Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ GUÐLAUGERLA SKAGFJÖRÐ + Guðlaug Erla Skagfjörð fæddist í Reykjavík hinn 1. júní 1937. Hún lést í London 23. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- ján Skagfjörð, múrarameistari, og Sigriður J. Skag- fjörð. Guðlaug var miðdóttir þeirra, en hinar eru: Hrönn, f. 1933 og María Björk, f. 1944. Börn Guðlaugar eru: 1) Valgeir Skagfjörð, f. 1956, maki Guðrún Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru: Ólöf Jara, f. 1989, Anna IJjördís, f. 1992, og Elísabet, f. 1994. Valgeir á einnig Evu Lilju, f. 1975, og á hún einn son, Valgeir Hrafn, f. 1997. 2) Sigur- björg Steindórs- dóttir, f. 1958,^ synir hennar eru: Óskar, f. 1976, og Steindór, f. 1977. 3) Benedikt Þór Gústafsson, f. 1961, sonur hans er: Benedikt Gilbert, f. 1987. 4) Jóhann Trausti Bergsson, f. 1972, maki Ingi- björg Ósk Elías- dóttir. Dóttir þeirra er Guðlaug Elísa, f. 1997. Jóhann Trausti á einnig Benjamín, f. 1996. 5) Elsa Björk Bergsdóttir, f. 1972, börn henn- ar eru: Helga, f. 1990, og Ás- laug Alda, f. 1995. 6) Bryiyar Ingvarsson, f. 1979. Utför Guðlaugar fór fram í kyrrþey 12. september. Elsku mamma mín, loks ertu farin í sælunnar stað og þú og ham- ingjan hafa fundið hvor aðra. Minningarbrotin þjóta fyrir hug- skotssjónum, blátt Blaupunkt út- varpstæki í eldhúsglugganum heima og þú segir stundarhátt við mig þar sem ég sit við eldhúsborðið eitthvað að sýsla við heimalærdóm, „Hlustaðu ... þetta er Schu- bert..." og söngvar löngu látins meistara hljóma úr tækinu. Þú sýn- ir mér gæsahúðina sem myndast á handleggnum á þér. „Af hveiju?“ spyr ég. „Þeta er svo fallegt,“ svar- ar þú og lítur á mig stóru bláu augunum þínum, eins og ég ætti að vera gæddur öllum skilningi heimsins. Einn rigningardaginn sitjum við systkinin við borðstofu- borðið og litum í bækur, „Oh Danny boy ... “ syngur Harry Belafonte af grarnmófóninum og þú grætur. Við spyijum: „Af hveiju græturðu, mamma?“ „Þetta er svo fallegt,“ svarar þú. Þú hristir mig við fyrsta hanagal á föstudaginn langa. Blau- punkt-tækið er komið inn í svefn- herbergi. És sest til fóta og hlýði með andakt á frásögnina um pínu frelsarans, sýni djúpa hluttekningu og þegar kórinn byijar að syngja „Eg kveiki á kertum mínum“, þá ferðu aftur að gráta. Ég spyr af hveiju, það er svo langt síðan frels- arinn dó. Þú útskýrir fyrir mér kjarnann í kristinni trú og ég öðl- ast dýpri skilning um ókomin ár. Á páskadagsmorgun erum við systk- inin öll sest til fóta, með þijú hand- klæði breidd yfir til að hlífa sæng- urlíninu, bijótum súkkulaðieggin sem svo lengi hafa staðið uppi á bókaskáp innilokuð í glært sellófan, kjömsum á innihaldinu og þú út- skýrir fyrir okkur merkingu máls- háttanna meðan presturinn í Blau- punkt-útvarpinu tónar um upprisu frelsarans. Ég reyni að herma upp fáeinar hendingar, en þú áminnir mig um að leggja ekki nafn Drott- ins við hégóma og ég þagna, sting upp í mig konfektmola og hlusta á síðasta sálminn í auðmjúkri andakt. Þú varst ung að árum, 27 ára gömul, orðin einstæð þriggja bama móðir og án nokkurs vafa fegursta þriggja barna móðir í heimi og hvar sem þú fórst var eftir þér tekið og orðsporið sem fór af einstakri feg- urð þinni var goðsögum líkast. Aldr- ei leit ég fegurra fljóð á meðan ég sleit barnsskónum við pilsfaldinn þinn en það er svo með fegurstu blómin að þau eru slitin upp fyrst og sölna áður en rauður morgunn rís. Og þó að þér og heiminum hafi ekki komið vel saman alltaf og á stundum hafí á milli ykkar verið alvarleg misklíð, þá veit trúa mín að þú ert nú komin í þann eina stað þar sem þú finnur frið og heim- urinn hérna megin grafar hefur tekið þig í sátt. Uppheimar veit ég fagna komu þinni og amma og afí breiða út faðminn móti þér; ég og við öll systkinin hugsum hlýtt til þín og biðjum fyrir eilífum friði með þér. Mikil og góð ættkvísl er frá þér runnin og þú getur farið héðan með virðingu og reisn. Ég mun varðveita allar góðu + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUNNÞÓRUNN ERLINGSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, er látin. Kristín Einarsdóttlr Rygg, Olav Rygg, Hafdís Elnarsdóttlr, Jón Ármann Jakobsson, Elías Einarsson, Ólöf Eyjólfsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR V. WIUM VILHJÁLMSSON, bifreiðastjóri, Hjallavegi 2, Reykjavfk, andaðist 10. september á Kristnesspítala. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Hjartarson, Herborg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Hjartarson, Harpa Jónsdóttir, Guðbjörn Hjartarson, Sigríður Hjartardóttir, Hreiðar Gfslason, Sævar Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR minningarnar og láta þær verða ljós í mínu lífí. Ég kenni dætrum mínum versin sem þú kenndir mér, ég syng fýrir þær vísumar sem þú lærðir, ég segi þeim sögumar sem þú sagð- ir mér, ég signi þær eftir baðið eins og þú gerðir við mig, ég fer með sömu bænimar með þeim áður en þær sofna á kvöldin og brátt fer ég að syngja fyrir Valgeir Hrafn, dótturson minn, þessi sömu vers, því enn hafa þau ekki glatað gildi sínu, svo til einhvers var jarðvistin, þótt þér fyndist hún lítilsvirði þegar þú varst langt niðri og þrautir þessa heims að sliga þig á líkama og sál. Þú gekkst ekki þann veg um stigu lífsins sem allir hinir, heldur valdir þér sérleið sem gerði þér ekki beinlínis auðvelt fyrir og varð þér þess vegna oft fótaskortur; en reistir þig við jafn harðan og hélst áfram á þeirri sömu braut og þú valdir þér. Ekki fórstu heil þennan torsótta og krókótta veg og veik- leiki þinn gerði að þér var tæpast sjálfrátt þegar þú beygðir af. Þú naust ekki þeirrar gæfu að koma öllum börnum þínum til manns, en Drottinn Guð er sá sem öllu ræður og þú lifðir að vita öll böm þín í öruggum höndum ásamt barnabörnum og fréttir af nýfæddu fyrsta langömmubarni þínu fékkstu áður en þú yfirgafst þessa jarðvist. Elsku mamma, við áttum langt samtal í vikunni áður en þú hvarfst á braut og við töluðum um gömlu dagana og ég sökk inn í löngu horf- inn heim með þér, heim þar sem tíminn stóð í stað og fátt virtist benda til þess að nokkuð mundi nokkurn tíma breytast, en auðvitað breytast tímarnir og mennirnir með og loks á efsta degi skal gera upp reikningana. Við höfum gert upp okkar að svo miklu leyti sem við vorum fær um og ég bið algóðan Guð að blessa þig og minningu þína. Sonarkveðja, Valgeir Skagfjörð. Sólin er hnigin og nú kemur nótt, við skulum lengur ei æja, því skaltu, moldarbam þig búa fljótt þreytt af að gráta og hlæja. Kom mér í faðm, þér ég þrýsti að mér, - hræðstu ekki - ! svo hægt og svo létt ég á burtu þig ber ljósum að draumanna löndum, langt burt frá gleymskunnar ströndum. Hvíl mér á örmum! Ég elska þig heitt, þér óhætt skal vera þó blundir, hið besta, þig dreymdi, skal bráðlega veitt, og brennandi læknaðar undir. Svæfða ég marga sem þig hefi þar, - hræðsðu ekki - ! þungum frá hörmum ég þúsundir bar burtu að ljósheima löndum, langt burt frá táranna ströndum. Þögul og kyrr er mín prúðhelga borg og þar læknast mannshjörtun særðu; allt, við sem þú skildir í veröld með sorg, vaknaður aftur þar færðu. Nú varir ég kyssi og vef þig að mér, - hræðstu ekki - ! hægum í svefni ég burtu þig ber, lang burt, að eilífum löndum. Langt burt frá gleymskunnar ströndum. (Þýð. Hannes Blöndal.) Blessuð sé minning þín, elsku systir. Þín, María Björk. ELIN ÞORUNN NORDQUIST + Elín Þórunn Nordquist fæddist í Bolung- arvík 18. júlí 1929. Hún lést á heimili sínu í Rohnert Park, Kaliforníu, hinn 27. ágúst sið- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Nordquist, f. 18. nóvember 1895, d. 24. janúar 1961, og Ása Vigfúsdóttir Nordquist, f. 2. apríl 1899, d. 15. júní 1985. Bræður Elínar: Sverrir, f. 20. otkóber 1916, Jón, f. 20. janúar 1920, d. 2. júlí 1939, Viggó, f. 20. septem- ber 1921, Jónas, f. 11. ágúst 1925, og Theodór, f. 3. júlí 1933, d. 18. desember 1995. Elín var gift Warren H. Smith, f. 10. apríl 1910, d. 10. október 1974. Barn þeirra er Ása, lög giltur réttarritari í Kaliforníu, f. 24. október 1951. Seinni + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, HAFDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 35, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum 7. september sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND félag (slands Matthías Loftsson, Kristján Matthfasson, Erna Matthfasdóttir, Kristján Júlfusson, Brynja Kristjánsdóttir, Júlfus Kristjánsson, Loftur Þorsteinsson, maður Elínar var David Benson, og er hann einnig lát- inn. Elín tók gagn- fræðapróf frá Gagnfræðaskólan- um á ísafirði. Hún vann hjá Útvegs- banka íslands á Isafirði. Síðan flutti hún til Reykjavíkur og vann um árabil hjá Heildverslun Magnúsar Kjaran. Elín starfaði síðan á lögmannastofu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, þar til hún fluttist til Bandaríkjanna 1961. Elín tók próf sem lögg- iltur réttarritari í Kaliforníu og starfaði hjá forsætisráðu- neyti Kaliforníufylkis í San Fransisco um 20 ára skeið, sem löggiltur réttarritari. Útför Elínar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey mánudaginn 8. september. Það var sumarið 1995 að föður- systir mín Elín kölluð Ewa kom í heimsókn til íslands, en Ewa frænka bjó í Bandaríkjunum í nokkra áratugi, heimsóknin var í hennar augum „að koma heim“. Bræður Ewu þeir Sverrir, Viggó og Jónas snerust í kringum litlu systur í sex vikur, það var yndis- legur tími fyrir Ewu og einnig fyrir okkur skyldfólkið. Ekki hafði hún gleymt neinu og var málfar hennar til fyrirmyndar. Ewa kom ekki svo til íslands að hún færi ekki á æskustöðvamar, ‘Bolungar- vík og ísafjörð. Þar heimsótti hún Viggó og Tedda bræður sína, en Teddi yngstur þeirra systkina var í miklu dálæti hjá Ewu svo og fleirum er hann þekktu, en Tedda misstum við fyrir tæplega tveimur árum. Eftir þann missi fór Ewa mikið að hugsa um fólkið sitt hér og landið, hvort hún gæti komið aftur heim og hvað hún gæti ef til vill unnið við og annað í þeim dúr. Þó varð vogarskálin alltaf þyngri handan við hafíð þar sem einkadóttirin, Ása, býr og dætur hennar tvær og tvö ung barna- böm. Ása og dætur hennar önnuð- ust Ewu frænku af alúð er veik- indi hennar ágerðust og sáu alfar- ið um hana á heimili hennar þar til yfir lauk. Ég átti mikinn vin í frænku minni og heimsótti hana nokkrum sinnum til Bandaríkj- anna, hún var höfðingi heim að sækja. Ekki alls fyrir löngu hringdi hún í mig og sagði að sig hefði allt í einu langað svo til að heyra fal- legu röddina mína og hvort ég hefði það ekki gott. Þetta símtal gladdi mig inn að hjartarótum og þar geymi ég hlýjuna sem þessi orð veittu mér. Svona var hún frænka mín. Það er sárt til þess að hugsa að hennar hlekkur er brostinn í fjölskyldunni, og vita af afkom- endum Ewu, fimm að tölu, svona langt í burtu. Megi góður Guð gefa að við missum ekki af þeim og gefi Ásu, dætrum hennar, og barnabömum, styrk í sorg þeirra. Megi minningin um Ewu gefa okkur dug til að rækta fjölskyldu- böndin af alúð og einlægni hvar sem við emm í veröldinni. Eitt hjarta ég þekki. Því er svo þögult allt í kring um mig. Streym, elfur, hægt í hafið. Lát húmið, skógur, byrgja þig. (Tómas Guðmundsson.) Sigrún Viggósdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Sigríður Brynjólfsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Híldur Kristjánsdóttir, Erna Matthíasdóttir. 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld 22 - einnig um h Skreytingar fyrir öll tílefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.