Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 41 I HEIÐRÚN HELGADÓTTIR + Heiðrún Helga- dóttir fæddist í Súðavík 7. maí 1931. Hún lést í Reykjavík 24. júní Ísíðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi J. Jónsson, smiður og- skáld í Súðavík, f. 23.6. 1880, d. 21.2. 1959, og Pálína Sigurð- ardóttir, f. 23.9. 1889, d. 1967. Systkini: Símon J., f. 28.4. 1909, d. 16.2. 1988; Soffía M., f. 28.11. 1910, d. 2.1. 1986; Snorri, f. 1912, dó 1914; Frið- * rika, f. 1913, dó 1914; Friðrik, f. 1915, dó 1942; Sigurður Fr., f. 20.11. 1917; Marsibil G., f. 15.1. 1921, og Anna, f. 29.8. 1929. Maki Einar M. Þorsteinsson, f. 5.10. 1924, d. 14.4. 1990. Fyrir fáeinum árum tók ég eftir iaglegri og mjög snyrtilegri konu, sem farin var að sækja samkomur ’ Kristniboðssambandsins í salnum á Háaleitisbraut 58-60. Hún virt- ist kunna mjög vel við sig á þessum samverustundum, tók þátt í söngn- um og mætti trúfastlega. Kona þessi var Vestfirðingur að ætt og uppruna, fædd í Súðavík. Hún hét Heiðrún Helgadóttir og er nýlátin. Mann sinn Einar M. Þorsteinsson hafði hún misst • nokkrum árum áður. Áttu þau fjögur börn. Heiðrún var glaðleg í framkomu, með hlýtt viðmót og á allan hátt elskuleg kona. Mjög fljótlega gekk hún í Kristniboðsfélag kvenna, sem er meðeigandi í Kristniboðssalnum og heldur þar flesta fundi sína. Þá kynntumst við henni betur. Hún tók strax þátt í félagsstarfinu, vann muni á basara félagsins, bak- aði kökur, þegar þess þurfti og tók ■ að sér að sjá um fundarefni. Heiðr- I ún var einlæglega trúuð kona, með góða dómgreind og þekkti biblíuna sína vel. Hún var þannig á allan hátt styrkur í félagsstarfinu og mjög trúföst. Áður hafði hún tekið þátt í starfi Heimatrúboðs leik- manna og greinilega fengið þar traustan evangelískan lúterskan Igrundvöll að byggja trú sína á. Meðan Heiðrún gat sótt kristileg mót, fundi og samkomur sat hún oft við hlið mína, og þegar samver- unni lauk bauð hún mér að flytja mig heim í bíl sínum, þó að það væri miklu lengri leið en hún þurfti sjálf að fara. Eg komst að því síð- ar, að á þennan hátt hefði hún árum saman greitt götu annarra, sem áttu ekki sjálfir ökutæki. Fyrir einu og hálfu ári nefndi Heiðrún eitt sinn við mig, að hún væri orðin slæm í hálsi og ætti I bágt með að syngja, sem hún hefði annars mikið yndi af. Fékk hún þá lyf, sem virtust gagnslaus, svo að fleiri ferðir varð hún að fara út af þessum sjúkdómi áður en í ljós kom, hvað að var. Smátt og smátt missti hún röddina og gat ekkert tjáð sig að síðustu, nema með því að skrifa á blað. En þrótt- Íurinn í fingrunum fjaraði líka út. Hún notaði bílinn sinn meðan hún gat, líka í annarra þágu, þó stund- | um ætti hún erfitt með að koma 1 lyklinum á sinn stað. En við stýrið var hún aftur á móti lengi örugg. Þar kom að lokum að mátturinn þvarr. Sárt var að sjá þessa ötulu konu missa þannig líkamsorku sína. Andlegum kröftum hélt hún aftur á móti og sýndi undravert þolgæði í erfiðum sjúkdómsraun- í um sínum. Trúartraustið var mik- ið. Það birti brosið á andliti hennar best, þear hún gat ekki tjáð sig á | annan hátt. Til hinstu stundar hélt hún þessari ró sinni og hefur nú Börn: 1) Anna, f. 9.6. 1954, maki Ragnar J. Jónsson, f. 22.3. 1929. Þeirra börn: Ragnar Helgi, f. 1978, og Heiðrún, f. 1979. 2) Reynir, f. 26.1. 1956, eigin- kona Laufey Jens- dóttir, f. 7.1. 1961. Þeirra börn: Heið- dís Rós, f. 1988, Rebekka Jenný, f. 1993, Aðalheiður Dögg, f. 1996. 3) Ólafía Guðrún, f. 1.11. 1960. Hennar börn: Einar Magnús, f. 1978, Yngvar Rafn, f. 1981 og Sig- urður, f. 1996. 4) Valgerður Helga, f. 12.6. 1968, hennar börn Eydís Ósk, f. 1990, og Pálmar, f. 1996. Útför Heiðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fengið að mæta frelsara sínum, sem hún trúði á. Honum fól hún líka alla ástvini sína. Við í Kristniboðsfélagi kvenna og Kristniboðssambandinu þökk- um Guði fyrir að hafa kynnst Heiðrúnu og þökkum jafnframt samverustundirnar með henni og áhuga hennar á málefni Drottins. Öllum ástvinum hennar sendum við einlægar samúðarkveðjur. Lilja S. Kristjánsdóttir. Elsku Rúna mín. Núna ertu far- in og kemur aldrei aftur. Þegar ég hugsa til baka, þá sé ég fyrir mér litla dökkhærða, elskulega og brosmilda konu. Þú varst alltaf svo góð við okkur systkinin. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn, það var svo gaman að spjalla við þig og svo varst þú með svo smitandi hlátur. Þau fáu skipti sem mamma bauð þér í skötu á Þorláksmessu eftir að Einar dó, verða alltaf minnis- stæð. Það gaf því ákveðinn lit að hafa þig við matarborðið hjá okk- ur. Eftir að þú veiktist fannst mér eins og þú værir ofsalega þreytt, og það vantaði allt líf í augun þín. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa ekki heimsótt þig oftar, en maður getur alltaf verið vitur eftir á. Ég verð að viðurkenna að ég var hrædd við að heimsækja þig eftir að þú veiktist. Tilhugsunin um að sjá einhvern sem manni þykir vænt um líða svona illa, varð til þess að ég þorði ekki að koma. En núna loksins, mánudaginn 23. júní, komum við mamma í heimsókn til þín á spítalann. Anna dóttir þín var hjá þér. Mér brá rosalega að sjá þig, það var eins og þú hefðir elst um tuttugu ár. Þjáningin skein úr augunum þín- um. Ég held að þú hafir samt vit- að að við vorum þarna. Við mamma vorum bara búnar að vera hjá þér í stuttan tíma, þegar Anna er köll- uð fram. Þér var farið að hraka. Við mamma þurftum að yfirgefa spítalann, og vissum alveg hvað var í vændum. Næsta dag varstu dáin. Elsku Rúna mín, ég vil þakka þér allar samverustundirnar sem við áttum og kveð þig með sökn- uði. Núna ertu komin í faðm allra ástvinanna sem fóru á undan þér. Vonandi líður þér vel, og ég hef trú á því að þú þurfir ekki að þjást lengur. Ég og fjölskylda mín vottum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Þín frænka, Linda. Lionsklúbbur Kópavogs Gefur tölvu fyrir fötluð börn LION SKLÚBBUR Kópavogs afhenti leikskólum Kópavogs, sérkennsludeild, til eignar tölvu og prentara, en tölvan er einkum hugsuð til notkunar fyrir fötluð börn. Þá fylgdu gjöfinni ýmis forrit sem ætluð eru börnum á leikskólaaldri. Afhendingin fór fram í leik- skólanum Smárahvammi en þar mun tölvan verða fyrst í stað. Morgunblaðið/Jim Smart VIÐ afhendingu Lionsklúbbs Kópavogs á tölvunni, sem einkum er ætluð fötluðum börnum. Strandgöngur í Kolla- firði og Skerjafirði ÖNNUR af tveim ferðaröðum sem Hafnargönguhópurinn stendur fyrir í sumar og haust hefst í kvöld, miðvikudagskvöld, 2. júlí. Gengið verður með strönd Kolla- fjarðar á miðvikudagskvöldum og strönd Skeijafjarðar á fimmtudags- kvöldum. Hægt verður að mæta í gönguferðirnar við Hafnarhúsið kl. 20 og fara á upphafsstaði þeirra með SVR eða rútu, einnig að mæta í gönguferðimar þar. Ráðgert er að raðgöngurnar verði farnar hálfs- mánaðarlega. Fyrir hveija ferð verða afhent sérstök kort af göngu- leiðunum hveiju sinni. Leiðinni á kortinu verður skipt í 500 metra fjörureinar til að auðvelda þátttak- endum staðsetningarnar. I göngu- ferðunum verður í stuttu máli íjall- að um það sem fyrir augu ber bæði af því náttúrulega og mann- Bók um heilbrigði trjágróðurs ÚT ER komin hjá Iðunni bókin Heilbirgði tijágróðurs, handbók um skaðvalda á tijágróðri og varn- ir gegn þeim. Bókin er ætluð öllu áhugafólki um tijárækt og á með- al annars að auðvelda fólki að greina sjúkdóma og meindýr á tijám, átta sig á umhverfísþáttum og bregðast rétt við vandamálum sem upp kunna að koma við rækt- un alls kyns tijáa og runna, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „í bókinni er fjallað á einfaldan og aðgengileg- an hátt um hvers konar skaðvalda á tijágróðri og varnir gegn þeim, helstu orsakir skemmda og sjúk- dóma, meindýr sem sækja á tré og runna og náttúrulegar varnir plantnanna. Rætt er um þá þætti í umhverfinu sem máli skipta fyrir vöxt og viðgang tijáplantna, svo sem veðurfar og næringu, gefnar greinagóðar lýsingar á öllum helstu meinsemdum sem við er að etja í tijárækt hér á landi og leið- beint um varnaraðgerðir. Höfund- ur bókarinnar er dr. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur og dr. Halldór Sverrisson, plöntu- sjúkdómafræðingur, eru meðal helstu sérfræðinga landsins á þessu sviði.“ Heilbrigði tijágróðurs er 120 bls. og í henni eru um 70 litprent- aðar ljósmyndir. Aftast eru orð- skýringar, heimildaskrá og ítarleg atriðisorðaskrá til hægðarauka fyrir notendur. Bókin er prentuð í Prentbæ, Bókfell sá um bókband en Lit- myndir-prentmiðlun um litgrein- ingar og filmuvinnslu. gerða og spáð í framtíðarsýnina. I kvöld verður mæting við Hafn- arhúsið kl. 20 og farið með SVR leið 3 í Seltjarnarnesbæ og göngu- ferðin hefst kl. 20.30 á Valhúsa- hæð. Gengið verður niður í Eiðsvík vestri og síðan með ströndinni og hafnarbökkum inn undir Stúlkna- klett við Höfða. Þaðan verður val um að ganga til baka eða fara í SVR á Hlemm. Annað kvöld, fimmtudagskvöld verður einnig mæting við Hafnar- húsið kl. 20 og farið með SVR leið 3 í Seltjarnarnesbæ og ganga hefst á Valhúsahæð kl. 20.30 en gengið í Bakkavör og síðan með ströndinni inn í Sundskálavík við Flugbrautar- endann. Þar verður val um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir eru velkomnir í ferðirnar, ekkert þátttökugjald. Happdrættis- vinningar í Landsbanka- hlaupinu Eftirtaldir aðilar voru dregnir út í Sportklúbbshappdrætti þann 2. júní sl. Fjallahjól frá Markinu: Gunnar S. Indriðason, Pétur Grétars- son, Birgir Gauti Jónsson. Bíómiðar í Háskólabíó: Hrund Pálsdóttir, Ingibjörg Lilja, Ellert Ingi Hafsteinsson, Gunnar Ingi Svansson, Sigríður E. Stefánsdóttir, Bragi Bergsteinsson, Guðmundur Þór Gunnarsson, Erik Chaillot, Georg Helgi Hjartarson, Karen Ýr Sæ- mundsdóttir. Sportklúbbsbolir: Haukur Ármannsson, Solveig S. Gunnarsdóttir, Rut Ragnarsdóttir, Salvör Þórisdóttir, Jón Ingi Ragnars- son, Helgi Karlsson, Linda B. Sigurð- ardóttir, Gústaf K. Gústafsson, Há- kon Frosti Pálmason, Sigurkarl Gústavsson, Friðgeir J. Kristjánsson, Rútur S. Siguijónsson, Sæunn Björg- vinsdóttir, Axel Þór Axelsson, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Ingvi H. Vict- orsson, Leifur Birkir Logason, Ingi Þór Stefánsson, Hildur Ósk, Sigurður Birkir Gunnarsson. Vinningar verða sendir til vinn- ingshafa. Fréttabréf tveggja rann- sóknastofnana FRÉTTABLAÐIÐ Tæknipúlsinn kemur nú út í fyrsta sinn en blaðið er sameiginlegt fréttabréf tveggja íslenskra rannsóknastofnana, Iðn- tæknistofnunar og Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins. Iðntæknistofnun gaf áður út fréttabréfið Púlsinn. Lögreglan lýsir eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að aðdraganda árekst- urs sem varð á gatnamótum Bú- staðavegar og aðreinar Kringlu- mýrarbrautar 26. júní sl. um kl. 20.20. Áreksturinn varð þegar hvítri fólksbifreið af Volvo-gerð, með skráningarnúmerið HV-330, var ekið austur Bústaðaveg og hvítri Toyotu Carina fólksbifreið, með skrásetningarnúmerið G-15010, var ekið norður aðrein Kringlumýr- arbrautar. Toyota-bíllinn ók inn á gatna- mótin og áleiðis vestur Bústaða- veg, þegar bifreiðirnar skullu sam- an._ Á þessum gatnamótum er um- ferðarljós og greinir ökumenn á um stöðu þeirra þegar atvikið varð. Þeir sem gefíð gætu upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. LEIÐRÉTT Þau mistök urðu við birtingu um- sagnar í sunnudagsblaði um sýn- ingu Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, að mynd af verki eftir hana snéri öfugt. Hér birtist verkið, sem heitir Tímatal, eins og það á að snúa. Beðizt er afsökunar á þessum mis- tökum. Jón Þ. Gfslason Magnús H. Ólafsson Myndavíxl Þau mistök urðu við birtingu af- mælistilkynninga í blaðinu í gær að myndir víxluðust af Jóni Þ. Gísla- syni og Magnúsi H. Ólafssyni, sem báðir voru fimmtugir. Eru þeir beðnir afsökunar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.