Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 39 hætta er töluverð vegna lélegra sam- göngutækja, þjóðfélagslegra óró- leika, skorti á lög- og öryggisgæslu og ekki síst vegna þeirra sjúkdóma sem eru landlægir á þessum slóðum. Þeir okkar sem höfðu tækifæri til að vinna og ferðast með Ólafi í sunn- anverðri Afríku, þótt um skamman tíma væri, urðu strax varir við hversu góðan orðstír hann hafði getið sér, hversu mikið traust og virðingu hann hafði áunnið sér meðal þeirra sem hann hafði umgengist í starfi sínu ekki síst meðal hinna mörgu ráða- manna þjóða, sem hann hafði starfað með á fundum, ráðstefnum og í skipulagningu verkefna. Allir voru sammála um að til þessara starfa hafði Ólafur fágæta hæfileika, sér- staklega vegna þess að viðmót hans var algerlega laust við alla fordóma. Hjá Þróunarsamvinnustofnun tíðkast oftast að menn taki að sér störf um 2-4 ár, en snúi síðan heim. Eftir slíka framlengda dvöl í 4 ár kom Ólafur heim og hóf aftur störf hér á Hafrannsóknastofnun. En hann stansaði þó ekki við nema í um eitt ár en hóf síðan aftur sín fyrri störf í Afríku þar sem hæfileik- ar hans nutu sín svo vel. Það er margt sem togað hefur okkar góða vin aftur til svo erfiðra og hættu- legra starfa. Menn sem hafa slíka reynslu og sýnt hafa slíka hæfileika á þessu sviði verða mjög eftirsóttir til áframhaldandi starfa og reynsla hans gerði það einnig að verkum að hann vissi manna best hvar skórinn kreppti að í þessum ríkjum. Hann vissi einnig hvernig best væri að leysa ýmis erfið vandamál og það sem mestu máli skipti, hann kunni að laða það besta fram hjá sínu sam- starfsfólki og byggja upp sjálfs- traust þess með hlýju, yfirlætislausri glaðværð og fádæma vinnuþreki og dugnaði sem hreif alla með sér. Sú lífsfylling sem felst í því að finna krafta sína verða mörgum að gagni hefur óefað skipt hann miklu máli. Það er því vel í anda hugsjóna hans að okkur skuli gefast kostur á því að styrkja sjóð þann sem stofnaður hefur verið í íslandsbanka til styrkt- ar nauðstöddum í Namibiu. í desember síðastliðnum var Ólaf- ur í fríi hér heima og átti góða sam- verustund með okkur starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar í árlegu jólateiti. Glaður og reifur gekk hann um og heilsaði upp á fólkið og ræddi málin. Allir sáu og heyrðu að hann var sæll í sínu starfi þar sem hann hafði náð góðum árangri. Hér var réttur maður á réttum stað, verðug- ur fulltrúi íslands í alþjóðlegu þróun- arsamstarfi. Við, fyrrum starfsfélagar Ólafs á Hafrannsóknastofnun, viljum votta konu hans Ásdísi Einarsdóttur og börnum dýpstu samúð vegna fráfalls eiginmanns og föður. Nokkrir samstarfsmenn og vinir á Hafrannsóknastofnun. Hinn 22. júni sl. andaðist Ólafur Valgeir Einarsson, eða Óli Einars, eins og við kölluðum hann. Óli er þriðji bekkjarbróðirinn af 24, sem útskrifuðust úr 6. bekk Y í M.R. vorið 1972, sem nú er látinn. Það er ekki liðinn mánuður frá því hóp- urinn hittist til að fagna 25 ára stúdentsafmæli, þar til sá þriðji er fallinn í valinn. Óli gat ekki verið með okkur sakir veikinda sinna á þessum tímamótum, en hann var búinn að gera ráðstafanir og hlakk- aði mikið til að vera með. Svona er lífið, við vitum aldrei hvað morg- undagurinn ber í skauti sér, hver er næstur, eða hvenær kallið kemur. Við Óli kynntumst sem strákar við æfingar og keppni í sundi. Síðar urðum við bekkjarbræður í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og urðum samferða uns við urðum stúdentar frá MR vorið 1972. Óli var í æsku afreksmaður í sundi. Hann var bringusundsmaður. Hann æfði og keppti með sundfé- laginu Ægi, og með unglingalands- liði. Óli var mjög fjölhæfur íþrótta- maður. Hann var ótrúlega lipur og léttur á sér, þótt stór væri, og lið- tækur í hvaða íþróttagrein sem var. Óli var mjög hlýr persónuleiki, skapgóður og vinsæll. Hann náði árangri í öllu því sem hann lagði metnað sinn í. Hann stjórnaði til dæmis æfingum og keppni sund- manna úr M.R. öll þau fjögúr ár sem við vorum í skólanum með hreint ótrúlegum árangri. Hann átti mjög auðvelt með nám. Ég minnist þess er við lásum undir stúdentspróf í dönsku að við kom- umst yfir glósur frá einum félaga okkar. ðli eignaðist aldrei kennslubækurnar í dönsku, og las þær aldrei. Hann lét sér nægja að mæta í tíma, og lesa glósurnar eina helgi, og fékk dágóða einkunn. ðli kynntist sjósókn 17 ára, er hann fór sem háseti eitt sumar á síldarbát í Norðursjóinn. Fiskveiðar, sjósókn og sjávarútvegur urðu upp frá því áhugasvið hans, og að loknu stúdentsprófi úr MR var nám hans og starf helgað þessari atvinnu- grein, fyrst hér heima, og síðar erlendis. Mér er kunnugt um að störf hans á erlendri grundu voru gríðarlega góð og mikils metin. Óli var þannig að hann varð þjóð- sagnapersóna í lifanda lífí. Við skólafélagar hans heyrðum skondn- ar og skemmtilegar sögur um „Ólaf 5.“ síðar á lífsleiðinni. Sjálfir eigum við margar ógleymanlegar og skemmtilegar minningar um sjálf- stæðan og skemmtilegan dreng og góðan vin. En nú er komin kveðjustund. Sá sem öllu ræður hefur kallað Óla Einars. til annarra verkefna, á æðri stöðum. Ég þakka fyrir sam- fylgdina og allar minningar sem ég á um drengskaparmanninn, minn góða æskuvin, Óla Einars. Fyrir hönd okkar skólafélaganna úr MR votta ég eiginkonu Ólafs, Ásdísi Einarsdóttur, börnum hans, foreldrum og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur öllum og veita ykk- ur styrk. Bryiyólfur Jónsson. • Fleiri minningargreinar um Ólaf Valgeir Einarsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. + Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. júni síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 1. júlí. Síðdegis fagran sumardag sóttu engl- arnir elskulega ömmu mína. Það er undarlegt til þess að hugsa að eiga ei eftir að finna fyrir mjúku hendinni oftar. En lífið er kennsla, kennsla um gleði, ást og sorg. Eftir lifa margar minning- ar. Allar minningar mínar um Eyju ömmu eru fallegar. Ég sit við eldhúsglugga í Kaup- mannahöfn, horfi yfir Nýhöfn, og hugsa um ömmu. Perlur Kaup- mannahafnar tengjast sögunum hennar. Hafmeyjan, höllin, sívali- turninn, tívólí, listasöfnin, járnbraut- arstöðin og amma ung, ein og sér, sá manninn með skiltið sem á stóð Det nye missions hotel og fyrsti veitingastaðurinn, sem hún borðaði á, Kökkenes kökken og hótel d’Ang- leterre, amma með afa og þjóninn sem sagði „Det sedvanlige for dam- en.“ Amma var mikil spilakona, hún spilaði oft bridge við vinkonur sínar í Oddfellowhúsinu og tveggja manna bridge við mig. í vetur, á þeim góða stað Hrafnistu í Hafnarfirði, héldum við amma því áfram. Þá sagði amma alltaf: „ætlarðu ekki að gefa?“ svo að við amma spiluðum fram á kvöld. Þar sagði amma mér frá komu Kristjáns X. Danakonungs. Sólin var að setjast og við amma nutum þagn- arinnar. Síðustu geislar sólarinnar spegluðust í augum hennar. Við sátum, héldumst í hendur og hlustuðum á þögnina með vináttublæ á and- litum. Fyrr þetta kvöldi hafði amma sagt mér frá konungskomunni 1921. Hún var í hópi hvítklæddra telpna sem tók á móti Danakon- ungi. Hún vaknaði snemma morguns og klæddi sig í hvítan kjól eins og brúðarmey. Klukkan tiu sigldi her- skipið inn í Reykjavík- urhöfn. Heiðursbogi var reistur og rauður dregill lagður eftir bryggj- unni. Mannfjöldinn kallaði húrra og hleypt var af skotum úr fallbyssum frá herskipum. Stúlkurnar röðuðu sér báðum megin við dregilinn og köstuðu blómum á loft til að hylla þjóðhöfðingjann. Hann hafði borða eins og fegurðardrottning. Konung- urinn nálgaðist Eyju litlu, stað- næmdist, horfði á hana og tók í hönd hennar. Eyja varð yfir sig hrif- in því að hún hafði tekið í hönd sjálfs Kristjáns X. Danakonungs. Og Eyja amma bætti við: „Hann var nú fjall- myndarlegur maður.“ Svona kvöid upglifðum við amma oft. Ég hugsa um Hjarðarhaga 46. í hvetju hádegi tók matarlyktin á móti mér og Eyja amma fagnaði mér brosandi, kyssti mig og klapp- aði. Yfir matnum gátum við rætt um hvað sem var. Amma var fróð- ari en nokkur sem ég hef kynnst. Við töluðum um fréttir, listir, íþrótt- ir, vini mína og hvað ég var að gera í skólanum. En nú er amma mín horfin á braut. Ég sé hana fyrir mér bros- andi á himnum og fuglarnir fljúga fram hjá. Fijáls eins og brosið, frjáls eins og fuglinn. Ég minnist þess er hún hélt á mér litlum, allra hádegis- verðanna, hennar á litla bílnum sín- um, hennar með okkur austur í sum- arbústað og ég sé hana fyrir mér vinka bless. Megi góður Guð vernda elsku bestu ömmu mína. Bjarta brosið blessað er eilífðar englar fylgja þér. Jón Gunnar Þórðarson. „Hún Eyja amma hefur kvatt okkur,“ voru orð mömmu í símanum, 21. júní sl. Ólýsanleg tilfinning greip okkur, fyrst sorg og söknuður, síðan þakklæti fyrir allt sem hún var okk- ur. Núna erum við komin heim til íslands til að fylgja henni síðasta spölinn. Amma var engum lík, yndislega góð, dugleg og drífandi. Við eigum svo fallegar og skemmtilegar minn- ingar af heimsóknum okkar hingað til hennar og Eyju ömmu til okkar í Osló. Ljúfastar voru stundirnar hjá henni á Hjarðarhaga. Alltaf tók hún á móti okkur með opnum örmum og með mjúku hönd sinni klappaði hún á vanga okkar. Þó að við byggj- um í sitt hvoru landinu var samband okkar við ömmu gott og náið. Iðu- lega hringdi síminn. Hún sýndi sann- an áhuga á því sem við vorum að gera og ávallt studdi hún okkur og hjálpaði. Við, barnabörnin og amma, vorum bestu vinir. Á sumrin var græna, kringlótta eldhúsborðið hennar miðstöð skoðanaskipta. Á borðinu var kakódollan með löngu, mjóu silfurskeiðinni, grillað brauð og kakan góða. Við komum alltaf til með að sakna elsku, bestu ömmu og nærveru henn- ar. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar með henni og fallegu minningarnar um hana munu fylgja okkur alla tíð. Okkur þykir svo inni- lega vænt um Eyju ömmu. Gunnhildur Eyja og Gustav O. Lund. EYVORINGIBJORG ÞORSTEINSDÓTTIR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN RUNÓLFSDÓTTIR, Laugateigi 16, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Oddssjóð hjá Reykjalundi. Ásta Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Björk Gunnarsdóttir, Hrafn Björnsson, Rúnar Gunnarsson, Helga Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu mína, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐI JÓNSDÓTTUR frá Óiafsfirði, búsett á Hlíðarvegi 54, Njarðvík, fer fram i Ytri Njarðvíkurkirkju föstudaginn 4. júlíkl. 14.00. Jarðsett verður á Ólafsfirði 5. júlí. Jón B. Georgsson, Jón B. G. Jónsson, Ólöf Guðbrandsdóttir, Georg E. P. Jónsson, Iðunn Pétursdóttir, Súsanna Jónsdóttir, Arnar Sigurvinsson og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT GUÐLAUGSSON fyrrv. garðyrkjubóndi í Víðigerði, Gaukshólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.30. Gunnar Benediktsson, Jóna G. Steinmarsdóttir, Kristján Benediktsson, Erla Kristjánsdóttir, Guðrún B. Kolbeins, Hannes Kolbeins, Kirstln Benediktsdóttir, Kristinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við fráfall frænku okkar, GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR hjúkrunarkonu frá Seglbúðum, þökkum við öllum, er sýndu minningu hennar virðingu og okkur samúð. Margrét Helgadóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Ásdís Helgadóttir, Úlfhildur Hermannsdóttir, Jón Helgason, Gunnar Jónsson, Ragnhildur Björnsdóttir, Magnús Jónsson, Kristján Torfason. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður, afa og bróður, FINNS BENEDIKTSSONAR, Ljósheimum 6, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Jóhannsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls bróður okkar, JÓNS GUÐMUNDSSONAR bónda, Fjalli. Sigríður Guðmundsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.