Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Óperukandídatinn Magnea Tómasdóttir sópransöngkona er komin á samning hjá Kölnar-óperunni. Daginn áður en hún brunaði til Kölnar gaf hún sér tíma til að spjalla við Dag Gimnarsson á Leicester Square í hjarta Lundúna. MAGNEA lærði söng hjá Unni Jensdóttur söngkennara og kom síðan til Lundúna fyrir fjórum árum, hún var í fram- haldsnámi í söng í Trinity College í þijú ár og síðan í eitt ár að „þreifa fyrir sér“ eins og hún orðaði það. „Ég skrifaði Kölnar-óperunni til að spyijast fyrir um almennar upplýs- ingar um aldurstakmark, umsókn- areyðublöð og annað slíkt, þá kom bréf til baka þess efnis að ég ætti aðmætaíprufu lö.janúarkl. 15:30 með korti af borginni og hring utan- um óperuna. Þetta kom mér svona pínulítið á óvart. Ég sagði söng- kennaranum mínum frá þessu og hún sagði mér að drífa mig á stað- inn, sem ég og gerði og gekk bara vel.“ Magnea er með árs samning við óperustúdíóið í Köln, sem er einskon- ar útibú frá óperunni sjálfri. „Þetta er eiginlega kandídatsárið mitt, óperustúdíóið er mitt á milli þess að vera skóli og atvinnuópera, ég verð á Iaunum og við vinnum með at- vinnufólki í faginu, leiðbeinendumir eru allir starfandi við óperuna sjálfa. Stúdíóið setur upp eina stóra sýn- ingu á ári, sem í ár verður Don Gio- vanni og ég verð í hlutverki Donnu Elvíru, sem ereitt af aðalhlutverkun- um. Síðan verð ég notuð í smærri hlutverk og sem forfallasöngvari í sjálfri óperunni og í barnaóperunni þeirra. Uppfærslan á Don Giovanni verður líklegast í samstarfí við óper- ustúdíó frá öðmm óperuhúsum í Evrópu, ég heyrði nefnd stúdíóin í Mílanó og Manchester, en það er ekki alveg komið á hreint." Magnea er fjórði íslendingurinn sem ræðst til Kölnar-óperunnar, fyr- ir eru starfandi þar Jóhann Smári Sævarsson bassi, sem er með samn- ing við óperuna sjálfa, en byijaði eins og Magnea, hjá óperustúdíóinu, Erlingur Vigfússon tenór og Gerður Gunnarsdóttir spilar í hljómsveitinni. „Þetta er náttúrulega óskastaða, manni er ekki hent beint útí djúpu laugina, en þetta er samt ekki nein dagvistarstofnun, maður fær aðeins meiri tíma til að æfa upp hlutverkið, og kannski aðeins fleiri sénsa, en það er samt ætlast til þess að maður standi sig.“ Samtímis því að Magnea verður að æfa Donnu Elvíru verður hún forfallasöngvari fyrstu dömu í Töfraflautunni og fer síðan með hlutverk þjónustustúlku í Mac- beth eftir Verdi og þá munu þau Jóhann Smári syngja saman stuttan kafla. Fyrsta hlutverk Magneu í Köln verður hins vegar í september, þá verður hún hofgyðja í Aídu; „Systir mín sagðist ætla að koma til Kölnar að sjá mig syngja í Aídu. Ég sagði að hún væri velkomin ef hún vildi, en það væri nú kannski ekki þess virði því það sæist ekkert í mig, ég á aðeins fimm línur og þær verða allar baksviðs!" Magnea sagði að það vær venjan að menn störfuðu í tvö ár í óperustúdíóinu áður en þeim byðist samningur við óperuna ef báðum aðilum líkaði samstarfíð vel. Það eru einungis sex söngvarar starfandi hjá stúdíóinu hveiju sinni, þannig að það eru einungis teknir inn tveir til þrír á hveiju ári. „Það hefur ekki skaðað að óperan hefur haft góða reynslu af íslendingum, ég er viss um að ég hef notið góðs af því hvað landar mínir hafa staðið sig vel þarna." Ali og Foreman í Zaire 1974 KVIKMYNDIR Iláskólabíó ÞEGAR VIÐ VORUM KÓNGAR „WHEN WE WERE KINGS" HEIMILDAMYND Leikstjóm og handrit: Leon Gast. Framleiðendur: David Sonenberg, Gast og Taylor Hackford. Mynda- takæ Albert Maysles oil. Polygram. 1996. ÞAÐ er sjaldan sem kvikmynda- húsin bjóða upp á heimildamyndir sem með réttu eiga heima í kvik- myndahúsum. Og enn sjaldnar upp á jafn skemmtilegar og athyglisverð- ar heimildamyndir og Þegar við vor- um kóngar eða „When We Were Kings" eftir Leon Gast. Hún segir af frægum bardaga heimsmeistar- ans í hnefaleikum, Georges Fore- mans, og fyrrum heimsmeistara, Muhammeds AIis, i Kinshasa í Zaire 30. október árið 1974 í boði einræð- isherrans Mobutus og ætti að vera hveijum hnefaleikaáhugamanni sér- stakur yndisauki. Fyrir þá sem ekki eru sérlega hrifnir af hnefaleikum er myndin einnig fróðleg því hún lýsir því fyrirbæri sem þessi sögu- lega keppni var, sirkusnum í Zaire, í leiðsögn þeirra sem upplifðu hann m.a. rithöfundanna George Plimtons og Norman Mailers og manna sem fylgdust með úr fjarlægð eins og Spike Lee. Og hún gefur upplýsandi innsýn í AIi sjálfan. Má segja að Þegar við vorum kóngar sé óður til þessarar sögufrægu kempu. Myndin hlaut óskarsverðlaunin sem besta heimildamyndin á síðasta ári og er vel að þeim heiðri komin. Ósjaldan er gasprað um hnefa- leikakeppni aldarinnar. Hugtakinu hefur verið útjaskað hroðalega en líklega kemst viðureign Foremans og Alis í Zaire nokkuð nálægt þeim titli. Foreman var ungur heimsmeist- ari í þungavikt og flestir veðjuðu á hann. Ali var sá gamli í samanburði en hafði mikla reynslu. Hið pólitlska andrúmsloft var heitt; svertingjar í Bandaríkjunum höfðu háð harða baráttu fyrir auknum mannréttind- um og einvaldurinn Mobutu, sem Mailer kallar á einum stað í mynd- inni sadista er ekki hafði enn komið út úr skápnum, stjómaði uppreisn í Belgísku Kongó, varð einræðisherra yfír landinu og kallaði það Zaire. Hann bauð nú 10 milljónir dollara í verðlaunafé er skiptist jafnt á milli keppendanna og hugði að auglýsing- in yrði bláfátæku landinu til fram- dráttar. Hnefaleikaumbinn Don King sneri atburðinum upp í lang- varandi skemmtanahald með James Brown og fleiri skemmtikröftum og yfír öllu sveif hin svarta vitund; blökkumennirnir frá Bandaríkjunum voru komnir til móðurlandsins, til upprunans. Allt gerði þetta að verk- um að keppnin hlaut gríðarlega at- hygli í heimspressunni. Og ekki má gleyma því að bardaginn sjálfur er einn af hápunktunum í sögu hnefa- leikanna. Höfundur myndarinnar, Leon Gast, reiðir sig á þær fjölmörgu fréttamyndir sem til eru af aðdrag- anda keppninnar, sirkusnum í Zaire og bardaganum sjálfum og skýtur inn á milli viðtölum við þá sem upp- lifðu atburðinn eða þekkja vel til hans. Allt er það mjög fróðlegt, eink- anlega frásagnir Mailers og Plimt- ons, sem voru fréttamenn á staðnum og greindu frá atburðunum. Þeir rekja ófáar sögur frá Zaire og lýsa aðalpersónunum á oft gamansaman en líka spennandi hátt eins og þeir einir geta sem hafa sérþekkingu á efninu; Don King fær afleita einkunn sem maður er vílar ekkert fyrir sér til þess að skara eld að sinni köku; Mobutu, segir Mailer, lét myrða 100 glæpamenn á einu bretti til þess að vara aðra við að abbast upp á hina hvítu gesti landsins; Foreman tók sjaldan til máls en það sem hann sagði var óvitlaust - þegar það var ekki óskiljanlegt. En myndin fjallar kannski fyrst og fremst um Ali og sannast sagna fer hann á kostum. Þeir sem hafa gleymt því hvað Ali var skemmtileg- ur og af hveiju hann var eftirlæti fjölmiðlanna eru minntir á það hér. Hann talar látlaust beint inn í myndavélina eða við fréttamennina um allt milli himins og jarðar en mest um sjálfan sig og er allt í senn fyndinn, skemmtilega orðheppinn og hraðmæltur með afbrigðum eins og Spike Lee segir. Fjöldinn allur af viðtölum við hann er birtur í mynd- inni þar sem hann er uppi á hótelher- bergi eða úti að æfa sig og hann verður aldrei kjaftstopp. Hann kem- ur fram sem einstakur persónuleiki utan hringsins og klókur bardaga- maður í hringnum og nærvera hans skín úr hveijum ramma. Það er lofsvert framtak af hálfu Háskólabíós að frumsýna Þegar við vorum kóngar. Hún er eins og áður sagði hvalreki fyrir þá sem unna hnefaleikaíþróttinni (keppni þar sem markmiðið er að rota andstæðinginn er reyndar hæpið að kalla íþrótt) og hún er bæði fróðleg og skemmtileg þeim sem hafa gaman af góðum heimildamyndum um einstakt sögu- efni. Arnaldur Indriðason ERLENDAR BÆKUR Dægurlagasöng- konan og fót- boltakappinn James Patterson: Feluleikur „Hide and Seek“. Warner Books 1996. 429 síður. Bandaríski spennusagna- höfundurinn James Patterson hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið, einkum eftir að ákveðið var að gera bíómynd eftir einni af sögum hans, „Kiss the Girls“ með Morgan Freeman í hlutverki rannsókn- arlögreglumannsins Alex Cross, en bókin fjallar um leit að fjöldamorðingja svo- sem eins og tíðkast mjög í afþreyingar- bókmenntunum. Gömlu bækumar hans hafa verið út- gefnar á ný, jafnvel undir nýju heiti eins og „See How They Run“, sem gefin var út í kiljuformi í ár en er frá 1979 (skyldu lesendur vara sig á því að kaupa ekki bók eft- ir hann sem þeir hafa þegar lesið). Patterson hefur skrifað íjórar bæk- ur um Cross og hlotið frægð fyrir. Fjórða bókin í flokknum er vænt- anleg mjög bráð- lega ef hún er ekki þegar komin út. Hún heitir Kött- ur og mús eða „Cat and Mouse“ en hinar þijár eru: „Along Came a Spider“, sem selst hefur í þrem- ur milljónum eintaka, „Kiss the Girls“ og Jack og Jill. „Málið við að skrifa bækur með sömu aðal- persónunni,“ segir Patterson, „er að forðast að skrifa alltaf sömu söguna. í miðri bókinni Köttur og mús gæti svo farið að Alex létist. Nýr sögumaður verður til. Það kom adrenalínu af stað.“ Fótbolti og dægurlög En Patterson skrifar líka saka- málasögur þar sem Cross er hvergi nærri og ein slík saga er Feluleikur eða „Hide and Seek“ frá árinu 1996. Það er nokkuð furðuleg spennusaga sem segir frá geðsjúkri, jafnvel morðóðri knattspymustjömu og heims- frægri dægurlagasöngkonu, sem hugsanlegt er að hafi myrt alla þijá eiginmenn sína með köldu blóði. Patterson dregur ekkert undan í frásögn sinni. Allt er hér í efsta klassa. Knattspymustjam- an er einfaldlega besti knatt- spymumaðurinn í heiminum í dag, svona sambland af Ronaldo og Maradona og óseðjandi elsk- hugi. Sem dæmi um knattspymu- hæfileika hans kemur hann einn og óstuddur landsliði Bandaríkj- anna í úrslit heimsmeistara- keppninnar gegn Brasilíu og hef- ur næstum því sigur! Dægurlagasöngkonan er ein- faldlega frægasta dægurlaga- söngkona heimi, svona sambland af Barbra Steisand og Marianne Faithful; hún hefur hlotið 12 Grammy-verðlaun, plötur hennar hafa selst í 20 milljónum eintaka og Margaret Thatcher mætir á tónleika hennar. Bæði hafa risið til auðs og frægðar úr fátækt og vesaldómi og hvort um sig hefur djöful að draga úr fortíðinni þeg- ar þau mætast loks og kvænast. Með yfírmáta skáldlegum per- sónum á borð við þessar tvær er erfítt að halda frásögninni á jörð- inni. Allt raunveruleikaskyn fer á flakk og sagan verður eins lygileg og mest má vera. Hún er rakin í ógurlegum stökkum ef ekki loft- köstum ýmist í fyrstu persónu eða þriðju persónu og Patterson kryddar hana talsvert með kyn- ferðislegu óeðli sem aJnASflerS°n SkrÍfar um &eðbilað- an fotboltetoppa og dægurlagasöng- alIa hriTJ nVel Cr te,ið að hafi alla þrja eigmmenn sína „Hide and Seek“. sogunm býr í knattspymuhetjunni; hann fer illa með kvenfólkið, sem er svo ólánsamt að laðast að honum. Dægurlagasöngkonan bjó við heimilisofbeldi og drap eiginmann sinn í sjálfsvöm að eigin sögn, varð heimsfræg með ótrúlegum hraða, kynntist n.k. Donald Tmmp og lifði við alsælu og loks lagði fótboltamaðurinn snömr sínar fyrir hana hafandi haft hana bókstaflega syngjandi í hausnum á sér ámm saman. Stundum virk- ar sagan eins og sápuópera að- eins miklu grimmari og miskunn- arlausari en þessar venjulegu dagsápur sjónvarpsins. Hún get- ur aldrei orðið sérstaklega spenn- andi af því hún er svo yfirdrifin og tilraunir Pattersons til að skapa þráhyggju boltamannsins gagnvart söngkonunni em frem- ur klénar. 20 manna ritnefnd Líklega era Cross-bækumar eitthvað skárri en Feluleikur. Patterson er stjómarformaður í einu af stærri auglýsingafyrir- tækjum heimsins en segir að hann dragi sífellt úr því starfi sínu eftir því sem ritstörfin auk- ist. Hann kallar sögur sínar „martraðarflótta" og segir of- beldið í þeim síst of mikið. „Það er minna en í flestum bíómynd- um“, segir hann. Hann segir að þegar hann vinni við nýja bók leiti hann ráða hjá „svona 20 ein- staklingum, sem ég treysti til þess að gefa mér ábendingar. Ég kalla þá „illskeyttu lesendurna*' Hann sendir þeim handritsdrög áður en hann fer síðan með til- búið handrit til útgefanda síns. Einn af þeim sem situr í ritnefnd- inni er faðir Pattersons. „Hann les mikið af sakamálasögum," er haft eftir rithöfundinum, „og hann er gijótharður." Arnaldurlndriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.