Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 10

Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingaskrifstofa húsnæðismála Útvegun húsnæðis auðvelduð UPPLÝSINGASKRIFSTOFA hús- næðismála tók til starfa í gær. Mark- mið með henni er að Reykvíkingar í húsnæðisleit geti á einum stað fengið nauðsynlegar upplýsingar um helstu leiðir við útvegun húsnæðis. Upplýsingaskrifstofan er samstarfs- verkefni Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar og Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur sem nú heitir Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur. Skrifstofan veitir persónulega ráðgjöf um húsnæðisúrræði með til- liti til fjárhagslegra- og félagslegra aðstæðna. Tekið verður á móti um- sóknum um húsnæði á vegum borg- arinnar. Þá veitir skrifstofan al- mennar upplýsingar um sölu- og leigumarkað íbúða í borginni. ---------♦------- Meiri kostnaður en ávinningur af skólagjöldum SKÓLAGJÖLD við Háskólann myndu að líkindum ekki spara ríkis- sjóði neina fjármuni og hugsanlega yrði kostnaður hans af upptöku skólagjalda meiri en ávinningurinn. Þetta kemur fram í Stúdentablaðinu sem kom út í gær. Stuðst er við útreikninga sem Lánasjóður ís- lenskra námsmanna vann. I Stúdentablaðinu segir að tals- menn skólagjalda telji að 100 þús. kr. gjald á hvern nemanda færi HÍ um 400 millj. í tekjur. Rætt hafi verið um að LÍN lánaði fyrir gjöldun- um. í útreikningum LÍN kemur fram að beinn kostnaður ríkisins vegna aukinna útlána gæti numið allt að hálfum milljarði króna. Sé gert ráð fyrir óbreyttum fjölda nemenda næmi aukning útlána vegna skólagjalda rúmum 170 millj. og kostnaður ríkissjóðs yrði um 97 millj. Sé gert ráð fyrir 20% fjölgun nemenda næmi aukning útlána rúm- um 204 millj., aukning vegna fram- færslu næmi rúmum 136 millj. og kostnaður ríkissjóðs yrði rúmar 194 millj. Við 100% fjölgun nemenda næmi aukning vegna skólagjalda rúmum 340 millj., aukning vegna framfærslu um 682 millj. og kostn- aður ríkissjóðs yrði um 583 millj. ----♦—♦—♦---- Kennaradeilan Engir fundir en óformlegar viðræður ENN miðar lítt í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, sagðist í gær hafa rætt við fulltrúa beggja aðila síðustu daga og myndi gera það eitthvað áfram til að freista þess að finna einhvern umræðugrundvöll. Vika er síðan síðasti formlegi sáttafundur var í kennaradeilunni og þar áður liðu nærri þrjár vikur milli funda. Þórir Einarsson sagði viðræðurnar undanfarið á rólegum og þægilegum nótum og á þann hátt sé reynt til þrautar að finna samningaleið. „Það er ekki víst að það takist en ég boða kannski samt til formlegs samningafundar," sagði ríkissáttasemjari. Tollverðir semja Fundur var í fyrradag í deilu yfir- manna hjá Landhelgisgæslunni við ríkið og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Sama er að segja um þroskaþjálfa. í fyrrinótt tókust hins vegar samningar milli tollvarða og ríkisins. Samningurinn gildir frá 1. september sl. til októberloka 2000 og er með svipuðum hækkunum og aðrir samningar að undanförnu. Islenskar gigtarrannsóknir eru styrktar af Evrópusambandinu Vonandi öðrum hvatning Evrópusambandið hefur veitt sem svarar um eitt hundrað milljóna króna styrk til evrópsks sam- starfsverkefnis í gigtarrannsóknum sem íslendingar áttu frum- kvæði að. Af því tilefni ræddi Arna Schram við Kristján Steinsson yfír- lækni á gigtardeild Landspítalans og Rannsóknarstofu í gigt- sjúkdómum. ÞAÐ verkefni sem nú hefur hlotið ríflegan styrk frá Evrópusamband- inu á rætur sínar að rekja til rann- sókna Kristjáns Steinssonar og samstarfsmanna hans á gigtardeild Landspítalans, en þar hefur verið unnið að ýmsum gigtarrannsóknum undanfarin ár. Meðal annars hefur þar verið unnið að viðamiklum rannsóknum er beinast að faralds- fræði gigtarsjúkdóma, þar á meðal á gigtsjúkdómnum Lupus eða Rauðum úlfum, en þær rannsóknir hafa smám saman þróast yfír í rannsóknir á orsökum gigtarsjúk- dóma, einkum þeim sem lúta að erfðum. Lupus er gigtsjúkdómur sem herjar aðallega á ungar konur og eru helstu einkenni hans liðbólgur og húðútbrot, en flest líffærakerfi geta orðið fyrir barðinu á sjúkdómn- um. „Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að reyna að finna orsakir gigtaijúkdómsins og í fram- haldi af því að bæta meðferð á honum og fyrirbyggja hann,“ segir Kristján, en jafnframt vonast hann til þess að þær nýtist ekki aðeins þeim sjúklingum sem séu með Lup- us, heldur einnig þeim sjúklingum sem séu með aðrar tegundir gigtar- sjúkdóma. Varð smám saman að Evrópuverkefni Rannsóknir gigtardeildarinnar hafa m.a. verið gerðar i samvinnu við Rannsóknastofu í ónæmisfræði á Landspítala og Blóðbankann. Kristján segir að niðurstöður þess- ara rannsókna hafi m.a. sýnt fram á meðfæddan galla í ónæmiskerfinu hjá stórum hópi gigtarsjúklinga. í framhaldi af því var nýrri meðferð beitt til að bæta upp þennan galla og hefur sú meðferð gefist vel. Hún felst í því að gefa sjúklingum blóð- vatn sem innihaldi það efni sem skortir. „Þessar niðurstöður hafa verið birtar í erlendum fagtímarit- um á síðustu árum og hlotið verð- skuldaða athygli á alþjóðlegum vettvangi," segir hann. Að sögn Kristjáns vöktu þessar niðurstöður m.a. áhuga erlendra aðila á að vinna að þessum rann- sóknum og fyrir fjórum árum hófst samstarf við Karolinska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi og Erfðafræðideild Uppsalaháskóla. Verkefnið hefur síðan undið upp á sig og nú er svo komið að tíu stofnanir í sjö löndum í Evrópu taka þátt í rannsókninni. í henni er aðaláherslan lögð á þátt erfða í gigtarsjúkdómum og er að miklu leyti stuðst við viðamiklar upplýsingar um íslenska sjúklinga með Lupus. Kristján leggur áherslu á að um Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN Rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum: F.v: Helga Kristjánsdóttir líffræðingur, Alfreð Árnason erfðafræðingur, Kristján Steinsson yfirlæknir, Anna Kristín Björnsdóttir meinatæknir og Brynja Gunniaugsdóttir líffræðingur. UNNIÐ er að rannsóknum á þáttum erfða í gigtarsjúkdómum. samvinnuverkefni þessara landa sé að ræða, þar sem ákveðnir verk- þættir séu unnir í hverju landi. En með því sé hægt að stuðla að sér- hæfíngu og nýta sérþekkingu stofn- ana. Mörg hundruð manns á skrá I dag er unnið að þessum rann- sóknum á tveimur stöðum hér á landi. Annars vegar á gigtardeild- inni, en hins vegar á Rannsóknar- stofu í gigtsjúkdómum, en sú síðar- nefnda var sett á laggirnar fyrir tæpu ári. Að sögn Kristjáns er með henni gefinn kostur á því að vinna markvissara að viðameiri rannsókn- arverkefnun viðvíkjandi gigtarsjúk- dómum. Lionshreyfingin á íslandi átti afgerandi þátt í stofnun Rann- sóknarstofunnar, með um 20 millj- óna króna styrk, sem var ágóði af sölu Rauðu fjaðrarinnar. Kristján segir að við rannsókn- irnar sé m.a. notast við upplýsingar um íslenska sjúklinga með Lupus, eins og áður sagði, en þau gögn eru tilkomin vegna rannsóknar á faraldsfræði sjúkdómsins, sem hófst á gigtardeiid Landspítalans fyrir nokkrum árum. „í þessum gögnum má finna upplýsingar um heilsufar og einkenni allra þeirra sem vitað er að hafi þennan sjúk- dóm hér á landi, en auk þess höfum við leyfi til að hafa samband við nána ættingja þeirra, bæði þá sem hafa sömu sjúkdómseinkenni og þá sem eru heilbrigðir," segir Kristján. Með þessum gögnum er m.a. hægt að rannsaka þátt erfða í gigt- sjúkdómum og finna út af hveiju sjúkdómurinn er algengari í sumum fjölskyldum en öðrum eins og raun ber vitni hér á landi. Að sögn Krist- jáns hafa mikilvægar vlsbendingar þegar fengist um þátt erfða í sjúk- dómnum, en hann leggur áherslu á að mikið verk sé ennþá óunnið. Einn stærsti styrkur Evrópusambandsins Eins og að framan er rakið hefur rannsókn á orsökum gigtarsjúk- dóma hér á landi, með íslenskum efniviði, smám saman þróast yfir í að verða Evrópuverkefni, sem nú hefur fengið ríflegan styrk frá Evr- ópusambandinu, um 1,2 milljónir ECU eða sem samsvarar um eitt hundrað milljónum íslenskra króna. Að sögn Kristjáns er þetta einn stærsti styrkur Evrópusambandsins sem veittur er á sviði rannsókna í líf- og læknisfræði. Hlutur gigtar- deildar Landspítalans og Rannsókn- arstofunnar af þessum styrk verður um 12 til 13 milljónir, en Kristján mun halda tii Brussel á næstunni, þar sem hann mun ásamt Ulf Gyll- ensted prófessor við háskólann í Uppsölum semja um frekari skipt- ingu styrksins innan samstarfs- hópsins. Styrkur Evrópusambandsins er að sögn Kristjáns fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir verkefnið, en jafnframt skipti hann miklu máli fyrir fjárhagslegan framgang þess. „Þá er styrkurinn líka hvatn- ing til annarra um að sækja um fjárhagslegan stuðning á þessum miðum, því að fjármagn til rann- sókna á íslandi hefur verið mjög takmarkað," segir Kristján.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.