Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ
Pressens Bild
GÖRAN Persson forsætisráðherra Svíþjóðar flytur upphafsræðu sína á þingi sænskra jafnaðarmanna er haldið var í Sundsvall í vikunni.
Framtíðar-
tónarmeð
fortíðarhljóm
*
A flokksþinffl sænskra jafnaðarmanna í vikunni var
framtíðin umræðuefnið. Mörgum þykir hins vegar fram-
tíðarsýn fiokksins meira í ætt við endurtekningu fyrri
stefnumiða, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér.
Mona Sahlin er byijuð á flokksferli
sínum upp á nýtt og Göran Pers-
son, formaður sænska Jafnaðar-
mannaflokksins og forsætisráð-
herra, hefur lýst kreppuna yfírstaðna, svo nú
getur flokkurinn aftur tekið upp fyrra hlutverk
sitt sem úthlutari góðra gjafa. Það var væntan-
lega undirstrikun þess þegar forsætisráðherra
gekk í eigin persónu út á gólf og afhenti leik-
hópi þroskaheftra fimmtíu þúsund sænskar
krónur upp í farareyri til Spánar. Hærri barna-
bætur og aukin framlög til bæjarfélaganna er
hluti af fjárlagapakkanum, sem stjómin kynnti
á flokksþinginu og bakaði sér þar með ergelsi
annarra flokka, sem álíta að ijárlögin eigi fyrst
að kynna á þjóðþinginu og ekki flokksþinginu.
Og þar sem flokksstjórnin ætlaði sér að halda
við efnahagsleg stefnumið, eins og tekjuafgang
upp á tvö prósent þjóðarframleiðslu, felldi þing-
ið tillögu stjómarinnar. Ýmsir stjómmálaský-
rendur segja að engu sé líkara en að kosning-
ar verði nú í haust og ekki að ári. Spurningin
er hvort bótabætur og gjafmildi Perssons duga
til að efla vinsæidir hans, en í sumar sýndu
skoðanakannanir að aðeins þrettán prósent
Svía höfðu trú á honum sem forsætisráðherra.
Það er þó ekki það sama og að allt stefni í
hægri stjóm eftir kosningar.
Bætur og bótaaukar - eða
skattalækkanir?
Eftir kreppuástand, sem stjóm jafnaðar-
manna tók föstum tökum er hún tók við 1994,
er boðskapurinn nú að hið versta sé yfírstaðið.
Flatur niðurskurður upp á 20-25 prósent í
gegnum allt kerfið var meðalið sem gripið var
til. Árið 1993 náði flárlagahallinn hámarki, nam
þá rúmum tólf prósentum af þjóðarframleiðslu,
en í ár er búist við tveggja prósenta halla, sem
er undir þriggja prósenta marki Evrópska efna-
hags- og myntbandalagsins, EMU. Ríkisskuldir
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu námu 45 pró-
sentum 1990, fóru upp í 85 prósent í kringum
1994 og eru nú tæp 80 prósent, en EMU ger-
ir ráð fyrir sextíu prósentum.
Niðurskurðurinn kom eðlilega niður á félags-
bótunum og um Ieið ráðstöfunartekjum megin-
þorra Svía sem njóta þeirra. Jafnaðarmenn
segja niðurskurðinn hafa verið nauðsynlegan
en jafnframt hafi kjósendur ekki áttað sig á
nauðsyn hans. Það skýri hið mikla fylgistap,
sem skoðanakannanir sýna, þar sem stjarna
Hægriflokks Bildts, með um 34 prósent, hefur
risið yfir Jafnaðarmannaflokkinn, með um 31
prósent og um 40 prósent kjósenda vildi heldur
sjá Bildt sem forsætisráðherra en Persson.
Nú er, að sögn Perssons, aftur tími til að
bæta bæturnar skertu. Trompið er væntanlega
hækkaðar bamabætur sem hækka úr 640
sænskum krónum á mánuði í 750 frá næstu
áramótum. Aftur verður tekinn upp bótaauki
til fjölskyldna með mörg börn, þannig að ofan
á barnabætur með þriðja barni bætast 200
krónur, með fjórða barni 600 og með fimmta
bami og fleirum bætast 750 krónur, svo hæstu
bætumar verða 1.500 krónur á barn. Þriggja
bama fjölskylda hefur því 2.450 krónur á
mánuði og fjögurra barna flölskylda mun hafa
3.800 krónur. Bætur til þeirra er stunda nám
nema sömu uppháð og bamabætur og hækka
jafnt. Áætlað er að þetta kosti ríkið 2,8 millj-
arða sænskra króna á ári. Að auki fá bæjarfé-
lögin glaðning upp á átta milljarða, einkum til
að spoma við atvinnuleysi meðal fólks yngra
en 25 ára. Að kröfu Miðflokks Olofs Johanns-
son hækka ferðabætur vegna ferða til og frá
vinnu til dreifbýlisbúa. Alls er útgjaldaaukning-
in metin upp á tólf til fimmtán milljarða en
fjármögnunin er óljós. Hvort von er á meiru,
þegar lífeyriskerfí verður rætt nú um helgina,
er enn óljóst.
Allt þetta er hluti af íjárlagafrumvarpi
stjómarinnar sem lagt verður fram þegar þjóð-
þingið kemur saman í næstu viku. Persson sá
þó ekki ástæðu til að bíða þings með að viðra
fjárlögin, heldur hefur gert það smátt og smátt
á þinginu. Það hefur vakið upp raddir um að
flokksþingið sé meira metið en þjóðþingið og
um leið er rifjað upp að forsætisráðherra hafi
hingað til ekki slitið sér út á þjóðþingssetu og
sjáist þar sjaldnar en forveri hans Carl Bildt.
Miðflokkurinn hefur lýst yfír að hann styðji
frumvarpið nokkum veginn eins og það liggi
fyrir enda hafi hann verið með í ráðum.
Af hægrivæng sænskra stjómmála er óspart
mælt fyrir skattalækkunum í stað bótahækk-
ana, en það mega íhaldsöfl Jafnaðarmanna-
flokksins ekki heyra nefnt. Fimm prósenta
hátekjuskattur á tekjur yfir 20 þúsund sænsk-
ar krónur, sem allir flokkar studdu sem tíma-
bundin kreppuviðbrögð, verður ekki lagður af,
heldur hnikað á tekjur yfir 30 þúsund krónur.
Hækkaður skattur á hlutabréf er önnur hækk-
un. Þessar hækkanir þykja sýna að sænska
stjórnin hefur ekki í hyggju að hverfa frá skött-
un og bótum til hærri ráðstöfunartekna og
hlustar ekki á tilmæli hægriflokkanna í þá átt.
Ósigrar flokksforystunnar - sigur
EMU-andstæðinga
í nokkrum atriðum mátti flokksstjórnin þó
þola að lúta í gras fyrir flokksþinginu. Erik
Ásbrink fjármálaráðherra lagði fram tillögu
um að stefnt skyldi á fjárlagaafgang er næmi
tveimur prósentum þjóðarframleiðslu. Þetta
felldi flokksþingið sem forgangsmál. Full at-
vinna skyldi hafa forgang og tekjuafgangur
nýttur til að skapa atvinnu á gamla mátann,
sumsé með þenslu hins opinbera.
í öðru - og á yfirborðinu sakleysislegu máli
- var flokksforystan einnig ofurliði borin af
meirihluta flokksþingsmanna. Flokksforystan
bar upp ályktun um aðild að EMU, til að stað-
festa fyrri ályktun um að Svíar yrðu ekki með
frá byijun. Þar var tekið fram að ekki þyrfti
stjórnarskrárbreytingu til að heimila sænska
seðlabankanum að afhenda evrópska seðla-
bankanum rétt til seðlaútgáfu, þegar og ef til
aðildar kæmi. Samkvæmt tillögu EMU-and-
stæðings var þessu breytt og sagt að stjómar-
skrárbreytingu þurfi til. Þar sem þjóðþingið
getur farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjórnarskrárbreytingar gæti þessi breyting
haft það í för með sér að aðild að EMU yrði
borin undir þjóðaratkvæði, þegar þar að kem-
ur. Og til þess að sú atkvæðagreiðsla leiddi til
EMU-aðiIdar þarf afstaðan til Evrópusam-
bandsins býsna mikið að breytast, því eins og
er eru Svíar neikvæðastir allra ESB-landanna
í garð þess.
Sahlin aftur á uppleið
Mona Sahlin, sem virtist, á sínum tíma ótví-
ræður arftaki Ingvars Carlsson en varð að
draga sig í hlé vegna greiðslukortaóreiðu, hef-
ur verið utan sviðsljóssins síðan, en er nú aftur
komin á kreik. Hún hefur setið í framkvæmda-
stjóm flokksins og eftir vangaveltur um hvort
hún hefði af að komast í hana aftur var hún
endurkosin. Andstæðingar hennar á vinstri-
vængnum náðu ekki að koma sér saman um
mótframbjóðanda. Þó aðeins væri um end-
urkosningu að ræða er enginn í vafa um að
Sahlin er nú aftur komin í fremstu röð jafnað-
armanna.
Hvert hlutverk hennar verður er enn ekki
ljóst en vafalaust mun hún láta til sín taka í
komandi kosningabaráttu. Það hefur einfald-
lega enginn kvenmaður í flokksröðunum náð
að fara í fötin hennar. Og eins og flokksmað-
ur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði:
„Getið þið hugsað ykkur kosningaplakat með
mynd af Göran og Thage (G. Pettersson ráð-
gjafa Perssons og fyrrum vamarmálaráð-
herra)!“. Þarna eru bara tveir holdugir karlar
á ferð og Sahlin er nauðsynleg til að lífga upp
á þann félagsskap, þó ekki væri nema á plaköt-
unum. Sahlin var áður öflugur talsmaður nýj-
unga í flokknum og sagði fyrir nokkrum árum
að gjafatíminn væri úti. Á þinginu þótti hún
mun hógværari í tali og virtist gera sitt til að
sannfæra íhaldssamari öflin á vinstrivæng
flokksins um að hún væri ekki lengur jafn
voguð og ögrandi og fyrr.
Hinn sjálfbæri Persson
Persson hefur undanfarið ár tekið umhverf-
ismál mjög fyrir í ræðum sínum og talað ák-
aft fyrir sjálfbærum rekstri, þótt merkingin sé
óljós. Á flokksþinginu, þar sem framtíðin átti
að vera til umræðu, söknuðu hins vegar marg-
ir þess að Persson nefndi ekki upplýsingatækni
einu orði og þá möguleika, sem hún felur í sér.
í umræðuþætti í sænska útvarpinu var því
varpað fram sem skýringu að Persson notaði
ekki einu sinn tölvu og hefði hvorki áhuga né
skilning á þeim breytingum sem tölvuvæðing
og upplýsingatækni hefði í för með sér.
Persson hélt hins vegar ótrauður áfram að
lofa því að atvinnuleysið yrði minnkað um helm-
ing fyrir 2000, þótt æ færri trúi því. Atvinnu-
leysið er nú rúm tólf prósent, hefur minnkað
um eitt prósent, en um 4 prósent þeirra er í
atvinnu, styrktri af af ríkinu. Það sem veldur
áhyggjum í þessu máli er þó að samkvæmt
tölum frá OECD hefur hlutfall vinnandi fólks
á atvinnualdri fallið úr 84 prósentum 1990 í
73 prósent á síðasta ári, sem er svipuð þróun
og í Danmörku. Tilhneigingin er því að fækka
fólki á atvinnuleysisskrám og setja það á viðvar-
andi framfæri hins opinbera með einhvers kon-
ar eftirlaunagreiðslur.
Á hægrivængnum óttast menn að meðbyr
Hægriflokksins og óvinsældir Perssons muni
ekki haldast til kosninga og eins að stuðningur
Miðflokksins við jafnaðarmenn hafi orsakað
að leiðir hans og hægrivængsins hafi varanlega
skilið. Það er alltént heilt ár til kosninga og
sviptingar frá einum væng yfir á annan hafa
orðið á skemmri tíma.