Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Yítamín og vísindi EFTIR að skrifum hins mæta læknis Þór- arins Guðnasonar lauk í Mannlífsstraumum Morgunblaðsins, er hann lést fyrir nokkr- um árum, hefur skóla- bróðir minn Magnús Jóhannsson læknir, þekktur krossfari gegn öllum náttúru- legum efnum til inn- töku, tekið þar við. Og ég verð að játa að ég sakna sárt hins víð- sýna hugarheims Þór- arins í hvert sinn sem ég slysast til að lesa „Magnúsar-vísindi" í þessum dálki. Svo mikið ber á milli í skrifum þeirra, þó að þau snúist um sama fagið. Eins víðf- eðm og þekking Þórarins var opin- berar Magnús fákunnáttu sína æ ofan í æ á ýmsum sviðum sem hann skrifar þó um þar. - Gott og vel, Magnús hefur staðið í for- svari fyrir opinbert lyfjaeftirlit hér á landi um árabil og skrif hans litast því eðlilega af því. Og enginn efast um það að krossfarinn Magn- ús er fullviss um að hann sé að bæta heiminn með skrifum sínum. En því miður, trú er ekki hið sama og vísindi. Sunnudaginn 15. júní keyrir þó um þverbak í skrifum Magnúsar. Og það svo að vísindin verða að gervivísindum í meðförum hans, þ.e. einhliða skýringar hans undir yfírskrift læknisfræðinnar myndu koma óorði á þau fræði, ef standa skyldu óátalin. Slíkar einhliða hreinvísindatrúar-túlkanir eins og þama koma fram, eru ekki til ann- ars en slá ryki í augu almennings sem yfírleitt tekur allt sem stendur í Mogganum sem viðurkenndan sannleika. En ef til vill býr hér annað að baki? Gæti það til dæmis verið að Magnús sé með þessu að undirbúa íslenskan almenning undir enn nýja reglugerð, nú frá Sameinuðu þjóð- unum eða Codex Alimentarius- nefndinni á vegum þeirra, en þá reglugerð er þegar búið að skrifa undir óséða af Alþingi með GATT samningnum? Reglugerðina á nefnilega að kynna fyrir þjóðinni nú með haustinu. Þar á að tak- marka enn aðgengi að vítamínum og öðrum fæðubótarefnum meira en nú þegar er þó ákveðið (sbr. nýja ósamþykkta reglugerð um „náttúrulyf") og gera þau mun dýrari en nú er. Ég hef áður lesið furðulegt viðtal við Magnús í Tím- anum (26.3. 1991) um ginseng, þar sem hann sagði m.a. alla landsmenn sem taka inn ginseng borða stera- kjama (!). Þetta byggist á 20 ára grein í JAMA-málgagni bandarísku læknasamtakanna sem var síðar leiðrétt sem misskilningur! Þetta síðasta slær þau skrif alveg út. Hitt er þó verra að Magnús vitnar máli sínu til stuðnings í bandaríska NCAHF- „þjóðarráðið" (Nat- ional Council Against Health Fraud), sem hefur starfað síðan á sjöunda áratugnum. Rétt eins og hér sé á ferðinni venjuleg neyt- endasamtök eða jafn- vel opinbera stofnun! Hann getur þess ekki að þetta er einkafyrir- tæki stofnað af nokkr- um þekktum ofstækis- mönnum, t.d. Barrett og Jarvis. Og blásið var til þeirra þegar læknasamtök Bandaríkjanna, AMA, urðu uppvís að margvíslegum lögbrotum árið 1975. En þau urðu þá að fara með veggjum og leggja niður eigin „kuklnefnd" sem fylgir raunar öll- um læknasamtökum. Og auk þess Því miður, segir Einar Þorsteinn Asgeirsson, trú er ekki sama og vísindi. leggja niður afsprengi hennar, leynifélagið („Ráðstefnuna" um heilsuupplýsingar), CCHI, sem var ætlað það hlutverk að uppræta endanlega og með öllum ráðum, löglegum eða ólöglegum, allt það sem kallast nú óhefðbundnar lækn- ingar. Sem sé hrein hagsmuna- gæsla fyrir lyfjarisana. NCAHF-„þjóðarráðið“ vann þá þegar ötullega að því að neyða almenning til þess að kaupa fæðu- bótarefni og vítamín í gegnum lyf- seðil eða þá eingöngu lyf í stað þeirra. Rétt eins og nú er hér í framkvæmd á íslandi með mela- tonin, sem er náttúruefni t.d. fram- leidd í heila hvers manns og því ekki einkaleyfishæft en er sem sagt orðið að lyfí hérlendis hvaða lögleg reglugerð sem er svo sem á bak við það. Það efni er því 11 sinnum dýrara hér en t.d. í Banda- ríkjunum. En eins og kunnugt er, eru öll lyf einkaleyfishæf eingöngu vegna kostnaðar við þróun þeirra og slíkt á því ekki við um náttúru- leg_ efni. Árið 1984 fór NCAHF-„þjóðar- ráðið“ síðan inní samtök sem Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna, FDA, og Auglýsingaráð lyfjaiðnaðarins, PAC, gerðu samn- ing með sér um að mynda. Sá fólst í því að vinna sameiginlega gegn óhefðbundum lækningum, þar með talin inntaka vítamína og bæti- efna, á nýjan hátt. Meðal annars með rakalausum kærum og eftir- Einar Þorsteinn Ásgeirsson SUMARTILBOÐ Gluggatjaldaefni 20% afsláttur JtíL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. farandi málaferlum. Þetta átak er enn í gangi og nefnist: Átak gegn kukli til almenningsheilla og er fjármagnað af FDA og PAC auk lyfjaiðnaðarins. Þessi samtök hafa því í frammi ólöglega undirróðurs- starfsemi af ýmsu tagi og þver- bijóta bandarísk lög. En hið opin- bera þar í landi sinnir því samt illa. Dómstólarnir þar dæma þó enn fyrirtækjum sem framleiða og selja náttúruleg efni í vil enda hafa þau ekkert brotið af sér. En skaðinn sem málaferlin gera þeim er gífur- legur. - Það voru þessir aðilar sem fóru í mál við Herbal Life-fyrirtæk- ið en eins og kunnugt er vann Herbal Life það mál, en nóg um það í bili. - En ef þetta eru Banda- ríkjamennirnir sem Magnús styðst við er ekki von á góðu. Varðandi vísindalega skoðun á vítamínum sem krossfarinn Magn- ús Jóhannson skólabróðir minn hamast ævinlega á móti skal þess t.d. getið að bandaríski vísinda- maðurinn dr. Roger Williams, sem var lengi forstöðumaður lífefna- deildarinnar við Texasháskóla og fann m.a. upp aðferðina við að framleiða B5 vítamín, er fyrir lif- andis löngu búinn að sanna það með rannsóknum sínum að ein- staklingar hafa mjög mismunandi mikla þörf fyrir vítamín og stein- efni. Munurinn getur verið allt að 20 falt meiri en RDA, eða dagleg- ur meðmæltur skammtur banda- rísku Heilbrigðisstofnunarinnar, kveður á um. RDS íslenskra mann- eldisstofnana er sniðinn að þeim. Willams nefnir þetta: „Lífefna- fræðileg sérkenni“ einstaklingsins. T.d. eru meltingarlíffæri manna ákaflega mismunandi gerðar. Séu t.d. meltingarvessar mismunandi einstaklinga bornir saman við nef á sama fólki, mætti segja að annar einstaklingur ætti að vera með krækiber sem nefstærð en hinn með melónu í stað þess. Svo mik- ill er munurinn. - Þörfin á vítamín- um er einnig mjög mismunandi eftir lífsstíl, streituaðstæðum, tíma ársins o.s.frv. Þetta er vitað og viðurkennt af öllum nema þeim sem enn styðja niðurstöðu banda- ríksu læknasamtakanna frá 1926 um að vítamín sé blekking! Þrátt fyrir þessar vísindalegu niðurstöður hefur lyfjaiðnaðurinn og þeir sem að honum standa eða vilja baða sig í áuðsöfnun hans, nú eða trúa blint á lyfin sem allra- meinabót að vísu með aukaverkun- um(!), hafa ávallt reynt að gera vítamínin tortryggileg í augum al- mennings. Og sömuleiðis viljað gera þá sem selja vítamín á lágu verði, þ.e. utan apótekanna, að eins konar sakamönnum, sem séu að græða á auðtrúa fólki. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það, að hér eru í grunninn viðskiptaleg hagsmunaátök á ferðinni, þó að látið sé líta svo út að vísindi og neytendavernd séu bakgrunnur málsins. Einstaka „vísinda-kross- fari“ vinnur svo að sama máli án nokkurrar sporslu frá trilljarðaiðn- aði erlendu lyfjarisanna. Því miður sýnast mér skrif Magnúsar Jó- hannssonar míns gamla skólabróð- ur hneigjast í þá síðastnefndu átt og þykir mér það mjög miður því Magnús er fyrir utan þessa ann- marka mjög gegn og vandaður maður. En málið snýst ekki um það heldur hitt, að íslenskur al- menningur á mun betra skilið en að láta mata sig á einhliða trú víðsfjarri allri vísindaskoðun. En það er einmitt einkenni slíkra skrifa að þau hefjast iðulega með orðunum: „sem ekki eiga við vís- indaleg rök að styðjast“ - eða - „fyrst verður að bijóta öll viður- kennd náttúrulögmál". - Það verð- ur fróðlegt að heyra hvernig Magn- ús skýrir þetta þekkingarleysi sitt á heilu köflunum í sögu læknavís- indanna? Höfundur er félagi í Heilsufrelsi og höfundur bókarinnar „Lífsspursmál". ALLAR þær rang- færslur er kirkjunnar menn létu eftir sér hafa í Bjarma í mars verða ekki allar raktar hér, reyndar er ekki hægt að fá að birta svo stóra svargrein í MBL. En þar sem vissir kirkj- unnar menn innan þjóðkirkjunnar eru að ofsækja aðra með ekki nægilega góðum skil- greindum kenningum sínum, verður að bera fram að minnsta kosti 14 spurningar handa þeim hér. Þannig að mönnum er einfaldlega gefið tækifæri á að svara með betri skilgreiningum og rökum. Það er hins vegar alveg ljóst á öllu, að viss- ir menn geta ekki látið aðra trúaða meðbræður sína í friði. Kirkjunnar menn rétt eins og dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor er hafa verið að gagnrýna önnur trú- arbrögð, spíritisma svo og Maríu og dýrlingadýrkun hvað eftir annað 1 fleiri áratugi, verða að fara að gera sér grein fyrir því að menn eru farnir að sjá í gegnum þessa órétt- látu gagnrýni hjá þeim. Menn sem skrifa þvílíkan hroka og þennan í Bjarma, gera sig seka um mikla vanþekkingu. Þar sem dr. Einar beinir þeim tilmælum sínum til þjóðkirkjunnar að hún eigi að bjóða fólki að koma með spurningar sínar og svara þeim, finnst mér við hæfí að biðja þjóðkirkjuna eða þessa menn er skrifuðu í Bjarma um þessi mál, að svara skiimerkilega þessum 14 spurningum hér að neðan í réttri röð. 1. Ef Jesús Kristur var ekki mið- ill milli tveggja heima, hins andlega og hins veraldlega (1. Tim 2.5) hvað var hann þá? I tímaritinu Bjarma kemur það fram að: ..........aldrei kenndi hann (Jesús) að leita til framliðinna eða lúta leiðsögn ein- hverra framandi anda.“ Þetta er ekki rétt, því að er Jesús ummynd- aðist lærisveinum sínum þremur, leitaði hann til framliðinna manna Móse og Elía og átti samtal við þá. 2. Hvernig er það brutu læri- sveinarnir þrír og Jesús Kristur ekki lögmálið hans Móse, er þeir tóku upp á því að tala við Móse og Elía spámann (eða framliðna menn, Mt 17.1-9), í stað þess að leita til Guðs í bæn í því tilviki, eins og þeim bar að gera samkvæmt kenningum kirkjunnar, eða hvað? 3. Móse og Elía leyfðu sér að tala við þá Jóhannes, Jakob, Pétur og Jesú Krist, en þeir báðir Móse og Elía vissu að slíkt var stranglega bannað samkvæmt 5. Mósebók, en samt sem áður leyfðu þeir sér að tala við þá, af hveiju ieyfðu þeir sér það þegar þeim bar að halda allt gamla lögmálið og síðan einnig allar kenningar kirkjunnar? 4. Hefðu þeir Móse og Elía ekki átt að hreinlega fordæma þetta og segja við Jesú Krist og lærisvein- anna þijá, það sama og þið segið alltaf, er þið fordæmið aðra hvað eftir annað: „Eigi skal nokkur fínnast hjá þér, ...sá er leiti frétta af framliðnum" (5. Mæs 18.10-12), vegna þess að boðorðið á að vara alla eilífð í andlega og veraldlega heiminum, eða hvað? 5. Hvemig er það, vilja ekki kirkj- unnar menn einnig túlka það þannig, að ástæðan fyrir því að Jesús Krist- ur var krossfestur, hafí verið sú að Jesús braut lögmálið (talaði við fram- liðna menn), rétt eins og hin ástæð- an er þið kirkjunnar menn túlkið, að hafí verið fyrir því að Sál konung- ur missti konungdóm og endaði líf sitt með sjálfsvígi, eða hvað? 6. Hafa kirkjunnar menn hugsað sér að þurrka út úr Biblíunni alla frásögnina um ummyndun Jesú Krists, vegna þeirra hræðslu er þeir finna hjá sjálfum sér gagnvart spíritisma? 7. Hvernig er það, vilja ekki kirkjunnar menn halda allt gamla lögmálið hans Móse, fremur en eitthvað annað og síðan reyna að fara eftir öllu því sem Jesús Kristur boð- aði og framkvæmdi? 8. Eftir að Jesús Kristur hafði dáið lík- amsdauða sínum á krossinum, er sagt að menn hafi risið úr gröf- um sínum og birtust mörgum mönnum (Mt 27.52-53), hvað varð um þessa menn sem risu upp til eilífs lífs, eru þeir ekki búnir að flytja fagnaðarerindið út um allt, eða hvað? 9. Eru mennirnir sem risu upp úr gröfum sínum enn á lífi einhvers staðar í dag og þá kannski í Ama- son skóginum eða einhverstaðar annars staðar, búnir að eignast börn og fjölskyldur? 10. Ef kenning kirkjunnar er þannig, að Jesús Kristur hafí risið upp frá dauðum í jarðneskum lík- ama og síðan stigið upp til himins, þar sem hann hafi getað lifað á góðu fæði, andrúmslofti, ljósi og hita í allt að því 2000 ár. Trúa þá ekki kirkjunnar menn því einnig, að eftir upprisuna muni menn lifa eilíflega í jarðneskum líkama hér á jörðu, þrátt fyrir að það allt saman stangist á við öll nútíma vísindi í dag? Menn eru farnir að sjá í gegnum, segir Þorsteinn Seh. Thorsteinsson, óréttláta gagnrýni þjóðkirkjumanna. 11. Á hinum efsta degi segja kirkjunnar menn, að þeir sem eru sofnaðir muni rísa upp til eilífs lífs, en hvernig er hægt að sópa einhveij- um saman líkamlega er hefur verið dauður í allt að því 2000 eða 6000 ár og öll atóm mannsins komin út um allt sköpunarverkið? 12. Er það satt að margir kirkj- unnar menn trúa því að eftir fall Adams og Evu hafi dauðinn komið yfír þau (og börnin þeirra einnig) og svefnpillan svonefnda eða eitt- hvað annað verið sett í þau, eitthvað sem gengur í erfðir og virkar eftir líkamsdauðann, þannig að maðurinn sefur til efsta dags eða þar til að Kristur kemur aftur? 13. Ritningin segir, að: „Sáð er í jarðneskum líkama, en upp rís andlegur líkami...“ (1. Kor 15.44), en var gerð einhver undantekning frá þessu lögmáli er Jesús Kristur reis upp frá dauðum? 14. Hvar er að finna eitthvað er segir, að: „spíritisminn hafni öllum helstu grundvallaratriðum kristinn- ar trúar eins og guðdæmi Jesú Krists, hjálpræðisverki hans og upp- risu.. . “ ? Hér er óskað eftir því að menn sem segja slíkt (eða kirkj- unnar menn) komi með nákvæma tilvitnun um slíkt, því svona lagað er ekki að finna í kenningum spírit- ismans, sem þið kirkjunnar menn hamrið á aftur og aftur í Bjarma. Þar sem að kirkjunnar menn þykj- ast búa yfír svo mikilli þekkingu á þessu sviði, ætti að vera auðvelt fyr- ir þá að svara þessum 14 spurningum hér. Þ.e.a.s þá eftir þeirra eigin kenn- ingum, í réttri röð og með bæði góð- um rökum og skilgreiningum. Höfundur er í „Samstarfsnefnd trúfélaga fyrir heimsfriði Opið bréf til kirkjunnar Athugasemdir við greinaskrif í Bjarma Þorsteinn Sch. Thorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.