Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGRÍÐUR
- ÓLAFSDÓTTIR
+ Sigríður Ólafsdóttir fæddist
á Drangastekk í Vopnafirði
hinn 3. janúar 1898. Hún lést
hinn 15. júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru hjónin Ólaf-
ur Oddsson og Oddný Runólfs-
dóttir. Ólafur og Oddný eignuð-
ust 13 börn og var Sigríður
næstelst.
Eiginmaður Sigríðar víir Nic-
olai Þorsteinsson f. 30. júní 1897,
d. 2. ágúst 1965 og áttu þau sex
•börn. Þau eru: Nicolai, f. 1920
(látinn), Edith, f. 1923, Þor-
steinn, f. 1927 (látinn), Óddný,
f. 1930, Ólafur, f. 1932 (látinn),
og Guðni, f. 1935. Barnabörnin
eru tuttugu og fjögur, barna-
barnabörnin þrjátíu og fjögur
og barnabarnabarnabörnin fjög-
ur.#
Útför Sigríðar fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Að fæðast inn í stórfjölskyldu var
eðlilegt lífsmynstur um 1950 og svo
heppin er ég að hafa fengið að njóta
þess að búa mín bemsku- og æskuár
í faðmi slíkrar fjölskyldu á Lind-
argötu 58. Ættmóðirin, hún Sigríður
amma, bjó á efri hæðinni, þrír synir
hennar og foreldrar mínir með fjöl-
skyldur sínar bjuggu einnig í þessu
stóra, vinalega húsi.
Amma var einstök kona sem bjó
yfir takmarkalausum kærleika og
elsku, hún vildi öllum gott gera og
við bamabörnin nutum þess að eiga
hana að, hún hafði alltaf tíma til að
hlusta og miðlaði okkur af þekkingu
sinni á sinn einstaka, kærleiksríka
hátt. Amma var sanntrúuð og ófáar
eru bænirnar og sálmamir sem hún
kenndi mér og fékk mér í veganesti
út í lífið.
Amma var mjög giaðlynd og til-
finningarík kona, oft var skammt
milli hláturs og gráts og um hana
var stundum sagt að hún gréti með
öðru auganu og hlægi með hinu.
Minningamar hrannast upp og ljúft
er að ylja sér við þær, og minnast
með gleði og þakklæti allra ógleym-
anlegu stundanna með henni.
Hún var falleg og geislandi kona
og lagði metnað sinn í að líta alltaf
vel út, með fallega greitt hár og vel
klædd. Amma var næstelst 13 systk-
ina og lifði þau öll, það verður því
örugglega Qölmenn móttökunefndin
hinum megin og vísast miklir fagnað-
arfundir því einlæglega trúði hún
amma því að líf væri eftir þetta líf.
Amma mín valdi bjarta, fagra sumar-
nótt til að kveðja lífið á jörðu hér
og flytjast til æðri heima. Hvíldin
var henni áreiðanlega kærkomin, 99
ár hafði hún lagt að baki og hálfu
betur, líkaminn hennar var orðinn
slitinn og lúinn og svo sannarlega
hafði hún skilað sínu með sóma.
Ég kveð þig, elsku amma mín,
með þakklæti fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og fjölskyldu minni, með
kveðjunni sem þér fannst fallegust
allra kveðja. „Guð blessi þig og varð-
veiti.“
Ingibjörg Jónasdóttir.
Amma.
I give you those wings
so you may take flight
open them wide
and never lose sight.
We’ll love you forever
as you will love us.
Good bye, dear angel.
Good bye.
(Sigriður Rós.)
(Amma.
Eg gef þér þessa vængi
svo þú getir dregið amsúg á fluginu
án þess að missa sjónar á okkur.
Við munum unna þér að eilífu
á sama hátt og þú annt okkur.
Vertu sæll, elsku engill.
Vertu sæll.)
Elsku amma mín.
Guð blessi þig og haldi í hönd þína
og hjálpi þér að finna þau sem eru
farin frá okkur og búa hjá honum.
Ljósið er bjart og hlýtt og tekur á
móti þér. Ég er þakklát Guði að hafa
nú gefið þér nýtt líf, og fyrir að gefa
okkur þig. Ég horfí til himins á kvöld-
in og sé nýja stjömu og veit að þar
er einn engill enn kominn heim.
Þú lifír áfram í hjarta mínu og
bamanna minna og hjá öllum sem
þekktu þig. Ég veit núna af hveiju
Nilli var tekinn svona fljótt. Hann
fór til að sýna þér leiðina svo þú
yrðir ekki hrædd að sofna. Guð blessi
Nilla okkar. Nú veit ég að við eigum
öil tvo nýja verndarengla til að líta
eftir okkur.
Takk fyrir allt, amma, við elskum
þig og við sjáumst aftur.
Sigríður Rós Guðnadóttir.
Elsku langamma mín, nú er komið
að kveðjustund, og þá er margs að
minnast. Helst þó hve þú varst létt
í lund og jákvæð, og það var alltaf
jafngott að koma til þín og eiga hjá
þér góðar stundir.
Það gladdi mig mikið eitt sinn er
ég hringdi í þig á síðasta ári að þú
98 ára gömul varst búin að læra
utan að þessa fallegu bæn sem ég
sendi þér:
Ég lofa þig, ó Kristur kær,
þú koma vilt mér sjúkri nær,
að lækna, gleðja, leysa bönd
og leiða mig við kærleikshönd.
Kveðja,
Lilja Gísladóttir.
AÐAUGLÝSINGAR
ATVIMMU-
AUGLÝSIMG AR
Ferðaskrifstofustarf
Þekkt ferðaskrifstofa í aiþjóðlegum viðskiptum
óskar eftir að ráða starfsmann með reynslu
^og gott vald á Amadeuskerfinu til afleysinga
eða jafnvel framtíðarstarf.
Umsóknir, sem greina frá menntun, reynslu
og högum, sendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir
27. júní, merktar: „Ferðafær 1997"
Óskum eftir að ráða:
Biaðamann
í hlutastarf.
Prófarakalesara
í hlutastarf.
Pistlahöfunda
til að skrifa um heilsu, matreiðslu,
fatnað, ferðalög, hár og snyrtingu,
popp, heimili og fleira.
Sölufólk
til að selja auglýsingar og fjölbreytta
þjónustu sem Xnet býður.
Áhugasamir vinsamlega sendið e-mail til
xnet@xnet.is
„ Xnet.is,
Nóatúni 17,
sími 562 9030.
Bílstjóri óskast
Verktakafyrirtæki á stór-Reykjavíkursvæðinu
óskar að ráða vanan bílstjóra strax til sumar-
afleysinga.
Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir laugar-
daginn 28. júní, merkt: „I — 488".
Jarðýtumenn
Vantar vana jarðýtumenn til starfa strax á
Flateyri — mikil vinna.
»%,Upplýsingar í símum 896 5870, 852 5563,
852 5568 og 565 3140.
Góð kjör
fyrir góða kennara
Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn skóli
og verða í honum tæplega 70 nemendur í
1.—10. bekká næsta skólaári. Enn vantar kenn-
ara í nokkrar stöðurfyrir næsta skólaár.
Kennslugreinar: Tungumál, raungreinar,
almenn kennsla, tölvukennsla, heimilisfræði
og kennsla yngri barna.
Flutningskostnaður verður greiddur og frítt
húsnæði ertil staðar á vegum sveitarfélagsins.
Staðaruppbót er greidd. Kennurum verður gef-
inn kostur á að sækja námskeið innanlands.
Raufarhöfn er tæplega 400 manna sjávarþorp í norður- Þingeyjarsýslu.
Þorpið er á austanverðri Melrakkasléttu og er nyrsti þéttbýlisstaður
á ísiandi. Vinna við sjávarútveg er burðarás atvinnulífsins auk ýmiss-
konar þjónustu. Mjög góð aðstaða ertil íþróttaiðkana svo sem nýtt
íþróttahús, sundlaug, tækjasalur og fleira. Leikskólinn er rúmgóður
og vel búinn. Á staðnum er t.d. starfandi leikfélag, kór, íþróttafélag
og tónlistarskóli. Skólaþjónusta Eyþings hefur lokið fyrsta áfanga
i sérstöku þróunarverkefni fyrir grunnskólann í samvinnu við Raufar-
hafnarhrepp. Verkefnið hefur það að markmiði að efla skólastarf
á staðnum, bæta skólannn sem vinnustað fyrir nemendur og kennara
og auka virkni foreldra í skólastarfinu.
Okkur vantartil starfa metnaðarfulla kennara
sem vilja starfa við kennslu í litlu en öflugu
sjávarþorpi úti á landi, þar sem markmið
heimamanna er góður skóli sem stenst kröfur
tímanns.
Nánari upplýsingar veita:
Sveitarstjóri í síma 465 1151, skólastjóri í sím-
um 465 1241 og 465 1225 og formaður skóla-
nefndar í síma 465 1339.
ÝMISLEGT
Menntamálaráðuneytið
Rannsóknastyrkir EMBO
í sameindalíffræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European
Molecular biology Orgaization, EMBO) styrkja
vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til
skemmri eða lengri dvalar við erlendar rann-
sóknatofnanir á sviði sameindalíffræði.
Nánari upplýsingarog umsóknareyðublöð fást
hjá professor Frank Gannon, Executive Secret-
ary, European Molecular Biology Organization,
Postfach 1022.40, D-69012 Heidelberg, Þýska-
landi. Límmiði með nafni, póstfangi sendanda
skal fylgja fyrirspurnum. Umsóknarfrestur um
langdvalarstyrki ertil 15. febrúarog 15. ágúst,
en um skammtímastyrki má senda umsókn
hvenær sem er.
Veffang EMBO er:
http://www.embl-heidelberg.de/Externallnfo/
embo/
Menntamálaráðuneytið,
20. júní 1997.
HUSNÆÐI I BQÐI
Til leigu er 117 fm íbúð
Staðsetning: Garðabær/lðnbúð. Lausfrá 1.
júlí. íbúðin er í góðu standi og með sérinn-
gangi.
Áhugasamir leggi inn tilboð á afgreiðslu Mbl.
fyrir 1. júlí merkt: „íbúð -1312".
5MAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerlndisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533
Fjölskylduhelgi í Þórsmörk
27. -29. júní.
Brottför föstud. kl. 20.00.
Afmælisverð kr. 4.000 I skála og
3.500 kr. I tjöld.
Frítt fyrir 10 ára og yngri og hálft
gjald fyrir 11-15 ára með foreldr-
um sínum. Fjölbreytt dagskrá.
Pantið strax.
Fimmvörðuháls — Þórsmörk
28. -29. júní.
Brottför laugardag kl. 8.00. Gist í
tjöldum í Langadal. Afmælisverð
kr. 3.500. Miðar á skrifstofu.
Skógræktarferð í Heiðmörk
kl. 20.00 i kvöld, miðvikud. 25.
júní. Brottför frá BSI, austan
mengin og Mörkinni 6. Frítt.
Gönguferðir um „Laugaveg-
inn" hefjast um næstu helgi.
Sjálfboðaliðar óskast til skála-
vörslu í Hvítárnesi í sumar (viku í
senn) og í vinnuferðir m.a. í
Laugar um næstu helgi.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
kl. 20.00
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
G
5>
IY ii #i
LlJlJJ =3
Hallvcigarstíg 1 • sími 561 4330
Dagsferðir
Sunnudaginn 29. júní: Reykja-
vegurinn, 5. áfangi: Bláfjöll
— Grindarskörð. Brottför frá
BSI kl. 10.30. Verð kr. 1.000.
Sunnudaginn 29. júni: Dagsferð
( Þórsmörk. Brottför kl. 8.30.
Fararstjóri frá Útivist verður með
leiðsögn í rútu. Stansað verður
við Seljalandsfoss og gengið að
Gljúfrabúa. Merkursker verður
skoðað og ekið að Jökulsárlóni.
Nýjar göngubrýr vígðar og boðið
upp á hressingu í skála Útivistar í
Básum. Verð kr. 3.800.
Helgarferðir
28.-29. júní: Hjólreiðarferð.
Ekið á laugardagsmorgni á Þing-
velli. Hjólað um Kaldadal, Hlöðu-
velli og gist þar. Daginn eftir
verður hópurinn sóttur.
27.-29. júní: Básar. Ferð fyrir alla
fjölskylduna. Fararstjóri frá Úti-
vist með í för. Gönguferðir við
allra hæfi. Varðeldur og fjör. Gist
í tjöldum eða skála.
27.-29. júnh Lakagígar. Ekið að
Laka og farið í styttri ferðir um
þetta einstaka landsvæði. Farar-
stjóri: Anna Soffía.
.....SAMBAND (SLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30 i
Kristniboðssalnum. Ástráður
Sigursteindórsson talar.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur
einsöng.
Allir velkomnir.
Muniö Almenna mótið í
Vatnaskógi um næstu helgi.
Eitt blað fyrir alla!
- kjarni málsins!