Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 21 Reuter „VIÐ verðum einfaldlega að læra að lifa öðru vísi á jörðinni. Til þess þurfum við talsvert meiri reisn en við höfum núna. Hvernig við gerum það er ögrun til að takast á við á 21. öldinni." Jörðin eins og hún leit út 13. ágúst úr geimferjunni Discovery. Morgunblaðið/Epa ALBERT K. Bates á Sólheimum með framkvæmdast.jóranum, Óðni Helga Jónssyni, og Guðmundi Ármanni Péturssyni, forstöðumanni atvinnusviðs. sem sonur hans var veikur og hann var að byrja merkilega sveppatil- raun í skógum. „Eg heyrði aftur frá Gore eftir að hann varð varaforseti. En ég er feg- inn að ég fór ekki til Washington. Þá hefði ég aldrei gert allt það sem ég hefi verið að gera. Hefði ég verið í Hvíta húsinu núna hefði ég að vísu getað haft viss áhrif, en ekki það frelsi sem ég hefi nú, til dæmis til að ferðast .svona um heiminn.“ Hann kveðst ekki hafa séð Gore lengi, enda hefur varaforseti ekki mikinn tíma aflögu.“ Að breyta lífsstíl heimsins Hvað er það þá sem hann er að gera núna? Aðaláhugamálið er að prófa sig áfram með hvernig hægt sé að breyta lífsstílnum í heiminum, að lifa þannig að allt geti endurnýj- að sig og hægt verði að lifa á jörð- inni. I bókinni segir að eina ráðið sé að ná meira jafnvægi í náttúrunni. Að fara að lifa sjálfbært, í sátt við náttúruna með því að menga ekki, endurvinna, að stefna að efnahags- málum og menningu sem ekki byggist á eyðslu og stefnir í elds- voða. Jafnvel þótt mannfjöldinn í heiminum haldi áfram að vaxa verði mannfólkið að vera sér meðvitandi um hvernig það lifir á jörðinni. Bates segir að að því komi að við getum stöðvað mannfjölgunina eða dregið úr henni, sem eigi þó býsna langt í land. „En á meðan gengur ekki að Kína lifl eins og við í Norð- ur-Ameríku. Ef allir gerðu það þá þyrftum við þrjár Jarðir til þess eins að útvega nauðsynjar. Svo ná- lægt því að bylta jafnvæginu erum við komin. Eg viðurkenni að erfítt er að segja löndum mínum þetta. Þar sem ég er Bandaríkjamaður er því mitt hlutverk að lifa ekki eins og Ameríkani og færa mig með sæmd yfir í lífsstíl sem ber meiri árangur. Hin hliðin á því er að ég verð að finna leið til að bæta ástandið, t.d. í fátækum löndum eins og Guatemala, þar sem við er- um að reyna aðferðir til að þeir geti haft lágmarkslæknisþjónustu, kæl- ingu á matvælum, minni barna- dauða o.s.fiv. Við höfum verið að reyna að fínna leiðir, en hvernig getum við gert það án kola og án bíla? Til þess erum við að safna fróðleik." Mótmælendur komu í skólabílum Hipparnir í Tennessee verða ekk- ert módel fyrir heiminn, segir Bates og hlær dátt þegar hann er spurður hvort vistvænu þorpin séu fyrirmyndin. Hann segir mér frá upphafi samfélagsins á The Farm. í stuttu máli hófst þetta fyrir 20 ár- um með því að 300 manns komu til Summertown í Tennessee í skóla- bílum, sem fólkið hafði keypt til að ferðast um í mótmælagöngum þess tíma. Þetta fólk hafði kynnst og samlagast á mótmælaflækingnum og vildi ekki skilja við svo búið. Þarna komst það yfir land og fór að búa sér ból. Fyrsta veturinn í köld- um bílunum en síðan var hróflað upp húsum úr hverju því vistvæna efni sem til lagðist. Þau lifðu mest af landinu, ræktun, fiski, með kald- an læk iyrir ísskáp o.s.frv. Þetta vakti gífurlega athygli og fólk streymdi að. Flestir voru íbúarnir 1.500, en eru nú um 300, enda hefur þessi tilraun, sem byrjaði sem líkan fyrir sambýli, þróast yfir í blöndu af upprunalegu hugsjóninni og hag- sýni. Enda segir Bates að þau hafi ekki viljað lifa eins og apar í búri, þegar ferðamannaumferðin var orðin yfirþyrmandi. Samfélagið sá alltaf um sig sjálft og enginn var þar nokkurn tíma á atvinnuleysisbótum eða fékk opin- beran styrk. En raunveruleikinn knúði dyra og þetta gekk ekki upp. Nú á fólkið sín eigin hús, ber ábyrgð á eigin fjármálum og eigin fjölskyldu og fær borgað fyrir sína vinnu, en margt er sameiginlegt. Til dæmis er enn við lýði heilsugæslu- stöðin, sem þeir reka sjálfir á eigin forsendum og þar sem náttúrulegar fæðingar fara fram með slíkum ár- angri að aðrar fæðandi konur sækja þangað. The Farm er meira en fjöl- þjóðlegt samfélag fólks með sam- eiginlegan málstað. Það framleiðir eigin mat, rekur margskonar vist- • iafnvel gamall hippi eins og ég á orðið vini við stjórn- völinn. • Gore skrifaði for- mála að bók Alberts Bates, „Climate in Crisis", og keypti 500 eintök handa þingmönnum Banda- ríkjaþings og emb- ættismönnum. • Vistvænu samfé- lögin byggja á blöndu af hefðum og nýrri tækni til eflingar menningu í samræmi við hringrás náttur- unnar, sem ekki skerðir möguleika framtíðarkynslóða. • Að breyta lífsstíl, lifa svo allt geti end- urnýjast og stefna að efnahagsmálum og menningu, sem ekki byggir á eyðslu. væna framleiðslu og allt miðar að því að íþyngja ekki jörðinni með því t.d. að nýta sólarorku. Nýlega tók þetta elsta samfélag upp samvinnu við önnur vistvæn samfélög í heiminum. Og eftir að hafa í 20 ár þróað sjálfbæra lífs- hætti og tækni og aðferðir til þess, er The Farm farinn að setja upp fræðslunámskeið um vistfélög og sjálfbæra samfélagsþi’óun. Albert Bates er einmitt forstöðumaður fræðslumiðstöðvarinnar, sem hann segir að gífurlegur áhugi sé á. 14 sjálfbær vistfélög Sjálfbæru vistfélögin, sem mynda samband, eru nú orðin 14 talsins í öllum heimshlutum og er Albert K. Bates forseti þess. Þessi Eco-þorp eru jafn margvísleg og þau eru mörg en með sameiginlegt mark- mið um sjálfbært samfélag. Hug- myndin byggir á því að blanda sam- an hefðum og nýrri tækni til að efla menningu í samræmi við hringrás náttúrunnar og ábyrga auðlinda- nýtingu sem ekki skerðir mögu- leika framtíðarkynslóða til að njóta lífsins. Eco-þorpin eru flest á eyj- um, sem Bates segir að virðist við- ráðanlegra, því þar þekkist fólk og nær betur saman. Sjálfur er hann fæddur á Hawaii og segir að þar og víðar sé fólk mannblendnara en í borgum. Hvert þessara Eco-samfélaga fer sína leið eftir aðstæðum. T.d. legg- ur Findhom í Skotlandi mikið upp úr andlegum þáttum, í Udgarden í Danmörku er lagt mest upp úr sameiginlegri lífrænni ræktun, ann- ars staðar eru ný félagskerfi í þró- un, og Bates segir að í Rússlandi sé fólk við erfiðar aðstæður að búa sér til slík Eco-samfélög. „Þar er allt hrunið, en þá er líka allt hægt af því að það verður að gera það úr engu. Þar lærist það ekki með því að líkja eftir sjónvarp- inu, en fólkið einbeitir sér að sínum eigin aðferðum, t.d. setja upp vind- myllur úr tré af eigin landi. Það sé mjög áhugavert hvernig fólk í út- kjálkunum sé að reyna að byggja upp eigið samfélag án mengunar og fjarri hugmyndafræði samyrkjubú- anna sem fyrir voru. Einmitt af því að allt er hrunið og ekkert að byggja á veltir fólk í útnárunum fyrir sér hvernig það vill lifa og kemur upp með ótrúlegustu hug- myndir,“ útskýrir hann. Draumur- inn þarna sé sterkari en nokkurs staðar. Fólk er á öllum þessum stöðum að móta sitt eigið. Eins og á Sól- heimum, þar sem Bates segir að sé að þróast einstakt samfélag, sem ekki taki aðeins til efnalegra hluta heldur sé það líka sameiginlegt andlegt samfélag fólks á ýmsu þroskastigi. Ekkert af þessum Eco- samfélögum 14 sé þó fullkomið, þau séu að stefna í þessa vistvænu átt eftir efnum og aðstæðum. Til að vera tekin í hópinn nægi að þau sýni fram á að þau séu á þeirri braut og uppfylli viss skilyrði um að vera vistvæn. „Við erum á fyi-sta stigi vist- vænu samfélaganna. Við erum föst inni í gildum tímans á 20. öldinni. Allt sem gert er byggir á eða úr einhverju. Við segjum fólki að sleppa bílnum og hjóla, en reiðhjól- in eru gerð úr stáli úr málm- bræðslunum." Bates lítur út um gluggann á galvaniseruð þökin og spyr sig hvað þau geti gert vatn- inu. Breytingin verður að gerast smám saman, að menn feti sig ávallt yfir í eitthvað vistvænna í staðinn. Það verður að gerast á löngum tíma. Þetta er langtíma prógram, því það þýðir að breyta verður öllu samfélaginu." Fiskveiðisamfélagið hrundi Sem við ræðum nauðsyn þess að bregðast við, tekur Albert Bates dæmi, sem hann hafði nýlega upp- lifað, líklega af því hann er staddur á íslandi. Á leið af ráðstefnu í Boston kom hann í gamlan hval- veiðibæ við ströndina, Glouster, sem hafði verið háður fiskveiðum. Við höfnina lágu fiskiskipin bundin að grotna niður. Á Sjóminjasafninu blasti við 200-300 ára saga fiskveiða þarna. Fyrst höfðu þeir veitt á færi úr smábátum. Þá voru fiskveiðarn- ar sjálfbærar. Síðan stækkuðu og þróuðust skipin, tók öld að þau yrðu svona stór með sonar, radar og all- ar græjur og svo gífurlega stór net að tók fyrir endurnýjunina. Alltaf hafði verið farið of seint í að tak- marka veiðina á hverri fisktegund- inni af annarri, þar til fiskimenmrn- ir voru loks keyptir út af stjórn- völdum. Á fimm árum hafði þetta allt hrunið. Bates bætti við að stór- þjóð eins og Bandaríkin geti það, en hvernig gæti land eins og Island staðið undir því ef þyrfti að kaupa út alla fiskveiði. Það gæti tekið mjög langan tíma að ná fiskveiði upp aftur ef hún hryndi. Hann segir að undanfarin fimm ár hafi hann verið að skoða slíka hluti, reyna að koma á neti og samvinnu Eco-samfélaga, safna upplýsingum og fleiri úrræðum og ná meiri sam- stöðu um víða veröld, hvar sem hann geti hönd á fest. Þessvegna sé svo hressandi að koma hingað til Sól- heima og hitta fólk sem hugsar eftir sömu línum, segir hann. Mannshugurinn getur snarbreyst Svo hann er raunverulega að reyna að grína inn í framtíðina? Hvernig blasir hún við honum? Hann kveðst vera bjartsýnn á framtíðina, ef við höldum ekki áfram að þenja borgirnar út eins og Los Angeles, því þá séum við á leið inn í hörmungar. „Hitastigið hækkar og hafið rís og það verða fleiri stórviðri, ár og straumar breytast. Þetta mun ger- ast hægt og verður mjög erfitt. En mannshugurinn getur breyst, og hugurinn á það til að snarsnúast þegar í nauðirnar rekur. Það er eina vonin um björgun. Ég held að viðhorfin breytist til sambands okk- ar við jörðina. Það tekur langan tíma. Lengi verður sagt að við þurf- um bara meiri tækni, þá geti jörðin borið manngrúann. En vandamálin eru raunvenileg. Við dælum nú þrisvar sinnum meiri koltvísýringi út í andrúmsloftið en nokkru sinni og á eftir að versna jafnvel þótt hugarfarið breytist núna. Við verð- um einfaldlega að læra að lifa öðru- vísi. Til þess þurfum við talsvert meiri reisn en við höfum nú. Hvern- ig við gerum það, er ögrun til að takast á við á 21. öldinni.“ Bates segir að við eigum þó ekki annarra kosta völ. Koltvísýringur og hitastig hafi haldist í hendur í 60 þúsund ár, eins og hann sýnir á línuriti í bók sinni. Núna er það þrefalt á við það sem var fyrir 1.000 árum og hitastigið hefur alltaf fylgt því. Ef við þreföldum koltvísýring- inn því skyldum við þá ekki líka þrefalda hitastigið á jörðinni? Nokkurra stiga hitnun út af strönd Afríku veldur þá sterkum fellibylj- um sem fara yfir hafið og lenda í Karíbahafinu. Eins stigs meðalhitn- un veldur því að þeir verða í fjóra mánuði í stað eins. Þeir þre- eða fjórfaldast jfir Norður- og Suður- Ámeríku. I stað rosastorma á 50 ára fresti verða þeir árlega. I Iowa voru nú þriðja árið í röð flóð sem koma á 100 ára fresti. Hvort sem það er orsökin, þá eiga slík áhrif eftir að verða með hægfara hitnun. „Hefðum samkvæmt breytist mannkynið ekki án þess að vera neytt til þess, en slíkar breytingar geta gert því lífið svo leitt að það breytist. Ég vona að það sem ég er að gera, geti haft áhrif í þá átt að fólk breytist án þess að það versta, skortur, hungur og illviðri, dynji yf- ir. Það er von mín og heldur mér við efnið. Eina leiðin er að búa til hunangið, sem dregur að fluguna fremur en farga henni. Að gera lífið í samfélögunum svo sætt og ilmandi að margir mundu vilja búa í þorpi eins og Sólheimum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.