Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Israelar láta stofnanda Hamas - samtakanna lausan úr fangelsi vegna veikinda
Yassin segist munu snúa
aftur til síns heima á Gaza
Gaza, Jerúsalem, Amman, Alexandríu. Reuter.
STOFNANDI Hamas, samtaka heittrúaðra
múslíma, sem ísraelar slepptu úr haldi í fyrri-
nótt, sagði að hann myndi brátt snúa aftur til
síns heima á Gazasvæðinu, eftir að hafa verið
undir læknishendi í Amman í Jórdaníu, en þang-
að var hann fluttur er honum var sleppt úr fang-
elsi í ísrael.
Ahmed Yassin er Palestínumaður, 61 árs og
andlegur leiðtogi meðlima Hamas. Hann var
hnepptur í lífstíðarfangelsi í ísrael 1989 fyrir
að stofna samtökin og að gefa meðlimum þeirra
fyrirskipanir um árásir á ísraelsk skotmörk.
Herskár armur samtakanna er eindregið andvíg-
ur samningaumleitunum milli Frelsissamtaka
Palestínu, PLO, og ísraela og hefur staðið að
tilræðum sem hafa orðið fjölda manns að bana
á undanfömum árum.
Israelski herinn gaf út stutta yfirlýsingu í gær
þar sem sagði að Yassin hefðu verið gefnar upp
sakir af heilsufarsástæðum. Hefði hann verið
fluttur til Amman í Jórdaníu á miðvikudag í
kjölfar þess að Hussein Jórdaníukonungur krafð-
fet aðgerða er stuðluðu að friðarumleitunum.
„Ég sendi allri palestínsku þjóðinni kveðjur
mínar. Ég vil segja henni að ég mun koma til
Gaza innan tíðar. Ég er undir læknishendi í
Jórdaníu," sagði Yassin í símaviðtali við frétta-
mannafund í Gaza í gær. Skipuleggjandi
fundarins og leiðtogi Hamas á Gaza sagði að
Yassin hefði ítrekað heit samtakanna um „full-
komna endurheimt réttinda palestínsku þjóðar-
innar“.
Liður í samkoniulagi við Jórdaníumenn?
ísraelska útvarpið hafði í gær eftir ónafn-
greindum Palestínumönnum að Yassin hafí verið
Reuter
YASSIN ekið í hjólastól frá fangelsi í Tel
Aviv í fyrrinótt, en þaðan var hann flutt-
ur til Amman.
látinn laus vegna samkomulags ísraela og Jórd-
aníumanna, sem hefðu í staðinn látið lausa tvo
meinta útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar,
Mossad, sem hafí verið í haldi í Amman fyrir
að reyna að myrða Khaled Mashal, leiðtoga
Hamas.
Talsmaður ísraelskra stjórnvalda vildi ekkert
segja um þessar fullyrðingar í gær. Jórdönsk
yfirvöld neituðu því að þau hefðu sæst á að láta
lausa tvo menn í skiptum fyrir Yassin.
Yasser Arafat, forseti heimastjómar Palest-
ínumanna, sagðist í gær fagna því að Yassin
skyldi látinn laus en lét í ljósi vonbrigði með að
hann skyldi sendur til Jórdaníu. Sagði Arafat
að lausn Yassins yki traust og tiltrú, og von-
andi væri þetta upphaf þess að félagar Yassins,
sem þjáðust í ísraelskum fangelsum, yrðu látnir
lausir.
Sviksemi ísraela Bandaríkjamönnum ljós
Arafat átti í gær stuttan fund með Hosni
Mubarak, forseta Egyptalands. Að honum lokn-
um sagði Arafat að Bandaríkjamenn væru nú
orðnir sannfærðir um að ísraelar væru að reyna
að víkja sér undan skyldum sínum í friðarumleit-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs.
ísraeíar og Palestínumenn samþykktu á fundi
með Madeleine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í New York á mánudag að hefja
aftur formlegar friðarviðræður, en þær hafa leg-
ið niðri í hálft ár vegna landnáms gyðinga og
sprengjutilræða múslíma. Sagði Arafat að til-
raunir Bandaríkjamanna til að koma á viðræðum
bæru þess glöggt vitni að Bandaríkjamenn teldu
að Israelar væru að reyna að víkja sér undan
heitum sem þeir hefðu skrifað undir.
Somoza saknað í
Nicaragua
Eftirsjáin
vex með
fátæktinni
San Rafael del Sur í Nicaragua. Reuter.
HUNDRUÐ Nicaraguabúa komu til
kirkju á mánudag til þess að vera
við messu er haldin var til heiðurs
Somozafjölskyldunni, sem var ein-
ráð í landinu í hartnær hálfa öld.
Messan var haldin í bænum San
Rafael del Sur, um 55 km suðaust-
ur af höfuðborginni, Managua. Fyr-
ir einungis fáum árum hefði messu-
hald sem þetta verið óhugsandi í
Nicaragua, því fáir létu þá upp-
skátt um stuðning við Somozafjöl-
skylduna.
En eftirsjá eftir ljölskyldunni
hefur vaxið undanfarin ár um leið
og sár fátæktin sem fylgdi í kjölfar
þess að herstjórn hennar leið undir
lok. „Lengi lifi Somoza hershöfð-
ingi!“ æptu stuðningsmenn við
messugjörðina. Flestir íbúa San
Rafael del Sur eru verkafólk, og
segja má að bærinn hafi fyrr á tíð
verið í eigu Somozafjölskyldunnar.
„Ég er Somoza-sinni,“ hefur
Reuter eftir Olgu Flores, sem
dreifði minningarkortum með
mynd af ættföðurnum, Anastasio
Somoza Garcia, sem ljóðskáldið
Rigoberto Lopez Perez myrti 1956.
Tveir sona hans tóku við völdum
af honum uns vinstrisinnaðir
Sandinistaskæruliðar steyptu An-
astasio Somoza Debayle hershöfð-
ingja af stóli í júlí 1979.
r
Hér er ték
höfum
benkeþjófms