Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Ég vil að fólk gráti og hlæi Breska kvikmyndin Leyndarmál og lygar naut fádæma vinsælda þegar hún var sýnd í Háskólabíói. Nú hefur leikstjóri myndar- innar, Mike Leigh, lokið við myndina Sjálf- stæðar stelpur sem verður frumsýnd í Há- skólabíói um næstu helgi. Hildur Lofts- dóttir hitti meistarann í London til að spjalla um nýju myndina. LYNDA Steadman, Mark Benton og Katrin CartP . skemmta sér á námsáranum HANNAH og Annie hittast mörgum árum seinna, og lenda í ýmsu óvæntu. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir MIKE Leigh á skrifstofu sinni í Soho í London. SJÁLFSTÆÐAR STELPUR segir frá tveimur stúlkum Annie og Hönnuh sem eru dálítið sérstakar. Pær verða vinkonur þegar þær leigja saman á námsárunum. Nú eru þær að hittast í íyrsta sinn mörgum árum eftir námslok, og hafa margar misjafnlega skemmti- legar minningar að rifja upp. - Hvað viltu segja með Sjálfstæð- um stelpum? „I þessari mynd er ég að fara inn á þema sem er mér mjög hugleikið; hvernig lífið gengur fyrir sig, hvemig fólk fótar sig í lífinu og hvaða breytingum það tek- ur við þá misjöfnu reynslu sem það lendir í. Ég fjalla um þetta í mörg- um af mínum myndum. Þetta eru hugleiðingar um vináttu, ýmiskonar sambönd og hvemig þeim reiðir af í tímans rás. Ég vona að ég sé að gera myndir um lífsreynsluna í heild. Með það að markmiði er ég í Sjálfstæðum stelp- um að tala um það sem við göngum í gegnum á yngri ámm. Einnig hve erfítt það er að bera í brjósti sér til- finningar til fólks í lengri tíma án þess að fá útrás fyrir þær.“ Fyrst og fremst manneskja - Persónumar í myndum þínum eru sjaldan aðíaðandi, en áhorfand- anum fer samt fljótt að þykja vænt um þær. „Já einmitt, þetta er mér sérlega hugleikið, því þetta gerist svo oft í lífinu. Um leið og manni fer að þykja vænt um fólk þá sér maður það í öðra ljósi. Þessu vildi ég koma á framfæri með því að hafa móður- ina og dótturina af sitthvoram kyn- þættinum í Leyndamálum og lyg- um. Fyrst skiptir mestu máli að Hortense er svertingi, en þegar á líð- ur og málin fara að þró- ast, þá skiptir bara máli að hún er manneskja. Að þau eru öll mannverur með tilfinn- ingar. Oft sýnist fólk indælis mann- eskjur í fyrstu en er svo skíthælar er á reynir. Þannig er nú einmitt líf- ið.“ Leikarar eru skapandi listamenn - Áhorfendur eru undantekninga- laust hrifnir af frammistöðu leikara þinna. Hvaða aðferðir notar þú við þá? „Ef við tökum Sjálfstæðar stelp- ur sem dæmi, þá kom ég fyrst með hugmynd að mynd, eða frekar til- finningu fyrir mynd, sem mig lang- aði til að gera. Hlutverkin Annie og Hannah voru upphugsuð sérstak- lega fyrir leikkonurnar Lyndu Steadman og Katrin Cai-tlidge. Það gerði ég reyndar í samvinnu við þær. Þannig vinn ég alltaf. Ég vinn með leikuranum mjög lengi, og handritið kemur út úr því samstarfi. Við vinnum saman í marga mánuði, GN Sunnud. 14. sept. Kl. 11:00 Djassmessa í Árbæjarkirkju Kl. 17:00 Síódegisdjass á Jómfrúnni við Lækjar- götu: Djassklúbbur RúRek: J.J. Soul Band Kl. 21:00 Alþjóðlegt spunakvöld í Kringlukránni Kl. 23:00 RúRek á miðnætti: Spuni í tali og tónum á Jómfrúnni vió Lækjargötu Mióasala i Japis Brautarholti Miðapantanir i síma 551 0100. Námufélagar Landsbankans fá afslátt. búum til heilan heim, reynum að fá mynd á hann, æfum fram og til baka og að lokum föram við í upp- tökur. Það sem ég er í raun að gera er að vinna með leikuram og not- færa mér það að þeir geta verið skapandi listamenn eins og aðrir listamenn." Enskir leikarar eru góðir - Eftir hverju velurðu þá leikar- ana þína? „Stundum þekki ég leikarana og veit hvað þeir geta gert fyrir mig. Ég vann t.d með Katrin Cartlidge í myndinni Naked, og hún er alveg frábær leikkona sem er óhrædd við að vera bæði ljót og óaðlaðandi. Þannig vil ég hafa leikara. Stundum tek ég líka áhættu í leikaravali. Þar má nefna Mark Benton, sem leikur Ricky, furðulegan vin stúlknanna. Hann kom í prafu til mín í fyrsta skipti fyrir þessa mynd og reyndist alveg frábær leikari. Þetta era allt frábærir leikarar. Andy Serkins sem leikur ömurlega manninn sem er að selja íbúðina sína, er alveg frá- bær náungi. En hann er líka mjög góður leikari og undirbjó sig mikið fyrir hlutverkið. Hann fór í kaup- höllina í London og valdi sér fyrir- mynd þar, og hann er nákvæmlega eins og þessir taugaveikluðu gæjar, sífellt að fá sér kókaín í nös. Ég hef annars mikið val því enskir leikarar era mjög góðir. Ekki allir, en flest- ir.“ Heima er best - Muntu fara einhverjar ótroðnar slóðir í framtíðinni? „Reyndar má ég ekkert tala um það sem ég mun taka mér fyrir hendur á næstunni. Ég held samt áfram að gera kvikmyndir svo lengi sem ég get, og held mig sjálfsagt við þau efni sem mér era hugleikin. Ég vil fyrst og fremst halda áfram að fá áhorfendur mína til að finna til, hlæja og gráta. Ég hef verið spurður að því hvort ég hafi áhuga á að fara til Hollywood, en þá vil ég frekar deyja. Það kemur ekki til greina að starfa með öðrum en sjálfstætt starfandi aðilum. Auk þess sem ég sé ekki hvers vegna ég ætti að hafa áhuga á Hollywood. Ég hef unnið bæði á írlandi og í Ástralíu, og það gekk ágætlega. En ég vil vinna í Englandi því þar á ég heima. Ég segi sögur af því umhverfi sem ég þekki. Alveg eins og hvaða góður íslenskur kvikmyndaleikstjóri sem er hefur sjálfsagt mestan áhuga á að gera myndir á Islandi. Líka til að styrkja íslenska kvikmynda- gerð.“ - Hvernig heldurðu að fólk taki Sjálfstæðum stelpum eftir miklar vinsældir Leyndarmála og lyga? „Þau viðbrögð sem ég hef fengið hingað til við þessari mynd era mjög jákvæð. Fólki finnst myndim- ar mínar góðar af misjöfnum per- sónulegum ástæðum, og það er eins og margir sjái sig í þessari mynd. Eg vona að það sé satt, því mig langar að gera myndir sem fólk vill sjá.“ - Eitthvað sem þú vilt segja að lok- um? „Nei, allt sem ég vil segja er, vona ég að minnsta kosti, á tjald- inu.“ Haustnámskeið KennsLa í framhalds-, byrjenda- og stúLknaflokkum hefst dagana ol rt , i5. tiL 20. Skakskoli september n.k. í s l a n d s Alþjóðlegir titiLhafar annast alLa kennsLu. Kennt verður frá kl. 17.00 tiL 19.00 aLLa virka daga og frá kl. 11.00 tiL 12.30, 12.30 tiL 14.00 og 14.00-16.00 um heLgar. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga og helgarfrá kl 10.00 til 13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaafiláttur. Kvikmyndaskóli Islands Tveggja mánaða námskeið í kvikmyndagerð Kennslan er bókleg og verkleg. Farið verður í alla helstu grunnþætti kvikmyndagerðar, þ.e. leikstjórn, kvikmynda- töku, klippingu, hljóðvinnsluleikmynd, förðun og fram- leiðslu. Leiðbeinendur og fyrirlesarar eru 19 talsins, þar af margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Námskeiðið stendur yfir frá 6. október til 29. nóvem- ber 1997. Nemendum verður skipt í tvo hópa; daghóp og kvöldhóp. Kennt verður fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga, 4 tíma í senn. Einnig verður kennt á laugar- dögum 6 tíma og þá verða fyrirlestrar og kvikmyndasýn- ingar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla þá sem vilja verða kvikmyndagerðarmenn eða vilja öðlast þekkingu í gerð kvikmynda. Umsóknafrestur rennur út 30. september. Upplýsingar og skráning í síma 588 2720 milli kl17 og 19 frá og með 15. september. Stundum tek ég líka áhættu í leikaravali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.