Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 37
+ Margrét Árna-
dóttir fæddist í
Reykjavík 15. jan-
úar árið 1908. Hún
lést á heimiii sínu í
Reykjavík 17. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Árni Árna-
son verkamaður, f.
2. september 1863 í
Breiðholti við
Reykjavík, d. 1.
febrúar 1959, og
Kristín Ólafsdóttir,
f. 8. desember 1868
á Vatnsenda við Ell-
iðavatn, d. 22. júní
1946. Framættir Árna voru í
Árnessýslu en Kristínar þar og
íKjósarsýslu. Börn Kristínar og
Árna voru voru alls 12: 1) Ólaf-
ía Guðlaug (1890-1981), g. Her-
berti M. Sigmundssyni prent-
smiðjustjóra. 2) Valdemar
(1893-1962) verksljóri í Sænska
frystihúsinu, kv. Guðlaugu I.
Sigurðardóttur. _ 3) Laufey
(1895-1971), g. Árna Kristjáns-
syni vélsljóra. 4) Stefanía (1898
dáin sama ár). 5) Guðrún
(1899-1900). 6) Guðrún Hjartar
(1891-) g. Lofti G. Hjartar
húsasmið. 7) Kristinn (1903-82)
vélgæslumaður, óg. 8) Stefanía
(1906-92), g. Sigurþóri Jóns-
syni úrsmið. 9) Margrét
(1908-97), g. Emil Birni Magn-
ússyni féhirði. 10) Áslaug Björg
(1909-), g. Sigtryggi Árnasyni
verslunarmanni og síðar Stein-
grími M. Guðmundssyni bifreið-
arstjóra. 11) Gunnhildur
(1910-61), g. Sigurjóni H. Ing-
Það land sem höfuðborgarsvæðið
stendur á var í eina tíð sveit sem
ekki var frábrugðin öðrum sveitum
landsins. Hér hétu bæir nöfnum sem
hljóma okkur höfuðborgarbúum
kunnuglega í eyrum; Bústaðir, Ár-
bær, Rauðará, Kleppur, Langholt,
Vatnsendi eða Breiðholt. Sveitin hét
Seltjarnarneshreppur og hér lágu
rætur Margrétar Árnadóttur. Móðir
hennar, Kristín Ólafsdóttir húsmóð-
ir, var fædd á Vatnsenda við Elliða-
vatn árið 1868. Voru foreldrar henn-
ar Ólafur Ólafsson óðalsbóndi þar
og kona hans Guðlaug Guðmunds-
dóttir. Var Kristín fimmta í röð 13
alsystkina en einungis sjö þeirra
komust upp og af þeim eignuðust
tvö afkomendur.
Faðir hennar, Árni Árnason
verkamaður, var fæddur árið 1863
í Breiðholti, sonur Árna Jónssonar
bónda þar og hreppstjóra Seltjarn-
arneshrepps og seinni konu hans
Kristbjargar Jónsdóttur. Árni var
áttunda barn föður síns en fyrsta
barn móður sinnar, en alsystkini
hans urðu tíu. Af sautján börnum
Árna í Breiðholti komust tíu til full-
orðinsára.
Leiðir þeirra Kristínar og Árna
lágu fyrst saman er hann gerðist
vinnumaður Ólafs á Vatnsenda og
voru þau gefin saman í Dómkirkj-
unni á gamlársdag 1889 og hófu
þau búskap í vesturbæ Reykjavíkur.
Árni vann sem verkamaður alla tíð,
fyrst hjá Brydesverslun og síðar hjá
Eimskipafélaginu. Hann var einn af
stofnendum verkamannafélagsins
Dagsbrúnar árið 1906, tók virkan
þátt í starfsemi þess og var síðar
gerður að heiðursfélaga. Má geta
þess að á stofnfundi félagsins var
Árni kosinn dyravörður en hlutverk
þeirra var að hindra óboðna gesti í
að ryðjast inn á fundi og máttu þeir
ekki vera neinir aukvisar.
Árið 1893 keyptu þau tómthúsbýl-
ið Hansbæ og á þeim sama stað
reistu þau sér hús árið 1901 sem
var Bakkastígur nr. 7 á horni Mýr-
argötu. Þar stóð heimili þeirra til
æviloka en hús þetta er horfið fyrir
allnokkru.
Á árunum 1890 til 1911 varð þeim
Kristínu og Árna tólf bama auðið,
tíu komust til fullorðinsára og eru
systumar Guðrún og Áslaug eftirlif-
andi af þessum myndarlega hópi.
varssyni sjómanni,
síðar Jóhannesi L.
Jóhannessyni prent-
ara. 2) Olafur
(1911-43) prentari,
óg-
Margrét giftist
18. maí 1930 Emil
Birni Magnússyni
féhirði frá Reyðar-
firði, f. 2. ágúst 1906
á Eskifirði, d. 25.
nóvember 1952 í
Reykjavík. Foreldr-
ar hans voru Magn-
ús Magnússon
(1868-1941) kenn-
ari og kaupmaður
og kona hans Emelía Soffía
Björnsdóttir (1883-1960). Börn
Margrétar og Emils eru: 1)
Edda, f. 14. júlí 1931 meina-
tæknir, g. Þorsteini Þorsteins-
syni (1925-) lífefnafræðingi frá
Húsafelli. Þeirra börn: Ingi-
björg tónlistarmaður, Björn líf-
fræðingur, Þorsteinn trygg-
ingamaður og Margrét tónlist-
armaður. 2) Héðinn, f. 22. febr-
úar 1933 tryggingamaður, kv.
Ingibjörgu Olgu Hjaltadóttur
(1934-96). Þeirra börn: Margrét
hjúkrunarfræðingur, María Sol-
veig skólastjóri, Emil Björn for-
ritari, Magnús matreiðslumeist-
ari og Davíð iðnrekstrarfræð-
ingur. Sambýliskona Héðins er
Júlíana Magnúsdóttir. Barna-
barnabörn Margrétar og Emils
eru alls 16 og eitt barn í fjórða
lið.
Útför Margrétar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Margrét Árnadóttir var sú níunda
í röðinni, fædd heima á Bakkastíg
þann 15. janúar árið 1908 og þar
átti hún heima fram yfir tvítugsald-
ur. Þetta mannmarga heimili var
ekki stórt á mælikvarða nútímans,
ein hæð og um 35 fermetrar að
grunnfleti en allt bar vott um reglu-
semi og snyrtimennsku. Af gömlum
myndum að dæma var húsið vestast
í vesturbænum við stórt opið svæði
í kringum Ánanaust og má segja
að þessi hluti bæjarins hafi verið
eitt samfellt stakkstæði þar sem
saltfiskur var sólþurrkaður á sumrin.
Af Bakkastíg hefur verið fallegt og
vítt útsýni yfir höfnina og flóann.
Auk heimilisstarfa tók Kristín
húsfreyja físk heim til sín, vaskaði
hann og þurrkaði og hafði hún
stakkstæði í Mýrarholti. Tók Mar-
grét þátt í þeirri vinnu ásamt systk-
inum sínum og vandist því snemma
vinnusemi og dugnaði sem einkenndi
hana alla tíð síðan. Það má því segja
sem svo að á Bakkastíg hafi lífið
verið saltfiskur en elja og samheldni
fjölskyldunnar gerði heimilið bjarg-
álna.
Margrét sagði undirrituðum þá
sögu að þegar hún var um tíu ára
aldur veiktist hún af kirtlaveiki. Var
talið að henni yrði gott af því að
fara í sveit þar sem meira væri um
mjólkurmat en það var ekki sjálfsagt
að börn á efnaminni heimilum í
Reykjavík fengju mjólk enda var hún
farin að drekka kaffi þriggja ára.
Þegar henni var tilkynnt að búið
væri að útvega henni vist í sveit,
„sagði ég bara þvert nei og fór út
að stafla saltfiski", og varð henni
ekki haggað. Þarna komu fram eig-
inieikar sem voru ríkir í skapgerð
hennar; hún var heimakær og föst
fyrir.
Margrét gekk í Miðbæjarbarna-
skólann frá 10 til 14 ára aldurs en
eftir fermingu hóf hún störf við Isa-
foldarprentsmiðju og vann þar til
1930. Á blaðsíðu 36 í bókinni ís-
landsdætur sem kom út árið 1991
má líta Margréti á ljósmynd ásamt
tveimur systrum sínum og vinkonu
sem tekin er á Austurvelli árið 1926.
Af þeirri mynd og öðrum að dæma
hefur Margrét verið glæsileg stúlka
sem bar sig vel.
Á þessum árum kynntist hún
mannsefni sínu Emii Birni Magnús-
syni frá Reyðarfirði sem stundaði
þá nám við Verslunarskólann. Hann
var fæddur á Eskifirði 2. ágúst 1906,
sonur hjónanna Magnúsar Magnús-
sonar kennara og kaupmanns og
Emelie Soffie Björnsdóttur. Þau
gengu í hjónaband 18. maí árið 1930
og stofnuðu heimili austur á Eski-
firði þar sem þau bjuggu til ársins
1951 er þau fluttust til Reykjavíkur.
Þar fæddust þeim tvö börn, Edda
árið 1931 og Héðinn árið 1933.
Á Eskifirði annaðist Margrét
heimili og börn en Emil starfaði
lengst af sem féhirðir í útibúi Lands-
bankans.
Framan af bjuggu þau í húsinu
Framkaupstað en árið 1940 flytjast
þau í húsið Hól þar sem þau bjuggu
þangað til þau fluttust suður. Þau
hjónin tóku virkan þátt í félagslífinu
á Eskifirði og var Margrét félagi í
Slysavarnafélaginu sem hún studdi
ávallt. Fjölskylda Emils bjó í ná-
grenninu og einnig mynduðust sterk
vinatengsl við fjölskyldur þar á
staðnum sem hafa haldist síðan.
Árið 1951 fluttu þau búferlum til
Reykjavíkur og settust að í Garði í
Skeijafirði en aðeins einu ári síðar
lést Emil langt um aldur fram. Um
svipað leyti eða skömmu síðar stofn-
uðu börn hennar heimili, Edda gift-
ist Þorsteini Þorsteinssyni frá Húsa-
felli en Héðinn kvæntist Ingibjörgu
Hjaltadóttur. Urðu barnabörnin 9.
Þarna urðu kaflaskil í lífi Margrét-
ar og hóf hún brátt störf utan heimil-
isins á nýjan leik. Starfaði hún við
bókband í Herbertsprenti og síðar í
Hilmi hf. Naut prentiðnaðurinn
starfskrafta hennar óslitið til ársins
1986 eða í alls 34 ár sem má teljast
full starfsævi og bætast við það
starfsárin fyrir giftingu. Herbert
M. Sigmundsson, stofnandi Her-
bertsprents, var eiginmaður Ólafíu
systur Margrétar og störfuðu mörg
systkinanna frá Bakkastíg við prent-
verk að einhveiju eða öllu leyti.
Árið 1964 flytjast dóttir hennar
og tengdasonur, Edda og Þorsteinn,
til Reykjavíkur og byggði hún með
þeim hús að Háaletisbraut 35 þar
sem hún bjó til dauðadags. Naut hún
þar samvista með fjölskyldu þeirra
og börnum og hélt með þeim heimili.
Ég kynntist Margréti „tengda-
ömmu“ fyrir sjö árum og hafa þau
kynni verið mér ánægjuleg og verð-
mæt. Þá hafði hún látið af störfum
en gekk til verka á heimilinu af
vinnusemi, verklagni og nýtni sem
mér fannst einkenna hana svo mjög.
Meðal annars bakaði hún afbragðs
gott brauð fyrir heimilið og ef allir
gengju eins samviskusamlega frá
sorpi eins og Margrét gerði þá væri
uhverfisvandinn sem af hlýst öllu
minni en hann er.
Margrét var ekki sú manngerð
sem er með óþarfa málalengingar
en var vel skynug og viðræðugóð.
Hún lumaði á skemmtilegri kímni-
gáfu sem lýsti sér gjarnan í örstutt-
um neyðarlegum athugasemdum
sem gátu fengið mann til að springa
úr hlátri.
Hún fylgdist ágætlega með þeim
hlutum sem hún hafði áhuga á en
var þó sérstaklega vakandi yfir hag
afkomenda sinna sem hún studdi
oft svo um munaði. Hún hafði gam-
an af barnabörnum sínum og börn-
um þeirra og var hlý og skemmtileg
langamma.
Stofan hennar bjó yfir þokka
þess tímabils sem oft er kennt við
stríðsárin og bar þeirri sömu snyrti-
mennsku og myndarskap vitni sem
mun hafa einkennt fjölskylduna á
Bakkastíg 7.
Margrét var sterkbyggð kona,
heilsuhraust og vel ern. En fyrir
um mánuði kenndi hún þess meins
er dró hana til dauða á þremur vik-
um eftir stutta en snarpa baráttu.
Að eigin ósk var hún flutt heim af
sjúkrahúsi eftir fárra daga dvöl og
naut frábærrar aðhlynningar af-
komenda sinna og heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins. Hún lést á
heimili sínu nákvæmlega þegar sól
stóð hæst á þjóðhátíðardaginn 17.
júr.í um svipað leyti og skrúðgöng-
urnar voru að leggja af stað í höfuð-
borginni þar sem hún átti sinn upp-
runa. Minning Margrétar Árnadótt-
ur lifir meðal okkar sem kynntumst
henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson.
MARGRET
ÁRNADÓTTIR
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF GUNNSTEINSDÓTTIR
frá Nesi,
lést á Vífilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins
24. júní.
Haraldur Jóhannsson, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir,
Guðrún Edda Haraldsdóttir,
Jóhann Friðrik Haraldsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL J. EGGERTSSON
fyrrverandi varðstjóri
í slökkviliði Akureyrar,
Klettastíg 10,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þann 18. þ.m., verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30.
Guðrún Þorkelsdóttir, Skúli Lórenzson,
Páll Þorkelsson, Sigurlaug Tobíasdóttir,
Kristján Þorkelsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Lilja Þorkelsdóttir, Geir Hólmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ERLENDUR M. HJARTARSON
vélvirki,
Hrauntungu 14,
Kópavogi,
lést á Landsspítalanum mánudaginn 16. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna,
Jónína Hjartardóttir,
Erla Erlendsdóttir, Hilmir Sigurðsson,
Hreinn H. Erlendsson, Sigrún V. Ólafsdóttir,
Hjörtur Erlendsson, Guðrún Benediktsdóttir,
barnaböm og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín,
KAREN BJÖRG ÓLADÓTTIR
frá Friðheimi
í Mjóafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni þriðjudagsins 24. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Tómasson.
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL ÁSMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
áður til heimilis á Grettisgötu 84,
sem lést miðvikudaginn 18. júní, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
26. júní kl. 13.30.
Anna Kristinsdóttir,
Guðbjörg Þorkelsdóttir,
Ásmundur Kr. Þorkelsson,
Ellen Þorkelsdóttir,
Kristín E. Þorkelsdóttir,
Helga I. Þorkelsdóttir,
Guðmundur V. Þorkeisson,
Páll Guðjónsson,
Hrafnhildur Kristinsdóttir,
Gunnar B. Kristinsson,
Kristján B. Samúelsson,
Guðmundur H. Haraldsson,
Jóna S. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.