Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÖRN Karlsson t.v. og Lúðvíg Árni Sveinsson. Veitum vöruskipt- um trygga umgjörð Eftir Guðmund Guðjónsson ÖRN Karlsson er fæddur í Kópa- vogi árið 1960. Eftir hefðbundna skólagöngu nam hann vélaverk- fræði við Háskóla íslands, útskrif- aðist þaðan og vann um skeið bæði hjá Álafossi og Normex. Fór síðan til náms í viðskiptaháskóla í New Haven í Connecticut. Hann útskrif- aðist frá þeim skóla með MBA gráðu árið 1989. Næstu árin var hann fram- kvæmdastjóri hjá Almenningsvögn- um, eða til ársins 1993, er hann stofnaði Viðskiptanetið. Lúðvíg er fæddur í Reykjavík ár- ið 1961 og nam rekstrarhagfræði í Danmörku. Hann kom hingað til lands að námi loknu árið 1990 og vann hjá ýmsum heildverslunum, auk þess að vera framkvæmdastjóri hjá handknattleiksdeild Vals, til ársins 1994, er hann var ráðinn sem sölumaður hjá Viðskiptanetinu. Fljótlega gerðist hann þjónustufull- trúi og því næst leysti hann Örn af í framkvæmdastjórastólnum í eitt ár. Er Örn tók sæti sitt á ný tók Lúðvíg við stöðu fjármálastjóra Viðskipta- netsins. „Það má eiginlega segja að Lúðvíg sé bankastjóri vörubanka Viðskiptanetsins," segir Örn. Hugmyndina að Viðskiptanetinu fékk Órn er hann var við nám í Connecticut. Hann hitti þá ungan Bandaríkjamann sem var að hasla sér völl á þessu sviði, en viðskipti af þessu tagi hófust fyrir alvöru í Bandaríkjunum fyrir 15-20 árum. Öm er spurður, og ekki seinna vænna, í hverju þessi starfsemi er fólgin. Og hann svarar: „Það má segja að í grundvallarat- riðum sé Viðskiptanetið fyrirtæki í upplýsingaiðnaði. Hér er um vöru- og viðskiptamiðlun að ræða, en við sérhæfum okkur í öflun og miðlun upplýsinga um möguleg vöruskipti milli fyrirtækja á íslenskum mark- aði og milli íslenskra og erlendra fyrirtækja. Viðskiptanetið veitir vöruskiptum umgjörð og tryggir að þau fari fram af öryggi. Flestir kannast við að hafa átt í vöruskiptum og sá viðskiptamáti á sér raunar djúpar rætur í Islend- ingum. Keypt hefur verið nauðsyn- leg vara eða þjónusta með því að láta eigin vöru á móti. Þar sem fyr- VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ► Viðskiptanetið er fyrirtæki sem hefur hægft en örugglega verið að fá aukinn byr í seglin, allar götur frá árinu 1993 er framkvæmdastjórinn Om Karlsson stofnsetti það ásamt bróður sínum Benedikt Karlssyni, eftir að hafa þreifað fyrir sér víða í atvinnulífinu. Fyrirtækið er boðberi nýrra valkosta í viðskiptum og leiðir saman fyrirtæki af mjög ólíkum toga. Morgunblaðið hitti því Örn og fjármálastjóra fyrirtækisins, Lúðvíg Árna Sveinsson, og ræddi við þá um fyrirtækið, framtíð þess, hlutverk og stefnu. 700 600 500 400 300 200 100 0 Velta í vöruskiptum og fjöldi aðildarfyrirtækja Velta millj. kr. Fjöldi fyrirtækja 1993 1994 1995 1996 .1997 Aætlun irtæki nýta umframafkastagetu og umframbirgðir í slíkum viðskiptum er hagræðingin augljós, svo og arð- semin. Menn eru annað hvort að fara í fjárfestingar sem þeir annað hvort tímdu ekki áður, eða sáu ekki möguleikann á. í vöruskiptum nýtir fyrirtækið afkastagetu sína betur, eða umframbirgðir til kaupa á nauð- synlegum aðföngum. Betri nýting starfsfólks og framleiðslutækja næst og lausafé skerðist ekki.“ Hvers vegna þarf miðlara? Er eitthvað því til fyrirstöðu að fyrir- tæki eigi í slíkum viðskiptum milli- liðalaust? „Þetta er í raun spurning um hvaða ávinning fyrirtæki hafa af því að vera aðilar að netinu. Þau geta auðvitað staðið í þessu sjálf ef þau vilja og vissulegac hentar fyrir- komulagið fyrirtækjum misvel, en reynslan sýnir að þetta er betri kostur. Fyrirtæki sem vilja stunda vöruskipti standa iðulega frammi fyrir þeim vanda að oft er erfitt að finna aðila sem bæði á vöruna sem vantar og getur í staðinn teldð við þeirri vöru sem í boði er. Þá er það sem fyrirtæki á borð við Viðskipta- netið koma til skjalanna. Starf þjón- ustufulltrúanna er í raun hjartslátt- ur fyrirtækisins, en þar fer fremst- ur meðal jafningja þjónustustjórinn Bjarni Pétursson. Við höfum komið upp öflugum upplýsingabanka sem aðilar að net- inu hafa aðgang að. Við erum á Al- netinu, með fréttabréf og með þjón- ustufulltrúa sem veita allar upplýs- ingar og leiða viðskiptavini saman. Hvernig fara viðskiptin fram ? Lúðvíg tekur við og svarar: „Kaupandi gefur sig fram og athug- ar hverjir bjóða þá vöru sem hann leitar eftir. Upplýsingar um það fær hann hjá okkur. Síðan fer kaupandi á fund seljanda sem tekur við Við- skiptanetskorti hans og fær síðan heimildarnúmer hjá okkur. Seljandi fyllir út sölunótu og sendir okkur afrit af henni. Við þessi viðskipti eignast seljandinn inneign á vöru- banka Viðskiptanetsins fyrir and- virði sölunnar og þá inneign getur hann notað til að taka út vörur eða þjónustu hjá hvaða aðildarfyrirtæki sem hann kýs. Inneign kaupanda lækkar hins vegar sem nemur and- virði kaupanna." 15 á mánuði... Nú vakna ýmsar spumingar. Eins og til dæmis: Hvað eru mörg fyrirtæki með virka aðild? Fjölgar þeim? Hvað er raunhæft að ætla að markaðurinn fyrir Viðskiptanetið sé stór? Hvaða fyrirtækjum hentar svona viðskipti og hverjum ekki? Látum þetta duga í bili og gefum Erni orðið: „Það eru 560 virkir aðilar að Við- skiptanetinu og alls tæplega 700 ef laustengdir eru taldir með. Fyrir- tækjum sem tengjast okkur fjölgar jafnt og þétt. Þetta eru svona 15 fyrirtæki á hverjum mánuði. Við teljum raunhæft að stefna á að fá milli 1000 og 1400 aðila til að tengj- ast netinu. Þú spyrð hverjum þetta fyrirkomulag hentar og hverjum ekki. Þetta hentar sérstaklega vel fyrirtækjum með hlutfallslega lágan breytilegan kostnað. Hin mikla- framlegð virkar þá sem afsláttur þegar keypt er í vöruskiptum. Við lítumalltaf á vöruskipti semviðbót- arviðskipti. Það segir sig sjálft að fyrirtæki selja ekki í vöruskiptum ef þau geta selt sömu vöru fyrir pen- inga. Dæmi um fyrirtæki með lágan breytilegankostnað er t.d. líkams- ræktarstöð sem hefur þegar fjár- fest í öllum tækjum og húsnæði, nýr kúnni hefur ákaflega lítinn auka- kostnað í fór með sér. Hér verður skiptikrónan ódýr vegna hins lága kostnaðar sem fylgja nýjum við- skiptum. Svona fyrirtæki ætti alltaf að taka vöruskiptum opnum örm- um. Dæmi um fyrirtæki sem þarf að passa sig meira þegar um vöru- skipti er að ræða er t.d. tölvusali sem getur þurft að greiða allt að 80% af útsöluverðinu til framleið- anda, flutningsaðila og í ýmsa skatta sem peningum. Þetta fyrir- tæki þarf að passa að safna ekki vöruinneign á vörubankanum því það hefur augljóslega teppandi áhrif á lausafjárstöðuna, sem er jú andstætt upphaflegum markmiðum með vöruskiptum. Þessi viðhorf endurspeglast í því að 70% fyrirtækja þeirra sem eru tengd okkur eru þjónustufyrirtæki, en aðeins 30% fyrirtæki sem selja vörur. Þá er staðreynd að vöru- skipti henta smáum og meðalstór- um fyrirtækjum betur, að minnsta kosti er mun erfíðara að fá stærri fyrirtækin í þessa tegund vöru- skipta." Hver er svo ykkar ávinningur? Við tökum prósentur af veltunni til að reka fyrirtækið. Hlutur okkar er 5-9% af veltunni, en áætluð velta á þessu ári er 500 milljónir. Til sam- anburðar við síðasta ár var ársvelt- an um 320 milljónir og um 80 millj- ónir árið 1994.“ Er þessi rekstur ónæmur fyrír hæðum og lægðum í efnahagslífi? Öm svarar: „Viðskiptanetið var stofnsett á erfiðum tíma í íslensku efnahagslífi. Það var góður jarðveg- ur til að sá í á sínum tíma. Þegar góðæri tekur við fjölgar fyrirtækj- um í samræmi við aukna möguleika. Fyrir þessi fyrirtæki er VN oft góð- ur kostur því auðvelt er að koma sér á framfæri við aðildarfyrirtæki VN vegna hinnar sterku upplýsingar- miðlunar sem þar er rekin. Ég reikna með því að við myndum ekki fínna alvarlega fyrir því ef önnur dýfa kemur á eftir.“ Og Öm er spurður í beinu fram- haldi: Var ekki erfítt að snúa baki við góðrí vinnu á erfíðum tíma til að taka áhættu með fyrírtæki sem boð- aði nýlundu í viðskiptaháttum? „Ég get sagt þér, að það vom sko ekki allir sammála mér um ágæti hugmyndarinnar. En ég var mjög hrifinn af henni og þetta var hreint dæmi um vogun vinnur - vogun tapar,“ útkoman yrði ekki ljós fyrr en á reyndi. Herðir á útbreiðslu Eins og fram kom hér að framan, þá hófst þessi viðskiptamáti í Bandaríkjunum fyrir 15-20 árum, eða með tölvuvæðingunni eins og þeir Örn og Lúðvíg segja. Síðan hefur fyrirbærið breiðst út, en lengst af nánast eingöngu í ensku- mælandi löndum. Frá Bandaríkjun- um fór það til Kanada, þaðan til Bretlandseyja og í stað þess að flæða yfir Evrópu, stökk það stór- um til Suður Afríku og Eyjaálfu og er nú útbreitt og vinsælt bæði í Ástralíu og þó sérstaklega á Nýja- Sjálandi. Hvernig stendur á þessu? Þeir Örn og Lúðvíg svara: „Að vísu er eitt svona fyrirtæki í Sviss sem hefur verið við lýði frá ár- inu 1939 og hefur 70.000 fyrirtæki innan sinna vébanda, en annars er það rétt, þetta hefur að mestu verið í enskumælandi löndum þar til allra síðustu árin. Nú er þetta komið til 30 þjóðlanda. Við höfum að mestu leyti einbeitt okkur að innanlandsmarkaðinum þessi fáu ár sem við höfum starfað, en það hefur nú gerst sem við höf- um beðið eftir, þ.e.a.s. að stofnaður hefur verið alþjóðlegur vörubanki (clearing house) og alþjóðleg gagna- miðlun um Alnetið. Það er skemmti- legt að segja frá því, að ákvörðun um þessa þætti var tekin í Reykja- vík á stofnfundi Evrópudeildar IRTA sem fram fór á Hótel Borg þann 6. september s.l. IRTA eru al- þjóðleg samtök vöruskiptamiðlana. Viðskiptanetið er stofnaðili og á stjói-narsæti í hinum nýju samtök- um. Nú getum við í vaxandi mæli horft út yfír landssteinana með við- skipti og eykur það möguleikana gífurlega. Alþjóðleg viðskipti í vöruskiptum eru mjög lííleg og þegar á heildar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.