Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 35 I . bandi og það var þeim báðum mik- J ils virði. Hilmar F. Thorarensen. Guðrún móðursystir okkar lést 15. júní síðastliðinn. í hugum okkar tengist minningin um hana Brúar- ósi, húsinu sem þau Eyjólfur byggðu. Guðrún og Eyjólfur eign- . uðust tvo syni, Emil Hilmar og ? Kristján Aðalstein, og einnig ólu þau upp sonarson sinn, Eyjólf Kjal- | ar Emilsson. Ein af okkar fyrstu minningum frá Brúarósi er þegar gróðursettar voru litlar tijáplöntur við húsið. Það hefur verið á seinni hluta fimmta áratugarins. Plönturnar eru þarna enn, núna stór tré sem mynda fal- legan lund, en húsið og allt annað sem tilheyrði lífinu á Brúarósi er g horfið. Brúarós var í Fossvogi, við lækinn sem skilur að Reykjavík og V Fossvog. Eyfi og Gunna frænka \ byggðu húsið á árunum rétt upp úr stríði. Gunna frænka hafði alla tíð mikið yndi af börnum og heim- ili þeirra Eyfa virkaði á okkur eins og þar væri ótakmarkað frelsi, inn- an húss sem utan. Þetta var eins og sveit, tún með stórum matjurta- garði og þar fyrir handan njólagarð- urinn, sem okkur fannst svo spenn- andi, og svo var lækurinn og fjaran : rétt við túnfótinn. Hundar, kettir, kanínur, kálfar og hænur og fleiri | dýrategundir voru hluti af tilver- unni á Brúarósi. Þarna var allt svo ólíkt Grettisgötunni, þar sem við bjuggum í fjölbýlishúsi en leiksvæð- ið þar var gatan. Heimsóknir okkar á Brúarós voru ótal margar. Heilu dagana var mamma þar með okkur systumar þijár og stundum dvaldi einhver '0 okkar þar í nokkra daga eða vikur. b Þetta var eins og okkar annað heim- £ ili. Þær mamma og Gunna frænka P voru sérstaklega samrýndar alla tíð. Þær hjálpuðust að í daglega lífinu og studdu hvor aðra í gegnum erfiðleikana. Minningamar em skýrar í hugum okkar. Mamma og Gunna frænka eitthvað að sýsla í eldhúsinu á Brúarósi, sem var stærra en öll önnur eldhús. Glað- * værar raddir, afi situr þar á nær- P bolnum með kaskeitið, eitthvað að j spauga. Ilmur af heitum kleinum Pog diskaglamur. Einhvetjir fleiri sitja í eldhúsinu, ættingjar utan af landi en þeir gistu gjaman á Brúar- ósi og kannski var þarna líka kom- inn einhver nágranninn, Guðjón skósmiður eða Þórður á Sæbóli. Alltaf margt fólk og allir velkomn- ir. Umræða í fullum gangi, Eyfi kemur og sest í sætið sitt við enda borðsins, borðið er stórt, ekkert mál að gefa fjölda manns kaffi. Var ver- H ið að tala um bæjarmálin eða heims- ■ pólitíkina? Gunna frænka hverfur inn í búr og kemur aftur fram með jólaköku og smurt brauð á fati. Það var hún sem stjórnaði þessu mann- marga heimili þótt við tækjum auð- vitað ekki eftir því þá. Það sem við sáum var góða, glaða Gunna frænka. Og fleiri myndir koma upp í hugann. Gunna frænka og mamma m í stofunni við sauma og pijónaskap. : | í þá daga saumuðu þær og pijónuðu mest allan fatnað á sig sjálfar og á | okkur krakkana. Oft var saumað uppúr gömlum fötum. Þær komu sér upp vefstól og ófu dregla á gólfín og áklæði á stólana. Við og Ragn- hildur systir okkar og Kristján (Brói), yngri sonur Gunnu frænku og Eyfa, lékum okkur úti eða inni, vorum á hlaupum upp og niður stig- ann, milli hæða, í eltingaleik eða spiluðum í einhveiju herbergjanna. Stundum fengum við afgangs tuskur 3 til að sauma úr. Við lögðum allt % húsið undir leiki okkar, nema her- bergið hans afa fékk yfirleitt að vera í friði. Kristinn (Massi), bróðir Eyjólfs, gaf sér oft tíma til að leika við okkur ef hann var heima og þá var gjaman farið í feluleik eða skollaleik. Blómarækt var mikið áhugamál Gunnu frænku. Hún sáði fræjum eða kom afleggjurum til og ffj úr urðu fallegar plöntur og litrík m blóm. Massi smíðaði fyrir hana gler- skála út úr stofunni og þar fékk hún % enn frekar útrás fyrir ræktunará- hugann. 4 Og svo voru það öll fjölskyldu- boðin sem Gunna frænka stóð fyr- ir, en hún lagði alla tíð mikið upp úr því að fjölskyldan þekktist og héldi saman. Gamlárskvöldin á Brúarósi eru með skemmtilegri minningum frá æsku okkar. Okkur fannst það ekki nema sjálfsagt þegar við vorum litlar að Gunna frænka og Eyfí væru okkur svo góð sem raun var. Við skildum það seinna að við vorum einstaklega heppnar að fá að vera á Brúarósi þegar við vorum böm og ungling- ar. Síðan hafa okkar böm einnig fengið að upplifa ævintýrið á Brúar- ósi. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta umhyggju og vináttu góðu Gunnu frænku okkar. Borghildur og Guðrún Óskarsdætur. Oft er haft á orði, að vini sína geti maður sjálfur valið en um fjöl- skyldu sína fái maður engu ráðið. Þegar ég í æsku valdi mér eigin- mann vissi ég ekki hvílík heppni beið mín, að eignast jafnframt svo yndislega tengdaforeldra sem Guð- rún Emilsdóttir og Eyjólfur Kjart- ansson reyndust mér. Ég gleymi aldrei hlýju þeirra og nærgætni { garð ungu erlendu stúlkunnar, sem eldri sonur þeirra ætlaði að ganga að eiga. Þótt við töluðum ekki sömu tungu, veittist tengdaforeldrum mínum auðvelt að auðsýna skilning og ástúð þessari ungu óöruggu stúlku sem var svo mikið í mun að falla inn í fjölskylduna. Og þótt hjónaband mitt entist ekki nema aldarfjórðung urðu bönd virðingar og gagnkvæms trúnaðar milli okk- ar tengdamóður minnar einungis sterkari með árunum. „Amma“ - ég kallaði hana það eins og börnin okkar gerðu - var kona með stórt hjarta og miklar gáfur. Hún þurfti í æsku að ann- ast uppeldi systkina sinna, sem voru mörg, og gat því ekki stundað langskólanám, sem vert hefði verið og þar sem fróðleiksfýsn hennar, opinn hugur og dugnaður hefðu sannarlega notið sín. Gáfum henn- ar var þó engan veginn kastað á glæ, því alla sína ævi nýtti Guðrún sér auðlegð hjarta síns og góða greind öðrum til hagsbóta og lagði sig jafnan fram um að taka öllum opnum örmum, hugga og hjálpa í hvívetna. Sagt hefur verið að hamingjan felist í því að vera „fagur“ í augum annarra, það er að segja að njóta aðdáunar og virðingar. Að þesu leyti var „amma“ ótvírætt ham- ingjusöm kona, því engan þekki ég sem betur fór hið fagra franska heiti tengdamóðurinnar: belle-mére. Hún var sannarlega fögur, í augum allra þeirra sem þekktu hana og unnu henni. Því segi ég við hana sem nú hefur kvatt okkur með þeirri reisn og æðruleysi sem alla tíð ein- kenndi hana: Adieu pour toujours, ma trés chére et belle mére - vertu sæl um eilífð alla, ástkæra fagra móðir mín. Catherine. Guðrún Emilsdóttir Fyrir mörgum árum var hús afa og ömmu á Brúarósi rifið. Stuttu seinna var húsið sem ég ólst upp í á Lindargötu einnig rifíð. Á sínum tíma fannst mér sem hluti af mér hefði raunverulega verið numinn á brott, þar sem svo margar minning- ar voru tengdar þessum tveim hús- um. I dag, mörgum árum seinna, geri ég mér hinsvegar grein fyrir því að þessi hús standa sem aldrei fyrr í huga mínum. Þau eru hins- vegar ekki byggð úr viði né steypu, heldur eru það minningarnar um liðna atburði og fólk sem mynda burðarveggi þeirra. Líkt og býlið á Brúarósi, eru þau sem það byggðu, amma og afi, nú endanlega horfin á braut. í huganum eru þau hins- vegar orðin að homsteinum á því húsi sem hver kynslóð á sinn þátt í að byggja. Þangað get ég alltaf sótt bjartan dag í heysátu, eða stol- ist inn í búr að hnupla nýbökuðum kleinum. Ég er viss um að allir sem til þeirra þekktu, munu gera sitt til að halda þessu húsi við og koma því heillegu til næstu kynslóðar. Verið þið þar blessuð og velkomin. Kjartan. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. (Kolbeinn Tumason) Móðir mín giftist ung syni Guð- rúnar og Eyjólfs, Kristjáni. Eignuðust þau þijá syni, eldri hálf- bræður mína. Síðar skildu þau, en samband Guðrúnar og móður minnar sem tengdamóður og tengdadóttur hélst alla tíð. Þær voru miklar vinkonur og trúnaðar- vinir og var það móður minni mjög mikils virði að eiga Guðrúnu að í lífsins ólgusjó. Amma Guðrún var okkur systk- inunum, Sigga Ármanni, Hlíf og mér, sem besta „alvöru" amma. Þegar ég var lítil þótti mér það sjálfgefið, enda voru þau afi Eyjólf- ur hluti af tilverunni frá því ég man eftir mér. Seinna varð mér ljóst hve heppin við vorum að fá að eiga þau að sem ömmu og afa - þau hefðu ekki þurft að koma í afmælin okkar, gefa okkur gjafír eða amma að sauma og pijóna á okkur. Þau voru okkur bara svo góð að mér fannst það sjálfsagt. Ég á góðar minningar frá heim- sóknum til þeirra upp á Brúárós, sem var ævintýralegur staður, hálfgerð sveit í bænum með lækn- um, eldhúsi sem stigið var niður í og saumaherbergi uppi á lofti. Er þau fluttu þaðan í Bergstaðastræt- ið sá ég mjög eftir gamla húsinu, en það gleymdist við fyrstu heim- sókn því þar var sami góði andinn, og hann fylgdi líka ömmu Guðrúnu upp á Skjól, þar sem hún bjó síð- ustu árin. Þar lumaði hún á ýmsu góðgæti og var ómögulegt að fara frá henni án þess að þiggja áður nokkra mola og fleiri í nesti. Einu sinni þegar við Hlíf komum til hennar var hún í heimsókn hjá grannkonu sinni hinum megin við ganginn. Sú tók þá upp á því að bjóða okkur systrum mola. Þegar við vorum svo komnar yfir hafði amma Guðrún um það nokkur orð að þetta væri vart þolandi, að ein- hveijar aðrar „kerlingar“ væru að gefa okkur gotterí, það væri henn- ar hlutverk! Mér þótti amma Guðrún vera bráðgreind kona, hjálpsöm, góð og hreinskilin. - Hún sagði alltaf meiningu sína. Eitt sinn minntist hún á það að þegar hún var ung skólastelpa hefði hún sjaldnast átt stundlegan frið, því skólasystur hennar hefðu alltaf verið að leita til hennar með sín mál og biðja hana ráða! Hún var sumsé góður hlustandi og ráðagóð, það veit ég einnig frá móður minni. Andlega hélt hún sér merkilega vel, allt undir það síðasta, þó að annars væri mjög af henni dregið. Hún var fordómalaus og nútímaleg í hugsun. Sýndi það sig vel er hún tók sig til og las fyrir minningar- grein um Rósu frænku sína. Var ekki að sjá að þar hefði haft orðið kona komin á níræðisaldur, en í greininni skein í gegn skýr hugsun gömlu konunnar, innsæi og djúpur skilningur á hinu mannlega. „Bíðið dauðans í góðum hug og hafið þetta eitt fyrir satt: Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum, og guðirnir eru ekki afskiptalausir um hans hag.“(Sókrates.) Elsku amma Guðrún. Ég þakka þér fyrir að hafa verið okkur öllum svo góð. Þú átt stórt hólf í hjarta okkar. Góður Guð gefi sonum þín- um, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum þínum styrk. Þín Anna Ragnhildur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HELGASON húsasmíðameistari, Smáratúni 5, Seífossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 28. júní nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimili aldraðra, Ljós- heima, Selfossi. Margrét Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason, Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Helgi Guðmundsson, Susan A. Faull, Guðmundur Guðmundsson, Katrín Bjarnadóttir, Edda Guðmundsdóttir, Karl H. Hillers, barnabörn og barnabarnabörn. r + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR, Ásbraut 9, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 23. júní. Jarðarförin auglýst síðar, Óli Þór Ástvaldsson, Sóley Ástvaldsdóttir, Ragnar Ástvaldsson, Viðar Þór Ástvaldsson, Finnbogi Arnar Ástvaldsson, Sigurður Rúnar Ástvaldsson, Inga Arnórsdóttir, Guðfinna Nívarðsdóttlr, Ágúst Ingi Ólafsson, Guðrún Bergmann, Jóhanna Ósk Pálsdóttir, ömmubörn og langömmuböm. + Sonur minn, ÞORBERGUR RÚNAR SVEINSSON frá Sléttu í Fljótum, Hátúni 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Þorbergsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN RUNÓLFSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Laugarteigi 16, þriðjudaginn 24. júní. Ásta Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Björk Gunnarsdóttir, Hrafn Björnsson, Rúnar Gunnarsson, Helga Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÁLDÓTTIR, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju föstudaginn 27. júnl kl. 14.00. Björn Guðmundsson, Halla Guðmundsdóttir, Óli Þ. Baldvinsson, Gunnar R. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Svala Guðmundsdóttir, Leifur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.