Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 41 ^ I D J I J I J I I J I 3 I 4 J j í 4 í BRÉF TIL BLAÐSINS HÁG Skrifstofustólar Hið þunga hlutverk leikskólans skólunum, einskonar starfsrammi fyrir leikskólakennara og leikskóla- stjóra. Að lokum: Okkur er ekki sama hveijum við lánum bílana okkar! Ekki láta okkur vera sama um það hver annast uppeldi bama okkar - þau eru ómetanlegur auður og arf- leifð okkar til framtíðarinnar. F.h. leikskólakennara í Arnarborg, HILDUR GÍSLADÓTTIR, leikskólastjóri. Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: ÞVI miður vill það gleymast sí og æ, hve óhemjumiklu hlutverki starfs- menn leikskólans gegna hvað varðar til dæmis hæfileika bama er upp í grunnskóla kemur. I rauninni veltur allt á því hve tilbúið barnið er til þess að takast á við þær miklu breyt- ingar er því fylgja að hefja formlega skólagöngu, aðeins sex ára. Hefur bamið fengið það tilfinningalega at- læti á leikskólanum er hefur byggt upp öryggiskennd þess? Hafa sífelld starfsmannaskipti ef til vill verið vandamál á leikskól- anum? Hvaða áhrif kann slíkt að hafa á hinn unga einstakling og hina fyrstu alvörugönguför í grunnskóla lífsins? Getur verið að grunnskólinn sé að vinna úr þessum vandamálum er upp kunna að koma fyrstu árin, vegna erfiðleika til dæmis varðandi tengslamyndun? Getum við foreldrar sett okkur í fótspor barnanna ungu og hugsað okkur hvernig okkur liði ef við yrðum sífellt að vinna með nýju fólki, annan hvem dag? Ég tel að hér sé að fínna rót þess vanda er heimfæra má til okkar erf- iðustu samfélagsvandamála, s.s. fíkniefnanotkunar og ofbeldisgimi alls konar. Hvergi er að finna upplýs- ingar af hálfu stjórnvalda um hve mikilvægt foreldrahlutverkið er á fyrstu ámm ævinnar hvað varðar myndun tilfínningatengsla. Við for- eldrar teljum okkur vera að gera betur, með að vinna allan sólarhring- inn til þess að koma yfír okkur nógu stórum steinkumböldum, og setjum börnin í pössun einhvers staðar á meðan. Seinna meir ætlum við síðan að gera allt fyrir börnin okkar, en þá kann það að vera of seint, því mótun og reynsla í fmmbemsku getur varað fyrir lífstíð. Leikskólinn sem fyrsta skólastig bamsins ætti aðeins að taka til dvalar böm ffá tveggja ára aldri, ekki yngri, því bömin þurfa svo sannarlega á foreldmm sínum að halda þann tíma ævinnar. Ég hef áður látið í ljós þá skoðun mína að hér sé hægt að brúa bil þetta með heimgreiðslum til for- eldra er kjósa að dvelja með börnum sínum, og lengingu fæðingarorlofs á móti. Hvers konar vandamálum af tilfinningalegum toga á uppvaxtar- skeiði mun stórfækka í framtíðinni við ráðstöfun sem þessa. Sjálfkrafa drægi úr kostnaði við byggingu nýrra leikskóla. Eigi að síður gegnir leikskólinn mikilvægu hlutverki eftir sem áður í undirbúningi barnsins fyrir gmnn- skólann. Fyrirséður skortur á leik- skólakennuram hlýtur að kalla á skýra starfsmannastefnu hlutaðeig- andi yfírvalda. Hvetja þarf starfs- menn á einhvern hátt til þess að dvelja við störf þessi ákveðinn tíma og forða þannig börnum frá færi- bandauppeldi er hefur því miður ver- ið til staðar í íslenskum leikskólum vegna fjarlægðar yfírstjórnenda frá hinum raunverulegu markmiðum, alltént hér í höfuðborginni. Sem dæmi borgar það sig ekki fyrir 37 ára Sóknarstarfsmann, er hefur unn- ið á leikskóla í sex ár, að nema fræði leikskólakennara í fjögur ár, laun- anna vegna, því sá hinn sami hefur sömu laun og nýútskrifaður leik- skólakennari. Hvers vegna leikskólakennara? Frá leikskólakennurum í Arnar- borg: EINS og flestum er kunnugt hafa yfir eittþúsund leikskólakennarar á landinu boðað til verkfalls þann 22. september næstkomandi. Heldur hljótt hefur verið um þetta komandi verkfall, þótt til þess hafi verið boðað síðastliðið vor. Með hveijum degi aukast líkurnar á því að leikskóla- kennaraverkfall skelli á og við það vakna ýmsar áleitnar og háværar spurningar úti í þjóðfélaginu: 1. Ekki verður leikskólinn lokaður þótt til verkfalls leikskólakennara komi, er það nokkuð? 2. Það hlýtur að vera hægt að halda áfram starfsemi þótt leikskóla- kennarar og leikskólastjóri fari í verkfall? 3. Hefur ekki ófaglærða starfs- fólkið, meira og minna, haldið leik- skólunum gangandi í gegnum árin? Ég heyrði það einhversstaðar haft eftir borgarstjóranum í Reykjavík. 4. Hvar og hvemig eigum við (for- eldrar barna á leikskólum) að „redda pössun“ fyrir bömin ef þetta fólk fer í verkfall? í raun segja þessar spumingar allt sem þarf að segja um hugarfar margra varðandi störf leikskólakenn- ara. Til hvers þarf fagmenntað fólk til að „passa" börnin í leikskólunum á landinu. Hugsunargangi er þannig háttað í þjóðfélaginu að verðmæta- sköpunin skiptir höfuðmáli og það er nauðsynlegt að mæla með vissu millibili hversu miklum arði viðkom- andi starfsgrein skilar. En hvaða verðmæti umgangast leikskólakenn- ararnir allan daginn, allan ársins hring? Þeir taka stóran þátt í upp- eldi og umönnun æsku þessa lands, sem býr yfir ómetanlegum MANN- AUÐI, sem ekki fæst metinn til fjár. Ekki er heldur hægt að mæla af- rakstur uppeldisins eftir einhvern ákveðinn tíma í gróða eða tapi. Árangurinn kemur í ljós síðar á ævi þessara einstaklinga og sannast þá hið fornkveðna: Lengi býr að fyrstu gerð! Leikskólakennarar hafa lokið 3 ára framhaldsnámi í uppeldisfræðum til að annast börn á forskólaaldri. Allir leikskólar á landinu starfa sam- kvæmt uppeldisáætlun fyrir leikskóla sem menntamálaráðuneytið gaf út og á áætlunin að vera nokkurs konar umgjörð um uppeldisstarfið í leik- Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Þetta verður að teljast all sér- kennilegt í ljósi þess að lög um leik- skóla kveða á um að allir hafi mennt- un leikskólakennara í störfum þess- um. Launasamanburðurinn segir meira en margt annað um mat á einhveijum ábyrgðarmestu störfum í þjóðfélagi vom, störfum er gegna lykilhlutverki alls er á eftir kemur. Það er því í ýmis hom að líta varð- andi það atriði að búa almennilega að börnum okkar, bömunum er erfa skulu landið, en til þess þarf að end- urmeta gildi uppeldisstarfa jafnt í leikskóla sem grunnskóla, hjá fag- lærðum sem ófaglærðum og móta heildstæða starfsmannastefnu með gæði og árangur að leiðarljósi. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Eiðistorgi 3, Seltjarnamesi. EG Skrifstofubúnaður chf Ármúli 20 Sími 533 5900 o9nóvembev_ Nú seljum við síðustu sætin til London þann 6. og 13. október og bjóðum þér nú glæsilegt tilboð um leið og þú tryggir þér lægsta verðið á fslandi. Þú bókar d morguti eða hinn og tryggir þér sæti til London á hreint ótrúlegu verði. Við bjóðum nú sérstakt kynningartilboð á einu af vinsælustu hótelum í London, Regent Palace, sem er staðsett við Piccadilly Circus og er frábær valkostur fyrir þá sem vilja einfalt hótel vel staðsett. Að auki bjóðum við frábært úrval af afbragðshótelum og þú nýtur þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 18 sætin 6. okt. Regent Palace Verö kr. 19.990 Verð með flugvallarsköttum, 6. okt., 3 nætur. Verö kr. 21.990 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, Regent Palace, 6. okt., 3 nætur. 2 ohJ ,aUst? 6 °kt. _ ?fpseit okt. _ 1 sæti 13- okt. ~^ÍoSætí 16- okr. _ ;?sæti 23- okt. __:!sæti 27. okt Sa-Ti P30- o/cr.'_ !,pp4e/t nn er laustíísætí fortriHA brott- — 'H9vember 27.990 Verð kr. Regent Palace hótel, 4 nætur, 9. okt., 2 í herbergi. 35] (B) Austurstræti 17,2. hæð • sími 562 4600 í 15. september V______________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.