Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 14

Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ______________________FRÉTTIR________________________ Ný og glæsileg bygging fyrir Fjölbrautaskólann í Garðabæ — ÍMýÍJSIil BRÚIN og klæðningin setja sterkan svip á bygginguna. Morgunblaðið/Kristínn „Húsið er gott og lofar góðu“ Stór og glæsileg bygging Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur risið 1 bænum á síðustu þremur árum. Anna G. Ólafsdóttir skoðaði sig um og spjallaði við Þorstein Þorsteinsson skólameistara og Einar Ingimarsson og Pálmar Ólason arkitekta um nýju bygginguna, skólastarfíð og framtíðina. NÝ OG glæsileg bygging Fjöl- brautaskólans í Garðabæ verður vígð á morgun, föstu- dag. Fyrsti hluti fyrsta áfanga byggingarinnar hefur verið tekinn í noktun. Fullbúinn verður skólinn 5.652 fm að flatarmáli. Heildar- kostnaður við lóð, byggingu og til- skilinn búnað er áætlaður rúmlega 700 milljónir króna. Stefnt er að verklokum árið 2001. Arkitektar eru Einar Ingimarsson og Pálmar Ólason. Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari segir að nokkur aðdrag- andi hafi verið að byggingunni. „Ég man ekki betur en að umræðan um að skólinn þyrfti nauðsynlega á betra húsnæði að halda hafi hafist um svipað leyti og starfsemin hófst árið 1984. Skólinn hafði aðset- ur í iðnaðarhúsnæði við Lyngás 7-9 og leiguhús- næði í tveimur öðrum byggingum við sömu götu. Húsnæð- ið var algjörlega ófullnægjandi og erfítt að vera á sffelldum þvælingi á milli húsa,“ segir Þorsteinn. Fyrsta áþreifanlega skrefið fólst í því að riki og bæjarfélög Iögðu fé til undirbúnings fyrir framkvæmd- imar árið 1991. Undirbúningsnefnd var stofnuð og arkitektar hófu for- sagnarvinnu. „Forsagnarvinnan fólst í því að skilgreina hvaða rými þyrftu að vera í byggingunni. Hvernig þyrfti að útbúa hvert rými og tengja við önnur rými. Við leit- uðum til kennara, annarra starfs- manna skólans og nemenda og fengum góðar hugmyndir út úr því samstarfi. Nemendur létu ekki trufla sig að nýja byggingin kæmi þeim sjálfum varla til góða og gáfu ýmis gagnleg ráð. Forsagnarvinnan tók langan tíma og satt best að segja held ég að margir í bygging- arnefndinni hafi verið orðnir býsna óþolinmóðir að sjá teikningar. Eftir á að hyggja held ég hins vegar að skilningur á mikilvægi forsagnar- vinnunnar hafi aukist," segir Einar Ingimarsson. Þorsteinn tekur undir með Ein- ari um gildi forsagnarvinnunnar. „Samvinnan hefur ekki aðeins haft í fór með sér ýmsar góðar lausnir. Ein afleiðing samvinnunar felst í því að byggingin stendur okkur nær en ella. Ég hef ekki tekið eftir öðru en starfsmenn og nemendur séu afar ánægðir með sjálfa bygginguna og heildarfyrirkomulagið," sagði hann. „Húsið er gott og lofar góðu.“ Stór lóð gefur möguleika Ekki voru allir á eitt sáttir um hvar heppilegast væri að hin nýja skólabygging risi í Garðabæ. „Við vildum helst vera í miðbænum. Bæjaryfirvöld voru ekki á sama máli og tókst að sannfæra okkur um að hér væri gott að reisa skóla enda væri nægilegt rými f kring. Lóðin er alls 23.000 fm og því ætt- um við ekki að vera í vandræðum með að byggja við skólann," segir Þorsteinn og Einar og Pálmar Óla- Forsagnar- vinnan tók langan tíma NEMENDUR vinna af kappi f björtum og rúmgóðum skólastofum. Alls eru um 540 nemendur í skólanum. JF I — I r 1 4-’ ■; 1 éímJ í i 1 i * 11 ÞORSTEINN skólameistari og arkitektarnir Einar Ingimarsson og Pálmar Ólason í anddyri skólans. son taka undir með honum um ágæti staðsetningarinnar. „Ef lóðin hefði ekki verið svona stór hefði ekki verið hægt að hafa jafn stórt grænt svæði í kring. Ekki var held- ur skortur á plássi til að gera að- komuna að skólanum skemmtilega. Hér er bflastæði á aðra hönd og meðfram því er gert ráð fyrir trjá- göngum í átt að aðalinnganginum." Áberandi aðkoma Að aðalinnganginum sem er á annarri hæð liggur brú yfir Arnar- neslæk. „Við hefðum auðvitað get- að leitt lækiim þarna undir en völd- um að gera fremur brú yfir hann enda var lögð áhersla á að aðkom- an væri áberandi. Aðrar áherslur af okkar hálfu voru að augljóst væri þegar komið væri inn í bygg- inguna að komið væri inn í skóla. Við vildum hafa miðrými og stóri, breiði stiginn á milli fyrstu og þriðju hæðar fylgdi okkur frá upp- hafi,“ segir Pálmar og tekur fram að auk samvinnu við starfsmenn og nemendur skólans hafi verið lögð áhersla á að skoða aðra skóla áður en hafist var handa við bygging- una. „Við skoðuðum framhalds- skóla á Akureyri, Egilsstöðum, Sauðárkróki og Selfossi. í Reykja- vfk skoðuðum við framhaldsskóla, byggingar Háskólans, svo og Mela- skólann og Laugarnesskóla sem dæmi um hvernig vel hannaðir og velbyggðir skólar standast tímans tönn.“ Athygli vekur að galvaniserað járn þekur alla bygginguna. „Við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.