Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ. KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI0691100, SÍMBRÉF 6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Aukin umsvif Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
,Rætt um kaup á franska
fyrirtækinu Gelmer
SH (Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna) hefur að undanfómu átt í
samningaviðræðum við franska fyr-
irtækið Gelmer í Bologne. Pað fyr-
irtæki leggur stund á þriþætta
starfsemi tengda ferskfiskinnflutn-
ingi, físksölu og fullvinnslu fisk-
rétta. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eru viðræður
komnar vel á veg en forsvarsmenn
!frfcSH vörðust allra frétta af málinu,
þegar Morgunblaðið leitaði eftir
upplýsingum hjá þeim í gær.
Gelmer er stórt fyrirtæki á
franska vísu í þessum geira atvinnu-
reksturs, með nokkur hundruð
starfsmenn í vinnu. Fyrirtækið er
með stóra ferskfiskdeild og flytur
inn mikið af ferskum fiski, víps veg-
ar að úr heiminum, m.a. frá Islandi.
Gelmer er sömuleiðis með stóra
fiskverslun, þ.e. innflutning og sölu
á unnum fiskafurðum. Loks rekur
Gelmer stóra fiskréttaverksmiðju í
Bologne sem mun svipa til físk-
réttaverksmiðja SH í Grimsby og
Bandaríkjunum.
Ýmsir kostir hafa verið til skoð-
unar í samningaviðræðum á milli
fyrirtækjanna, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins. M.a. hefur
verið rætt um að SH kaupi hluta af
Gelmer; fyrirtækin geri með sér
samstarfssamning og loks um þann
kost, sem nú mun einkum til skoð-
unar, að SH kaupi allt fyrirtækið.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa mörg önnur fyrir-
tæki sýnt áhuga á að kaupa Gelmer
en viðræður þeirra við Gelmer
munu ekki vera komnar jafn vel á
veg og viðræður SH og Gelmer.
Aðdragandi þessara samninga-
viðræðna hefur verið langur, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, og er þess ekki að vænta að nið-
urstaða fáist í viðræðunum fyrr en
að nokkrum vikum Iiðnum.
Metkuldi
í Reykjavík
1,7 GRÁÐA frost var í Reykja-
vík aðfaranótt laugardags og
hefui- jafnmikið frost ekki
mælst í borginni svo snemma að
hausti frá því 1949, eða aftur til
þess tíma sem gögn í stafrænu
formi í gagnabanka Veðurstof-
unnar ná til.
Haraldur Olafsson veður-
fræðingur segir að kuldakaflinn
síðustu daga sé að baki.
Frost upp í 7,4 gráður
A Hjarðarlandi í Biskups-
tungum var 7,4 gráða frost að-
faranótt laugardags og hefur
ekki mælst jafnmikið frost þar á
þessum árstíma í níu ár. I Staf-
holtsey í Borgarfirði var 6,6
gráða frost og ekki eru til gögn
um að meira frost hafi mælst
þar svo snemma að hausti.
Oánægja með tvær
sjávarútvegssýningar
Vilja aðeins
taka þátt í
" annarri
sýningunni
GEIR A. Gunnlaugsson, forstjóri
Marels hf., segir enga þörf á að
halda tvær sjávarútvegssýningar hér
á landi með rúmlega hálfs árs milli-
bili á árunum 1998 og ‘99 og segir
mikla óánægju í sjávarútveginum
vegna þessa. Að hans sögn ræða for-
svarsmenn fyrirtækja þessa dagana
um að taka sameiginlega ákvörðun
um að taka aðeins þátt í annarri
hvorri sýningunni.
„Menn eru að ræða hvað eigi að
gera í þessari stöðu þegar liggur fyr-
' ''*■ ir að tvær sjávarútvegssýningar
gætu orðið hér á landi með átta mán-
aða millibili. Menn eru ekki ánægðir
með það og telja að ekki sé ástæða
til að halda nema eina sýningu á Is-
landi á þriggja ára fresti,“ segir
hann.
„Menn hafa rætt um að taka sam-
eiginlega afstöðu til þessa. Þeir sem
standa fyrir þessum sýningum verða
bara að bíða og sjá þar til menn taka
ákvarðanir. Við eigum völina og
kvölina en þeir verða að taka áhætt-
una,“ segir Geir.
Kom mönnum á óvart
Halda á íslensku sjávarútvegssýn-
inguna hér á landi í sjöunda sinn
. «rdagana 30. september til 3. október
árið 1998, en fyrir skömmu var til-
kynnt að vörusýningarfyrirtækið
Sýningar ehf. ætlaði að standa fyrir
alþjóðlegri tækni- og sjávarútvegs-
sýningu, FishTech Iceland ‘99, í
Reykjavík í maímánuði á árinu 1999.
Samtök iðnaðarins, Kynning og
markaður - KOM ehf. og útgefand-
ur breska sjávarútvegsblaðsins
Fishing News International eru aðil-
ar að Sýningu ehf.
„Mönnum kom það á óvart að allt í
einu lægi fyrir að haldnar yrðu tvær
sýningar hér. Við höfum ekki talið
■v þörf fyrir það, enda var ekki haft
samráð við Marel um þetta,“ segir
Geir.
Að sögn Geirs fylgir mikill kostn-
aður þátttöku í tveimur sýningum.
„Eg tel ekki að það séu forsendur
fyrir því að fá erlenda aðila til að
koma til Islands á sýningu ár eftir ár
og ekki séu heldur forsendur til að fá
’íslendinga til að taka þátt í þessu,“
segir hann.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Landsbankinn selur öðrum hluthöfum í Samskipum sinn hlut
Fær 165 milljónir króna
fyrir liðlega 18% hlut
Síðasta
skemmti-
ferðaskipið
í sumar
ÞETTA glæsilega skemmtiferða-
skip, Enchantment of the Seas
(Töfrar hafanna) lagðist að
bryggju í Sundahöfn í blíðviðrinu
í gærmorgun. Það er splunkunýtt,
smiði þess lauk í Noregi í fyrra,
og eitt hið stærsta og bezt búna í
heimi. Skipið rúmar 1.800 far-
þega og rúmlega 700 manna
áhöfn. Enchantment of the Seas
er gert út af skipafélaginu Royal
Caribbean. Það er síðasta
skemmtiferðaskipið, sem leggur
leið sína til íslands í sumar, kom
hingað til lands frá Skotlandi um
Færeyjar, hafði viðdvöl á Akur-
eyri á Fóstudag og í Reykjavík í
gær en hélt í gærkvöldi áleiðis
vestur um haf til Kanada.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Lands-
bankinn selji öðnim hluthöfum í
Samskipum 18,4% hlut sinn, en þeir
eiga forkaupsrétt að bréfum Lands-
bankans. Ólafur Ólafsson, forstjóri
Samskipa, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að samið hefði verið
um það á sínum tíma, þegar nýir
hluthafar komu inn, við endurfjár-
mögnun fyrirtækisins, að nýju hlut-
hafarnir ættu forkaupsrétt að bréf-
um Landsbankans. Hlutur Lands-
bankans er metinn á 165 milljónir
króna, en hlutafé í Samskipum er
900 milljónir króna.
„Bankinn hefur spurt hluthafa
núna, hvort þeir vildu leysa til sín
bréfin og mér skilst að ástæðan sé
sú, að þeir í Landsbankanum vilji
ganga frá sem flestum svona málum
fyrir áramót, eða áður en bankinn
verður Landsbanki íslands hf.,“
sagði Ólafur.
Ólafur sagði að hluthafar hefðu
tekið jákvætt í þessa málaleitan
bankans, og allir hefðu staðfest
áhuga sinn á kaupum. Ólafur kvaðst
reikna með að gengið yrði frá kaup-
um á hlut Landsbankans á næstu
vikum
Hann sagði að Landsbankinn
ætti 165 milljónir króna í svonefnd-
um A-bréfum, en þau bréf nutu ekki
arðgreiðslna í 10 ár. B-bréfin á hinn
bóginn, sem nýir hluthafar fengu,
nutu forgangsarðgreiðslna, til þess
að laða að nýja fjárfesta. Ólafur
sagði að samkvæmt samþykktum
síðasta aðalfundar Samskipa yrðu
A- og B-bréf nú sameinuð í einum
flokki.
„Pegar nýju hluthafarnir komu
inn, var fyrirtækið í raun og veru
eiginfjárlaust, með tæpar 4 milljón-
ir króna og því má segja að bankinn
hafi í raun og veru ekki átt neitt í
fyrirtækinu. Hann hélt svo eftir 165
milljónum af 200 milljóna hlut og
því má segja að bankanum hafi tek-
ist að gera sér verðmæti úr hlut sín-
um á þessum tíma,“ sagði Ólafur.