Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 14
1 14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997_________________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Landsmóta- eldurinn komlnn til Borgarness Borgarnesi - Um síðustu helgi var komið hlaupandi með Landsmóta- eldinn til Borgarness. 22. Lands- mót UMFÍ hefst í Borgarnesi fimmtudaginn 3. júlí _og lýkur sunnudaginn 6. júlí. íþróttafólk skiptist á að hlaupa með kyndilinn frá Akranesi_ en bæjarstjóri Borg- arbyggðar, Oli Jón Guðmundsson, hljóp með eldinn yfir Borgarfjarð- arbrú og síðan tók Ingimundur Ingimundarson, formaður Lands- mótsnefndar, við og hljóp síðasta spölinn inn í Borgarnes. Mikill undirbúningur Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning Landsmótsins og ber þar hæst lokafrágang íþróttasvæð- isins við Skallagrímsvöll og smíði 25 metra útisundlaugar. Segja má að fjölmargir Borgnesingar og aðr- ir héraðsbúar komi á einn eða ann- an hátt að undirbúningi eða fram- kvæmd Landsmótsins sem haldið er af Ungmennasambandi Borgar- íjarðar, UMSB. Þó Landsmótið fari aðallega fram í Borgarnesi þá verð- ur einnig keppt á Akranesi, Varma- landi og á Hvanneyri þar sem einn- ig verður haldin Landbúnaðarsýn- ing í tengslum við Landsmótið. Umferðarmál Þar sem frítt verður inn á Lands- mótið er gert ráð fyrir því að fjöl- margir leggi leið sína í Borgarfjörð- inn um næstu helgi. Reynt verður að draga sem mest úr bílaumferð í Borgarnesi um mótsdagana og Morgunblaðið/Theodór BÆJARSTJÓRINN Óli Jón Gunnarsson hleypur með Landsmótaeldinn yfir Borgarfjarðarbrú. Með honum f.v. eru Gísli Halldórsson, Kristmar Ólafsson og Ingimundur Ingimundarson. eru íbúar hvattir til þess að geyma bíla sína heima. Verða strætisvagn- ar í stöðugum ferðum innabæjar og upp á tjaldsvæðin sem eru ofan við bæinn. Búið er að útbúa sérstök bílastæði í Borgarnesi og þar verð- ur stöðug gæsla. Þá verður Skalla- grímsgata gerð að göngugötu yfir mótsdagana og verður umferð mjög takmörkuð um Þorsteinsgötu. Sett verður upp einstefna á nokkr- ar götur og bifreiðastöður bannað- ar alfarið á Borgarbraut. Leyfður hámarkshraði verður lækkaður á helstu leiðum inn í bæinn og fram- úrakstur takmarkaður. Sunnan og norðan við bæinn verða starfrækt- ar upplýsingamiðstöðvar fyrir þá sem eru á leið á Landsmótið og þar fær fólk afhent sérstakt upp- lýsingakort af Borgarnesi. Starf- rækt verður sérstakt Landsmótsút- varp FM 101,3 á meðan á móts- haldi stendur og þar verður upplýs- ingum komið til Landsmótsgesta, spiluð létt lög og spjallað við gesti og gangandi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson ___ * Flugdagar á Isafirði ÍSLANDSFLUG hélt flug- daga á Isafirði sl. sunnudag til að kynna starfsemi sína o g þær nýju flugleiðir sem félagið býður uppá. Svipaðar kynningar voru einnig haldnar á Akureyri og Sauð- árkróki um síðustu helgi Eins og meðfylgjandi myndir frá ísafirði bera með sér var margt um mann- inn á kynningu félagsins og telja forráðamenn félagsins að um þúsund manns hafi heimsótt félagið niður á ísa- fjarðarflugvöll í blíðskapar- veðri. Félagið kynnti flugvéla- kost sinn á flugdögunum: 19 sæta Dornier vél og 46 sæta ATR-42. Meðal annars var sýnt listflug á Dorniervélinni en að sögn Ulfars Ágústsson- ar, umboðsmanns íslands- flugs á Isafirði, hentar sú vél einkar vel við erfiðar að- stæður víða um land. Einnig sýndu sex félagar úr Fall- hlífaklúbbi íslands fallhlífa- stökk. Þá veitti Ómar Bene- diktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs, Sigríði Sigur- steinsdóttur, umboðsmanni íslandsflugs á Flateyri, sér- staka viðurkenningu en hún hefur verið starfsmaður fé- lagsins á Flateyri frá stofnun félagsins. Fermingarkj ólar, leikföng og kaffi- bætir á sýningu á Egilsstöðum Rei&ubúiun ab aflétta styfjaldarástandi ýjl Inrtalkráhhatr'ir M nrhnrhnili tiour ur nf álbræösia ayggð á ísiandí? | Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir ÞÓRHALLUR Árnason lét fara vel um sig í gamla hæginda- stólnum og gluggaði í Morgunblaðið frá 4. febrúar 1969. Gömlu dagana gefðu mér Egilsstaðir - Opnuð hefur verið sýning í kjallara Safnahússins á Egilsstöðum er nefnist Gömlu dagana gefðu mér. Þar eru til sýnis ýmsir gamlir og skemmti- legir munir , s.s. heimilismunir, skóla- og skátadót, leikföng og jafnvel kaffibætir (export) í gömlu dósunum. Einnig er á sýningu þessari gamall fatnaður, s.s. eins og fermingarkjólar og kápur mið- aldra kvenna í bænum. Á gras- þaki fyrir utan húsið hafa „gamlir strákar" í bænum sett upp hornabú og smíðað trévöru- bíla eins og þeir gerðust bestir á árum áður. Gefst ungviði því er skoðar sýninguna kostur á að leika sér með horn og læra að leggja vegi. Við opnun sýn- ingarinnar var boðið upp á app- elsínlímonaði með lakkrísröri og Prins Polo. Sýningin verður opin til 17. ágúst. Sunnudaginn 29. júní hófst síðan dagskrá kl. 14 í mýrinni bak við Búnaðarbankann. Er hún tileinkuð þeim sem byggðu bæ- inn, rifjaðar upp gamlar og góðar minningr og fá börnin tækifæri til að leika sér í gullabúi á stein- unum eing og forðum daga. Minjasafn Austurlands hefur einnig aðsetur í Safnahúsinu. Er það opið daglega, nema mánudaga, frá kl. 11 til 17. Þar eru varðveittar minjar um menn- ingu, atvinnulíf og búshætti á Héraði og Borgarfirði eystri. í tilefni 50 ára afmælis bæjarins er þar bás tileinkaður Þorsteini Sigurðssyni héraðslækni, sem er nýlátinn, en Þorsteinn er einn af þeim sem byggðu upp sjúkra- húsið á Egilsstöðum. - I í I I I í M g l i ! I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.