Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D/E 208. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter KISTU móður Teresu, nunnunar sem helgaði líf sitt fátæku fólki, ekið á fallbyssuvagni um götur Kalkútta. Hundruð þúsunda manna stóðu meðfram þriggja kflómetra langri leiðinni og vottuðu henni virðingu sína. Móðir Teresa lögð til hinstu hvflu Stjórn Jag- lands tæp Tromse. Morgunblaðið. ENN er of snemmt að fullyrða að Verkamannaflokkurinn nái því marki í norsku kosningunum, sem fara fram á morgun, sem hann setti sér fyrir kosningar. Slðustu skoð- anakannanii- eru misvísandi, benda ýmist til þess að stjómin haldi velli, eða falli með naumindum, sé miðað við 36,9%-markið sem Thorbjörn Jagland forsætisráðherra setti sér í upphafí kosningabaráttunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Feed- back Research, sem birt var í gær- morgun, nýtur Verkamannaflokkur- inn 36,4% fylgis, sem er 7,2% aukn- ing frá síðustu könnun í ágúst. Hins vegar dregur úr stuðningi við Fram- f'araflokkinn sem er spáð 13,7%. Hægriflokknum og Kristilega þjóð- arflokknum er spáð fylgisaukningu, hægrimönnum er spáð 14,2% stuðn- ingi og hinum síðamefndu 12,8%. Aðrir flokkar fá minna. Samkvæmt könnun sem Opinion gerði fyrir Aftenposten kýs um helmingur þeirra, sem gert hafa upp hug sinn síðustu daga, Verkamannaflokkinn. Losaði höfuðið af og festi aftur London. Reuter. BRESKUR taugaskurðlæknir losaði höfuð af 36 ára konu, hjó fleyg úr höfuðkúpunni neðan- verðri og efsta hryggjarliðnum áður en hann festi höfuðið aftur við hryggjarsúluna með málm- plötu og tveimur skrúfum. Að því loknu gat konan horft fram á við aftur en höfuðið hafði verið fast svo hún sá aðeins niður á tær sér. í aðgerðinni, sem tók 17 klukkustundir, varð læknirinn, Steve Gill, að losa svo um höfuð- ið að einungis mænan, helstu æðar og hörandið á framanverð- um hálsinum hélt því við skrokkinn. Konan, Bridget Fudgell, þjáð- ist af gigtveiki sem lýsir sér í því að hryggjarliðimir gróa saman og mynda staurliði. Hálsbrotn- aði hún fyrir fjórum árum og festist höfuðið þá niðri. Aðgerð- in var gerð í febrúar en ekki skýrt frá henni opinberlega fyrr en á þingi taugaskurðlækna í vikunni. Kalkútta. Reuter. MÓÐIR Teresa, dýrlingur götu- ræsanna, eins og hún var nefnd vegna líknarstarfa sinna í þágu þeirra snauðustu, var borin til grafar í fábrotnum húsakynnum líknarsam- taka sem hún stofnaði í Kalkútta í lok sex stunda opinberrar útfarar. Með því lauk vikulangri þjóðarsorg í Indlandi. Við lok útfararþjónustunn- ar hét systir Nirmala, arftaki móður Teresu, að halda merki hennar á lofti með því að líkna fátækum og hinum verst settu um heimsbyggðina alla. Mörg hundruð þúsund manns röð- uðu sér upp meðfram leiðinni sem kistu móður Teresu var ekið að greftmnarstað. Milljónir manna víða um heim fylgdust með í beinni sjón- varpsútsendingu. Drottningar, for- setar og forsætisráðherrar og full- trúar tuga ríkja voru viðstaddir út- fararþjónustu í 12.000 sæta íþrótta- höll í Kalkútta sem fulltrúi páfa, Angelo Sodano kardínáll, stjórnaði. Meðal þeirra voru Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, Sofía Spánardrottning, Oscar Luigi Scalfaro Italíuforseti, Noor Jórdan- íudrottning og K.R. Narayanan Ind- landsforseti. Hápunkti náði athöfninn er munað- arleysingi, glæpakvendi sem bætt hefur ráð sitt, holdsveikur maður og fatlaður piltur færðu móður Teresu heilagar fórnargjafír. I lok athafnar- innar gengu tugir fyrirmenna að kistu hennar og lögðu að henni hvíta blómsveiga. Frá íþróttahöllinni var ekið með kistu móður Teresu um götur Kalkútta til höfuðstöðva líknarsam- taka hennar. Þegar greftrun var lok- ið innandyra skutu gúrkha-hermenn af riflum til himins. Móðir Teresa lést úr hjartaslagi 5. september á 88. aldursári. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels 1979 fyrir störf sín; fyru- að gefa milljónum manna von og reisn. Flugritar nást upp FLUG- og hljóðriti norsku Super Puma-þyrlunnar, sem fórst við Hálogaland sl. mánudag, náðist upp af hafsbotni í gærmorgun og var síð- degis sendur áleiðis til Englands til rannsóknar. I flugritanum er að finna upplýs- ingar um starfsemi vélbúnaðar þyrl- unnai- og á hljóðritanum samtöl flug- mannanna tveggja en hvort tveggja er talið geta leitt í Ijós hvað olli því að þyrlan fórst. Breskir sérfræðingar í Farn- brough munu rannsaka ritana tvo um helgina og er vonast til að bráða- birgðaniðurstaða um orsakir slyssins liggi fyrir upp úr helginni. Sömuleiðis höfðu fundist lík allra þeima 12 sem fórust og var vonast til að þau síðustu næðust upp af hafs- botni í gær. Tilraunir tU að ná meginhluta þyrluflaksins upp í gærmorgun mistókust er einn víranna, sem fest- ur hafði verið í flakið, slitnaði. Valdið til fólksins 10 Veitum vöruskiptum trygga umgjörð Vistvæ Sungu sig inn í hjörtu Grænlendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.