Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samtök sérkennarafélaga á Norðurlöndum Samnorræn ráðstefna á Laugarvatni Selfossi - Morgunblaðið SAMTÖK sérkennarafélaga á Norð- urlöndum héldu 24. ráðstefnu sína dagana 25.-28.júní síðastliðinn. Ráðstefnan fór fram á Hótel Eddu, Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunn- ar var „Höfum gengið til góðs.. Fjöldi fyrirlestra Fyrirlesarar fjölluðu í erindum sín- um um áhugaverðar rannsóknir á stöðu sérkennslumála í dag. Helstu fyrirlesarar voru Kristín Aðalsteinss- dóttir sem talaði um sameiginlega hugmyndafræði á Norðurlöndum sem sker sig frá öðrum Evrópulönd- um, Henning Johansson gerði grein fyrir hvað rannsóknaraðilar við Há- skólann í Luleá hafa lært af reynsl- unni undanfarin ár. Sören Langager fjallaði um sérkennslu í ljósi siðfræð- innar, Ole Gustafsson sagði frá reynslu Finna af flutningi grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga og Malfrid Hatteland lýsti fyrirkomulagi á ráðgjafaþjónustu í dreifðum byggð- um Norður-Noregs. Fjöldi þátttakenda Þátttakendur á ráðstefnunni voru 150 og komu þeir frá öllum Norður- löndunum. Ráðstefnur sem þessar ANNA Kristín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra sér- kennara, setur ráðstefnuna. eru haldnar þriðja hvert ár, til skipt- is á Norðurlöndunum. Að þessu sinni var hún skipulögð af Félagi íslenskra sérkennara sem farið hefur með for- mennsku í samtökum sérkennarafé- laga undanfarin ár. islll Morgunblaðið/Sig. Fannar. FJÖLDI fólks frá öllum Norðurlöndum sótti ráðstefnu Samtaka sérkennarafélaga á Norðurlöndum sem fram fór á Laugarvatni um seinustu helgi. Tökum á kvikmyndinni Perlur og svín lauk í gær Morgunblaðið/Þorkell OSKAR Jónasson, leikstjóri, innan um sætabrauðið í bakaríinu. ÓLAFUR Darri Ólafsson þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu. Ef hálf þjóðin mætir á ég fyrir salti í grautinn „PERLUR og svín er gamanmynd um bakarahjón sem gera allt vit- laust í Þingholtunum," segir Óskar Jónasson, leikstjóri myndarinnar, en tökum á henni lauk í gær. „Astæðan er fyrst og fremst sú að þau undirbjóða pylsubrauða- markaðinn þannig að stóru færi- bandabakaríin hrynja yfir sig eins og tonn af gijóti.“ Eftir að hugsað sig um stund- arkorn bætir hann við: „Þetta end- ar allt með ósköpum." Sviti, skítugt deig og köngulær Undirbúningsvinna hefur tekið mörg ár, að sögn Óskars, og hófst spunavinna með leikurunum fyrir þremur árum. „Við bjuggum til persónur sem voru að fást við hitt o g þetta,“ segir hann. „Þær voru að baka pizzur, braska með hjálpartæki ástarlífs- ins og ein vitleysan var að kaupa bakarí. Þessi atriði nýttust mér ágætlega við handritsskrifin, þótt margt dytti út — stundum heilar persónur." Viðtalið fer fram í leikmynd- inni, sem blaðamanni skilst að eigi að vera bakarí á horni Frakkastígs og Grettisgötu. „Þar er framhliðin og afgreiðslan. Þetta eru innviðirnir sem enginn fær að skoða; hiti, sviti, ryk, skít- ugt deig og kóngulær. Allt það sem fólk veit ekki að á sér stað áður en það kaupir brauðið." Dýrt tómstundagaman Kvikmyndin gerist á tveimur árstímum og hófust tökur því í vetur og héldu áfram í vor. Kostn- aður er áætlaður um 50 til 60 milljónir króna, að sögn Óskars. „Maður er ekki ennþá farinn að sjá fram á nein laun fyrir þessa vinnu,“ segir hann. „Þetta verður aldrei meira en dýrt tómstundagaman fyrir þann sem skrifar, leikstýrir og stendur í þessu stappi frá upphafi til enda. Það er raunin með kvikmyndagerð á íslandi." En hvað þarf til að endar nái saman? „Ef hálf þjóðin lætur sjá sig á ég fyrir salti í graut- inn,“ svarar Óskar og brosir. Stefnt er að því að myndin verði tilbúin í haust og frumsýnd snemma í október. Verður þetta þá jólamyndin í ár, spyr blaðamað- ur. „Vonandi páskamyndin líka,“ segir Óskar og hlær. „Ætli þetta verði ekki bara aldamótamynd- in ..." Lifandi og skemmtilegt Ólafur Darri Ólafsson er 24 ára, á 4. ári í leiklistarskóianum og fer með stórt hlutverk í Perl- um og svínum. „Yfirleitt þarf ég að lesa handrit nokkrum sinnum til þess að njóta þess, en við frum- lestur þessa handrits gat ég oft ekki annað en skellt upp úr. Það er dæmigert fyrir skopskyn Ósk- ars Jónassonar; lifandi og skemmtilegt.“ Ólafur Darri leikur Bjartmar Finnbogason, sem er sonur bak- arahjónanna. „Eg verð bakara- drengur eins og Gísli Alfreðsson forðum," segir hann brosandi. Að- spurður um hvort bakaradrengur- inn lendi i skemmtilegum uppá- komum verður Ólafur Darri vand- ræðalegur á svip. „Nú veit ég ekki hvað ég má segja,“ dæsir hann. Hlýtur að vera drepfyndin „Bjartmar lendir í því að horfa upp á foreldra sína, sem honum þykir afskaplega vænt um, gera þá vitleysu að æða í hlutina án fyrirhyggju," heldur hann áfram. „Hann reynir að hafa vit fyrir þeim, en gengur heldur treglega. Svo lendir hann í basli, bæði með þeim, og í viðskiptum við rúss- neska togarasjómenn." Ólafur Darri segir að myndin sé mjög íslensk. „Maður kannast við ótal persónur úr þjóðlífinu. Menn sem ætla að verða milljóna- mæringar á mánuði á því að flytja inn bréfaklemmur. Ef ég dæmi af handritinu og því sem ég hef séð hlýtur þessi mynd að vera drepfyndin,“ segir hann. „Það bara hlýtur að vera.“ Leifur áfram á sama stöpli EKKI stendur til að fjarlægja stöpulinn sem styttan af Leifi heppna Eiríkssyni stendur á á Skólavörðuholtinu. Að sögn Ragnhildar Skarphéðinsdótt- ur, iandslagsarkitekts og eins af höfundum að breyttu skipulagi í Skólavörðuholti, á aðeins að taka styttuna niður meðan líming, sem heldur marmarasteinum í stöplinum saman, er endurnýjuð. Ragnhildur segir að Leifur fari aftur á sinn stöpul og að stöpullinn og Leifur séu eitt. Bandarískur listamaður, Calder að nafni, gerði stytt- una en stallinn gerði sonur listamannsins. Ragnhildur segir að styttan verði færð um hálfan metra til norðurs þannig að hún verði í miðri sjónlínu þegar gengið er upp Skólavörðustíg. Sleipnismenn samþykkja samninga FÉLAGSMENN Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis sam- þykktu nýgerðan kjarasamn- ing með talsverðum mun í fyrrakvöld. Alls voru 158 á kjörskrá en 76 greiddu at- kvæði og voru 54 fylgjandi samningnum en 21 á móti. Einn kjörseðill var auður. Óskar Stefánsson, formað- ur Sleipnis, kveðst vera sæmi- lega sáttur við þessa niður- stöðu. Mikil umræða hafi skapast innan félagsins um ákveðna þætti samningsins og hann skilji mótatkvæðin sem óánægju með þau atriði. Kröfur Sleipnismanna voru hart gagnrýndar í viðræðum þeirra við vinnuveitendur, en þeir fóru m.a. fram á að byrj- unarlaun myndu hækka úr 64 þúsund krónum í rúmar 127 þúsund krónur. „Með til- liti til krafna okkar tel ég nið- urstöðuna ekki fjarri því sem við var að búast í stöðunni, en við erum enn þeirrar skoð- unar að kröfugerð okkar hafi verið réttlætanleg og fráleitt óraunhæf," segir Óskar. Samningarnir eru lausir 15. febrúar árið 2000. Biskup til Hong Kong BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, var um síðustu helgi viðstaddur biskups- vígslu í Hróarskeldu í Dan- mörku. Síðan heldur biskup til Hong Kong á þing Lútherska heimssambandsins en það er 50 ára um þessar mundir. Með biskupi, sem er stjórnar- maður í Lútherska heimssam- bandinu, er kona hans frú Ebba Sigurðardóttir en í sendinefnd íslands á þinginu, sem stendur í tíu daga, eru sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, Halla Jónsdóttir, deildarstjóri og sr. Skúli Ólafsson. Um 120 kirkjur tilheyra Lútherska heimssambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.