Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 11 FRÉTTIR Ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnuleysistryggingar taka gildi Vinnumálastofnun tekur yfir rekstur vinnu- miðlunar í landinu Morgunblaðið/Þorkell PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra og Gissur Pétursson for- stöðumaður Vinnumálastofnunar kynntu nýju löggjöfina í gær. NÝ LÖG um vinnumarkaðsað- gerðir, atvinnuleysistryggingar og lög um Tryggingasjóð sjálf- stætt starfandi einstaklinga tóku gildi í gær. Að sögn Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra hefur þessi löggjöf talsverðar breyt- ingar í för með sér, m.a. verður Vinnuskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins að Vinnumálastofnun, sem mun fara með yfirstjórn og ábyrgð á rekstri vinnumiðlunar í landinu, atvinnuleysisbótatima- bil verður að hámarki 5 ár og þá munu sjálfstætt starfandi ein- staklingar, sem hingað til hafa átt erfiðan aðgang að Atvinnu- leysistryggingasjóði, eiga rétt til atvinnuleysisbóta úr Trygginga- sjóði sjálfstætt starfandi ein- staklinga. Þessi löggjöf var kynnt á blaðamannafundi í gærmorgun og sagði fé- lagsmálaráðherra m.a. við það tækifæri að góð sátt ríkti um þessa nýju löggjöf meðal aðila vinnumarkaðarins. Vinnumiðlunin færist yfir á hendur ríkisins Samkvæmt nýjum lögum um vinnumarkaðs- aðgerðir fer Vinnumálastofnun, sem heyrir undir félagsmálaráðherra, með yfirstjórn vinnu- miðlunar í landinu, eins og fyrr segir. Landið allt verður eitt vinnusvæði, en ein svæðis- vinnumiðlun og svæðisráð, skipað níu mönnum, munu starfa í hveiju kjördæmi. Þannig færast vinnumiðlanir þær sem hafa hingað til verið í höndum sveitarfélaganna yfír til Vinnumála- stofnunar og þar með til ríkisins. Kostnaður af rekstri Vinnumálastofnunar og svæðis- vinnumiðlananna greiðist því af ríkinu. Að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra Vinnumála- stofnunar er enn ómögulegt að vita hve hár sá kostnaður geti orðið, en hann áætlar að sparnaður sveitarfélaganna við þessar breyting- ar nemi um samtals 100 milljónum króna. Á Vinnumálastofnun starfa 20 manns og er eitt helsta hlutverk stofnunarinnar að hafa eftirlit með svæðisvinnumiðlununum, sam- ræma starfsemi þeirra og veita starfsfólki þeirra faglega aðstoð og fræðslu. Verkefni svæðismiðlunarinnar verða hins vegar að aðstoða atvinnuumsækjendur við atvinnuleit og atvinnurekendur við að útvega hæft starfsfólk, að taka saman og miðla upp- lýsingum um atvinnuástand, atvinnuleysi og atvinnuhorfur til svæðisráðs og Vinnumála- stofnunar og að veita upplýsingar um starf- sval og starfsmenntun og miðla upplýsingum um laus störf og umsóknum um störf til annarra svæðisvinnumiðlana, svo eitt- hvað sé nefnt. Með þessu eiga umsækjendur rétt á vinnu hvar sem er á landinu, að sögn ráð- herra, en áður fyrr höfðu heima- menn forgang að vinnu á sínum heimaslóðum. Að sögn Gissurar er markmið- ið með þessu nýja skipulagi að gera vinnumiðlanir mun skilvirk- ari en þær hafa verið hingað til, en á mörgum stöðum hafi þær einungis virkað sem skráninga- staður fyrir atvinnulausa, en ekki sem vinnumiðlun. Hann segir ennfremur að nú þegar sé byijað að vinna að þessum skipulags- breytingum og að búist sé við því að skrifstofur svæðisvinnum- iðlana verði teknar í gagnið eftir þijá mán- uði. Þangað til muni þær vinnumiðlanir sem nú starfi um landið sjá um starfsemina. Skylt að gera starfsleitaráætlanir í nýjum lögum um vinnumarkaðsaðgerðir er ennfremur ákvæði um það að svæðis- vinnumiðlun skuli með samkomulagi við hvern einstakan atvinnuleitanda gera svokallaða starfsleitaráætlun innan tíu vikna frá því að viðkomandi skráir sig atvinnulausan. Þar skuli koma fram hugmyndir atvinnuleitenda og full- trúa svæðisvinnumiðlunarinnar um atvinnu- möguleika viðkomandi og hvaða tilboð og að- stoð vinnumiðlun getur veitt. Að sögn Gissurar felur þetta í sér að sá sem er atvinnutaus sýni fram á virka atvinnuleit með sérstakri starfsleitaráætlun sem kveður til dæmis á um heimsókn í fyrirtæki, þátttöku á námskeiðum eða öðru sem í boði er, en á móti fái viðkomandi greiddar atvinnuleysis- bætur. Gissur segir ennfremur að með þessari starfsleitaráætlun sé verið að reyna að ná betur utan um vinnumiðlunina en jafnframt geri starfsleitaráætlunin mönnum erfiðara fyr- ir að vera á atvinnuleysisbótum á meðan þeir stundi „svarta“ vinnu. í lögunum segir ennfremur að úthlutunar- nefnd geti úrskurðað um missi bótaréttar ef sá sem er skráður atvinnulaus tekur ekki þátt í gerð starfsleitaráætlunar á vegum svæði- smiðlunar. Breytingar á bótarétti og bótatímabili Ný lög um atvinnuleysistryggingar hafa m.a. í för með sér að bótatímabilið getur nú að hámarki orðið fimm ár, en áður gátu menn verið á atvinnuleysisbótum alla starf- sævina, að sögn félagsmálaráðherra. Hann segir ennfremur að falli maður af bótum hafi hann um tvennt að velja. Að fá sér vinnu, annars vegar eða að fara á aðra félagslega framfærslu, væntaniega sveitarfélagsins, hins vegar. Þá segir í nýjum lögum að nýtt bótatíma- bil geti ekki hafist fyrr en að liðnum 12 mánuð- um frá því að bótatímabilinu lauk, enda hafi viðkomandi að baki a.m.k. 6 mánaða launaða vinnu eftir að bótatímabiiinu lauk. í nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar er einnig kveðið á um það að greiðslur úr líf- eyrissjóðum, almennum og fijálsum komi til frádráttar atvinnuleysisbótum á sama hátt og grunnlífeyrir elii- og örorkulífeyris og örorku- styrks frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá er kveðið á um það að sá sem fer í fæðingarorlof haldi áunnum bótarétti á meðan á töku fæðingarorlofs stendur en ekki í allt að 24 mánuði eins og áður var. Auk þess eiga námsmenn sem hætta námi fyrir lok námsann- ar ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en náms- önn er lokið. Þá tóku gildi í gær ný lög um Trygginga- sjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga en til- gangur hans er að vera tryggingasjóður vegna atvinnuleysis sjóðfélaga. Samkvæmt lögunum eru sjóðfélagar bændur, vörubifreiðastjórar og smábátaeigendur, en að sögn félagsmálaráð- herra er sjóðurinn opinn öðrum stéttum óski þær eftir því. Hann segir einnig að sjóðurinn starfi í deildum og að þeim fjármunum sem hver stétt leggi í sjóðinn i gegnum atvinnu- tryggingagjald sé haldið aðgreindum. 3-dyra BALENO: 1.140.000,- kr.* 4-dyra BALENO: 1.265.000,- kr.*, 4-dyra BALENO 4WD: 1.480.000,- kr. BALENO WAGON 2WD: 1.450.000,- kr.\ BALENO WAGON 4WD: 1.580.000,- kr. * Sjálfskipting 100.000,- kr. SUZUKI BALENO MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • rafdrifnum rúðu- vindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/ segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. Gerðu samanburð og taktu siðan ákvörðun. SUZUKI Ali OG v...... SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. WEOUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, í Uafnarfjörður: Guðvarður Eiíasson, Grænukinrl arðabraut 2, simi 431 28 00. i 20, simi 555 15 50. Kefla; kureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, ............... *............. ...................ilfos tk: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.