Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn SAMRÆMD próf í Hvassaleitisskóla. Slakar einkunnir í samræmdu prófunum hafa ýtt við sumum skólum að gera úrbætur. Valdið til fólksins? Þó að málefni grunnskólanna hafí veríð flutt til sveitarfélaganna eru samningar um kjör kennara enn miðstýrðir. Helgi Þorsteinsson leitaði álits skólamanna, sveitarsijómarmanna og foreldra á því hvort betra væri að færa samningana tii sveitarfélaganna og jafnvel að láta foreldrana hafa beinni áhrif á skólastarfið en nú tíðkast. Morgunblaðið/Einar Falur TÖLVUSTOFA í Villingaholtsskóla. Foreldrar hafa í mörgum tilfellum gefið skólunum nýjar tölvur. TILGANGUR flutnings grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaganna var sá að stjóm skólanna færðist nær þeim sem þjónustunnar nytu, meðal annars átti að auka möguleika foreldra á að hafa áhrif. Launamál kennara eru formlega utan valdsviðs ein- stakra sveitarfélaga, því um þau er samið á vegum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Því hefur verið varpað fram, meðal annars í Morgunblaðinu, hvort ekki væri ráð að spyrja foreldra og aðra íbúa sveitarfélags formlega í at- kvæðagreiðslu að því hvort þeir vilji greiða hærra útsvar til að hægt sé að hækka laun kennara. Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa raunar víða þegar tekið ákveðna afstöðu til kjaramála kenn- ara með því að greiða þeim hærri laun en tiltekin eru í kjarasamning- um, bæði með beinum yfirborgun- um og ýmsum hlunnindum. Þetta hefur verið gert af nauðsyn, því að öðrum kosti hefur reynst erfitt að fá kennara með réttindi til starfa, til dæmis á Vestíjörðum, Norður- landi vestra og Austurlandi. „Við höfum boðið flutningsstyrk °g tryggt ódýrt húsnæði,“ segir Rúnar Vífílsson, skóla- og menning- arfulltrúi ísafjarðarbæjar. „Fyrir sameininguna voru sum af sveitar- félögunum hér með svokallaða stað- aruppbót, sem er eingreiðsla, greidd út í desember. Við verðum sennilega með hana yfír línuna, en mismun- andi háa eftir því hvort menn hafa réttindi eða ekki og eftir starfs- aldri." Rúnar segir hlunnindi kennara hjá ísafjarðarbæ vera minni en hjá flestum öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni. „Þessi hlunnindi áttu að vera sérstakt átak til að laða að réttindakennara en ástandið hefur samt aldrei verið verra.“ Rúnar segist hafa efasemdir um gagnsemi þess fyrir bæinn að hækka yfírgreiðslurnar. „Eg held að það þýði ekkert fyrir sveitarfé- lögin að vera í stanslausri sam- keppni um vinnuaflið. Það verður að hafa einhveijar fastar reglur í þessu. Ef við förum að auka hlunn- indin bjóða aðrir bara hærra. Það er miklu skynsamlegra að bjóða góða skóla og góða vinnuaðstöðu. Þá velja menn vinnustað eftir því hvernig þeim líkar umhverfið.“ Á Hólmavík er kennurum bæði boðið upp á húsnæðishlunnindi og aukagreiðslur. „Aðstæðurnar hafa neytt okkur út í þetta,“ segir Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri á Hólma- vík. Ef við gerum þetta ekki fáum við ekki kennara á svæðið og góð menntun er grundvallaratriði í því að veija byggðina." Mikil vinna aðalatriðið „Til að standa jafnfætis öðrum skólum í samkeppni um menntaða kennara verðum við að borga vel,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sveit- arstjóri á Raufarhöfn. „Fyrst og fremst felst það í því að útvega mikla vinnu. Menn geta tekið á sig yfirvinnu, félagsstörf, áfanga- og fagstjórn og frímínútugæslu til að auka tekjur sínar.“ Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, segir engar yfír- borganir tíðkast til kennara í skól- um borgarinnar og engar hugmynd- ir uppi um hlunnindi. Aðdráttarafl Reykjavíkur fyrir kennara sé fyrst og fremst góð þjónusta og aðstaða sem helgist meðal annars af stærð sveitarfélagsins. Til dæmis megi nefna að í fyrra tvöfaldaðist fram- lag borgarinnar til endurmenntun- ar, myndarleg bókasöfn séu í skól- um og sálfræðiþjónusta, kennslu- ráðgjöf auk annarra sérúrræða og faglegrar aðstoðar sé fyrir hendi. Að sögn Braga Michaelssonar, formanns skólanefndar Kópavogs, njóta kennarar þar engra yfírborg- ana. „Kópavogur hefur reyndar lát- ið meiri peninga í skólana en önnur sveitarfélög. Meðal annars höfum við þegar fjölgað kennslustundum upp í það sem á að verða þegar grunnskólalög verða endanlega komin til framkvæmda og að auki fjölgað timum í fjölmennum bekkj- um sérstaklega. Með þessu höfum við útvegað kennurunum meiri vinnu, þó að það hafi reyndar ekki verið meginhugsunin, heldur hitt að bæta menntun nemenda. Við höfum líka náð því að einsetja alla skólana, sem að bætir starfsaðstöð- una.“ Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi og formaður launanefndar sveitarfélaga, bendir á að menn verði að íhuga vel áhrif yfirborg- ana. „Við getum ekkert gert í því þó að menn séu að bjóða einhver hlunnindi, og skiptum okkur heldur ekkert af því. En menn verða að átta sig á því að það getur valdið vandræðum að veita aðkomumönn- um hlunnindi umfram það sem heimamenn hafa. Einnig verður að skoða kjör kennara á staðnum í samhengi við laun annarra starfs- manna sveitarfélaganna. Yfirborg- anir tíðkast reyndar í miklu fleiri störfum, yfirleitt alls staðar þar sem eftirspurn er eftir eftirsóknarverðu starfsfólki en framboðið er tak- markað. Eg get ímyndað mér að yfirborganirnar aukist í réttu hlut- falli við fjarlægðina frá þjónustu- kjörnum byggðarlaganna.“ Verkfallið vandamál Reykjavíkursvæðisins Úr því launakjör eru hvort eð er svo mismunandi eftir stöðum vakn- ar sú spurning hvort yfírleitt sé þörf á sameiginlegum samningum. „Það myndu sennilega ekki vera nein vandræði að koma á samning- um hér,“ segir Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri á Hólmavík. „Ég held að verkfallið sé fyrst og fremst vandamál Reykjavíkursvæðisins og tengist einsetningu skólanna. Við höfum samt ekki treyst okkur í það að semja sjálfir, þó við gjarnan vild- um. Svona lítið sveitarfélag getur ekki verið með fordæmi í þessu, eitthvert stærra sveitarfélag yrði að ríða á vaðið. Ef það gerðist myndum við alvarlega skoða málið, en meðan launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga er með samningsumboðið gerum við auð- vitað ekkert.“ Karl Björnsson, formaður launa- nefndarinnar, segir útilokað að sveitarfélögin semji hvert fyrir sig í yfirstandandi kjarasamningum. „Sveitarfélögin hafa öll veitt okkur fullnaðarumboð til að semja fyrir sig. Það umboð verður ekki aftur- kallað nema eftir ákveðnum regl- um, og það er ekki hægt að gera meðan á samningunum stendur." Karl bendir á að kennarafélögin hafi gert kröfu um það, þegar skól- arnir voru færðir yfír til sveitarfé- laganna, að viðsemjandinn yrði eft- ir sem áður einn. „Sem formaður launanefndar mæli ég ekki með því að samningar séu gerðir við hvert sveitarfélag fyrir sig. Þetta eru mjög flóknir samningar og það þarf mikla sérfræðiþekkingu til að ganga frá þeim. Það er orðið mikið af stjórnunarlegum atriðum í þeim, til dæmis er ljallað um vinnuskyldu og viðveru og takmarkanir á valdi skólastjóra yfír kennurunum. Af þessari ástæðu tel ég mikilvægt að hafa þá samræmda á landsgrund- velli.“ Sömu laun fyrir sömu störf Karl segir að frá árinu 1987 hafi umboðum launanefndarinnar til samnninga fjölgað mjög, enda hafí það haft ýmsa erfiðleika í för með sér þegar sveitarfélögin sömdu hvert fyrir sig. „Án samræmingar verður eilífur samanburður milli nálægra staða og félaga og hann er hvimleiður. Sveitastjórnarmenn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.