Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FLÓTTAMANNAFJÖLSKYLDA frá fyrrum Júgóslavíu ásamt stuðningsfjölskyldu og túlki á ísafirði. Morgunblaðið/Þorkell Flóttamenn sem vinnuafl Þó mannúðarsjónarmið ráði mestu við móttöku flóttamanna á íslandi bendir ýmislegt til að fleira geti legið að baki, meðal annars vinnu- aflsskortur og pólitískir hagsmunir, eins og söguleg dæmi sýna. Helgi Þorsteinsson veltir fyrir sér hvort skilin milli flóttamanna- aðstoðar og innflutn- ings á vinnuafli hafi orð- ið óskýrari með nýrri stefnu varðandi mót- töku flóttamanna. MÓTMÆLAFUNDUR á Lækjartorgi gegn innrás Sovétmanna inn í Ungverjaland 1956. Pólitískar ástæður réðu því að Vesturlönd tóku öllum austur-evrópskum flóttamönnum opnum örmum. VINNUAFLSSKORTUR í ákveðnum atvinnugrein- um eða byggðarlögum hefur í gegnum tíðina verið ein meginástæða þess að ís- lendingar hafa sóst eftir því að fá útlendinga til landsins. Frá árinu 1956 hafa einnig öðru hverju verið fengnir til landsins hópar útlendinga undir formerkjum flóttamannaað- stoðar. Þó mannúðarsjónarmið hafi eflaust ráðið mestu um móttöku þeirra, má einnig greina aðra hags- muni, bæði stjórnmálalega og efna- hagsleg. Skilin milli flóttamanna og vinnuaflsinnflutnings eru því kannski ekki eins skýr og virðist við_ fyrstu sýn. í byijun árs 1996 lýsti Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra því yfir á ríkisstjómarfundi að í ráðherratíð sinni myndi hann árlega leggja til að tekið yrði við flóttamönnum. Hann lagði þá jafnframt til að tekið yrði á móti júgóslavneskum flótta- mönnum það sama ár og sagði frá því að ísfirðingar hefðu boðist til að taka á móti þeim. Með þessum yfirlýsingum ráðherrans var tekin upp ný stefna í þessum málefnum. Hingað til hafa íslendingar staðið nágrannaþjóðunum langt að baki varðandi móttöku á flóttafólki og tekið við færra fólki miðað við fólks- fjölda en þær. Einnig höfðu fyrri flóttamannahópar allir komið til Reykjavíkur og Rauði kross íslands hafði séð um móttöku flestra þeirra. VÍETNAMSKIR flóttamenn að störfum hjá saltfiskverkun BÚR árið 1979. Eigið frumkvæði ísfirðinga ísfirðingar buðust að eigin frum- kvæði til að taka á móti Júgóslövun- um þegar frést hafði af áformum félagsmálaráðherra. ísafjörður hef- ur undanfarin ár búið við fólksfækk- un og skort á vinnuafli. Þangað hefur verið fenginn fjöldi erlends verkafólks, sérstaklega Pólveijar. Jón Tynes félagsmálastjóri ísafjarð- arbæjar hafnar því þó að vinnuafls- skortur eða fólksfækkun i bæjarfé- laginu hafi ráðið því að bæjarfélag- ið hafí viljað taka á móti júgóslav- nesku fióttamönnunum. „Hvorki ísafjörður né Homafjörð- ur hafa verið í þessu til að leysa einhver vandamál sín. Ástæðan er miklu frekar sú að við erum að sanna okkur, að sýna fram á að við getum gert svona hluti og gert þá vel. Við töldum að við hefðum allt sem að til þurfti til að taka á mót fólkinu, og vildum einfaldlega gera eitthvað jákvætt. Við höfðum hús- næði, næga atvinnu, skóla og góða heilsugæslu. Flóttamannaráð kom í heimsókn og sannfærðist um að hér væri allt til staðar. Ég held líka að það sé þægilegra fyrir flóttamenn- ina að koma inn í frekar lítið samfé- iag fyrsta árið.“ Hornfírðingar hafa, eins og ís- firðingar, búið við skort á vinnuafli undanfarin ár. Þeir hafa fengið tölu- vert af Pólveijum til starfa í físk- vinnslu. Fólksfækkun hefur þó ekki verið á Höfn eins og á Isafirði, en að undanförnu hefur íbúafjöldinn staðið í stað. Mannúðarsjónarmið ráðandi Að minnsta kosti fjögur sveitar- félög til viðbótar hafa lýst áhuga á að taka við flóttamönnum, meðal annars Blönduós og Snæfellsbær. Blönduósbær sótti um á sama tíma og Hornafjörður, en að sögn Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra hafa bæj- aryfírvöld fullan hug á að sækja um að nýju þegar næsti hópur flótta- manna kemur. Á Blönduósi hefur orðið fólksfækkun á undanförnum árum en Skúli segir atvinnuástandið gott og að undanförnu hafi verið skortur á vinnuafli. „Fyrirtæki hafa verið að auglýsa eftir fólki til starfa, en ekki fengið nægilega góð við- brögð. Við gætum án vafa mannað 15-30 störf.“ Skúli leggur áherslu á að mann- úðarsjónarmið sé meginástæða þess að Blönduós vilji taka við flótta- mönnum. „Við höfum metnað og vilja til að taka þátt í þessu verk- efni og höfum allar forsendur til þess, næga atvinnu, húsnæði og félagslega þjónustu." Nýtt blóð og nýjar hugmyndir Snæfellsbær hefur einnig lýst yfir áhuga á móttöku flóttamanna og mun að sögn Guðjóns Pedersen bæjarstjóra leggja inn umsókn til félagsmálaráðuneytisins fyrir næsta ár. Ibúum í þéttbýli á Snæfellsbæ fækkaði um 55 í fyrra og einnig er gert ráð fyrir nokkurri fækkun á þessu ári. I dreifbýli stóð íbúatalan í stað í fyrra og talið er að hún muni aukast nokkuð á þessu ári. „Auðvitað myndi koma flóttamanna auka fjölda fjölskyldna í bænum og mynda mótvægi við það sem fer það árið, ef við gefum okkur að brott- flutningurinn haldi áfram, en ég held að hitt sé mikilvægara að fá nýtt blóð, hugmyndir og strauma inn í sveitarfélagið.“ Guðjón segir að engin vandræði verði að finna vinnu fyrir aðkomu- mennina ef til kemur. „Það var lítils- háttar atvinnuleysi í fyrra og fram á þetta ár, en ég leyfi mér að full- yrða að þeir sem vilja fá vinnu geta fengið hana. í sumar hefur til dæm- is verið erfitt að manna sumarstörf hjá bænum. Ég hef líka heyrt að atvinnurekendur sem hafa verið að sækjast eftir vinnuafli hafi ekki fengið það sem þeir vilja.“ Töluvert hefur verið af erlendu verkafólki við fískvinnslu á Snæfellsnesi á síðustu árum. Siðferðileg skylda að taka á móti flóttamönnum Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir það siðferðilega skyldu íslendinga að taka á móti flótta- mönnum. „Ég legg áherslu á það SJÁ SÍÐU 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.