Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997
VIÐSKIPTI
MGRGUNBLAÐIÐ
Áframhaldandi vaxtalækkanir í gær
Húsnæðisbréf
fyrir 1,1 millj-
arð seldust upp
VEXTIR héldu áfram að lækka í
gær, bæði á verðtryggðum og
óverðtryggðum skuldabréfum.
Þannig lækkuðu óverðtryggð
þriggja ára ríkisbréf um 10 punkta,
úr 8,57% í 8,47%. Vextir af hús-
bréfum lækkuðu um 5 punkta í
gær eða úr 5,47% í 5,42%.
Öll húsnæðisbréf Byggingar-
sjóðs verkamanna í 3. áfanga 1997
seldust upp í gærmorgun í útboði
hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi
Norðurlands hf. Alls voru seld bréf
fyrir um 1.100 milljónir króna að
söluverðmæti í þessum áfanga. Þar
af seldust skuldabréf til 24 ára
fyrir 550 milljónir á ávöxtunarkr-
öfunni 5,46% og: skuldabréf til 42
ára fyrir 550 milljónir á ávöxtun-
arkröfunni 5,18%.
Ingólfur Helgason, umsjónar-
maður útboðsins hjá Kaupþingi
hf., segir að hluta vaxtalækkunar
á húsbréfum megi rekja til útboðs-
ins og búast megi við því að vext-
ir haldi áfram að lækka út árið.
„Þessi miklu viðbrögð við útboðinu
eru greinileg merki um að almennt
er gert ráð fyrir frekari vaxtalækk-
unum á húsbréfum. Þá vaxtalækk-
un sem orðið hefur á óverðtryggð-
um bréfum tel ég að megi rekja
til væntinga um lága verðbólgu.
Þjóðhagsstofnun endurskoðaði
sína spá nýverið og þar kom fram
lægri verðbólguspá en í fyrri spá
stofnunarinnar. Eins meta menn
það þannig að launahækkanir í
kjarasamningum hafi verið hófleg-
ar og muni ekki skila sér út í verð-
lagið. Á sama tíma er ríkissjóður
að gefa frá sér skýrslur um minnk-
andi lánsljárþörf og upplýsingar
um það að hann sé langt kominn
með íjármögnun ársins þrátt að
árið sé einungis hálfnað. Állt þetta
spilar saman og hefur áhrif á
vaxtaprósentuna. “
Ríkisvíxl-
ar fyrir
2.100
milljónir
TEKIÐ var tilboðum að fjár-
hæð 2.100 milljónir króna að
nafnverði í VSK-víxla til 95
daga í útboði hjá Lánasýslu
ríkisins í gær. Þar af tók
Seðlabanki íslands 700 millj-
ónir á meðalverði samþykktra
tilboða. Meðalávöxtun út-
boðsins er 7,03% og er það í
samræmi við ávöxtunarkröfu
á Verðbréfaþingi íslands í
dag.
Utboðinu var einkum beint
til stærri fjárfesta svo sem
banka, sparisjóða og verð-
bréfafyrirtækja. Gjalddagi
víxlana er 6. október 1997.
Með útboðinu skuldbatt ríkis-
sjóður sig til að taka tilboðum
á bilinu 300 til um það bil
2.000 milljónir króna. Alls
bárust 15 gild tilboð að fjár-
hæð 2.150 milljónir króna.
Næsta útboð ríkisverðbréfa
er útboð á ríkisbréfum mið-
vikudaginn 9. júlí nk.
Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans
Navís selur hugbún-
að til IKEA íDubai
IKEA í Dubai hefur ákveðið að
ganga til samninga við íslenska hug-
búnaðarfyrirtækið Navís hf. um upp-
setningu hugbúnaðarlausnar fyrir
starfsemi Ikea í Persaflóa. Fulltrúi
Navís hf. heldur utan um helgina
til að ganga formlega frá samningi
milli fyrirtækjanna. Þetta er lang-
stærsti samstarfssamningur sem
Navís hf. hefur gert vegna aðlögun-
ar og uppsetningar á hugbúnaðar-
lausnum. Að sögn Jóns Arnar Guð-
bjartssonar, markaðsstjóra Navís er
Ikea í Dubai í eigu einnar stærstu
fyrirtækjasamsteypu í Persaflóa en
móðurfyrirtækið sinnir m.a. að við-
skiptum og iðnaði ásamt því að ein-
beita sér að fjárfestinga- og trygg-
ingastarfsemi. Fyrirtækið hefur
umboð fyrir íjölmörg þekktustu
vörumerki heims en í hópi þeirra eru
Honda, Chrysler, Toyota og Volvo í
flokki bifreiða, IBM, Panasonic og
Toshiba í tölvum og hljómflutnings-
tækjum og Raymond Weil og Seiko
í armbandsúrum.
Afgreiðslukerfið frá
Hugbúnaði hf.
Hugbúnaðariausnin sem sett
verður upp hjá Ikea í Dubai er sams-
konar og sú sem notuð hefur verið
með mjög góðum árangri hjá Ikea
á íslandi frá því í fyrra sumar. Na-
vís hf. setti upp þá lausn í samvinnu
við Landsteina ehf. og Hugbúnað
hf. í Kópavogi. Þess má geta að fleiri
fyrirtæki innan Ikea keðjunnar hafa
sýnt þessar sömu lausn áhuga.
Kerfið hjá Ikea er hannað í þró-
unarumhverfinu Navision, sem er
danskt, en hugbúnaðurinn sjálfur er
nánast allur íslenskur og hannaður
af Navís hf. Navision-kerfið hjá Ikea
á íslandi var það fyrsta í heiminum
sem átti „lifandi" samskipti við sölu-
kassa en kerfið samanstendur af
verslunar-, birgða-, sölu- og inn-
kaupakerfi í Navision sem hefur
stöðug samskipti við Tec-verslunar-
kassa. Verslunarkassarnir keyra af-
greiðslukerfinu Ebeneser frá Hug-
búnaði hf. í Kópavogi. Það voru
Landsteinar ehf, samstarfsfyrirtæki
Navís hf, sem hönnuðu skilflötinn
milli Navision og Ebeneser en Navís
hf. aðlagaði lausnina sérstaklega
fyrir þarfir Ikea. Þessi lausn verður
nú útfærð fyrir Ikea í Dubai af
Navís.
Navís hf. var stofnað í fyrra, en
Jón Örn segir að það geti teflt fram
mörgum af reyndustu hugbúnaðar-
gerðarmönnum á sviði Navision-
hugbúnaðar í Evrópu. Starfsmenn
fyrirtækisins eru 17. Fyrirtækið hef-
ur vaxið hratt á því ári sem það
hefur starfað því 5 starfsmenn voru
hjá fyrirtækinu þegar það hóf starf-
semi í fyrra. Fyrirtækið er í eigu
Tæknivals hf, Landsteina ehf. og
starfsmanna.
Frekari upplýsingar um eiganda
Ikea í Dubai er á heimasíðu fyrir-
tækjasamsteypunnar undir www.al-
futtaim.com
Innra virði hluta-
bréfa hækkaði um 15%
Morgunblaðið/
Hluthafar í VÍS
falla frá forkaupsrétti
HAGNAÐUR af rekstri Hlutabréfa-
sjóðs Búnaðarbankans nam rúm-
um 11 milljónum króna samkvæmt
rekstrarreikningi á tímabilinu 1.
nóvember til 30. apríl 1997.
Hagnaður félagsins á tímabilinu
var þó meiri en þessu nemur, þar
sem gengishækkun hlutabréfa-
eignar er ekki færð í rekstrarreikn-
ing fyrr en þau eru seld. Þangað
til eru sveiflur á gengi hlutabréfa
ásamt væntanlegri tekjuskatts-
greiðslu færð í gegnum eiginfjár-
reikninga. Eigið fé félagsins í lok
reikningsársins nam rúmum 520
milljónum króna.
Þetta kom fram í máli Jóns
Adolfs Guðjónssonar, formanns
sjóðsins, á aðalfundi Hlutabréfa-
sjóðs Búnaðarbankans í gær. „Sú
almenna hækkun sem orðið hefur
á gengi hlutabréfa á innlendum
hlutabréfamarkaði er megin-
ástæða þess að innra virði hluta-
bréfa í Hlutabréfasjóði Búnað-
arbankans hf. hækkaði um 15% á
tímabilinu frá 1. nóvember til 30.
apríl, sem samsvarar tæplega 32%
ávöxtun á ársgrundvelli."
Sjávarútvegsfyrirtæki
vega mest
Búnaðarbanki íslands hefur
reglulega sett fram kaup- og söl-
utilboð í hlutabréf í Hlutabréfa-
sjóði Búnaðarbankans og auglýst
í útibúum og afgreiðslustöðum
bankans. Er ætlunin að halda
þessu áfram og mun bankinn enn-
fremur annast viðskiptavakt með
bréfin á Verðbréfaþingi íslands að
aflokinni skráningu þeirra, en ætl-
unin er að sækja um skráningu
bréfanna strax að loknum aðal-
fundi.
Hlutabréfasjóður Búnaðarbank-
ans á hlut í tæplega 70 hlutafélög-
um og er stefna sjóðsins að eiga
hlut í sem flestum félögum. Vægi
sjávarútvegs er hlutfallslega mest
í hlutabréfaeign sjóðsins, um 44%.
Stærsta einstaka eign sjóðsins í
hlutabréfum eru hlutabréf í Har-
aldi Böðvarssyni og nam hún um
8,7% af hlutabréfaeign. Samgöng-
ur vega næstmest á eftir sjávarút-
vegi eða um 19% og er vægi
tveggja félaga mest, Eimskipa og
Flugleiða. Vægi iðnaðar er um
13%, verslunar og annarrar þjón-
ustu 9% og banka og fjármálaþjón-
ustu 9% af hlutabréfaeign sjóðsins.
Hlutabréfasjóður Búnaðarbank-
ans var stofnaður 26. september
1996 og hóf hann formlega starf-
semi 1. nóvember sl. í ræðu Jóns
Adolfs kom fram að hingað til
hefur félagið ekki fjármagnað
starfsemi sína með öðrum hætti
en útgáfu hlutabréfa. Við stofnun
sjóðsins var hlutafé félagsins 4
milljónir króna. í nóvember var
farið af stað með 300 milljóna
króna hlutafjárútoð og seldist það
allt upp á um tveggja mánaða
tímabili.
í kjölfar þess var haldið fram-
haldsútboð og seldust þá 169 millj-
ónir króna. Hluthafar í sjóðnum
eru 1.938 talsins og er hlutafé
sjóðsins nú um 473 milljónir króna
og á enginn hluthafi yfir 10% eign-
arhlut í sjóðnum.
SAMKOMULAG hefur tekist meðal
hluthafa í Vátryggingafélagi ís-
lands hf. um að fallið verði frá for-
kaupsrétti þeirra aðila sem eiga
helming hlutabréfa í félaginu á
móti Landsbankanum og Bruna-
bótafélaginu. Jafnframt felur hlut-
hafasamkomulagið í sér yfirlýsingu
um samstarf hluthafanna, á sviði
skaðatrygginga hjá VÍS svo og líf-
og lífeyristrygginga hjá Líftrygg-
ingafélagi íslands.
Þar með ganga í gildi kauprétt-
arákvæði í viljayfirlýsingu Lands-
bankans og Eignarhaldsfélags
Brunabótafélagsins frá því í mars
sl. Þar er kveðið á um að kaupin
fari fram í nokkrum áföngum á
næstu tveimur árum. Þannig var
fyrsti kaupsamningurinn gerður fyr-
ir 15. apríl um kaup á 12% af eignar-
hluta Eignarhaldsfélagsins. Bankinn
hefur síðan rétt til að kaupa 60%
SKULDIR Bandaríkjanna, skuldug-
asta lands heims, jukust í fyrra sam-
kvæmt skýrslu bandaríska við-
skiptaráðuneytisins.
Verðmæti fjárfestinga útlendinga
í Bandaríkjunum 1996 nam 182,8
milljörðum dollara hærri upphæð en
eignir Bandaríkjanna erlendis vegna
metinnkaupa erlendra fjárfesta í leit
að hagnaði á bandarískum ríkis-
skuldabréfum.
í lok ársins versnaði alþjóðleg
fjárfestingarstaða Bandaríkja-
manna, sem skulduðu 870,5 millj-
arða dollara umfram 687,7 milljarða
verðmæti eigna þeirra erlendis.
Skýringarnar á hinni versnandi
stöðu voru að miklu leyti innstreymi
fjármagns frá erlendum fjárfestum
og gengistap Bandaríkjamanna
vegna þess að eignir þeirra erlendis
eru bundnar japönsku jeni og evr-
ópskum gjaldmiðlum.
Gengi dollars hækkaði verulega
gegn evrópsku jeni og þýzku marki
í fyrra. Verðmæti erlendra eigna
af eignarhlutanum á árinu 1998 í
þremur áföngum og 28% á árinu
1999 í tveimur áföngum.
Vlðtæk þjónusta fyrir
langtímasparnað
Axel Gíslason, forstjóri VÍS, benti
á í samtali við Morgunblaðið að til-
gangurinn með samstarfinu væri sá
að styrkja samkeppnisstöðuna, ekki
síst gagnvart erlendum aðilum sem
leituðu hér inn á fjármála- og trygg-
ingamarkaði í auknum mæli. Einnig
væri ætlunin að undirbúa víðtækari
þjónustu á markaði fyrir langtíma-
sparnað.
Viðskiptavinir VÍS og Landsbank-
ans munu verða varir við samstarfið
innan ekki mjög Iangs tíma, að sögn
Axels.
Stefnt er að því boða til hluthafa-
fundar í þessum mánuði, þar sem
kjörin verður ný stjórn.
rýrnaði og vextir eða arður minnk-
uðu þegar þeim var skipt í dollara
er heim var komið.
Verðmæti bandarískra skulda-
bréfa útlendinga úr einkageiranum
og alþjóðlegra fjárfestingarstofnana
jókst um 141,2 milljarða dollara í
530.6 milljarða dollara.
Bretar fjárfestu mest
Meðal þeirra þjóða sem fjárfestu
mest í Bandaríkjunum í fyrra voru
Bretar með 142,6 milljarða dollara;
Japanar með 118,1 milljarð dollara;
Hollendingar með 73,8 milljarða
dollara og Kanadamenn með 53,8
milljarða dollara.
Bandaríkjamenn fjárfestu mest
sjálfir í sömu þjóðlöndum, en ekki í
sömu röð. Mestu fjárfestingar þeirra
í fyrra námu 142,6 milljörðum doll-
ara í Bretlandi (sömu upphæð og
Bretar fjárfestu í Bandaríkjunum);
91.6 milljörðum dollara í Kanada
44.7 milljörðum í Hollandi og 39,6
milljörðum dollara í Japan.
A FÖSTUDAG
HEFUR NÝTT DAGBLAÐ
GÖNGU SÍNA
Skuldir Bandaríkj-
anna aukast enn
Washington. Reuter.