Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT FRJÁLSÍÞRÓTTIR Frjálsíþróttir Síðasta stigamót IAAF Fukuoka, Japan: Hástökk kvenna: 1. Inga Babakova (Úkraínu)..........2,02 2. Yulia Lyakhova (Rússl.)..........1,99 3. Monica Iagar (Rúmeníu)..........1,96 4. Hanne Haugland (Noregi)..........1,96 5. Alina Astafei (Þýskal.)..........1,93 Kringlukast karla: 1. Lars Riedel (Þýskai.)...........67,98 2. Adam Setliff (Bandar.)..........66,12 3. John Godina (Bandar.)..........65,66 4. Jíirgen Schult (Þýskal.).......64,18 5. Virgilus Alekna (Litháen)......63,76 Þrístökk kvenna: 1. AshiaHansen (Bretlandi).........15,15 2. Sarka Kasparkova (Tékkl.)......14,94 3. Rodica Mateescu (Rúmeníu)......14,59 3.000 m hindrunarhlaup karla: 1. Joseph Keter (Kenýa)........8.21,75 2. Moses Kiptanui (Kenýa).......8.21,87 3. Bernard Barmasai (Kenýa).....8.22,48 4. Eliud Barngetuny (Kenýa).....8.23,39 5. Patrick Sang (Kenýa).........8.23,43 6. Wilson Boit Kipketer (Kenýa).8.26,50 400 m hindrunarhlaup kvenna: 1. Kim Batten (Bandar.)............53,45 2. Deon Hemmings (Jamaíku).........53,98 3. Tatyana Tereshchuk (Úkraínu)...54,37 4. Debbie Ann Parris (Jamaíku)....54,96 5. Nezha Bidouane (Marókkó).......55,12 6. Guðrún Arnardóttir.............55,96 7. Anna Knoroz (Rússl.)...........56,24 8. Susan Smith (Irlandi)..........58,09 Kúluvarp kvenna: 1. Astrid Kumbernuss (Þýskal.).....20,95 2. Vita Pavlysh (Úkraínu).........20,59 3. Irina Korzhanenko (Rússl.).....19,06 400 m hindrunarhlaup karla: 1. Samuel Matete (Sambíu)..........48,01 2. Stephane Diagana (Frakkl.).....48,14 3. Llewellyn Herbert (S-Afríku)...48,45 4. Bryan Bronson (Bandar.)........48,47 800 m hlaup karla: 1. Wilson Kipketer (Danmörku)....1.42,98 2. Patrick Ndururi (Kenýa).......1.43,45 3. David Kiptoo (Kenýa)..........1.44,09 4. Rich Kenah (Bandar.)..........1.45,19 5. Vincent Malakwen (Kenýa).....1.45,37 6. Hezekiel Sepeng (S-Afríku)...1.45,56 7. Marko Koers (Hollandi).......1.45,73 Míluhlaup kvenna: 1. Carla Sacramento (Portúgal)...4.40,25 2. Jackline Maranga (Kenýa).....4.40,44 3. Juli Henner (Bandar.)........4.40,92 5.000 m hlaup karla: 1. Khalid Boulami (Marókkó).....13.09,40 2. Thomas Nyariki (Kenýa).......13.10,41 3. Paul Koech (Kenýa)..........13.10,77 4. Mohammed Mourhit (Belgiu)...13.13,49 5. DanielKomen (Kenýa).........13.17,93 Langstökk karla: 1. Ivan Pedroso (Kúbu)..............8,53 2. James Beckford (Jamaíku).........8,40 3. Erick Walder (Bandar.)...........8,40 4. Kiril Sosunov (Rússl.)...........8,26 5. Roland McGhee (Bandar.)........8,15 6. Chiek Tidane Toure (Senegal)....8,06 7. Sean Robbins (Bandar.)..........8,02 Spjótkast karla: 1. Jan Zelezny (Tékkl.)............89,58 2. Boris Henry (Þýskal.)..........86,76 3. Patrik Boden (Sviþjóð).........86,52 200 m hlaup kvenna: 1. Marion Jones (Bandar.)..........21,84 2. Merelene Ottey (Jamaíku)........21,92 3. M. Gainsford-Taylor (Ástralíu).22,43 4. Inger Miller (Bandar.).........22,44 200 m hlaup karla: 1. Frankie Fredericks (Namíbíu)....19,81 2. Obadele Thompson (Barbados).....20,19 3. Jon Drumoond (Bandar.)..........20,32 4. Ato Boldon (Trínidad)...........20,44 5. Geir Moen (Noregi).............20,50 6. Rohsaan Griffin (Bandar.)......20,53 7. Kevin Little (Bandar.).........20,55 8. Patrick Stevens (Belgíu).......20,62 Míluhlaup karla: 1. Robert Anderson (Danmörku)....4.04,53 2. H. E1 Guerrouj (Marokkó).....4.04,55 3. Venuste Niyongabo (Búrúndí)..4.04,95 110 m grindahlaup karla: 1. Mark Crear (Bandar.)............13,03 2. Florian Schwarthoff (Þýskal.)...13,11 3. Tony Jarrett (Bretlandi)........13,14 4. Igor Kovac (Slóvakíu)...........13,14 5. Jack Pierce (Bandar.)...........13,19 6. Terry Reese (Bandar.)..........13,24 7. Roger Kingdom (Bandar.)........13,26 8. Courtney Hawkins (Bandar.).....13,53 Stangarstökk karla: 1. Sergey Bubka (Úkraínu)...........6,05 2. Maksim Tarasov (Rússl.).........6,00 3. Tim Lobinger (Þýskal.)..........5,90 4. PatManson (Bandar.).............5,85 5. Lawrence Johnson (Bandar.)......5,60 100 m grindahlaup kvenna: 1. Michelle Freeman (Jamíku).......12,40 2. Ludmila Engquist (Svíþjóð)......12,48 3. Dionne Rose (Jamaíku)..........12,81 4. Brigita Bukovec (Slóveníu).....12,99 5. Susan Smith (írlandi)..........13,22 6. Guðrún Arnardóttir.............13,38 7. Naoko Kobayashi (Japan)........13,41 8. Yvonne Kanazawa (Japan)........13,44 800 m hlaup kvenna: 1. Ana Fidelia Quirot (Kúbu).....1.56,53 2. Maria Mutola (Mósambikk).....1.56,93 3. LetitiaVriesde (Súrínam).....1.59,73 5.000 m hlaup kvenna: 1. Sally Barsosio (Kenýa).......15.13,46 2. Lydia Cheromei (Kenýa)......15.15,63 3. Paula Radcliffe (Bretlandi).15.17,02 ■ Gabriela Szabo, Rúmeníu.......lauk ekki keppni Guðrún varð í sjötta sæti Keppti bæði 100 og 400 m grindahlaupi í Fukuoka í Japan í gær Guðrún Arnardóttir, hlaupa- kona úr Ármanni, varð í sjötta sæti í 400 m grindahlaupi á síðasta stigamóti Aþjóða ftjáls- íþróttasambandsins í Fukuoka í gær. Hún hljóp á 55,96 sekúndum og nokkuð frá íslandsmeti sínu, 54,79 sek. Allir keppendurnir í hlaupinu voru nokkuð frá sínu besta og má þar nefna heims- meistarann Nezha Bidouane frá Marokkó sem varð næst á undan Guðrúnu á 55,12 sek. Guðrún byrjaði hlaupið ágæt- lega en um miðbik þess virtist hún missa dampinn og er hún kom inn í lokabeygjuna var hún í síðasta sæti. En endaspretturinn hefur oft reynst henni dýrmætur og svo var einnig að þessu sinni. Hún komst fram fyrir Önnu Knoroz frá Rússlandi og Susan Smith frá ír- landi á síðustu metrunum og náði sjötta sæti. Kim Batten, Bandaríkjunum, sigraði örugglega í hlaupinu og Deon Hemmings frá Jamaíku varð að gera sér annað sætið að góðu og þar með gekk henni rúmlega 14 milljónir króna úr greipum. í 47. sæti Með þessum árangri náði Guð- rún 47. sæti í heildarstigakeppni kvenna þar sem ailar greinar eru meðtaldar, en nærri 300 keppend- ur hlut stig í kvennakeppninni i mótaröðinni í sumar. Guðrún keppti einnig í 100 m grindahlaupi í Japan, en það hefur verið aukagrein hjá henni síðustu ár. Ástæðan fyrir því hún keppti var að einhveijir keppendur gengu úr skaftinu og var Guðrúnu boðið að hlaupa í skarðið. Það hlaup var fimm stundarijórðungum eftir að 400 m grindahlaupinu lauk. Þar varð hún einnig í sjötta sæti á tímanum 13,38 sek., sem er um 20/100 úr sekúndur frá íslands- meti hennar frá sl. sumri. Reuter GUÐRÚN Arnardóttir hafnaðl í 6. sætí í síðasta stigamótinu í Fukuoka í gær. Hér fer hún fram úr Önnu Knoroz frá Rússlandi, en hún kom næst á eftir Guðrúnu í mark. Ömggt hjá Kip- keter að vanda DANANUM Wilson Kipketer, konungi 800 m hlaups karla, og drottningu kúluvarpsins, Astrid Kumbernuss frá Þýskalandi, urðu ekki á nein mistök á síðasta stigamóti Aiþjóða frjálsíþróttasam- bandsins í Fukuoka í Japan í gær. Þau gerðu bæði það sem þurfti, sigruðu í sínum greinum og urðu efst í stigakeppni mótar- aðarinnar. Fyrir vikið hlutu þau hvort um sig um 14,5 millj. kr. Kipketer, hefur verið ósigrandi í 800 m hlaupi í tvö ár, þurfti að sigra til þess að halda efsta sæt- inu í karlaflokki. Eins og vant er lét hann andstæðinga sína, sem þó voru ekki af verri endanum, ekki slá sig út af laginu. Meðal þeirra voru Kenýamennirnir David Kiptoo, Patrick Ndururi og Rich Kenah auk silfurverðlaunahafans frá Ólympíu- leikunum í fyrra, Hezekiels Sepengs frá S-Afríku. Segja má að Daninn fótfrái hafi gert út um hlaupið á fyrri hringum sem hann hljóp á 49,73 sek. Þar með var mesta loftið úr andstæðingunum enda hraðinn nærri millitíma á heimsmeti í 800 m hlaupi. Kipketer slakaði aðeins á sprettinum á lokahringnum en það breytti engu um niðurstöðuna - ör- uggur sigur á 1.42,98 mín. „Ég vildi bara vera fyrstur, hug- urinn var ekki við heimsmetið að þessu sinni,“ sagði kappinn að hlaup- inu loknu, en þess má geta að heims- met hans er 1.41,11. Annar í hlaup- inu varð Ndururi á 1.43,45. Yfirburðir Kumbernuss í kúlu- varpinu voru álíka og þeir sem Kip- keter hafði í sinni grein. Hún varp- aði í þriðju umferð 20,95 m og það var ekki fyrr en í sjöttu umferð að Vita Pavlysh varð önnur til að varpa yfir 20 m er kast hennar mældist 20,59. Auk þess sem Kumbernuss og Kipkerter fengu um 14,5 milljón- ir fyrir sigurinn í stigakeppninni hlutu þau hvort um sig tæpar ijórar milljónir króna fyrir að sigra í sinni grein eins og allir sigurvegar móts- ins. Deon Hemmings frá Jamaíku var jöfn Kumbernuss í stigakeppni kvenna áður en mótið hófst og þurfti því nauðsynlega að sigra í 400 m grindahlaupinu til þess að fá sömu fjárupphæð. En vopnin snerust í höndum Hemmings því hún hafði ekki roð við Kim Batten heimsmet- hafa i greininni. Batten tók forystu strax í upphafi og hélt henni allt til ioka og fékk tímann 53,45 sek. Hemmings varð önnur á 53,98. Þess má geta að heimsmeistarinn Hezha Bidouane frá Marokkó varð að gera sér 5. sætið að góðu á 55,12 sek. Bubka reyndi við heimsmet Sexfaldur heimsmeistari í stang- arstökki karla, Úkraínumaðurinn Sergei Bubka, kom, sá og sigraði í sinni grein. Hann átti í basli með að fara yfir 5,95 m og gekk það ekki fyrr en í þriðju tilraun. Rússinn Maksim Tarasov fór yfir 6 m og lét því Bubka hækka upp í 6,05 og átti tvær tilraunir sem voru fjarri því góðar. En í þriðju tilraun fór hann glæsilega yfir, var 15 til 20 sm yfir hæðinni. Tarasov og Þjóðvetjinn Tim Lobinger felldu báðir og var því sig- ur Bubka öruggur. Lét hann hækka upp í 6,15 og reyndi í þrígang við heimsmet, en það gekk ekki að þessu sinni. „Mér gekk gott tækifæri á að setja heimsmet úr greipum," sagði Bubka. „Það var synd að mér tókst ekki að fara yfir 6,15 að þessu sinni.“ Marion Jones frá Bandaríkjunum og Merlene Ottey, Jamaíku, voru í sérflokki í 200 m hlaupi kvenna. Þær voru jafnar inn á beinu brautina en þá tók Jones við sér og virtist ætla að sigra með yfirburðum. Ottey sýndi hins vegar á síðustu 30 m að hún er hvergi nærri dauð úr öllum æðum. Hún sótti að Jones en náði ekki að komast upp að hlið hennar, en tókst að minnka bilið, tíminn 21,92 sek., en Jones fékk 21,85 sek. Fyrsta tap El Guerro- uj í sumar „EYÐIMERKURKÓNGUR- INN“ Hicham E1 Guerroiý varð að játa sig sigraðan í fyrsta skipti á keppnistímabil- inu á mótinu í Fukuoka. Allt stefndi í öruggan sigur hans í hægu míluhlaupi er Daninn Robert Anderson kom úr öft- ustu röð á lokasprettinum og stakk sér fram fyrir Marokkó- manninn á við marklínuna. Svo snögglega birtist Daninn að Guerrouj kom ekki við neinum vörnum. Tíminn í hlaupinu var hins vegar afar slakur, sigur- tíminn 4.04,53 mín., og annað sætið 4.04,55. Þess má geta að tíminn á 1.500 m var 3,51 mín. Samveldis- met hjá Hansen ASHIA Hansen frá Bretlandi sigraði með glæsibrag í þri- stökki kvenna er hún setti bæði breskt met og Samveld- ismet í sfðustu umferð þrí- stökkskeppninnar. Hún stökk 15,15 m og skaut m.a. heims- meistararnum Sörku Ka- sparkovu frá Tékklandi ref fyrir rass. Kasparkova stökk aðeins 14,94 m í síðustu um- ferð. Fáir höfðu reiknað með Hansen í gullsæti fyrirfram og hvað þá eftir að keppnin hófst því hún var fjarri sínu besta allt þar til í lokastökkinu. Bubka og Ottey ekki að hætta TVEIR af fremstu frjáls- íþróttamönnum síðustu tæpa tvo áratugi, Sergej Bubka, heimsmethafi í stangarstökki frá Úkraínu og Merlene Ottey spretthlaupari frá Jamaíku segjast hvorug vera á þeim buxunum að liætta. Bubka sagði í gær að meðan hann tapaði ekki með reglulegu millibili ætlaði hann ekki að hætta þrátt fyrir að meiðsli hafi verið að gera honum lif ið leitt síðasta árið. Ottey sem er 37 ára gömul og ætlaði að hætta í fyrrahaust er ánægð með keppnistímabilið í sumar. hún vann fyrst til verðlauna á stórmóti á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. „Ég hef verið í fremstu röð síðan 1980 og ég hef ekki hugmynd um hvenær ég hætti,“ sagði Ottey í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.