Morgunblaðið - 02.07.1997, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRAMFARIR
í DÓMS- OG LÖG-
REGLUMÁLUM
NÝ LÖGREGLULÖG fela í sér umfangsmestu skipu-
lagsbreytingu á stjórn löggæzlu í landinu í lang-
an tíma. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, sagði
m.a. á blaðamannafundi, sem efnt var til í tilefni af
gildistöku laganna, að tilgangur þeirra væri að gera
feril rannsókna og ákæru hraðari og skilvirkari en
verið hefði. Þannig yrði stór hluti mála í höndum sama
embættis frá upphafi rannsóknar til málflutnings fyr-
ir dómi. Stofnun ríkislögreglustjóraembættisins styrk-
ir og ótvírætt yfirstjórn lögreglunnar í landinu.
Stærsta breytingin, sem hin nýju lög hafa í för með
sér, er stofnun ríkislögreglustjóraembættis, samfara
niðurlagningu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rann-
sóknir á brotamálum færast nú til lögreglustjóraemb-
ætta í landinu. Starfsvið lögreglunnar í Reykjavík
breikkar mikið, en hún tekur yfir um 80% þeirra verk-
efna, sem RLR hafði með höndum. Starfsmenn RLR
færast yfir til nýs embættis ríkislögreglustjóra og lög-
reglunnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi.
Á þessum áratug og í tíð núverandi dómsmálaráð-
herra hafa verið stigin nokkur stór skref til betri hátta
í dóms- og lögreglumálum. Ein mesta réttarbót um
áratugaskeið var aðskilnaður dómsvalds og umboðs-
valds, en í henni felst, að sami aðili getur ekki rannsak-
að og dæmt í máli. Þar þarf nú dómara, sem er alger-
lega óháður rikisvaldinu. Hér er byggt á meginregl-
unni um aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds
og dómsvalds, sem tímabært var að fylgja eftir með
þessum hætti.
Bygging nýs og glæsilegs dómshúss Hæstaréttar
gerbreytti og allri starfsaðstöðu þessa æðsta dómstóls
ríkisins. Hæstiréttur hafði búið við þröngan húsakost,
sem vart var sæmandi réttarríki sem okkar. Dómshús
Hæstaréttar svarar til alþingishúss og stjórnarráðs-
húss og nú hafa öll æðstu sig þrískipts ríkisvalds feng-
ið virðulegt þak yfir höfuðið. Með nýju dómshúsi má
ætla að vegur réttarins vaxi og afköst hans aukist.
Bygging fangelsa er ill nauðsyn, en afbrot eru hluti
af samfélagi manna sem bregðast verður við. Bygging
nýs fangelsis að Litla-Hrauni var löngu tímabær fram-
kvæmd, m.a. til að tryggja að fangelsismál væru í
eins öruggu horfi og frekast er kostur, bæði að ytri
búnaði og inntaki starfseminnar. Það var ekki síður
stórt spor í fangelsismálum þegar óhæft fangelsi í
Síðumúla var lagt niður og stefna mörkuð að bættu
umhverfi og aðstöðu fanga. Þessari stefnu þarf að
framfylgja, enda unnið að nýjum áfanga í þeim efnum
með nútímalegu fangelsi í Reykjavík. Fangelsismála-
stofnun var merkilegt skref til hins betra og starfsemi
hennar hefur skilað góðum árangri. Aðbúnaður í ís-
lenzkum fangelsum hefur stórbatnað og staðizt kröfur
erlendra sérfræðinga, sem um þau mál hafa fjallað.
Síðast en ekki sízt ber að nefna ný lögreglulög, sem
fyrr er vikið að. Tilgangurinn er að gera feril rann-
sókna og ákæru hraðari. Það er og hlutverk ríkislög-
reglustjóra að miðla upplýsingum innan lögreglunnar
og vinna að því að hinum pólitísku ákvörðunum æðstu
handhafa ríkisvaldsins, sem lúta að löggæzlu, verði
fylgt eftir. Sem og að hafa eftirlit með því að fram-
kvæmd löggæzlunnar verði í samræmi við lög - og
veita lögreglustjórum stuðning. Þá ber honum að starf-
rækja sérstaka rannsóknardeild sem rannsakar skatta-
og efnahagsbrot. Hann annast einnig alþjóðasam-
skipti á sviði löggæzlu og sinnir yfirstjórn einstakra
löggæzluverkefna í landinu.
Þau fjögur nýlegu dæmi, sem hér hafa verið tínd
til, eru öll mikilvæg framfaraspor í dóms- og lögreglu-
málum á líðandi áratug, sem ástæða er til að fagna
sérstaklega.
S
VEINBJÖRN Björnsson há-
skólarektor sagði í ræðu
sinni við brautskráningu nú
í vor að vegna þarfar fyrir
breiðara og traustara starfsnám þyrfti
að lyfta skemmra starfsnámi af fram-
haldsskólastiginu. Slíkt gæti falið í
sér almenna menntun fyrir þá sem
ekki hafi hug á löngu háskólanámi
með fræðilegu ívafi. I samanburði við
önnur lönd væri ísland yfir meðaltaii
hvað varðaði lengra nám en skemmra
nám vantaði að mestu. í dag eigi
meginfjöldi nemenda því ekki annan
kost hér á landi en Háskóla íslands.
í ræðu við skólaslit Iðnskólans í
Reykjavík í vor gerði skólastjórinn,
Ingvar Ásmundsson, að umtalsefni
að einungis um fjórðungur nemenda
í framhaldsskólum hér á landi leggi
stund á starfsmenntun, % stundi
bóknám. Hélt hann því fram að þess-
um hlutföllum þyrfti að vera þveröf-
ugt háttað.
Ingvar segir forsendu þess að
starfsmenntun eflist í landinu vera
þá að frelsi starfsmenntaskóla sé auk-
ið og að skólunum sé gert kleift að
koma á fót fjölbreyttum starfsnáms-
brautum í samstarfi við atvinnugrein-
arnar. Ný lög um framhaldsskóla
kveða á um skipun starfsgreinaráðs
fyrir hveija iðngrein og er ráðinu
ætlað að skipuleggja nám í greininni
og hafa með því yfirumsjón.
Ingvar telur að starfsgreinaráð eigi
eftir að reynast þung í vöfum og hann
vill tryggja að ráðið starfi í samráði
við skólana. Nýjar námsbrautir verði
að vinna sér hefð og þeim verði ekki
komið á með tilskipunum menntayfir-
valda. Ingvar telur að starfsnám þurfi
ekki nauðsynlega að komast á há-
skólastig.
„Þróunin er reyndar sú að sífellt
fleiri stúdentar sækja inn á starfs-
námsbrautir. Sé háskólapróf skil-
greint sem próf að loknu stúdents-
prófi er nálgun okkar við háskólastig-
ið sífellt meiri,“ segir Ingvar. „Mér
finnst hins vegar ekki rökrétt að það
fái ekki aðrir að stunda starfsnám en
þeir sem lokið hafa stúdentsprófi.
Slíka þröskulda á ekki að setja í veg
fyrir fólk.“
Fjöldinn sækir í nýju
námsbrautirnar
Ingvar segir stefnu skólans vera
þá að draga úr almennu bóknámi og
styrkja enn frekar starfsnám. Mikil
fjölgun hefur verið á tölvubraut þar
sem fjórðungur nemenda skólans
stundar nú nám. Á hönnunarbraut
hefur nemendum einnig fjölgað tals-
vert. Sama aukning á sér ekki stað
innan löggiltu iðngreinanna en hafa
ber í huga að nemendur þar eru þó
um helmingur af nemendum skólans.
„Samningsbundnum iðnnemum
hefur fækkað þar sem meistarar hafa
ekki tekið við nemendum í jafnríkum
mæli og áður en kreppa varð í at-
vinnulífinu og slíkt tekur alltaf' tíma
að jafna sig þó svo að atvinnulífið sé
búið að rétta sig af,“ segir Ingvar.
Þessir nemendur hafa þó yfirleitt
komist í starfsþjálfun fyrr eða síðar.
Ingvar segir nokkuð um það að til
skólans leiti nemendur sem gefist
hafi upp á bóknámi í öðrum skólum
og vilji fara í verklegt nám.
Hann bendir á að nemendur
geti lokið stúdentsprófi frá
Iðnskólanum jafnframt því
að ljúka starfsnámi og að
þeir nemendur séu oft mun
betur settir á vinnumarkað-
inum en þeir sem lokið hafa prófi frá
menptaskólum.
„Ég tel að starfsmenntaskólarnir
þurfi að fá rýmri heimild til að út-
skrifa stúdenla. Nú eru stúdentar
brautskráðir af tæknibraut þar sem
námið byggist á stærðfræðikennslu
en við teljum að stúdentspróf af
rekstrarbraut myndi henta mjög
mörgum nemendum betur þar sem
Breyttar áherslur
í menntun með
eflingu starfsnáms
námið er aðgengilegra og kennslan
þar nýtist betur þeim sem hyggja á
störf í iðngreinum. Það væri skref í
átt að auknu vægi starfsmenntunar
að beina nemendum til stúdentsprófs
í gegnum starfsnám," segir Ingvar.
Fornám við alla framhalds-
skóla æskilegt
Iðnskólinn býður upp á heilsárs-
fornám auk svokallaðra 0 áfanga þar
sem ígildi grunnskólaprófs er endur-
tekið. Þangað sækja nemendur sem
bæta þurfa árangur sinn fyrir áfram-
haldandi nám hvort heldur sem er við
Iðnskólann eða aðra framhaldsskóla.
„í fyrrahaust sóttu miklu fleiri en
áður í þetta nám og í raun alltof marg-
ir. Þetta er þáttur í skólastarfinu sem
við teljum að eigi að dreifa í fleiri
skóla,“ segir Ingvar. Á tímabili var
Iðnskólinn eini skólinn á höfuðborgar-
svæðinu sem hafði fornámsbraut en
nú fer slík kennsla einnig fram í Borg-
arholtsskóla. Aðrir skólar sem tekið
hafa upp slíka upprifjunaráfanga eru
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Pjöl-
brautaskólinn við Ármúla og Mennta-
skólinn við Hamrahlíð. „Mér fyndist
eðlilegt að allir framhaldsskólar tækju
þátt í að sinna þessari nauðsynlegu
þjónustu þó svo að áfangakerfið sé oft
betur til þess fallið að rétta nemendur
við í einstökum greinum," segir Ingvar.
Bóknámshefðin sterk á íslandi
Helga M. Steinsson, skólameistari
Verkmenntaskóla Austurlands, segir
að það hversu lágt hlutfall nemenda
hér á landi fari í starfsnám samanbor-
ið við nágrannalöndin megi að hluta
til rekja til þess hversu sterk bóknáms-
hefðin er á íslandi. Greinilega sé þörf
á viðhorfsbreytingu hjá almenningi.
Hún segir að könnun sem gerð hafi
verið á námsvilja nemenda leiði í ljós
að hugur ungs fólks standi oft frekar
til verklegs náms en bóklegs. Það örli
hins vegar á því að fólki finnist starfs-
nám ekki eins mikilvægt og bóknám
og ungt fólk sé jafnvel að taka stúd-
entspróf áður en það fer í verknám.
Skýringin á því hvers vegna svo
fáir leiti í starfsnám sé þó talsvert
flóknari en svo að hana megi eingöngu
rekja til viðhorfs fólks til námsins.
Hafa beri í huga að dýrara sé fyrir
ríkið að halda úti starfsnámi en bókn-
ámi þar sem skólarnir taki við færri
nemendum í senn og kennslukostnaður
---------- sé meiri. „I löggiltu iðn-
greinunum þurfa nemendur
að komast á samninga og
slíkt er háð atvinnuástandi
í viðkomandi landshlutum.
Á Austurlandi hefur yfir-
leitt gengið vel að komast
á samning í málmiðngreinum en aftur
verr í rafiðngreinum en þessu hefur
kannski verið öfugt farið í öðrum
landshlutum,“ segir Helga.
Hún tekur undir þá skoðun háskóla-
rektors að styrkja þurfi tengsl skóla
og atvinnulífs og hún telur að það
gæti verið verknámi mjög til bóta.
Fyrirhuguðu starfsgreinaráði sé ein-
mitt ætlað að endurspegla starfsþörf
75% nemenda
framhalds-
skólanna í
bóknámi
Undanfarið hefur veríð lögð áhersla á að
fjölga þurfí valkostum ungs fólks í námi.
Hulda Stefánsdóttir bar undir stjómendur
nokkurra starfsnámsskóla hvað þeir teldu
vænlegt til árangurs og ræddi við Jón Torfa
Jónasson, prófessor í uppeldis-og kennslufræð-
um við Háskóla íslands.
Ingvar
Asmundsson
Helga M.
Steinsson
Margrét
Friðriksdóttir
Sveinbjörn
Björnsson
Lárus H.
Bjarnason
Jón Torfi
Jónasson
atvinnulífsins og meta út frá því
áherslur í námi. Fyrirhugað sé að
ráðgjafanefndir starfi við skólana og
í henni eiga sæti fulltrúar atvinnulífs
og skóla. „Við Verkmenntaskólann
hefur starfað nefnd skóla-
fólks og fulltrúa öflugra
fyrirtækja á Austurlandi
sem hafa mikinn áhuga á
þróun skólastarfsins. Sam-
skiptin hafa reynst vel því
þarna er fólk sem sér gildi
þess að nota menntastofnanir í þágu
síns reksturs,“ segir Helga.
Háskólanám innan
starfsnámsskólanna
Margrét Friðriksdóttir, skólameist-
ari Menntaskólans í Kópavogi, segist
mjög hlynnt hugmyndum háskóla-
rektors um stofnun deilda á háskóla-
stigi við starfsmenntaskólana. Hún
Dýrara að
halda úti
starfsnámi
en bóknámi
bendir á að nú sæki yfir 90% af hveij-
um árgangi nám í framhaldsskólum
og það hljóti að þurfa að auka fjöl-
breytni þess náms því ekki hyggi allir
á háskólanám. Styttra framhaldsnám
sem sniðið er að þörfum
atvinnulífsins þurfi að vera
fyrir hendi.
Að sögn Margrétar er
vísir að starfstengdu há-
skólanámi á ferðamála-
“sviði Menntaskólans í
Kópavogi. Menntun leiðsögumanna
sem þar fer fram krefjist til dæmis
góðrar tungumálakunnáttu og al-
mennrar undirstöðumenntunar. Hún
sér fyrir sér að starfsnám á háskóla-
stigi megi einnig tengja námi við nýtt
hótel- og matvælasvið skólans.
„Byggð hefur verið mjög glæsileg
aðstaða fyrir hótel- og matvælagrein-
ar sem er skóli á landsvísu og býður
upp á menntun í fjórum lögbundnum
iðngreinum. Þar hyggjumst við líka
bjóða upp á styttra starfsnám á starfs-
menntabrautum svo sem fyrir hótel-
þjónustu, gestamóttöku, smurbrauð,
fískiðn og skyndirétti," segir Margrét.
Stærstur hluti nemenda skólans
sækir bóknám til stúdentsprófs. Á
bóknámssviði er boðið upp á styttra
starfsnám á skrifstofubraut, nám sem
skólinn hefur mótað en hefur síðan
verið lagað að þörfum atvinnufyrir-
tækja eftir ábendingum. Margrét seg-
ir það hafa farið vaxandi að nemend-
ur ljúki stúdentsprófi áður en þeir
hefji verknám. „Það væri æskilegast
ef nemendur áttuðu sig á því fyrr
hvert hugur þeirra stefnir. Það er
ýmislegt sem veldur þessu. Bæði er
íslenskt þjóðfélag svolítið upptekið af
því að allir hafi stúdentspróf og svo
hefur verið mikil aðsókn nemenda í
að komast á samninga í löggiltum
iðngreinum og það tekst kannski ekki
fyrr en þeir eru orðnir 18-19 ára. Á
meðan þau bíða eftir að komast á
samning kjósa þau þá almennu
menntun sem stúdentsprófið er,“ seg-
ir Margrét.
Mikil uppbygging síðustu árin
Hún segir uppbyggingu á aðstöðu
fyrir starfsmenntun og iðnnám hafa
verið mikla á síðustu 2-3 árum og
nefnir sem dæmi Borgarholtsskóla og
nýtt hús hótel- og matvælasviðs í
Kópavogi. „Mjög hefur verið hugað
að málefnum starfsnáms og iðn-
menntunar og í nýjum framhalds-
skólalögum er kveðið á um verka-
skiptingu skólanna sem ég er mjög
hlynnt. Skólarnir hafa umsjón með
ákveðnum sviðum sem leiðir til mark-
vissara og skipulagðara náms,“ segir
Margrét.
Hún segir þetta einn lið í því að
fjölga nemendum í starfsnámi, þess
sé þegar farið að gæta við Mennta-
skólann í Kópavogi. „Það þarf líka
að leiðbeina nemendum með nám á
þessum sviðum. Ég er ekki að kasta
rýrð á stúdentsprófið þegar ég segi
að við hömpum því mjög á kostnað
starfsnáms. Einfaldasta leiðin fyrir
nemendur er að sækja menntun til
stúdentsprófs, það krefst ekki svo
mikillar umhugsunar eða ákvarðana-
töku að fara með straumnum," segir
Margrét. „Hlutirnir gerast ekki á ein-
um degi, það þarf áfram að vinna vel
í þessum málum. Ákveðinn ----------
grunnur hefur verið lagður
svo við erum kannski betur
í stakk búin til að reka áróð-
ur fyrir starfsnámi."
Sérhæfing starfsnáms-
skóla til bóta
Lárus H. Bjarnason, aðstoðarskóla-
meistari í Borgarholtsskóla, leggur
áherslu á samstarf starfsnámsbrauta
við atvinnulífið og möguleika starf-
andi fólks á að leita til skólans með
eftirmenntun sem auðveldi því að
fylgjast með þróun í viðkomandi fagi.
Hann telur skýrari verkaskiptingu og
sérhæfingu starfsnámsskóla til bóta.
Borgarholtsskóli fer með kennslu
málmiðngreina og bílgreinanáms auk
þess sem skólinn er hverfisskóli bók-
náms á framhaldsstigi. Nemendum
skólans fjölgar ört, á fyrsta skólaárinu
nú í vetur voru 400 nemendur við
skólann en fullbyggður mun skólinn
taka við 1.000 nemendum. Bílgreina-
nám er mjög eftirsótt og innan þess
stendur nú yfir tilraun með samstarf
við atvinnulífið í gegnum Fræðslumið-
stöð bílgreina sem er til húsa í skólan-
um. Lárus telur mikilvægt að þróa
nýjar námsleiðir í framhaldsskólum
og tekur dæmi af nýjum 2 ára starfs-
námsbrautum, verslunarbraut og fé-
lagsþjónustubraut. „Styttra starfs-
námi mæta stundum hindranir ákveð-
inna starfsgreina sem telja að námið
skarist á við starfssvið fólks sem á
að baki lengra nám í þessum greinum
með lögvörðum starfsréttindum," seg-
ir Lárus.
Hann tekur undir með þeim sem
segja að meiri fjölbreytni þurfí að
gæta í starfsnámi. „Einhæft atvinnulíf
er ákveðið vandamál hér á landi, spum
eftir fólki í iðnaðarstörf sem krefjast
þekkingar á hátækni hefur ekki verið
svo mikil. Þetta kann m.a. að vera
ástæða þess hversu lítið fólk sækir í
námið.“ Láms bendir á að stundum
sé það svo að nýir valkostir í menntun
skapi þörf á vinnumarkaðinum og tek-
ur sem dæmi menntun sjúkraliða sem
ekki var talin mikil þörf fyrir áður en
menntun þeirra hófst. Framboð náms
geti með þessu móti átt þátt í þróun-
inni í atvinnulífinu. Láms segir þó einn
nýjan skóla eins og Borgarholtsskóla
ekki geta breytt hugarfari þjóðarinnar
til starfsnáms.
Starfsmenntun færð
á háskólastig
Jón Torfi Jónasson, prófessor í upp-
eldis- og kennslufræði við Háskóla
íslands, hefur talsvert fjallað um til-
högun starfsnáms. Hann segir skoðun
sína þá að flytja beri allt starfsnám
á háskólastig. Bjóða eigi upp á sér-
menntun í ákveðinni starfsgrein að
loknu almennu bóknámi til stúdents-
prófs. Styður hann skoðun sína m.a.
þeim rökum að svo virðist sem nem-
endur sjálfir kjósi að haga námi sínu
á þennan hátt. „Margir hafa haldið
því fram að skynsamlegt sé að efla
starfsmenntun á framhaldsskólastig-
inu og laða unglinga til að leggja
stund á hana en ég er nokkuð viss
um að það á ekki eftir að gerast,“
segir Jón Torfi.
„Ég hef áður talið eðlilegustu leið-
ina að hafa starfsnám innan fram-
haldsskólanna, rétt eins og þeir sem
eru í forsvari fyrir skólana hafa gert
en nemendur virðast ekki vera þeirrar
skoðunar þar sem þeir sækja í bók-
legt nám á framhaldsskólastigi. Sag-
an sýnir okkur að nemendur hafa
býsna oft rétt fyrir sér,“ segir Jón
Torfi.
Hann bendir á að starfsmenntun á
háskólastigi takmarki oftast frjölda
nemenda með inntökuprófi. „Hluti
vandans er sá að fólki stendur ekki
til boða í nægilega ríkum mæli starfs-
nám á háskólastigi. Ástandið mun
batna til muna með skólum
eins og tilvonandi Verslun-
arháskóla enda sýnir að-
sókn í nám við Háskólann
á Akureyri og Samvinnu
háskólann á Bifröst að
þörfin fyrir slíkt nám er
mikil.“
Hann segir þróunina í heiminum
benda til þess að það eigi eftir að
mæða mest á tölvu- og tungumála-
kunnáttu fólks í framtíðinni og að
samkvæmt því ætti að vera skynsam
legt fyrir ungt fólk að ljúka fyrst
almennu stúdentsprófi. „Ungt fólk
sér lífið i óljósum hyllingum næstu
40 árin en atvinnulífið hugsar ein
ungis um næstu 2-3 árin.“
Nauðsyná
viðhorfs-
breytingu til
starfsnáms
íslendingar fluttu mörg mál
á þingi Evrópuráðsins
Evrópuhöllin í Strassborg þar sem þing Evrópuráðsins er haldið.
Þátttaka A-Evrópu-
landa mun byggjast á
lýðræðisþróun þar
Strassborg. Morgunblaðið.
KJARNORKUMAL og önn-
ur orkumál voru meðal
aðalviðfangsefna Evr-
ópuráðsþingsins í
Strassborg í liðinni viku og tóku
íslenskir þingmenn þátt í umræð-
unum. Þeir töluðu í fleiri málum:
um Evrópubankann, ástand mann-
réttindamála í Bosníu-Herzegóvínu
og upplýsingabyltingn eða hlut-
verk ríkisins í framþróun tækni og
vísinda. Formaður íslensku sendi-
nefndarinnar, Lára Margrét Ragn-
arsdóttir, kveðst ánægð með sinn
litla hóp, miklu varði að láta rödd
sína heyrast með þeim hætti að
máli skipti. Þriggja manna sendi-
nefnd frá íslandi geti með mikilli
vinnu notið virðingar og haft áhrif
næstum eins og 18 manna nefndir
Breta eða Rússa. Umfang starfsins
hafi aukist gríðarlega síðustu ár,
eftir að ráðið stækkaði um helming
vegna inngöngu Austur-Evrópu-
ríkja, en spennan sem ríkti þá í
fyrstu sé liðin hjá og meira komist
í verk.
Þing Evrópuráðsins er hinn stóri
vettvangur pólitískrar umræðu í
Evrópu. Fjörutíu lönd eiga aðild
að ráðinu, en í Evrópusambandinu,
sem einnig heldur þingmannafundi
í Strassborg, eru fimmtán lönd.
Skýrslur sem Evrópuráðsþingið
samþykkir fara fyrir ráðherra-
nefnd, sem hrindir þeim stundum
í framkvæmd. Samþykki Evrópu-
ráðsþingsins er svo vitanlega styrk-
ur þeim þingmönnum sem kjósa
að taka mál upp á heimavelli. Is-
land hefur öðru hveiju beinna
hagsmuna að gæta, til dæmis í
orkumálum og fiskveiðimálum, en
Lára Margrét segir mikilvægt að
einskorða sig ekki við þessa mála-
flokka heldur taka afstöðu til ann-
arra mála líka, til þess einfaldlega
að mark sé tekið á málflutningnum.
Nýju löndin komist ekki upp
með hvaðeina
Ákveðið var á þinginu nú að
senda hóp 40 þingmanna úr Evr-
ópuráðinu ásamt fulltrúum ESB og
ÖSE til kosningaeftirlits í Albaníu,
sem er eitt þeirra landa sem óskað
hafa inngöngu í ráðið. Ljóst þykir
að skilyrðum um lýðræðislegar
kosningar verði ekki fullnægt, en
meta þurfi stöðuna til að ákveða
meðhöndlun aðildarumsóknarinn-
ar. Lára Margrét segir að eftirlits-
nefndir verði einnig sendar öðru
hverju til ríkja sem þegar eru kom-
in í ráðið og rætt sé um reglur til
að refsa eða leggja hömlur á áhrif
þeirra landa sem ekki standast
kröfur um mannréttindi og lýð-
ræði. Skerðing eða afnám atkvæð-
isréttar hafi verið nefnt, en ákvörð-
un ekki tekin.
Lokaumræða um kjarnorkuslys-
ið í Tsjernobyl fór fram á þinginu
og fékk Lára Margrét henni flýtt
til að örugg afgreiðsla næðist. „I
Iok þingfunda er oft komið los á
fólk og þetta mikilvæga mál var
sett á dagskrá föstudagsins var.
Ég var hrædd um að það lenti út-
undan og afar fegin því að umræðu
lauk á þriðjudeginum. Þar voru
staðfestar niðurstöður nefndar sem
ég hafði orð fyrir 1993, um afleið-
ingar slyssins, einkum skjaldkirtils-
krabbamein í börnum og andlega *
áþján á svæðinu. Alþjóða kjarn-
orkumálastofnunin hafði andmæit
skýrslunni 1993, en nú hlaut hún
staðfestingu og jafnframt var vilja
lýst til að auka aðstoð við fórn-
arlömb og rannsóknir á afleiðing-
unum.“
Hætt við að vísa
Tsjernobyl til ESB
„Til stóð að vísa Tsjernobyl til
Evrópusambandsins,“ segir Lára
Margrét, „en þar fékk ég sam-
þykkta breytingartillögu, einkum
vegna þess að löndin 15 í ESB hafa
ekki beinna hagsmuna að gæta.
Evrópuráðsþingið fjallar því áfram
um afleiðingar slyssins og mælist
til samstarfs þeirra sem að koma,
það var önnur tillaga frá íslensku
nefndinni. Þetta var því áfangasig-
ur og hann tengist að mér virðist
almennri hreyfingu í þá átt að fyr-
irbyggja slík mengunarslys."
Kafli í þessa veru var í skýrslu
um orkusamning Evrópu, sem
Tómas Ingi Olrich kynnti og fékk
samþykkta á þinginu og sagt hefur
verið frá í Morgunblaðinu. Island
er ekki meðal 20 landa sem þegar
hafa undirritað samninginn, sem
miðar að því að skapa fjárfesting-
um lagalegan grundvöll og stuðla
að efnahagsuppbyggingu, ekki síst
í Austur-Evrópu. Öruggir orku-
gjafar, eins og vatn, koma við sögu
og aðgerðir til að koma reglu á
orkuvinnslu sem hætta kann að
stafa af. Tómasi var falið að semja
skýrslu um Evrópustefnu í orku-
málum. Jafnframt mun hann fjalla
um skýrslu landbúnaðarnefndar
ráðsins um svokallaða sjálfbæra
nýtingu auðlinda sjávar, fiskveiðar
og það annað sem ekki gengur á
forðann heldur miðar að jafnvægi.
Lára Margrét til Bosníu
Ræða þriðja íslendingsins,
Hjálmars Jónssonar, tengdist einn-
ig kjarnorku. í umræðum efna-
hagsnefndar fagnaði hann aðgerð-
um Evrópubankans (EBRD) til að
treysta öryggi kjarnorkuvera í
Austur-Evrópu. í þeim hluta álf-
unnar sæist vel hve efnahagur
réði miklu um lýðræði og mann-
réttindi. Hjálmar hvatti til nánari
samvinnu bankans við Evrópuráð-
ið, löggjafa sem oft legði grunn
að fjárfestingum og efnahagsum-
bótum.
Á Evrópuráðsþinginu var einnig
rætt um Bosniu-Herzegóvínu og .
var Lára Margrét eini þingmaður
Norðurlanda til að tala. Hún mælti
með því að alþjóðaherinn (SFOR)
yrði áfram í landinu og tók undir
það almenna sjónarmið að friður
kæmist ekki á meðan stríðsglæpa-
menn gengju lausir þar. Lára Mar-
grét fer fyrir Evrópuráðið í kosn-
ingaeftirlit í Bosníu í september. •