Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 ...... .................... GUÐRÚN EMILSDÓTTIR + Guðrún Emils- dóttir fæddist á Borg í Skriðudal 20. apríl 1913. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Skjóli 15. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hiidur Bóasdóttir, f. 1886, d. 1933, húsfreyja á Stuðlum í Reyðar- firði, og Emil v Tómasson, f. 1881, d. 1967, bóndi á Stuðlum og síðar verkamaður og húsvörður í Reykjavík. Guðrún var næstelst í hópi átta systkina sem á legg komust. Þau eru: Sigurbjörg, f. 1912, Kristjana Elín, f. 1914, d. 1962, Borghild- ur, f. 1915, d. 1929, Regína (Thorarensen), f. 1917, Tómas, f. 1918, Bóas Arnbjörn, f. 1920, d. 1997, Jón Páhni, f. 1923, d. 1978. Árið 1935 giftist Guðrún Eyjóifi Krisljánssyni, f. 1904, d. 1989, frá Holtastöðum i Reyðarfirði, verk- stjóra i Reykjavík og Kópavogi. Þau bjuggu lengst af á Brúarósi í Kópa- vogi. Börn þeirra eru Emil Hilmar Eyjólfsson, f. 1935, háskólakennari í Lyon, og Kristján Eyjólfsson, f. 1942, læknir í Reykjavík. Uppeldissonur þeirra og barnabarn er Eyjólf- ur Kjaiar Emiisson, f. 1953, háskólakennari í Ósló. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er með söknuð í hjarta sem ég kveð hana ömmu mína í dag. Ég er strax farin að sakna heim- sóknanna til hennar og þess að fá ekki að faðma hana einu sinni enn að mér, eins og mér þótti svo gott. Það lagði svo mikla hlýju frá ömmu og mér leið alltaf svo vel eftir að hafa verið hjá henni, því hún var sönnun þess að til væru falslausar og hjartahlýjar manneskjur í heimi hér. Amma var sterk kona á sinn hlýlega hátt og hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum sem hún var óhrædd við að láta í ljós. Réttindi kvenna voru henni hugleikin og allt- af var hún tilbúin að rétta þeim ► hönd sem minna máttu sín. Hún var réttlætiskona af guðs náð. Enda nutu margir krafta hennar bæði á Kópavogshæli þar sem hún vann í mörg ár og eins heima fyrir þegar eitthvað bjátaði á. Smá dæmi um þessi persónueinkenni hennar ömmu má lesa úr viðbrögðum henn- ar þegar ég, átján ára gömul, til- kynnti henni að ég ætti von á barni, en þá hrökk upp úr henni: „Litli kjáninn þinn!“ Þessi einfalda setn- ing lýsti öllu í senn; undrun. kvíða og væntumþykju. En eitt sem ég mat mikils hjá ömmu var þessi óbil- andi trú sem hún hafði á fólki. Hún hvatti menn til dáða þegar vel gekk og var til staðar þegar á móti blés. Otal margt gæti ég tínt til úr brunni minninganna, en ég kýs að halda þeim út af fyrir mig að sinni. Þó vil ég nefna að Brúarós í Kópa- voginum skipar þar sérstakan sess í hjarta mínu. Meðal þeirra bestu æskuminninga sem ég á eru minn- ingar þaðan. Hjá ömmu, afa og Massa sem nú eru öll horfin frá okkur. Hlýlegt andrúmsloft, tifíð og hringingarnar í stofuklukkunni, blómaanganin og litirnir í verönd- inni hennar ömmu, hænsnakofinn þar sem afi réð ríkjum, lækurinn og fjaran, Sannar sögur, kleppari, kvöldkaffið og kleinurnar, eineygði kötturinn, dularfulli kassinn hans .Massa, Fjörudraugurinn, amma, afi ‘og Massi. Einnig eru mér minnisstæðar þær samverustundir þar sem við amma töluðum saman um lífið og tilveruna, en hún fylgdist vel með því sem var að gerast þá og þá stundina og hafði gaman af því að velta vöngum yfir hlutum sem ekki var til einhlítt svar við. Af þeim fundum fór ég alltaf ríkari. Já, hún amma var einstök kona og ég sakna hennar sárt eins og margir aðrir er fengu að kynnast henni. Hugur minn er hjá þeim. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Hvíl í friði. Guðrún C. Emilsdóttir. Guðrún Emilsdóttir fæddist á Borg í Skriðdal, S-Múlasýslu. Hún lést 15. júní sl. á Skjóli, hjúkrunar- heimili aldraðra í Reykjavík. Skjól er vel rekin stofnun og vistfólkið ánægt, að best ég veit, enda hús- mæður sem hugsa um eldri borgar- ana uridir stjórn góðs hjúkrunar- fólks, sem kann að stjórna bæði lærðu og ólærðu starfsfólki eins og hér í Hulduhlíð á Eskifirði. Guðrún var hraust, en eftir því sem aldurinn færðist yfir systur mina, tók hún heilsuleysinu illa og sagðist ekki eiga það skilið. Ég sagði henni að ég hefði aldrei látið illa yfir veikindum mínum. Maður verði að taka öllu vel, sem á mann er lagt, í þessu jarðneska lífi. Guðrún systir mín var mikilhæf manneskja. Afar fjölhæf húsmóðir, bæði í matartilbúningi og öðru. Hún saumaði öll föt á okkur systkinin svo og fyrir vandalaust fólk, og voru allir svo ánægðir með sauma- skap hennar. Gunna var glöð og lífsgleðin mikil, gestrisni hennar var geysilega mikil, enda margt fólk í heimili. Gunna var gift Eyjólfi Kristjánssyni mesta valmenni, sem ég hef þekkt. Þau áttu tvo efnilega drengi, sem eru vel menntaðir. Sá eldri er Emil Hilmar, búsettur í Frakklandi og á hann mörg börn. Yngri sonurinn er Kristján hjarta- læknir á Landspítalanum. Fyrri kona hans var Margrét Örnólfsdótt- ir, mikilhæf kona, og áttu þau þijá syni saman. Núverandi eiginkona Kristjáns er Ásdís Halldórsdóttir, sem er mesta dugnaðarkona, hjúkr- unarkona að mennt, og eiga þau tvö börn. Öll eru barnabörn Guðrún- ar og Eyjólfs mesta myndarfólk og vel menntuð og bráðdugleg. Það er mín ósk að þau láti alltaf gott af sér leiða, eins og afi og amma þeirra gerðu á meðan þeirra naut Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 < 5' 2 | HOTEL LOFTLEIÐIR “ ICfLANDAIR HOTEI.S Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA MINNIIMGAR við í þessu jarðneska lífí. Þau heið- urshjón voru ekki hlaupandi um götur og gatnamót og segjandi frá sínum mörgu góðverkum. Ég bið Guðsblessun að fylgja elsku systur. Ég vona að þú fáir góða heimkomu. Hittumst seinna. Regína Thorarensen. Móðursystir mín, Guðrún Emils- dóttir, Gunna frænka eins og hún var jafnan nefnd í minni fjölskyldu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli, hinn 15. þessa mánaðar. Mörg undanfarin ár hefur heilsu hennar smám saman hrakað og nokkrum sinnum var hún svo mikið veik að um líf hennar var óttast en jafnan náði hún sér upp aftur. Eflaust hefur þar ráðið mestu hið mikla baráttuþrek sem henni var gefið. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni. Bóas Arnbjörn Emilsson, móðurbróðir minn, lést eftir langvarandi veikindi hinn 28. maí og fór útför hans fram frá Selfosskirkju hinn 5. júní sl. Gunna frænka fylgdi bróður sínum síðasta spölinn og í erfidrykkjunni sem á eftir fylgdi kvaddi hún sér hljóðs og sagði eftirminnilega sögu af Bóasi bróður sínum þegar foreldrar þeirra fengu send tvö svín frá móð- urbróður þeirra í Noregi. Allir krakkarnir urðu hræddir og forðuðu sér inn eða upp á nærliggjandi þök, nema Bóas sem var hvergi smeykur og í stað þess að forða sér gekk hann til svínanna og bauð þeim birginn. Bóas var þá á þriðja ári og það sem ég þekkti til þessa ágæta frænda míns þá skorti hann aldrei áræði og kjark til að takast á við menn eða viðfangsefni. Það verður vart talinn neinn hér- aðsbrestur þótt lasburða kona falli frá í hárri elli. Hinsvegar setti mig hljóðan og þetta hefur hrist upp í sjóði minninganna sem ég á um þessa ágætu frænku mína. Heimili þeirra Gunnu frænku og Eyjólfs á Brúarósi stóð mér opið alla tíð og svo velkominn fann ég mig þar að ég knúði ekki alltaf dyra áður en ég gekk þar inn og naut þess að vera fagnað af fölskvalausri ánægju. Þetta er nokkuð sem ekki gleymist. Gugga systir og móðir mín brenndust mjög alvarlega í byijun júní 1947 á Gjögri. Þær voru síðar fluttar til Reykjavíkur og var mamma þar á spítala fram í desember 1947. Gugga systir losn- aði fyrr af spítalanum og var þá komið fyrir hjá Gunnu frænku og Eyjólfi. Víst er að systir mín var þar umvafín umhyggju og kærleika af þeim hjónum og þegar við pabbi komum rétt fyrir jólin að ná í þær mæðgur og fara norður á Gjögur og halda jólin þar þá var mjög að foreldrum mínum lagt að fara hvergi og halda jólin með fjölskyld- unni á Brúarósi. Einnig buðust þau til að hafa Guggu áfram og hef ég metið það svo að þau, Gunna frænka og Eyjólfur, hafi verið fús til að ganga Guggu í foreldrastað. Þetta varð þó ekki en þegar ég hugsa um þessi mál finn ég að hag systur minnar hefði þannig verið vel borgið. Um árabil vann Gunna frænka á Kópavogshælinu (það mætti nú finna manneskjulegra nafn á þessa stofnun) þar sem hæfiieikar hennar til að verða öðrum að liði fengu heldur betur notið sín. Hún lét sér Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 Wk blómaverkstæði I IÖINNA I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 909» ekki nægja að standa sínar vaktir heldur tók hún oft heim til sín vist- menn sem hún batt tryggð við og ég held sérstaklega við þá sem mest þurftu á að halda. Segja má að Gunnu frænku hafi aldrei fallið verk úr hendi og var ævinlega tilbúin að axla þá ábyrgð sem aðrir fólu henni. Hún var mik- il hannyrðakona, heklaði, pijónaði og saumaði bæði á heimilisfólk og til að færa ættingjum og vinum. Minnist þess m.a. að hafa vélritað fyrir hana bréf þegar hún tók þátt í samkeppni á vegum Heimilisiðnað- arfélagsins o.fl. aðila um vinnu úr íslensku efni. Þar vann Gunna frænka 1. verðlaun fyrir rúmteppi. Þá var hún mjög myndarleg í allri matargerð og bakaði mest allt fyrir sitt stóra heimili. Með þessu drýgði hún tekjur heimilisins á meðan hún var bundin heima yfir börnum og öldruðum heilsulitlum föður sínum. Þótt Gunna frænka væri svona vinnusöm hafði hún einstaka hæfi- leika til að geta í senn bæði unnið og haldið uppi samræðum við fólk. Hún var fyrsta manneskjan sem talaði við mig eins og fullorðinn mann um menn og málefni og trúði mér fyrir málum sem ekki þótti ástæða til að færu í hámæli. Þá var þessi frænka mín bæði prýðilega vel máli farin og ritfær. Þessum hæfileikum hélt hún til hins síð- asta, þrátt fyrir heilsuleysi og því samfara miklar tökur meðala. T.d. skrifaði hún fyrir rúmu ári einstak- lega fallega minningargrein um Ragnhildi Óskarsdóttur (Rósku), systurdóttur sína. Hvernig bernsku, uppeldi og menntun hlaut kona sem hægt er að mæla svona um? Fyrir utan barnaskóla, sem var farskóli í sveit- inni, var hún í einn eða tvo vetur við nám í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Lét hún vel af veru sinni þar og sérstaklega minntist hún Blöndals hjónanna með vin- semd og virðingu. Gunna frænka er fædd á Borg í Skriðdal og flutt- ist þaðan þriggja ára með foreldrum sínum og systrunum Sigurbjörgu, Kristjönu Elínu og Borghildi að Stuðlum í Reyðarfirði. Þær systur voru þá á aldrinum fjögurra ára sú elsta en sú yngsta 10 mánaða. Á Stuðlum bjuggu þá fyrir heiðurs- hjónin Jónas Pétur Bóasson, móður- bróðir Gunnu frænku, og kona hans Valgerður Bjarnadóttir. Jónas 0g Valgerður fluttust síðar að Bakka í Reyðarfírði og voru jafnan kennd við Bakka. Mér er einkar minnis- stæð frásögn Valgerðar frænku af komu þeirra að Stuðlum. Þetta var einn bjartan sumardag 1916 að heimafólk á Stuðlum sá hestalest koma út Skógdalinn en farið var frá Borg og yfir Þórdalsheiði. Indr- iði í Áreyjum hélt til móts við gest- ina, tók Sibbu, sem Hildur amma hafði reitt, og hélt á henni yfír ána. Þegar kom heim í hlað á Stuðl- um voru Gunna og Ella í laupum, sitt hvorum megin á klakk, en þær voru auðvitað of ungar til að sitja hest, tveggja og þriggja ára gaml- ar. Borghildur, sem þá var 10 mán- aða, var í kassa sem var haganlega komið fyrir á milli bagga á öðrum hesti. Öll búslóðin var flutt á hest- um. Frásögn Valgerðar frænku var áhrifamikil og mér er ljóst að milli þessara fjölskyldna, sem þarna hitt- ust, myndaðist ævarandi vinátta. Annars er nærtækast að vitna til skrifa Gunnu frænku sjálfrar, en til hennar var leitað fyrir ættarmót sem Stuðlaættin hélt á Stuðlum 6.-8. júlí 1984, um að gera grein fyrir Stuðlaheimilinu og nánustu ættmennum. Þar segir m.a.: „Þegar ég er 9 ára gömul hættir Jónas frændi búskap á Stuðlum og flytur út í kaupstaðinn með konu og 3 börn. Mikill var söknuðurinn 0g eftirsjáin þegar þetta frændfólk var búið að yfirgefa okkur. Nú tóku við þau ár í lífi mínu sem manni var ætlað að vinna og var komið í skilning um að lífið væri ekki tóm- ur leikur og margt þyrfti að læra sem koma mætti að gagni síðar í lífinu ef vel ætti að fara. Nú búa foreldrar mínir einir á jörðinni. Þau festu kaup á henni. 20.000 króna skuldabaggi var þungur í skauti barnmörgu fólki í þá daga. Engar tryggingar aðstoðuðu þá. Barna- fyöldi var þá einungis mál foreldra. Þegar ég lít nú í elli minni yfir liðna tíð þá held ég að foreldrar mínir hafí búið rausnarbúi þessi ár á Stuðlum. Þar var alltaf nóg að bíta og brenna. Heimilið var stórt og umsvifamikið og gestagangur óhóf- lega mikill. Það var ausið mat og drykk í gesti og gangandi. Aldrei var tekið gjald fyrir alla þessa fyrir- greiðslu. Svona liðu árin eitt af öðru og ég komin yfir fermingaraldur og farin a_ð skilja að lífíð kostar pen- inga. Ég er stödd niðri í kjallara við sláturgjörð sem ávallt var feiknamikil vinna fyrir allt heimilis- fólk, því að útbúa varð mat sem endast átti allt árið. Það var soðið slátur í margar tunnur og búin til kæfa í marga belgi, bræddur mör, saumaðar rúllupylsur og lunda- baggar, svið soðin og pressuð og geymd í sýru. Þessi vinna stóð yfir- leitt í 3-4 vikur, var unnin jafnt nótt sem dag. Einmitt á þessum vikum var hvað mest ónæði af Héraðsmönnum sem voru að reka fé til slátrunar niður á Reyðarfjörð. Móðir mín sagði einn dag við mig að það væru komnir gestir og ég skyldi koma upp og hjálpa sér (en aðrir héldu áfram verkum í kjallar- anum). Sjálfsagt hefi ég verið þreytt af öllu þessu amstri því ég gerðist svo djörf að svara móður minni fullum hálsi (sem ekki þótti tilhlýðilegt í þá daga), sagði að all- ur þessi gestagangur sem þau vendu á sig væri þeim að kenna og spurði hvort hún gerði sér ekki grein fyrir því að allur matur og drykkur sem í það færi kostaði pening. Ég sagðist sannarlega ekki ætla að hafa þetta svona þegar ég færi að búa. Móðir mín varð undr- andi nokkra stund, horfði svo á mig hvöss á brún og sagði: - „Það held ég að þú sért ekki af Stuðlaætt- inni, blessað barn, eða veistu ekki að aldrei hafa ættmenn þínir á þess- um bæ talið eftir að greiða fyrir gestum og gangandi. Guð launar fyrir hrafninn og það skaltu vita að enginn verður fátækari þótt hann gefi gestum málsverð.““ Mér er ljóst að Gunna frænka, ekki bara mundi þetta „í elli sinni“, heldur einkenndist allt heimilishald hennar á Brúarósi af gestrisni og rausnarskap. Þar var jafnan margt í heimili og gestagangur fram úr hófí mikill. Gestirnir höfðu þar mis- langa viðveru allt frá því að líta þar inn af og til í að dvelja þar árum saman. Ekki má horfa fram hjá því að í þessu var hún dyggi- lega studd af sínum ágæta eigin- manni, Eyjólfi Kristjánssyni, og hans hlutur er raunar meiri sem því nemur að flestir „hótelgestirnir" á heimilinu voru venslafólk Gunnu frænku. Fyrir mér er þetta ein- stakt. Met mikils að hafa notið vin- áttu og velvildar Gunnu frænku minnar alla tíð. Samskipti okkar voru mikil og þar hefur hvergi bor- ið á skugga. Með greind sinni, ríkri réttlætiskennd og hjálpsemi við mig og mitt fólk hefur hún sýnt mér hvernig hægt er að láta margt gott af sér leiða og vera samferðafólki sínu góð fyrirmynd. En hver er svo uppskera heiðurs- hjónanna, Guðrúnar Emilsdóttur frá Stuðlum og Eyjólfs Kristjáns- sonar frá Strönd (Holtastaðaeyri), að leiðarlokum? Léttvæg verður hún í samanburði við marga aðra ef mæld er í gjaldmiðlum á borð við steinsteypu og verðbréf. Veit líka að metnaður þeirra var ekki við það bundinn. Hins vegar voru þau ávallt veitendur, nutu trausts og virðingar samferðamanna sinna og eiga hæfi- leikaríka og vel gerða afkomendur þar sem sjá má að mannkostir hafa gengið í erfðir. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég afkomendum og þeirra fólki einlægar samúðarkveðjur. Einnig verður mér títt hugsað til Sibbu frænku, móðursystur minnar, en Gunna frænka og Sibba voru meira en systur, þær voru einstakar vinkonur alla ævi og í þau rúm 50 ár sem ég hef fylgst með þeim vissi ég að þær voru í nær daglegu sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.