Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 21
Morgunblaðið/Björn Björnsson
EVA Snæbjarnardóttir lagði blómsveig á leiði Stefáns íslandi.
Heiðruð minning Stefáns íslandi
Alþýðusönghátíð
á Sauðárkróki
Uppákomuljóðskáld
gerir metsamning
London. The Daily Telegraph.
Sumartón-
leikar í
Skálholti
SUMARTÓNLEIKAR í Skál-
holtskirkju verða haldnir í tutt-
ugasta og þriðja sinn í sumar
og hefjast um helgina.
Boðið verður upp á tónleika
fímm helgar í júlí- og ágústmán-
uði. Tónleikar verða haldnir í
Skáiholtskirkju kl. 15 og 17 á
laugardögum og kl. 15 á sunnu-
dögum. Sumartónleikarnir
styrkja helgihald í Skálholts-
kirkju með þátttöku tónlistar-
manna í messum sem verða á
sunnudögum kl. 17 en tónlistar-
flutningur hefst kl. 16:40 fyrir
messu. Hildigunnur Rúnarsdótt-
ir tónskáld hefur útsett stólvers
eftir síra Einar Sigurðsson í
Eydölum sem flutt verða í mess-
um. Erindi tengd tónleikahaldinu
verða haldin í Skálholtsskóla á
laugardögum kl. 14.
Fyrsta tónleikahelgi verður
5. og 6. júlí. Kári Bjarnason flyt-
ur erindi um síra Einar Sigurðs-
son í Eydölum. Rut Ingólfsdótt-
ir, fíðluleikari, leikur einleiksverk
eftir Jón Leifs, Tryggva M. Bald-
vinsson, Atla Heimi Sveinsson
og færeyska tónskáldið Kristian
Blak. Frumflutt verður messa
eftir Oliver Kentish, staðartón-
skáld. Flytjendur eru Voces Thu-
les ásamt Kjartani Guðnasyni
slagverksleika og Hilmari Erni
Agnarssyni orgelleikara. Stjórn-
andi er Kjartan Óskarsson.
Önnur tónleikahelgi verður
12. og 13. júlí. Þá mun Rósa
Þorsteinsdóttir kynna segul-
bandasafn Árnastofnunar og
andlegan söng fyrri tíma. Hed-
wig Bilgram, heimskunnur org-
el- og semballeikari frá Þýska-
landi, flytur einleiksverk eftir
J.S. Bach, Forqueray o.fl. Marta
G. Halldórsdóttir, sópran, flytur
söngverk eftir J.S. Bach, Purceli
og Telemann ásamt Hedwig
Bilgram.
Þriðja tónleikahelgi verður 26.
og 27. júlí. Guðrún Kvaran flyt-
ur erindi um hljóðfæraeign ís-
lendinga áður fyrr og Bachsveit-
in í Skálholti, ásamt Ólafi Kjart-
ani Sigurðarsyni, bassabaritón,
flytja söng- og strengjaverk eft-
ir Purcell, Leclair, nána ættingja
J.S. Bach, Hándel, Biber ogTele-
mann. Stjórnandi Bachsveitar-
innar og einleikari verður hinn
nafnkunni fíðluleikari, Jaap
Schröder frá Hollandi. Að tón-
leikahelginni lokinni heldur
Bachsveitin í tónleikaferð til
Frakklands.
Fjórða tónleikahelgi verður
um verslunarmannahelgina
2.-4. ágúst. Áskell Másson,
staðartónskáld, spjallar um eigin
verk og sönghópurinn Hljómeyki
ásamt einsöngvurunum Sverri
Guðjónssyni, kontratenór og
Mörtu G. Halldórsdóttur, sópran,
flytja söngverk eftir Áskel og
frumflutt verða ný trúarleg kór-
verk eftir staðartónskáldið.
Gunnar Kvaran, sellóleikari leik-
ur sellósvítur nr. 3 og 5 eftir
J.S. Bach og frumflytur einleiks-
verk fyrir selló eftir Karólínu
Eiríksdóttur. Kolbeinn Bjarna-
son, flautuleikari og einn helsti
forsprakki Caput hópsins flytur
einleiksverk fýrir alt- og bassa-
flautu frá Japan, Kóreu, Mexíkó
o.fl.
Fimmta og síðasta helgi sum-
arsins verður 9. og 10. ágúst.
Poul Hoxbro, pípu- og slagverks-
leikari frá Danmörku flytur er-
indi um viðhorf miðaldakirkjunn-
ar til tónlistar og tónlistar-
manna. Poul Hoxbro og sópran-
söngkonan Agnethe Christensen
skipa miðaldadúettinn ALBA og
flytja Maríusöngva frá miðöld-
um. Lokatóna sumarsins á
Tjarnarkvartettinn sem flytur
Maríusöngva og íslensk og er-
lend söngverk.
Aðgangur að fyrirlestrum og
tónleikum er að venju ókeypis.
Sauðárkróki.Morgunblaðið - Á
vegum Afmælisnefndar var á laug-
ardag haldin Alþýðusönghátíð á
Sauðárkróki. Athöfnin hófst í
Kirkjugarði Sauðárkróks með því að
leikið var lagið Mín heimabyggð eft-
ir Eyþór Stefánsson, tónskáld, en
síðan lagði Eva Snæbjarnardóttir,
skólastjóri Tónlistarskólands, blóm-
sveig á leiði Stefáns Guðmundssonar
íslandi óperusöngvara, sem lést
1994 en aska hans var lögð til hinstu
hvílu í Sauðárkrókskirkjugarði.
Þá flutti Þorbjörns Árnason minn-
ingarorð um Stefán en að því loknu
sungu viðstaddir undir forsöng
Karlakórs Dalvíkur en stjórnandi
RITHÖFUNDARNIR Mary Jo Salt-
er og Brad Leithauser lesa úr verk-
um sínum á Súfistanum, bókakaff-
inu í Máli og menningu Laugavegi
18 fimmtudaginn 3. júlí kl. 20.
Nú í vetur kom út nýjasta skáld-
saga Brads, „The friends of Free-
land“ sem _ sækir efnivið sinn að
nokkru til íslands. Mary Jo Salter
er einkum þekkt fyrir ljóðabækur
sínar og í seinustu bók sinni,
„Sunday Skaters" orti hún m.a. um
Islendinga. Sú bók var ein af fimm
Nýjar bækur
HRA UNIÐ -jarðsaga fjöl-
skyldunnar heitir ný fræðslubók
fyrir börn eftir Guðmund Pál Ólafs-
son, gefin út hjá Máli og menningu,
I bókinni fjallar Guðmundur um
myndun og mótun lands og land-
nám lífvera í hrauni. Hann lýsir
hvernig hraun renna og storkna í
ótrúlega fjölbreytilegum myndum
og breytast smátt og smátt með
vaxandi gróðri og seinna fyrirtil-
verknað manna.
Guðmundur er þekktur fyrir
náttúrubækur sínar og þessi bók
er full af fróðleik og skemmtun
sem öll fjölskyldan getur nýtt sér,
heima í stofu og á ferðum um land-
ið. Einnig er hér á ferðinni ítarefni
fyrir skóla.
Bókin er 72 síður, öll litprentuð.
Húner einnig fáanleg áensku
(Land of lava a geological saga)
og þá með ítarlegri skýringartexta.
Bókin var prentuð íHongKong
ogkostar 1.980 kr.
hans er Jóhann Guðmundsson og
Kirkjukors Sauðárkróks undir stjórn
Rögnvalds Valbergssonar lag Péturs
Sigurðssonar Ætti ég hörpu við
texta Friðriks Hansen.
Að aflokinni athöfninni í kirkju-
garðinum hófst dagskrá í Bóknáms-
húsi Fjölbrautaskólans en þar sungu
áðurnefndir kórar ásamt Karlakórn-
um Heimi en söngstjóri hans er Stef-
án R. Gíslason.
Einnig komu þar fram einsöngv-
ararnir Svana Berglind Karlsdóttir,
Þuríður Þorbergsdóttir og Jóhann
Már Jóhannsson sem sungu við und-
irleik Rögnvaldar Valbergssonar.
ljóðabókum það ár sem tilnefnd var
til verðlauna bókmenntagagnrýn-
enda í Bandaríkjunum. Þau hjónin
bjuggu á íslandi um skeið, hafa
undanfarið verið búsett í Frakk-
landi en eru nú á heimleið til Banda-
ríkjanna. Brad Leithauser átti mik-
inn þátt í því að saga Halldórs
Laxness, „Sjálfstætt fólk“ var gefin
út að nýju í Bandaríkjunum,“ segir
í fréttatilkynningu.
Kynnir á upplestrarkvöldinu er
Sigurður G. Tómasson.
UNGT breskt ljóðskáld, hinn 26
ára gamli Murray Lachlan Young,
sem enn hefur ekki fengið ljóðabók
útgefna, gerði fyrir skemmstu
samning við EMI-hljómplötuútgáf-
una, sem er hærri en dæmi eru
um hvað ljóðskáld varðar. Samn-
ingurinn hljóðar upp á 1,1 milljón
punda, um 120 milljónir ísl. kr.
fyrir tvo geisladiska með upplestri
Lachlan Youngs á eigin verkum.
Samdi líka um myndbönd
Þá hefur Lachlan Young einnig
samið við MTV- sjónvarpsstöðina
um gerð eitt hundrað myndbanda,
sem hvert um sig er 90 sekúndur
á lengd, og fær hann 250.000
pund fyrir, 25 milljónir ísl. kr.
Samanlagt er þetta langtum hærri
upphæð en metsöluhöfundurinn
Martin Amis samdi um fyrir tveim-
ur árum, en hann fær hálfa milljón
sterlingspunda, um 50 milljónir
ísl., fyrir tvær bækur, og þótti sá
samningur með því hæsta sem
gerðist á Bretlandi.
Samningarnir hafa vakið reiði
og öfund annarra ljóðskálda. Peter
Thorpes, ritstjóri Poetry Review,
sagði samningana fáheyrða. Þeir
virtust eiga miklu meira skylt við
tískustrauma en ljóðlist og því
væri hann afar ósáttur við þá.
„Hversdags-kynlíf“ og
„MTV-partí“
Lachlan Young segist vera
uppákomuljóðskáld. Stíll hans er
knappur, beittur og á stundum
hæðinn og umfjöllunarefnin eru
fengin úr nútímanum; eiturlyf,
kynlíf og tónlist. Heiti ljóðanna
bera vott um þetta; „Hversdags-
kynlíf“, „Það eru hreinlega allir í
kókaíni" og „MTV-partí“ eru dæmi
um þetta. Flest ljóðin eru flutt við
undirleik af ýmsu tagi, leiknir eru
tangóar og sjávarhljóð, klassísk
verk og rokk. Fyrri geisladiskurinn
sem EMI gefur út ber heitið „Vice
Versa“ (Og öfugt) og kemur hann
út í júlí.
PYSJUNÆTUR heitir ný barna-
bók sem komin er út hjá Máli og
menningu. Höfunduirinn er Bruce
McMillan, bandarískur líffræðing-
ur, þekktur fyrir barnabækur úr
ríki náttúrunnar. Hann hefur hlotið
margvísleg verðlaun og viðurkenn-
ingar og þessi bók hefur þegar ver-
ið gefin út erlendis.
Efnið í bókina sækur þöfundur-
inn til Vestmannaeyja. Á síðkvöld-
um í ágúst safnast börnin í Eyjum
saman og leita að ósjálfbjarga pysj-
sem EMI gerir við ljóðskáld og
vonast útgáfan til þess að um ein
milljón eintök seljist af hvorum
geisladisk. „Það er alltaf fólgin
áhætta í því að gera samninga við
unga listamenn en við teljum hann
frábært ljóðskáld, það sama á við
um flutning hans og svo er hann
afskaplega fyndinn," segir Tony
Harlow, markaðsstjóri EMI. „Lac-
hlan Young er í raun þrívíður. Við
hefðum getað markaðssett hann
sem ljóðaflytjanda, háðfugl eða
ljóðskáld. Hann er engu líkur en
eftir að hafa ráðgast við hann,
komumst við að þeirri niðurstöðu
að best væri að leggja áherslu á
ljóðskáldið.“ Upptökustjóri verður
Chris Thomas, sem hefur starfað
með rokkhljómsveitum á borð við
Sex Pistols, Pink Floyd og Blur.
Plötusnúður
Lachlan Young var um tíma
plötusnúður en hann hefur m.a.
komið fram á jasskiúbbi Ronnie
Scott í London, í Edinborg og um
sl. helgi á Glastonbury-rokkhátíð-
inni. Umboðsmaður hans líkir hon-
um við engan annan en Byron lá-
varð, segir Lachlan Young tala til
ungra áheyrenda og nota til þess
ljósvakamiðla og rafeindatækni
fremur en bækur. Myndböndin sem
hann gerir fyrir MTV-stöðina,
verða sýnd á milli tónlistarmynd-
banda.
Ljóðskáldið Michael Horovitz,
sem skipuleggur svokallaða ólymp-
íuleika í ljóðlist í London, er lítt
hrifinn af_ fréttunum af Lachlan
Young. _„Ég tel hann ekki gott
skáld. Ég held að þetta sé gott
dæmi um það þegar skilaboðin eru
fólgin í miðlinum og í þessu tilfelli
er hann bara tískubóla. Verk
Lachlans Young eru ömurleg. Þau
eru ekki ljóðlist. Ég þekki mann
sem sá hann koma fram og sá
sagði að fólk hefði hlegið. Hann
er háðfugl, ekki ljóðskáld. En ég
ætla ekki að eyða frekari tíma í
að ræða hann. Ég hef nógu öðru
að sinna.“
um til að hjálpa þeim til sjávar.
Halla og vinir hennar bíða með
óþreyju eftir þessu árlega ævintýri
þegar allir krakkar draga fram
pappakassa og vasaljós og keppast
við að bjarga sem flestum pysjum.
Sigurður A. Magnússon þýddi
bókina sem er 32 síður, öll litprent-
uð. Hún er einnig fáanleg á ensku
og heitir „Nights of the Pufflings “.
Bókin varprentuð í Singapúr og
kostar 1.390 kr.
Hverfisgötu 50, sími 551 5222
Upplestur
á bókakaffinu
Þetta er fyrsti samningurinn
Nýjar bækur