vóta, án þess að stunda nokkra
Oryggi
og ábyrgð
SUMARLOKANIR sjúkrahúsa
eru orðnar árviss viðburður. Mark-
mið þeirra hefur verið að ná fram
sparnaði í rekstri sjúkrahúsa. Ljóst
er að þegar á heildina er litið er
raunsparnaður sumarlokana lítill
sem enginn og lanagt í frá að hann
réttlæti þær. Nú eru lokanir einnig
skýrðar sem viðbrögð við skorti á
mannafla til sumarafleysinga.
Sumarlokanir sjúkra-
húsa valda ungum
læknum áhyggjum og
kvíða, segir stjórn Fé-
lags ungra lækna í
opnu bréfi til heilbrigð-
is- ogtrygginga-
ráðherra.
Hver sem hvatinn er teljum við
sumarlokanir vera óviðunandi úr-
lausn og bera vott um ábyrgðar-
leysi heilbrigðisyfirvalda og
sjúkrahússtjórna. Ef hvati aðgerð-
anna er sparnaðarvon eru þær
rangar, og ef orsökin er skortur á
mannafla þá er það skylda heil-
brigðisyfirvalda að meta núverandi
mönnun og mönnunarþörf og gera
langtímaáætlun um úrlausn. Slíkar
ráðstafanir hafa ekki verið gerðar
og því ljóst að heilbrigðisyfirvöld
hafa engan áhuga á að leysa þann
vanda. Vera má að stjórnunarleg
yfirbygging heilbrigðiskerfisins,
og fjarlægð stjórnenda, sé orðin
það mikil að raunveruleg tengsl
við starfsemina hafi rofnað.
Sumarlokanir sjúkrahúsa valda
ungum læknum verulegum
áhyggjum og kvíða. Samkvæmt
reynslu síðustu ára er hætta á að
álag á bráðamóttökum sjúkra-
húsa, og þá sérstaklega á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur og Landspítala,
verði slíkt að þjónusta þeirra
standist ekki lágmarkskröfur um
öryggi. Nú þegar eru dæmi um
að hættuástand hafi skapast. Þá
er ljóst að óhagræði og óþægindi
sjúklinga, ekki síst aldraðra, verða
veruleg við þessar aðgerðir. Það
er óviðunandi fyrir okkur sem
veitum þessa þjónustu að sjúkling-
ar og aðstandendur þeirra búi við
slíkt ástand.
Afleiðingar aukins álags á
bráðamóttökum og sjúkradeildum
samfara minnkun legurýmis eru
margar. I fyrsta lagi er bið sjúkl-
inga úr hófi. í öðru lagi getur
uppvinnslu, greiningu, meðferð og
eftirliti orðið ábótavant vegna
anna starfsfólks. í þriðja lagi
sjúklingar og aldraðir, sem við
eðlilegar aðstæður hefðu lagst
inn, sendir til síns heima. í flórða
lagi eru sjúklingar á deildum út-
skrifaðir heim fyrr en æskilegt er.
í fimmta lagi eru sjúklingar oft
lagðir inn á deildir þ.s. starfsfólk
er óvant að umgangast og hafa
eftirlit með viðkomandi sjúkdómi.
í síðasta lagi er algengt að sjúkl-
ingar liggi á göngum og fjöldi
þeirra fari langt umfram mönnun
starfsfólks. Hvert eitt þessara atr-
iða veldur aukinni tíðni mistaka í
greiningu, meðferð og ekki sist
eftirliti sjúklinga og getur þannig
sett viðkomandi einstakling í
hættu, jafnvel lífshættu.
Læknum er skylt að hafa vel-
ferð sjúklings að leiðarljósi og
gæta öryggis hans í hvívetna.
Sjúklingur er á ábyrgð læknis og
öll meðhöndlun_ og meðferð undir
hans stjórn. Ábyrgð okkar og
samviska gagnvart sjúklingum
kallar á að við bijótumst út úr
viðjum þessarar ánauðar sem
sumarlokanir eru. Okkur læknum
ber því að gera þær kröfur á hend-
ur heilbrigðisyfirvöldum og
sjúkrahússtjórnum að gerðar verði
ráðstafanir til úrbóta nú þegar.
Það er álit stjórnar Félags ungra
lækna að læknum sé ekki faglega
né siðferðislega stætt lengur á að
starfa við þau skilyrði sem skapast
á sjúkrahúsum vegna sumarlokan-
anna.
Stjórn Félags ungra lækna.
útgerð, eigum við sameiginlega að
taka á því tiltekna máli. Enginn
heldur uppi vörnum fyrir slíkan
mann og hagsmunasamtök útvegs-
manna hafa haft forystu um að
setja ákveðna veiðiskyldu á þá sem
stunda útveg. En að leggja til sem
lausn á málinu, allsheijar skatt-
heimtu á íslensk sjávarútvegsfyrir-
tæki í formi veiðigjalds, er fár-
ánlegt. Og það vantar eitthvað í
rökhugsun þeirra sem heimta
skatta á aukningu í veiðikvóta.
Vilja þeir láta ríkið borga þeim
útgerðum sem búa við skertar afla-
heimildir frá því kvótakerfið var
sett á?
Veiðigjald á Vestmannaeyjar
Bæjarstjóri Vestmannaeyja hef-
ur opinberlega skorað á þá stjórn-
málamenn sem aðhyllast veiðigjald
að koma út úr skápnum. Hann
segir að slíkir menn gætu þurft
að finna sér nýja kjósendur. Hann
tók sem dæmi veiðigjald sem næmi
12% af aflaverðmæti og tæki 6
milljarða út úr atvinnugreininni.
Þetta átti að skila lækkun á tekju-
skatti sem næmi 22 þúsund krón-
um á mann á ári eða 1.833 krónum
á mánuði. Þetta var, vel að merkja,
lægsta skattatalan í nýlegri
skýrslu Hagfræðistofnunar Há-
skólans. Þessi 12% jafngilda 1.600
milljóna skatti frá Vestmannaeyj-
um til ríkisins og þessi fjárhæð
færi úr byggðarlaginu á hveiju
einasta ári. Bæjarstjórinn sagði
þetta jafngilda 5 togskipum með
þokkalegan kvóta sem á hveiju ári
sigldu burt frá Eyjum. Veiðigjald
á Vestmannaeyjar dregur upp
táknræna mynd af þessari skatt-
hugmynd í íslenskum veruleika.
Það hefur ekki verið hrakið að 90%
veiðigjalds yrðu innheimt á lands-
byggðinni og 80% þess ráðstafað á
höfuðborgarsvæðinu.
Falklandseyjar
Við erum fámenn þjóð sem
byggir afkomu sína á farsæld í
sjávarútvegi. Hér búa um 270 þús-
und persónur en á jörðinni allri 6
milljarðar manna. Falklandseyjar
eru hinum megin á jörðinni og þar
búa álíka margir og á Húsavík.
Þar leggja menn veiðigjald á útlend
skip sem fiska við eyjarnar en
kringumstæður allar eru sérkenni-
legar. Útgerðir skipanna eru
skráðar annars staðar, greiða enga
aðra skatta til eyjaskeggja og
leggja ekkert til samfélagsins þar.
Það vita allir að þetta á ekkert
skylt við íslenskan sjávarútveg.
Ekkert ríki sem stundar þróaðan
sjávarútveg leggur á veiðigjald.
Það var reynt á Nýja-Sjálandi en
því var hætt árið 1994 eftir slæma
reynslu. Þeir sem vilja hækka
skatta á sjávarútveg landsbyggð-
arinnar geta gert það í gegnum
núverandi skattakerfi. Það þarf
ekki nýtt orð utan um slíkan
þankagang.
Ókeypis - Ókeypis
Utan á Cheerios pökkum er
stundum fullyrt að eitthvað ókeyp-
is fylgi með í kaupunum. Stórir
stafir skreyta pakkann; „Free-
inside“. Þegar pakkinn er opnaður
Það vantar eitthvað í
rökhugsun þeirra, segir-
Bjarni Hafþór Helga-
son, sem heimta skatta
á aukningu í veiðikvóta.
kemur oft í ljós lítið plastleikfang.
Trúir þú því að leikfangið sé ókeyp-
is? Borgaði enginn fyrir fram-
leiðslu á þessum hlut? Því er stund-
um haldið fram að fiskikvótum sé
úthlutað ókeypis til sjávarútvegs-
fyrirtækja. Þetta er röng hugsun.
Ef ég kæmi til þín með 100 tonna
þorskkvóta og segði að þú mættir
eiga hann, myndir þú kannski í
fyrstunni upplifa það sem gjöf. En
þegar ég segði þér að fara og
sækja þessi 100 tonn, myndirðu
allt í einu átta þig á því að þessi
tonn eru ekki ókeypis. Fiskurinn
syndir ekki heim til þín. Þetta er
sú staðreynd sem blasir við íslensk-
um sjávarútvegsfyrirtækjum. í
lögsögunni eru árlega veiddar 1,7
milljónir tonna af fiski og það er
dýrt að sækja þennan fisk. Þessi
kostnaður er okkar vandamál,
samhliða harðnandi verðsam-
keppni á erlendum mörkuðum.
Þeir sem trúa því, að veiðiheimild
á fiski sem er á bólakafi í íslensku
lögsögunni, sé ókeypis, trúa líka
því sem stendur utan á Cheerios
pökkunum.
Sameignin Gullfoss
Rök fyrir veiðigjaldi byggjast á
því að sameign hafi verið stolið frá
þjóðinni. Þeir sem stunda sjávarút-
veg eru þjófkenndir. Þessi áróður
er til skammar. Sameignarákvæðið
um fiskimiðin tryggir að stjórnvöld
ákvarða hversu mikið má veiða
hveiju sinni. Þess vegna syndir
jafnmikið af fiski í lögsögunni í lok
fiskveiðiársins og synti í henni í
bytjun þess. Það er sama magn
af fiski í sjónum núna og á þessum
tíma í fyrra og það verður sama
magn í sjónum á næsta ári. Raun-
ar er fiskmagnið að aukast en
ekki minnka, vegna þeirrar fis-
kverndarstefnu sem hér er fram-
fylgt. Það er ekki víst að svo væri
ef sameignarákvæðið tryggði ekki
ákvörðunarrétt stjórnvalda um
heildarveiði. Það er ekkert jafngildi
á milli þess að nýta sameign og
leggja á skatta. Hér á landi nýta
fjölmargir sameignir af ýmsu tagi.
Þeir eru ekki skattlagðir fyrir það
sérstaklega, enda engan veginn
líklegt að það sé skynsamlegt. Á
að leyfa ferðaskrifstofu að selja
flugmiða út á sameignina Gullfoss,
án þess að borga sérstakan auð-
lindaskatt fyrir að segja frá fossin-
um í auglýsingum? Eins og Gull-
foss er á sínum stað, syndir sama
magn af fiski í sjónum frá ári til
árs. Það hefur ekkert verið frá
neinum tekið.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Útvegsmannafélags Norðurlands.
Aukasæti til Benido í ágúst frá kr. rm 46.933
Verð kr. 46.933 H 1 Verð kr. 58.560
M.v. hjón með 2 börn í ágúst, E1 Faro, 1 vika. PillÍtll Vika á E1 Faro, m.v. 2 í íbúð í ágúst.
Heimsferðir hafa nú fengið
nokkur viðbótarsæti til
Benidorm 13., 20. og 27. ágúst
og viðbótaríbúðir á vinsælasta
hótelinu okkar, E1 Faro, þar sem
þú ert öruggur um glæsilegan
aðbúnað í fríinu. Allar íbúðir
með eldhúsi, baði, stofu, einu
svefnherbergi og svölum,
sjónvarpi og síma. Glæsilegur
arður, móttaka, veitingastaður,
íkamsrækt.
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600