Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 VIÐSKIPTI MGRGUNBLAÐIÐ Áframhaldandi vaxtalækkanir í gær Húsnæðisbréf fyrir 1,1 millj- arð seldust upp VEXTIR héldu áfram að lækka í gær, bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum. Þannig lækkuðu óverðtryggð þriggja ára ríkisbréf um 10 punkta, úr 8,57% í 8,47%. Vextir af hús- bréfum lækkuðu um 5 punkta í gær eða úr 5,47% í 5,42%. Öll húsnæðisbréf Byggingar- sjóðs verkamanna í 3. áfanga 1997 seldust upp í gærmorgun í útboði hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf. Alls voru seld bréf fyrir um 1.100 milljónir króna að söluverðmæti í þessum áfanga. Þar af seldust skuldabréf til 24 ára fyrir 550 milljónir á ávöxtunarkr- öfunni 5,46% og: skuldabréf til 42 ára fyrir 550 milljónir á ávöxtun- arkröfunni 5,18%. Ingólfur Helgason, umsjónar- maður útboðsins hjá Kaupþingi hf., segir að hluta vaxtalækkunar á húsbréfum megi rekja til útboðs- ins og búast megi við því að vext- ir haldi áfram að lækka út árið. „Þessi miklu viðbrögð við útboðinu eru greinileg merki um að almennt er gert ráð fyrir frekari vaxtalækk- unum á húsbréfum. Þá vaxtalækk- un sem orðið hefur á óverðtryggð- um bréfum tel ég að megi rekja til væntinga um lága verðbólgu. Þjóðhagsstofnun endurskoðaði sína spá nýverið og þar kom fram lægri verðbólguspá en í fyrri spá stofnunarinnar. Eins meta menn það þannig að launahækkanir í kjarasamningum hafi verið hófleg- ar og muni ekki skila sér út í verð- lagið. Á sama tíma er ríkissjóður að gefa frá sér skýrslur um minnk- andi lánsljárþörf og upplýsingar um það að hann sé langt kominn með íjármögnun ársins þrátt að árið sé einungis hálfnað. Állt þetta spilar saman og hefur áhrif á vaxtaprósentuna. “ Ríkisvíxl- ar fyrir 2.100 milljónir TEKIÐ var tilboðum að fjár- hæð 2.100 milljónir króna að nafnverði í VSK-víxla til 95 daga í útboði hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Þar af tók Seðlabanki íslands 700 millj- ónir á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun út- boðsins er 7,03% og er það í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi íslands í dag. Utboðinu var einkum beint til stærri fjárfesta svo sem banka, sparisjóða og verð- bréfafyrirtækja. Gjalddagi víxlana er 6. október 1997. Með útboðinu skuldbatt ríkis- sjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 300 til um það bil 2.000 milljónir króna. Alls bárust 15 gild tilboð að fjár- hæð 2.150 milljónir króna. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisbréfum mið- vikudaginn 9. júlí nk. Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans Navís selur hugbún- að til IKEA íDubai IKEA í Dubai hefur ákveðið að ganga til samninga við íslenska hug- búnaðarfyrirtækið Navís hf. um upp- setningu hugbúnaðarlausnar fyrir starfsemi Ikea í Persaflóa. Fulltrúi Navís hf. heldur utan um helgina til að ganga formlega frá samningi milli fyrirtækjanna. Þetta er lang- stærsti samstarfssamningur sem Navís hf. hefur gert vegna aðlögun- ar og uppsetningar á hugbúnaðar- lausnum. Að sögn Jóns Arnar Guð- bjartssonar, markaðsstjóra Navís er Ikea í Dubai í eigu einnar stærstu fyrirtækjasamsteypu í Persaflóa en móðurfyrirtækið sinnir m.a. að við- skiptum og iðnaði ásamt því að ein- beita sér að fjárfestinga- og trygg- ingastarfsemi. Fyrirtækið hefur umboð fyrir íjölmörg þekktustu vörumerki heims en í hópi þeirra eru Honda, Chrysler, Toyota og Volvo í flokki bifreiða, IBM, Panasonic og Toshiba í tölvum og hljómflutnings- tækjum og Raymond Weil og Seiko í armbandsúrum. Afgreiðslukerfið frá Hugbúnaði hf. Hugbúnaðariausnin sem sett verður upp hjá Ikea í Dubai er sams- konar og sú sem notuð hefur verið með mjög góðum árangri hjá Ikea á íslandi frá því í fyrra sumar. Na- vís hf. setti upp þá lausn í samvinnu við Landsteina ehf. og Hugbúnað hf. í Kópavogi. Þess má geta að fleiri fyrirtæki innan Ikea keðjunnar hafa sýnt þessar sömu lausn áhuga. Kerfið hjá Ikea er hannað í þró- unarumhverfinu Navision, sem er danskt, en hugbúnaðurinn sjálfur er nánast allur íslenskur og hannaður af Navís hf. Navision-kerfið hjá Ikea á íslandi var það fyrsta í heiminum sem átti „lifandi" samskipti við sölu- kassa en kerfið samanstendur af verslunar-, birgða-, sölu- og inn- kaupakerfi í Navision sem hefur stöðug samskipti við Tec-verslunar- kassa. Verslunarkassarnir keyra af- greiðslukerfinu Ebeneser frá Hug- búnaði hf. í Kópavogi. Það voru Landsteinar ehf, samstarfsfyrirtæki Navís hf, sem hönnuðu skilflötinn milli Navision og Ebeneser en Navís hf. aðlagaði lausnina sérstaklega fyrir þarfir Ikea. Þessi lausn verður nú útfærð fyrir Ikea í Dubai af Navís. Navís hf. var stofnað í fyrra, en Jón Örn segir að það geti teflt fram mörgum af reyndustu hugbúnaðar- gerðarmönnum á sviði Navision- hugbúnaðar í Evrópu. Starfsmenn fyrirtækisins eru 17. Fyrirtækið hef- ur vaxið hratt á því ári sem það hefur starfað því 5 starfsmenn voru hjá fyrirtækinu þegar það hóf starf- semi í fyrra. Fyrirtækið er í eigu Tæknivals hf, Landsteina ehf. og starfsmanna. Frekari upplýsingar um eiganda Ikea í Dubai er á heimasíðu fyrir- tækjasamsteypunnar undir www.al- futtaim.com Innra virði hluta- bréfa hækkaði um 15% Morgunblaðið/ Hluthafar í VÍS falla frá forkaupsrétti HAGNAÐUR af rekstri Hlutabréfa- sjóðs Búnaðarbankans nam rúm- um 11 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi á tímabilinu 1. nóvember til 30. apríl 1997. Hagnaður félagsins á tímabilinu var þó meiri en þessu nemur, þar sem gengishækkun hlutabréfa- eignar er ekki færð í rekstrarreikn- ing fyrr en þau eru seld. Þangað til eru sveiflur á gengi hlutabréfa ásamt væntanlegri tekjuskatts- greiðslu færð í gegnum eiginfjár- reikninga. Eigið fé félagsins í lok reikningsársins nam rúmum 520 milljónum króna. Þetta kom fram í máli Jóns Adolfs Guðjónssonar, formanns sjóðsins, á aðalfundi Hlutabréfa- sjóðs Búnaðarbankans í gær. „Sú almenna hækkun sem orðið hefur á gengi hlutabréfa á innlendum hlutabréfamarkaði er megin- ástæða þess að innra virði hluta- bréfa í Hlutabréfasjóði Búnað- arbankans hf. hækkaði um 15% á tímabilinu frá 1. nóvember til 30. apríl, sem samsvarar tæplega 32% ávöxtun á ársgrundvelli." Sjávarútvegsfyrirtæki vega mest Búnaðarbanki íslands hefur reglulega sett fram kaup- og söl- utilboð í hlutabréf í Hlutabréfa- sjóði Búnaðarbankans og auglýst í útibúum og afgreiðslustöðum bankans. Er ætlunin að halda þessu áfram og mun bankinn enn- fremur annast viðskiptavakt með bréfin á Verðbréfaþingi íslands að aflokinni skráningu þeirra, en ætl- unin er að sækja um skráningu bréfanna strax að loknum aðal- fundi. Hlutabréfasjóður Búnaðarbank- ans á hlut í tæplega 70 hlutafélög- um og er stefna sjóðsins að eiga hlut í sem flestum félögum. Vægi sjávarútvegs er hlutfallslega mest í hlutabréfaeign sjóðsins, um 44%. Stærsta einstaka eign sjóðsins í hlutabréfum eru hlutabréf í Har- aldi Böðvarssyni og nam hún um 8,7% af hlutabréfaeign. Samgöng- ur vega næstmest á eftir sjávarút- vegi eða um 19% og er vægi tveggja félaga mest, Eimskipa og Flugleiða. Vægi iðnaðar er um 13%, verslunar og annarrar þjón- ustu 9% og banka og fjármálaþjón- ustu 9% af hlutabréfaeign sjóðsins. Hlutabréfasjóður Búnaðarbank- ans var stofnaður 26. september 1996 og hóf hann formlega starf- semi 1. nóvember sl. í ræðu Jóns Adolfs kom fram að hingað til hefur félagið ekki fjármagnað starfsemi sína með öðrum hætti en útgáfu hlutabréfa. Við stofnun sjóðsins var hlutafé félagsins 4 milljónir króna. í nóvember var farið af stað með 300 milljóna króna hlutafjárútoð og seldist það allt upp á um tveggja mánaða tímabili. í kjölfar þess var haldið fram- haldsútboð og seldust þá 169 millj- ónir króna. Hluthafar í sjóðnum eru 1.938 talsins og er hlutafé sjóðsins nú um 473 milljónir króna og á enginn hluthafi yfir 10% eign- arhlut í sjóðnum. SAMKOMULAG hefur tekist meðal hluthafa í Vátryggingafélagi ís- lands hf. um að fallið verði frá for- kaupsrétti þeirra aðila sem eiga helming hlutabréfa í félaginu á móti Landsbankanum og Bruna- bótafélaginu. Jafnframt felur hlut- hafasamkomulagið í sér yfirlýsingu um samstarf hluthafanna, á sviði skaðatrygginga hjá VÍS svo og líf- og lífeyristrygginga hjá Líftrygg- ingafélagi íslands. Þar með ganga í gildi kauprétt- arákvæði í viljayfirlýsingu Lands- bankans og Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins frá því í mars sl. Þar er kveðið á um að kaupin fari fram í nokkrum áföngum á næstu tveimur árum. Þannig var fyrsti kaupsamningurinn gerður fyr- ir 15. apríl um kaup á 12% af eignar- hluta Eignarhaldsfélagsins. Bankinn hefur síðan rétt til að kaupa 60% SKULDIR Bandaríkjanna, skuldug- asta lands heims, jukust í fyrra sam- kvæmt skýrslu bandaríska við- skiptaráðuneytisins. Verðmæti fjárfestinga útlendinga í Bandaríkjunum 1996 nam 182,8 milljörðum dollara hærri upphæð en eignir Bandaríkjanna erlendis vegna metinnkaupa erlendra fjárfesta í leit að hagnaði á bandarískum ríkis- skuldabréfum. í lok ársins versnaði alþjóðleg fjárfestingarstaða Bandaríkja- manna, sem skulduðu 870,5 millj- arða dollara umfram 687,7 milljarða verðmæti eigna þeirra erlendis. Skýringarnar á hinni versnandi stöðu voru að miklu leyti innstreymi fjármagns frá erlendum fjárfestum og gengistap Bandaríkjamanna vegna þess að eignir þeirra erlendis eru bundnar japönsku jeni og evr- ópskum gjaldmiðlum. Gengi dollars hækkaði verulega gegn evrópsku jeni og þýzku marki í fyrra. Verðmæti erlendra eigna af eignarhlutanum á árinu 1998 í þremur áföngum og 28% á árinu 1999 í tveimur áföngum. Vlðtæk þjónusta fyrir langtímasparnað Axel Gíslason, forstjóri VÍS, benti á í samtali við Morgunblaðið að til- gangurinn með samstarfinu væri sá að styrkja samkeppnisstöðuna, ekki síst gagnvart erlendum aðilum sem leituðu hér inn á fjármála- og trygg- ingamarkaði í auknum mæli. Einnig væri ætlunin að undirbúa víðtækari þjónustu á markaði fyrir langtíma- sparnað. Viðskiptavinir VÍS og Landsbank- ans munu verða varir við samstarfið innan ekki mjög Iangs tíma, að sögn Axels. Stefnt er að því boða til hluthafa- fundar í þessum mánuði, þar sem kjörin verður ný stjórn. rýrnaði og vextir eða arður minnk- uðu þegar þeim var skipt í dollara er heim var komið. Verðmæti bandarískra skulda- bréfa útlendinga úr einkageiranum og alþjóðlegra fjárfestingarstofnana jókst um 141,2 milljarða dollara í 530.6 milljarða dollara. Bretar fjárfestu mest Meðal þeirra þjóða sem fjárfestu mest í Bandaríkjunum í fyrra voru Bretar með 142,6 milljarða dollara; Japanar með 118,1 milljarð dollara; Hollendingar með 73,8 milljarða dollara og Kanadamenn með 53,8 milljarða dollara. Bandaríkjamenn fjárfestu mest sjálfir í sömu þjóðlöndum, en ekki í sömu röð. Mestu fjárfestingar þeirra í fyrra námu 142,6 milljörðum doll- ara í Bretlandi (sömu upphæð og Bretar fjárfestu í Bandaríkjunum); 91.6 milljörðum dollara í Kanada 44.7 milljörðum í Hollandi og 39,6 milljörðum dollara í Japan. A FÖSTUDAG HEFUR NÝTT DAGBLAÐ GÖNGU SÍNA Skuldir Bandaríkj- anna aukast enn Washington. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.