Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirmyndarlandið og sænskt söguleysi Svíar hrukku við að heyra að 62 þúsund manns hefðu verið gerð ófrjó í tilraun til að skapa fyrirmyndarlandið. Sigrún Davíðsdóttir reifar sögu þessarar hugmyndafræði og áhrifin á söguleit Svía. Kuupmaimuhöfn. Morgunblaðið. BÆÐI Adolf Hitler og frum- kvöðlar norrænu velferðar- kerfanna voru hrifnir af hugmyndum breska læknisins Francis Galton (1822-1911) um kynbætur á mönnum með því að hindra markvisst að einstakling- ar með óæskilega eiginleika, til dæmis vangefnir og bæklaðir, ættu börn. Þessar hugmyndir voru ríkjandi meðal norrænna jafnaðarmanna, en danskir jafn- aðarmenn voru þeir fyrstu sem komu þessum hugmyndum í lög um ófrjósemisaðgerðir árið 1929. Engar handbærar tölur eru til um hversu margir voru gerðir ófrjóir eftir þessum lögum, en talað hefur yerið um ellefu þús- und manns. í Noregi er giskað á tvö til fimmtán þúsund manns. Engar tölur komast neitt í námunda við þau 62 þúsund, sem sagt hefur verið að gerð hafi ver- ið ófrjósemisaðgerð á í Svíþjóð, en norskur fræðimaður, sem fengist hefur við rannsóknir á þessu sviði, efast mjög um að sú tala sé rétt. Kynbótahugmyndir hluti af forsjár- og heildarhyggju Francis Galton var læknir og gerði víðreist um heiminn rétt eins og frændi hans Charles Darwin. Hann var brautryðjandi á sviði tilraunasálfræði og í að nota fingraför sem einstaklings- upplýsingar. En hann setti líka fram hugmyndir um kynbætur á mönnum með því að hindra fólk með ákveðna eiginleika í að eiga börn og var um leið einn þeirra sem lagði grunninn að þeirri grein, sem kallast á ensku „eu- genics". Misskilningur hans var hins vegar að bækluðu eða van- gefnu fólk væri fremur hætt við að fæða skódduð börn en öðrum. Hugmyndir Galtons tengdust ýmsum þeirra tíma sálfræðihug- myndum og til dæmis settu franskir læknar fram hugmyndir um samhengi útlits og manngerð- ar, er víða höfðu áhrif. í óteljandi verkum franska listamannsins Edvard Degas af dansmeyjum, sem í augum nútímafólks eru litl- ar og sætar, lét hann þær líta út eins og álitið var dæmigert útlit vændis- og glæpakvenda. Hitler var undir miklum áhrif- um frá kynbótahugmyndum Galtons, sem ekki varð þó spá- maður í eigin föðurlandi. Hug- myndir hans náðu heldur ekki fótfestu í kaþólskum löndum, þar sem þær stríddu gegn trúarsetn- ingum um að maðurinn ætti ekki að fitla við sköpunarverkið. Með- al sænskra og danskra jafnaðar- manna, sem einnig voru að leita eftir leiðum til að skapa fyrir- myndarþjóðfélag, náðu hug- myndirnar fótfestu. Þar var það álitið í hag heildarinnar að ekki fæddust skaddaðir einstaklingar, heldur ætti að styrkja góða eigin- leika hins hrausta norræna kyn- þáttar. Þar sem jafnaðarmenn voru hin pólitíska þungavigt þessara tíma liggur ábyrgðin þar. Sá hluti jafnaðarmannahug- myndafræðinnar sem lýtur að fyrirmyndarsamfélaginu hefur með tímanum fallið í gleymsku og dá, en um það má finna ýmis skondin dæmi, þótt þau líkist MANNSCH4rri)U ffUDIttttMIUNfiÍi FRÉTTIR af ófrjósemisaðgerðum á Norðurlöndunum á fólki sem talið var „óæðra" hafa vakið mikinn óhug. Hefur aðgerðunum og hugmyndafræðinni á bak við þær verið líkt við kynþáttastefnu nas- ista og tilraunum þeirra til að viðhalda „æðri" kynstofni. hvergi nærri umræddum kyn- bótahugmyndum. Á fjórða ára- tugnum gældi Alva Myrdal, ein af helstu hugmyndafræðingum sænskra jafnaðarmanna, við þá hugmynd að ekki væri til dæmis nóg að verkalýðurinn fengi fé til að kaupa sér vetrarflíkur, heldur ætti ríidð einnig að sjá til þess að nægilega góðar flíkur yrðu fram- leiddar, svo fólk yrði ekki hlunn- farið. I Danmörku hugleiddu jafnaðarmenn að banna sölu á ný- bökuðu rúgbrauði, því það væri tormeltara en nokkurra daga gamalt rúgbrauð. Allar þessar hugmyndir eru hluti af forsjár- hyggju °g heildarhyggju jafnað- arstefnunnar, sem smám saman hefur vikið eftir því sem einstak- ¦ lingshyggjan hefur rutt sér til rúrns. Af hverju áhugi nú? En hvorki í Danmörku né í Sví- þjóð eru kynbótalögin og notkun þeirra ný uppgötvun. Danski sagnfræðingurinn Lene Koch gaf í fyrra út bók um kynbótahug- myndirnar í Danmörku, sem vakti mikla athygli. Þar rekur hún þessar hugmyndir og hvern- ig þeim var beitt í Danmörku, sem var fyrst til að setja kyn- bótalög í þessa átt. Arið 1934 voru sett sérstök lög um ófrjó- semisaðgerðir á vangefnum og þau voru ekki numin úr gildi fyrr en 1967. í ljósi sænska uppnáms- ins vill Karen Jespersen félags- málaráðherra að gerð verði út- tekt á því hvernig lögunum var beitt í Danmörku, en þar er talið að um ellefu þúsund manns hafi verið látin ganga undir þvingaðar ófrjósemisaðgerðir, þar af tæp- lega níu þúsund konur. Ymsir skelfingu lostnir danskir stjórn- málamenn hafa tekið undir ósk um rannsókn til að upplýsa þenn- an skuggalega þátt í sögu danska velferðarkerfisins og sama hefur eðlilega gerst í Svíþjóð. í Noregi og Finnlandi hefur verið talað um að tvö þúsund manns hafi verið gerðir ófrjó, en líkt og í Danmörku ríkir mikil óvissa um hver hin eiginlega tala sé. í kjölfar umræðu um sænska málið hefur norskur sagnfræð- ingur haldið þvi fram að það sé fjarstæða að ætla að fram- kvæmdar hafi veri ófrjósemisað- gerðir á 62 þúsund manneskjum í Svíþjóð. Tölur þaðan líkist frem- ur því sem var í nágrannalöndun- um. í Svíþjóð hefur efninu áður verið gerð skil, bæði í bókum og fjölmiðlum, svo spurningin ef af hverju málið veki svo mikla at- hygli nú. Hluti af því er tvímæla- laust að greinaflokkur Dagens Nyheter um málið rataði inn í heimsfjölmiðlana, sem þegar eru uppteknir af sænskum málum eins og óupplýstum sprengjutil- ræðum og földu sænsku gyðinga- gulh. En athyglin heima fyrir endurspeglar einnig að kynbæt- ur voru öflugur hluti af hug- myndafræði jafnaðarmanna, hins ríkjandi stjórnmálaafls í Svíþjóð. í flokki, sem nú leggur af al- efli áherslu á jafnrétti, er ekki gaman að rifja upp fyrri hug- myndir um yfirburðakynþátt og eflingu hans. Það er heldur ekki auðvelt fyrir flokkinn að horfast í augu við ýmis atriði í samskipt- um Þjóðverja og Svía í stríðinu og erfið fortíð leiðir til söguleysis og söguleysi skapar tómarúm, sem ráðandi öfl geta reynt að leggja undir sig. Sem stendur standa sænskir jafnaðarmann óvenjulega höllum fæti, njóta fylgis 31 prósents kjósenda með- an Hægriflokkurinn hefur 35 prósent. Það er ekki einfalt mál fyrir jafnaðarmennina að þurfa bæði að slást fyrir áhrifum og völdum í núinu, jafnframt því að þurfa að standa í söguleit og svara til saka um fortíðina og þá hugmyndafræði, sem flokkurinn byggir allt sitt á. Bandarrkjamenn reyna að bjarga Daytonsamkomulaginu Gelbard til fundar við harð- línusinnaða Bosníu-Serba Gónguiöðir Landmannalaugar* Þórsmörk Herðubreiðarlmdir • Svartárkot Snæfel! * Lónsöræfi Hvítárnes * Hveravellir Prnm Og IIMHUMiy Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 25C Banja Luka. Reuter. SENDIMAÐUR Bandaríkjanna í Bosníu, Robert Gelbard, segir harðlínumenn ábyrga fyrir aukn- um átökum á landsvæðum Bosníu- Serba og í gær hélt hann til funda með ráðamönnum á svæðinu til þess að friðarsamkomulagið, er gert var í Dayton, fari ekki út um þúfur. „Ég ætla að segja þessum mönn- um nákvæmlega hvað mér finnst um þá og viðhorf þeirra," sagði hann á fréttamannafundi á föstu- dag, þar sem hann sagði einsýnt að við harðlínumenn úr róðum Bosníu- Serba væri að sakast vegna þeirra átaka sem komið hefur tíl þar sem Bosníu-Serbar ráða ríkjum. í gærmorgunn flaug Gelbard til Sarajevo þar sem hann átti fund með stjórnarerindrekum vest- rænna ríkja og ók síðan til Pale, þar sem eru höfuðstöðvar harð- línusinnaðra fylgismanna Ra- dovans Karadzics, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi, og aðstoðarmanns hans, Momcilos Krajisniks. Á fimmtudag urðu friðargæslu- liðar Atlantshafsbandalagsins, NATO, fyrir árás reiðs mannfjölda i bænum Brcko á svæði Bosníu- Serba. Kastaði fólkið grjóti og særðust tveir bandarískir gæslu- liðar, annar alvarlega. Skemmdir voru unnar á bækistöðvum og far- artækjum alþjóðlegs lögregluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Á föstudag sprakk sprengja í miðbæ Banja Luka og varð einum manni að bana og slasaði tvo. Biljana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, hef- ur höfuðstöðvar sínar í bænum. Gelbard sagði um væntanlega fundi sína með harðlínumönnum úr röðum Bosníu-Serba um helg- ina: „Eg ætla að gera þeim grein fyrir því hvað það þýðir fyrir þá að virða að vettugi alþjóðleg viðmið um lýðræði og réttarfar og ég ætla að segja þeim hverjar verða afleið- ingar þess ef þeir fara ekki að þessum viðmiðum." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.