Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 29 l, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR STJÓRN Landsvirkjunar hefur mótað stefnu fyr- irtækisins í umhverfismálum og samþykkt ráðningu sérs- taks umhverfisstjóra. Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Lands- virkjunar, sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag, að þessar ákvarðanir bæru þess vott, að Landsvirkjun ætlaði sér að taka umhverfis- mál fastari tökum í framtíð- inni, sem og, að gerðar yrðu ákveðnar breytingar á innra starfi fyrirtækisins til að fylgja umhverfisstefnunni eftir. Þótt hér sem víðar í samskiptum manna við um- hverfið eigi við gamalkunn- ugt orðtak, „dag skal að kveldi lofa . . .“, ber að fagna því að framkvæmdaaðili eins og Landsvirkjun skuli stíga á stokk og strengja þess heit „að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í umhverfismálum og fram koma m.a. í lögum, reglu- gerðum og alþjóðlegum skuldbindingum íslendinga“. Sjávarauðlindir okkar eru flestar full- eða ofnýttar. Búvöruframleiðslan hefur og verið umfram innlenda eftir- spurn. Þótt sitt hvað hafi Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. færzt til betri vegar í þessum undirstöðugreinum atvinnu- lífs okkar undanfarið er eðli- legt, að horft sé til „þriðju auðlindarinnar“, orkunnar í fallvötnum og jarðvarma landsins, sem breyta má í störf, verðmæti og lífskjör, m.a. með stóriðju. Böggull fylgir þó skammrifi. í kjölfar aukinnar þekkingar á lífríki jarðar hefur kröfunni um hreinna umhverfi og vernd náttúruauðlinda vaxið fiskur um hrygg. Land okkar geym- ir og margar sérstæðar nátt- úruperlur, sem vernda verð- ur. Það gildir ekki hvað sízt um hálendið. Við verðum því að sameina eða samhæfa það tvennt: 1) að nýta auðlindir umhverfis okkar af hyggind- um, til þess að byggja upp hagsæld þjóðarinnar, og 2) að vernda þær, hreinleika láðs og lagar, sem og nátt- úruperlur landsins til langrar framtíðar. Stefnumörkun Landsvirkjunar sýnist miða til þeirrar áttar, en þar segir m.a. „Við ætlum okkur að greina umhverfisáhrif nýrra orkumannvirkja fyrirfram og stunda rannsóknir á um- hverfi þeirra, bæði áður en þau verða byggð og eftir að þau komast í rekstur, til þess að fylgjast með áhrifum þeirra og fyrirbyggja eftir því sem kostur er skaða á umhverfinu, sem þau geta valdið, en bæta úr ef ekki verður hjá honum komist. . . Við ætlum í allri okkar starf- semi að vera til fyrirmyndar í meðferð náttúruauð- linda . . . Við ætlum að gera sömu kröfur til þeirra aðila er vinna fyrir okkur sem verktakar og ráðgjafar og við gerum til okkar sjálfra. Við ætlum að sýna samstarfsvilja í verki gagnvart stjórnvöld- um umhverfismála, hags- munasamtökum og almenn- ingi.“ Við íslendingar eigum nær allt okkar undir því komið að spornað verði við mengun hafanna og að viðkvæmt umhverfi norðurhjarans verði verndað eins og kostur er og sjálfbær og ábyrg nýting sjávarauðlinda verði tryggð. Meðal annars af þeim sökum er mikilvægt að við gefum öðrum þjóðum gott eftirdæmi í umgengni okkar við þær auðlindir láðs og lagar, sem forsjónin hefur fært okkur upp í hendur, sem og við þær náttúruperlur er land okkar prýða - og hvað mest að- dráttarafl hafa á erlenda ferðamenn. í þeim efnum þurfa öll ábyrg þjóðfélagsöfl að leggjast á eitt. Það er við hæfi að fyrirtæki og samtök íslenzk atvinnulífs standi að framsýnni stefnmörkun í umhverfismálum. Vonandi verður samþykkt stjórnar Landsvirkjunar hvati á þeim vettvangi. Orð eru til alls fyrst í þessum efnum sem öðrum. En mest er um vert að hin góðu áformin gangi eftir í umgengni okkar við landið og umhverfið. UMHVERFIOG ATVINNULÍF ÞAÐ ERU •víðar víxl- áhrif í fornum ritum en í lýsingum á sögu- hetjum. Þannig eru víða frásagnir af því þegar Kjartan Ólafs- son og aðrir íslendingar taka kristni í Niðarósi. Sögulegur kjami þeirrar frásagnar virðist upphaflega kom- inn úr munnlegri geymd og að ein- hverju leyti um sögulegan farveg Þingeyrarmunka sem rituðu á lat- ínu um Ólaf konung Tryggvason. Snorri skrásetti eina gerð Kjartans- sögunnar í Heimskringlu, Sturla Þórðarson aðra í Kristni sögu, höf- undur Laxdælu þá þriðju í riti sínu og loks er hana að finna í Flateyjar- bók. Orðalag Laxdælu er nálægt Kristni sögu Sturlu í upphafi kaf- lans um Kjartan Ólafsson í Niðar- ósi, þótt orð hans séu lögð Bolla í munn í frásögn Sturlu, en síðari hluti Sturlu-frásagnarinnar er afar keimlíkur miðkaflanum í frásögn Snorra og augljóst að Sturla hefur sótt þangað, en jafn augljóst að báðir hafa notað sömu frumheimild- ir. Þá notar höfundur Flateyjarbók- ar upphaf og niðurlag Laxdælu, oft frá orði til orðs („Það var um haust- ið einn góðan veðurdag...“) en í upphafínu styðst hann einnig mjög við frásögn Sturlu einsog höfundur Laxdælu, en þar eru orð Bolla lögð Kjartani og Hallfreði vandræða- skáldi í munn, en efnisþráðurinn að öðm leyti hinn sami. Svipuðu máli gegnir um niður- lagið þarsem talað er um að þeir Bolli hafi farið úr hvítvoðunum en það orðalag er í öllum útgáfunum, fyrst notað af Snorra í íslenzkri gerð. Þetta sýnir fyrst og síðast hvern- ig fornar frásagnir eru margskrif- aðar í ýmsum gerðum, jafnvel Landnáma. Þannig hafa verið til frumútgáfur flestra ritstýrðra sagnfræðirita íslenzkra en síðar við þau bætt einsog átti sér stað um Landnámu og Grettis sögu sem Sturla Þórðarson ritstýrði. Þannig hefur frumnjála áreiðanlega einnig verið til þótt glötuð sé einsog frumgrettla og frumlandnáma. Höf- undur hennar hefur ekki getað fylgzt með endanlegri gerð ritsins einsog Sturla hefur gert þegar Grettis saga hans var skrásett í endanlegri gerð. Og margt er ólík- legra en sami höfundur hafí ritað Kjartans-kaflann í Kristni sögu og Laxdælu, e.t.v. með einhverri að- stoð á bókverkstæði sínu einsog Snorri gerði heima í Reykholti. Höfundur Njálu hefur aftur á móti skrifað miklu meira af Kristni sögu Sturlu inní rit sitt en höfundur Lax- dælu gerði, þótt báðir hafí þeir notað frásögn Sturlu sem uppistöðu og ívaf. Höfundur Kjartans-sög- unnar í Flateyjarbók hefur rakið efni Laxdælu, einatt frá orði til orðs. Skrifarar og höfundar þessa at- hyglisverða og margfræga kafla hafa þannig verið að skrásetja þennan sögukjarna með ýmsum hætti í heila öld. Mætti af því draga ýmsar ályktanir um aðra þætti ís- lenzkrar sagnaritunar. í XXXV kap. Njáls sögu • er sagt frá því sem frægt er orðið, að Hallgerður langbrók vildi engin hornkerling vera og er einnig að þessu vikið annars staðar í sögunni. Á þetta hef ég minnzt í Bókmenntaþáttum þarsem segir: „Barði Guðmundsson segir að “auk ræðanna (sem Þorvarður Þórarins- son heldur) eru í Þorgils sögu nokkrar einstakar setningar eftir Þorvarði hafðar: „eigi munum vér eiga óvænna en hornvon", er sagt að Þorvarður hafi mælt á fundi, er hann hélt með Þorgilsi Böðvarssyni haustið 1257,“ en hann hafði setið á hornbekk utanverðum við horn- stafinn". í Njáls sögu koma þessar setn- ingar fyrir: „hvergi mun eg þoka, því að engi hornkerling vil eg vera“ (Hallgerður við Bergþóru) og „þú ert annað hvort hornkerling eða púta“ (Skarphéðinn við Hallgerði). Hugsunargrundvöllur þessara setn- inga er hinn sami. Og orðin „horn- von“ og „hornkerling“ óvenju sjald- séð. Hafa orðabækur ekki önnur dæmi en þau, sem nú voru nefnd". Þannig kemur hornkerling ein- ungis fyrir í Njálu þessi tvö skipti, hornvon einungis í Sturlungu þetta eina sinn, en hornungur alloft í fornum ritum. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. september ÍKJARAÐSTEFNA Evrópusambandsins, sem lauk með leiðtoga- fundi í Amsterdam fyrr á þessu sumri, skilaði ekki þeim árangri, sem margir höfðu vænzt. Á ráðstefnunni náðist vissulega samkomulag um að styrkja sam- eiginlega stefnu ESB í ýmsum málum, til dæmis umhverfismálum, atvinnumálum og málefnum, sem varða réttindi borgaranna. Sá hængur er reyndar á að í Amsterdam- sáttmálanum, sem er afurð ríkjaráðstefn- unnar, er meira um pólitískar yfirlýsingar um þessi mál en skýr ákvæði um það hvernig á að ná hinum nýju markmiðum. Þá var stefnumótun sambandsins í utan- ríkismálum styrkt nokkuð, meðal annars með því að takmarka neitunarvald ríkja um utanríkismálefni, sem ekki eru hernað- arlegs eðlis. Mesta breytingin, sem ákveð- in var í Amsterdam, er færsla stórs hluta dómsmálasamstarfs Evrópusambandsins í hina yfirþjóðlegu fyrstu stoð sambandsins og innlimun Schengen-vegabréfasam- starfsins í sjálft Evrópusambandið. Hins vegar mistókst aðildarríkjum ESB að ná samkomulagi um það, sem mestu máli skipti — breytingar á stofnunum sam- bandsins til að undirbúa það fyrir stækkun til austurs í upphafi nýrrar aldar. Þessu brýna verkefni var að stórum hluta skotið á frest fram á næstu öld. Flestir eru sammála um að núverandi stofnana- og ákvarðanatökukerfi ESB sé nú þegar alltof seinvirkt og óskilvirkt, enda er það gert fyrir sex ríki en nú taka fimmtán aðildarríki þátt í töku ákvarðana. Fjölgi aðildarríkjunum án þess að umbæt- ur verði gerðar á stofnunum verður sam- bandið einfaldlega óstarfhæft. Ákvæði Amsterdam-sáttmálans um að fjölga at- kvæðagreiðslum í ráðherraráðinu og um „sveigjanleika", þ.e. að nokkur aðildarríki geti tekið sig saman og farið hraðar á samrunabrautinni en önnur, stuðla vissu- lega að því að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig. En grundvallaratriði eins og atkvæða- vægi einstakra ríkja í ráðherraráðinu og fjöldi fulltrúa í framkvæmdastjórninni eru enn óleyst. Menn hljóta að spyija hvort það sé sennilegt að núverandi aðildarríki nái samkomulagi um þessi mál eftir fjögur ár, fyrst það tókst ekki nú. í versta falli getur þetta niðurstöðuleysi orðið til þess að fresta stækkun sambandsins. Getuleysi ESB til að ná samkomulagi um breytingar á stofnanakerfínu hefur raunar orðið ýmsum þeim, sem fjalla um málefni sambandsins, tilefni til að spyija hvort ríkjaráðstefnur, þar sem allir hafa neitunarvald, séu rétta aðferðin til að breyta stofnsáttmálum þess. En betri að- ferð hefur enn ekki fundizt. Annað markmið ríkjaráðstefnunnar, sem ekki náðist, var að gera starfsemi sambandsins gagnsærri og skiljanlegri fyrir hinn almenna borgara og stofnsátt- mála þess aðgengilegri. Reyndar eru í Amsterdam-sáttmálanum mikilvæg ákvæði um aðgang almennings að gögnum sambandsins og að ákvarðanataka skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. En þeim, sem hafa lesið samningstextann, kemur saman um að í samanburði við hann sé hinn tyrfni Maastricht-sáttmáli eins og barnabók. Schengen og hið „sér- staka sam- band“ ÞÓTT AMSTER- dam-sáttmálinn hafi þannig valdið mörgum vonbrigð- um, verður ekki framhjá því litið að ýmis ákvæði hans hafa áhrif á sam- band íslands og Evrópusambandsins og að íslenzk stjórnvöld þurfa að meta þau áhrif og haga Evrópustefnunni í samræmi við þau. Ætla má að áhrif Amsterdam-sáttmál- ans á íslenzka hagsmuni séu einkum á þremur sviðum; í fyrsta lagi hvað varðar Schengen-vegabréfasamstarfið, í öðru lagi á sviði varnar- og öryggismála og í þriðja lagi varðandi áhrif EFTA-ríkjanna á ákvarðanatöku í ESB. Hvað Schengen-samstarfið varðar, er ljóst að semja verður upp á nýtt um þátt- töku íslands og Noregs í því, enda hafa forsendur breytzt frá því samstarfssamn- ingar landanna við Schengen-ríkin voru gerðir í lok síðasta árs. Ætla má að samn- ingaviðræður geti hafízt í næsta mánuði. Hins vegar má bóka að þær verði flóknar og erfiðar. Með því að Schengen verður innlimað í Evrópusambandið fá yfirþjóð- legar stofnanir þess viss áhrif á vegabré- fasamstarfið og ísland og Noregur munu ekki geta sætt sig við að stofnanir, sem ríkin eiga ekki aðild að, fái lögsögu um þeirra mál. Á móti kemur að völd fram- kvæmdastjórnarinnar, Evrópudómstólsins og Evrópuþingsins í samstarfinu verða mjög takmörkuð og flestar ákvarðanir ráðherraráðsins verða teknar samhljóða. Það kaldhæðnislega í málinu er að sá skortur á lýðræðislegu aðhaldi Evrópu- þingsins og lagalegu aðhaldi dómstólsins í þessum málaflokki, sem harðast hefur verið gagnrýndur í aðildarríkjum ESB, gerir líklegra að lausn finnist, sem ísland og Noregur geta sætt sig við. Þá munu samningamenn íslands og Noregs án efa vísa til þeirra sérákvæða, sem gilda um stöðu Danmerkur í vegabréfa- samstarfínu. Að því er bezt verður séð er dönskum stjómvöldum tryggð sjálfstæð ákvarðanataka á flestum sviðum, þannig að þau em ekki bundin af ákvörðunum hinna aðildarríkjanna nema samþykkja það sérstaklega, auk þess sem Danir verða undanþegnir lögsögu Evrópudómstólsins. Ákvæðin um sérstöðu Dana í þessu efni em reyndar torskildasti hluti Amsterdam- sáttmálans, að mati sérfræðinga. Miklu máli skiptir að lausn finnist á lagaflækjunum og ísland og Noregur eigi áfram aðild að Schengen-samstarfínu. í fyrsta lagi er samkomulag um þátttöku ríkjanna forsenda þess að norræna vega- bréfasambandið, einhver mikilvægasti ávinningur Norðurlandasamstarfsins, verði áfram við lýði. Með staðfestingu Amsterdam-sáttmálans munu bæði Finn- land og Svíþjóð gangast undir bindandi samkomulag um þátttöku í Schengen-sam- starfínu og eiga því ekki val á milli þess og norræna vegabréfasambandsins. Þess vegna verður að sameina þetta tvennt. I öðru lagi er mikilvægt fyrir íslenzk löggæzluyfirvöld að fá aðild að samstarfi ESB-ríkjanna gegn fíkniefnasmygli og skipulagðri glæpastarfsemi, sem lætur ís- land ekki ósnortið frekar en önnur lönd. Síðast en ekki sízt hefur þátttaka ís- lands í Schengen-samstarfinu ákveðna táknræna þýðingu. í Evrópusambandinu er enn talað um „sérstakt samband" við ísland og Noreg. Ríkin hafa nánari sam- skipti við Evrópusambandið en önnur ríki, sem standa utan þess. Þau felast meðal annars í samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði, sem veitir aðild að innri mark- aði sambandsins, og í samstarfssamning- unum við Schengen-ríkin, sem veita að- gang að hinni landamæralausu Evrópu framtíðarinnar. Framundan er stækkun Evrópusambandsins til austurs og ætla má að samstarf þess við ríkin í Austur-Evr- ópu verði æ nánara og að þeim verði í auknum mæli veittur aðgangur að stofnun- um sambandsins. Hætta er á að athyglin beinist í austur, frá íslandi og Noregi. Við þurfum hins vegar á því að halda að vera áfram í innsta hring samstarfsríkja ESB. Breytt tengsl ESB ogVES ÞÆR BREYTING- ar á utanríkis- og öryggismálastefnu Evrópusambands- ins, sem beinust áhrif hafa á ísland, varða tengsl ESB og Vestur-Evrópusam- bandsins (VES), en Island á aukaaðild að þeim samtökum, sem hafa verið kölluð Evrópustoð Atlantshafsbandalagsins (NATO). í þessum efnum varð niðurstaðan ekki jafnóhagstæð íslenzkum hagsmunum og óttazt var á tímabili, en hún hefur engu að síður áhrif á stöðu íslands í vest- rænu varnarsamstarfi. Á ríkjaráðstefnunni voru lagðar fram tillögur um að sameina VES Evrópusam- bandinu. Slíkri sameiningu hafa íslenzk stjórnvöld ævinlega verið andvíg, annars vegar vegna ótta við að hún kynni að verða til þess að veikja NATO og stuðla að því að Bandaríkjamenn teldu ástæðu til að endurskoða vamarskuldbindingar sínar gagnvart_ Evrópu, og hins vegar vegna þess að ísland á ekki aðild að ESB og myndi hafa takmörkuð áhrif, yrði Evrópu- stoð NATO fyrst og fremst þróuð á þeim vettvangi. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra gekk fyrir nokkru svo langt að segja að yrðu þessar tillögur að veruleika myndi ísland hætta aukaaðild sinni að VES. Ekkert varð úr hugmyndum um samein- ingu VES og ESB á ríkjaráðstefnunni, en í Amsterdam-sáttmálanum er þó tekið fram að sá möguleiki sé enn opinn og kveðið á um að ESB skuli efla „stofnana- legt samband sitt“ við VES. Samkomulag- ið, sem náðist að lokum, er mjög í anda tillögu Svíþjóðar og Finnlands, sem upp- haflega var hugsuð sem aðferð til að sýna að þessi ríki gætu tekið frumkvæði í örygg- ismálaumræðunni innan sambandsins, en þróaðist í málamiðlun á milli sjónarmiða þeirra, sem vildu sameiningu VES og ESB og hinna, sem vildu engar breytingar. Niðurstaðan gerir ráð fyrir að sameigin- leg utanríkis- og öryggismálastefna ESB taki til þeirra verkefna Vestur-Evrópusam- bandsins sem hafa verið kölluð Petersberg- verkefnin, þ.e. mannúðaraðstoðar og björgunarverkefna, friðargæzlu og beit- ingar herafla til að stilla til friðar á hættu- tímum. í Maastricht-sáttmálanum var kveðið á um að ESB gæti sent VES „beiðni“ um að framkvæma þau verkefni sambandsins, sem snúa að varnar- og ör- yggismálum. Á ríkjaráðstefnunni komu fram tillögur um að ráðherraráð ESB gæti gefið VES „fyrirmæli“ um slíkt — og þar með hefðu samtökin væntanlega verið „lögð undir" Evrópusambandið, en utanríkisráðherra hefur sagt að slíkt gætu íslendingar ekki heldur sætt sig við. Niður- staðan varð önnur málamiðlun; ESB mun geta „notfært sér“ VES við framkvæmd Petersberg-verkefnanna og annarra verk- eina, sem tengjast varnarmálum. Amsterdam-sáttmálinn kveður jafn- framt á um að þegar ESB noti VES í þágu friðargæzlu og skyldra verkefna, geti öll aðildarríki ESB tekið þátt í verkefn- unum og jafnframt í undirbúningi þeirra og ákvarðanatöku sem tengist þeim. Með þessu er ríkjum, sem standa utan hernað- arbandalaga, til dæmis Svíþjóð og Finn- landi, sem formlega eiga aðeins áheyrnar- aðild að VES, veitt svipuð eða jafnvel meiri áhrif á verkefni samtakanna en NATO-ríkjunum Noregi og íslandi. Þessi staða hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir íslenzk stjórnvöld. Eins og áður hefur verið rætt í Reykja- víkurbréfi hljóta viðbrögð íslenzkra stjóm- valda að verða þau að gera ísland sýni- legra á vettvangi VES og NATO og taka aukið frumkvæði á vettvangi þessara sam- taka. Við getum ekki lengur treyst á að hernaðarlega mikilvæg lega landsins tryggi áhrif okkar og að tekið verði tillit til íslenzkra hagsmuna í vestrænu vamar- og öryggismálasamstarfí. Nýlegar fréttir af tillögum innan NATO um að vamarstöð- in í Keflavík yrði tekin út úr herstjórnar- kerfí bandalagsins varpa ljósi á þetta. Þróun öryggishugcaksins, þar sem sí- fellt meiri áherzla er lögð á aðra þætti en þá hernaðarlegu, gerir Islandi hins vegar auðveldara fyrir að taka fmmkvæði í þess- um efnum. Við höfum engan her, en við höfum hins vegar þekkingu á sviði al- mannavarna og björgunarverkefna og ís- lenzkt heilbrigðisstarfsfólk hefur tekið þátt í friðargæzlu NATO í Bosníu við góð- an orðstír. Þátttaka íslands í afmörkuðum þáttum Petersberg-verkefna VES, sem ekki eru beinlínis hernaðarlegs eðlis, er í ÞJÓRSÁRDAL Morgunblaðið/Snorri Snorrason ein leiðin til að beina athyglinni að fram- lagi íslands til öryggismála í Evrópu. Al- mannavarnaæfing Friðarsamstarfs NATO, Samvörður ’97, sem haldin var hér á landi í sumar, er annað dæmi um það hvemig ísland getur beitt sér í þessum efnum. Íslendingar geta sömuleiðis miðlað af eigin reynslu við eflingu lýðræðis og atvinnulífs í austurhluta Evrópu, sem nú orðið flokk- ast undir öryggismál. Meginverkefnið í íslenzkum öryggis- og varnarmálum verð- ur þó auðvitað áfram að tryggja öruggar varnir landsins í samstarfi við Bandaríkin. Völd Evr- ópuþingsins og EES RIKJARAÐ- stefnan náði sam- komulagi um að auka völd Evrópu- þingsins. Þeim málaflokkum, þar sem þingið og ráðherraráðið taka sameig- inlega ákvörðun, hefur verið fjölgað. Það þýðir að þingið hefur í raun neitunarvald um nýja löggjöf og felli það sig ekki við þann lagatexta, sem ráðherraráðið sam- þykkir, verður að setja á stofn svokallaða sáttanefnd og semja um niðurstöðu sem bæði þingmenn og ríkisstjórnir geta sætt sig við. Þetta snertir hagsmuni íslands sem EFTA-ríkis að því leyti að sumt af þeirri löggjöf, sem þingið og ráðherraráðið tog- ast á um, er á gildissviði EES-samningsins og verður síðar hluti af samningnum. Einu áhrifin, sem EFTA-ríkin hafa á nýja lög- gjöf ESB, eru í nefndum framkvæmda- stjórnarinnar, þar sem sérfræðingar EFTA-ríkjanna eiga sæti á meðan verið er að undirbúa tillögur, sem síðan eru lagð- ar fyrir ráðherraráðið. EFTA hefur hins vegar engin áhrif á sjálfa ákvarðanatökuna í ráðinu. Sendimenn EFTA-ríkjanna í Brussel hafa kvartað undan því að löggjöf geti tekið miklum breytingum ef til þess kemur að þingið og ráðherraráðið fari að togast á um hana, og þar hafi EFTA-ríkin ekkert að segja. Þetta vandamál kom upp er völd þingsins voru aukin með samþykkt Maastricht-sáttmálans og getur ágerzt nú, er hlutverk þingsins styrkist enn. Elmar Brok, einn áhrifamesti meðlimur Evrópuþingsins, varpaði fram þeirri hug- mynd í viðtali við Morgunblaðið fyrr á þessu ári að til að vega upp á móti þess- ari útþynningu á áhrifum EFTA-ríkjanna mætti nota þingmannanefnd ESB og EFTA, þar sem sitja fulltrúar Evrópu- þingsins og þjóðþinga EFTA-ríkjanna. Það er athyglisvert skoðunarefni fyrir íslenzk stjórnvöld hvort unnt sé að virkja betur tengsl alþingismanna og Evrópuþing- manna, komi til þess að löggjöf, sem varð- ar íslenzka hagsmuni, sé bitbein Evrópu- þingsins og ráðherraráðsins. Þetta gæti jafnframt verið leið fyrir Alþingi til að taka virkari þátt í mótun Evrópustefnunn- ar en það hefur gert til þessa. Þingmanna- samstarf þarf ekki aðeins að vera mál- þing; það má einnig nota til að koma upp- lýsingum um hagsmuni íslands og útskýr- ingum á þeim á framfæri. „Þótt Amster- dam-sáttmálinn hafi þannig valdið mörgum von- brigðum, verður ekki framhjá því litið að ýmis ákvæði hans hafa áhrif á samband íslands og Evr- ópusambandsins og að íslenzk stjórnvöld þurfa að meta þau áhrif og haga Evrópu- stefnunni í sam- ræmi við þau.“ i M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.