Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 33 ' HARALDUR BRIEM + Haraldur Bri- em fæddist í Eyjum í Breiðdal 23. júlí 1905. Hann lést í Reykjavík 4. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Olafur H. Briem, (1872- 1953), bóndi í Eyj- um, og Kristín Hannesdóttir, (1880-1943). Systkini Haraldar voru Þrúður, (1908-1974), Hannes, (1910- 1967), og Þuríður f. 1919. Haraldur kvæntist árið 1941 Margréti Sigurðardóttur (1898-1988) og eignuðust þau einn son, Valdimar Briem, f. Á morgun verður til moldar bor- inn „frændinn einn besti minn“ Haraldur Briem. Ég veit að hann hefði ekki viljað að ég skrifaði um hann lofræðu, enda ætla ég ekki að gera það. Mig langar aðeins að þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum því hver sá er það fékk varð ríkari af. Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að Hallgrímur Pétursson hefði haft Harald sem fyrirmynd þegar hann orti heilræðavísurnar sínar, því fáum hef ég kynnst sem þessi orð hæfa betur: „Lítillátur, ljúfur og kátur. .. varast spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa.“ Haraldur var ekki hár maður vexti, dökkur á brún og brá á yngri árum, snaggaralegur og léttur í spori. Hann var lengst af heilsu- hraustur og stundaði fasta vinnu til 85 ára aldurs. Hann var ætíð gamansamur, gat verið smástríðinn ef því var að skipta. Hann hafði gaman af að spila og keppti m.a. í brids hjá Bridsfélagi Reykjavíkur og vann þar til margra verðlauna. Haraldur var greindur, víðsýnn og fordómalaus maður. Hann var nokkuð róttækur í skoðunum á þjóðfélagsmálum, valdi sér leið með þeim sem börðust fyrir jafnrétti og betri heimi fyrir alla. Þegar Kvennalistinn var stofnaður, en þá 1942, sem er sál- fræðingur og starf- ar í Svíþjóð. Barna- börn Haraldar og Margrétar eru: Charlotte Lilja, f. 1966, Haraldur Charles, f. 1969, og Ragnheiður Ester, f. 1974. Haraldur gekk ungur á Samvinnu- skólann og vann síðan ýmis störf til sjávar og sveita fyrstu árin, en hjá póstinum í Reykja- vík yfir 25 ár. Útför hans fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík á morg- un, mánudag, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. stóð hann á áttræðu, ákvað hann að fylgja honum. Haraldur var mjög vel skáld- mæltur eins og hann átti kyn til og hafa birst eftir hann ljóð í nokkr- um safnritun, m.a. í Aldrei gleym- ist Austurland. Haraldur var mikill dýravinur og aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Hann var einn af þessum mönnum sem taka lítið til sín úr sameiginlegum sjóði okkar, átti aldrei bíl, bjó í lítilli íbúð við hóflegan kost og var alltaf fremur veitandi en þiggjandi. Haraldur var dagfarsprúður, yf- irlætislaus og lítið fyrir að trana sér fram og berast á, og lifði í sam- ræmi við það sem Lao Tse segir um veg hins vitra: „Hann framleið- ir en safnar ekki auði, hann starfar en telur sér það ekki til gildis.“ Haraldur náði háum aldri, varð 92ja ára. Síðustu árin leitaði hugur han mjög á æskustöðvarnar austur í Breiðdal þar sem hann, barn að aldri, sat yfir ánum og hljóp um íjöllin. Mér finnst notalegt að hugsa mér að andi hans leiki sér frjáls og glaður um fjallatindana fyrir aust- an. Elsku frændi. Ég og systkini mín, Örn og Helga, kveðjum þig með kærri þökk fyrir allt og eftir- farandi erindum úr erfiljóði föður þíns um ,einn frænda okkar: Enginn það veit sem var vel sína harma bar, farinn ti friðar inn frændinn einn besti minn. Mildur þú maður varst, mótgang sem hetja barst. Líkn þín og leyndu tár launar þér drottinn hár. Gröf þinni geng ég frá, gráta ég ekki má. Skiljum við svo um sinn síkæri frændi minn. (Ólafur H. Briem.) Rannveig Þorvaldsdóttir. Elsku Hari. Mig langar að minn- ast þín í nokkrum fátæklegum orð- um. Þegar ég var lítil, þá vissi ég að ég átti frænda í Reykjavík sem hét Haraldur og var bróðir mömmu. Þegar farið var til Reykjavíkur var alltaf gaman að koma til Möggu og Hara á Grettisgötuna. Þegar ég flutti síðan til Reykjavíkur sem ung stúlka, kynntist ég þér fljótlega. Þú tengdist mér og minni fjölskyldu strax mjög náið, og varðst strákun- um mínum nokkurs konar afi. Þú ræktaðir alltaf kartöflur af mikilli natni, áttir garð og garðhús innan við Elliðaár. Þar kenndir þú mér að setja niður, reita arfa og taka upp, og þarna átti ijölskylda mín margar ánægjustundir með þér. Við fórum með nesti og dvöldum þar allan daginn, þetta var nokkurs konar útilega, og Hari minn, ég er enn að rækta kartöflur. Þú hafðir mjög gaman af að spila á spil, brids, félagsvist eða bara manna, og komst ófáar ferðirnar til okkar til að spila. Þú hafðir þá gjarnan súkk- ulaðipakka með, sem þú laumaðir að mér. Þú hafðir líka mjög gaman af ijúpnaveiðum, fórst stundum með Auðbergi. Þegar ég flutti svo austur aftur, þá fækkaði ferðum þínum til að spila við okkur, en þú komst samt nokkrum sinnum. Þá var líka gengið á fjöll, farið í berj- amó eða bara í bíltúr. Þú varst maður útivistar og naust þín vel á göngu, léttur á fæti og snöggur. Ég man alltaf hvernig þú kvaddir mig þegar ég hafði komið í heim- sókn, fylgdir mér út á hlað eða upp á götu, jafnvel inn að Hlemmi og beiðst með mér eftir strætó. Elsku Hari, þú varst lítillátur maður, hógvær og hjartahlýr. Ég þakka þér góð kynni, blessuð sé minning þín. Katrín. PÉTUR GUNNAR ÞJÓÐÓLFSSON + Pétur Gunnar Þjóðólfsson var fæddur í Reykjavík 15. september 1965. Hann lést á Reykja- lundi 28. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá kirkju Oháða safn- aðarins við Háteigs- veg 9. september. Þriðjudaginn 9. september síðastliðinn fylgdi ég þér til hinstu hvíldar elsku vinur, ásamt svo mörgum, mörgum öðr- um. Þú hefðir átt afmæli á morg- un, hefðir orðið 32 ára gamall ef þú hefðir lifað. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáinn kom það mér í sjálfu sér ekki á óvart því þú varst búinn að vera svo mikið veikur undanfarin ár og í sjálfu sér kraftaverk að þú náðir að lifa þó þetta lengi miðað við hversu alvar- leg veikindi þín voru. Þegar ég minnist þín, Pétur, koma allir gömlu góðu dagarnir í ljós sem við áttum saman áður en þú veiktist, þegar við hittumst í fyrsta sinn, 12 ára gamlir, þegar þú komst í heimsókn í Neðri- Hundadalinn þar sem ég var í sveit, þegar við ári seinna urðum herbergisfélagar á Hlíðó, þegar þú komst í helgarheimsóknir til mín á unglingsárunum og gistir hjá mér í Reykjavík vegna þess að þá áttir þú heima í Grindavík. Þær eru svo ótalmargar minning- arnar með þér, Pétur minn, að allar síður Moggans _ dygðu skammt. Ég sakna þíns skemmtilega hlát- urs sem var svo bráðsmitandi að stundum veltumst við um af hlátri þar til við emjuðum og æjuðum með verk í maga og tárin runnu niður kinnar okkar. Nú renna tár niður vanga mína af öðrum augljós- um ástæðum. Þú varst þannig vinur að alltaf gat ég treyst þér ef ég þurfti sannan vin til að ljá mér eyru sín og hlusta, eða fá aðra skoð- un en mína eigin. Þannig vinur er ekkert svo auðfundinn. Ég sakna þín, Pétur minn, meira en ég get lýst með orðum og á sárt með að kveðja þig hinsta sinni, en sem vinur þinn gleðst ég yfir að Guð hefur tekið þrautir þínar burtu og gefið þér hvíld með svefni þeim sem ég veit að þú átt eftir að vakna upp af þegar efsti dagur kemur. Ég bið Guð um að þú vakn- ir með þínu fallega brosi og að ásýnd þín fái að ljóma að eilífu. Þú tókst á við veikindi þín með óbilandi þrautseigju sem lýsir best hvernig þú varst gerður. Þótt þú misstir málið, lærðir þú bara að tala upp á nýtt, og þótt þú misstir máttinn, þá lærðir þú bara að ganga á ný. En svo var þetta, að mínu mati ranglega, tekið frá þér aftur og aftur og alltaf máttir þú byija upp á nýtt. Mér finnst lífið stundum svo óréttlátt, hvað mikið er lagt á suma en aðra nánast ekki neitt. Ég trúi því að þú fáir annað heilbrigt, sárs- aukalaust líf. Ég kveð þig, elsku vinur minn, svo miklu fátækari en ég hélt. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur", þetta máltæki skil ég _svo mæta vel í dag. Ég við biðja Guð að vernda og blessa ávallt þína yndislegu syni, Guðna Frey, Hinrik, og Jóel, því það verða erfið spor fyrir þessa litlu fætur að fóta sig í lífinu án þín. Elsku Lena, Bogga og Jón, Þóra og Björn ásamt systkinum Péturs og Lenu, og öllum þeim sem elsk- uðu góðan dreng, Guð blessi ykkur og styrki alla tíð. Látum Pétur lifa í hjörtum okkar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Pétur minn. Líf mitt er mun ríkara. Þinn vinur, Smári Jónsson. + Elsku faður okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR KARLSSON frá Karlsskála, Grindavík, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 8. septem- ber, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 16. september kl. 14.00. Ágúst Karl Sigmundsson, Ágústína Ólafsdóttir, Frímann Kristinn Sigmundsson, Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Margrét Bára Sigmundsdóttir, Ingvi Theodór Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, Meðalholti 4, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, 11. september. Útförin fer fram í Fossvogskapellu, fimmtu- daginn 18. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Jónsson, Gunnar Þ. Jónsson, Selma Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA STEINUNN SIGURJÓNSDÓTTIIR, Álfheimum 54, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigfús Bjarnason, Ingunn A. Ingólfsdóttir, Arnaldur M. Bjarnason, Jónína H. Björgvinsdóttir, Sigurjón Bragi Sigurðsson, Þorgerður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, BJARNI ÁGÚSTSSON, frá Hróarsholti, Meistaravöllum 15, Reykjavík, lést föstudaginn 12. september. Guðrún Magnúsdóttir. + Systir okkar og mágkona, MÍNERVA JÓNSDÓTTIR, íþróttakennari, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. september kl. 10.30. Bergþór Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðrún B. Madsen. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, INGIBJÖRG AUÐUR ÓSKARSDÓTTIR, Bárugötu 19, Reykjavík, Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 16. septemþer kl. 13.30. Þórður Þórarinsson, Charles Fred Moser, Theresa Ellen Metzen, Díana Grace Soell, Mark Óskar Moser, tengdabörn, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.