Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 23 ERLENT Evrópumál hafa áhrif á stjórnarmyndun Evrópumálin geta haft veruleg áhrif á stjórnarmyndun norsku miðjuflokkanna og langiífi stjórnarinnar, skrifar Ólafur Þ. Stephensen sem var í Noregi og kynnti sér Evrópuumræðuna. ÞÓTT Evrópumálin hafi ekki verið ofarlega á dagskrá í kosningabar- áttunni í Noregi íyrr í mánuðinum geta þau haft veruleg áhrif á það hvort stjórnarmyndun miðjuflokk- anna tekst og hvort stjórnin verð- ur langlíf, takist að koma henni á laggirnar. I fyrsta lagi eru allh- hinir vænt- anlegu stjórnarflokkar, Miðflokk- urinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre, andvígir aðild Noregs að Schengen-vegabréfasamstarf- inu. Mikill meirihluti Stórþingsins, það er Verkamannaflokkurinn, Hægriflokkurinn og Framfara- flokkurinn, er hins vegar hlynntur henni og samþykkti samstarfs- samning Noregs við Schengen-rík- in síðastliðið vor. ESB vill hraða viðræðum Nýrri stjóm er því varla stætt á öðru en að hefja samningaviðræð- ur við Evrópusambandið um nýjan samstarfssamning, en það er nauð- synlegt vegna innlimunar Scheng- en-samningsins í stofnsáttmála ESB, sem kveðið er á um í Am- sterdam-sáttmálanum. Vilji stjórn- in halda lífi verður hún sömuleiðis að leggja nýjan samstarfssamning fyrir Stórþingið til samþykktar, þótt það sé henni þvert um geð. Eina von miðjuflokkanna er að draga viðræðurnar við ESB á langinn þar til eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna í Danmörku. Felli Danir Am- sterdam-samn- inginn er hugs- anlegt að inn- limun Schengen í ESB komist í uppnám. Bjart- sýnustu and- stæðingar Schengen vonast til að danskt nei geti orðið til þess að norræna vegabréfasambandið lifi áfram óbreytt. Margt bendir hins vegar til að miðjustjórn myndi ekki komast upp með að seinka Schengen-við- ræðunum. Ráðherraráð ESB þrýstir á að óformlegar viðræður hefjist strax í þessum mánuði og dönskum stjórnvöldum er mikið í mun að niðurstaða liggi fyrir í grundvallaratriðum fyrir þjóðarat- kvæðagi-eiðsluna, þannig að ekk- ert sé óljóst varðandi stöðu vega- bréfasamstarfsins. Neitunarvaldi beitt í EES? í öðru lagi hafa forsvarsmenn miðjuflokkanna gefið í skyn að ný stjórn muni notfæra sér rétt sinn samkvæmt samningnum um Evr- ópskt efnahagssvæði að beita neit- unarvaldi gegn tUskipunum Evr- ópusambandsins, sem hún felli sig ekki við. I þessu sambandi er eink- um rætt um tilskipun ESB um gasvinnslu, sem snertir mjög norska hagsmuni, og tilskipun um genabreytt mat- væli, en Stór- þingið hefur lagzt gegn notk- un ýmissa gena- breyttra lífvera í Noregi. Það er eink- um Miðflokkur- inn, harðasti andstæðingur EES- samningsins, sem leggur áherzlu á beitingu neitunarvaldsins. Sér- fræðingar í Ewópumálum segja hins vegar að neitunaiTaldið sé tví- eggjað vopn. Hafni Noregur regl- um ESB sé markmið EES-samn- ingsins um sameiginlegan markað MIÐJUSTJÓRN í Noregi liefði meirihluta Stórþingsins á móti sér f ýmsum málum, sem varða Evrópusamstarfið. með sameiginlegum reglum úr sög- unni og þá geti jafnvel skapast for- sendur fyrir samningsrofi af hálfu ESB. Það myndi meirihluti Stór- þingsins aldrei sætta sig við og raunar ekki heldur væntanlegir samstarfsflokkar Miðflokksins, sem eru hlynntir EES þótt þeir séu á móti ESB-aðild. Sérfræðingar, sem Morgunblað- ið ræddi við, telja að niðurstaðan verði því frekar sú að annað hvort verði neitunarvaldinu beitt mjög afmarkað eða þá að Noregur muni samþykkja viðkomandi tilskipanir en láta undir höfuð leggjast að hrinda ákvæðum þeirra í fram- EVRÓPA^ kvæmd. Þá væri hins vegar fyi-ir- tækjum eða einstaklingum, sem teldu slíkt sér í óhag, gefið tilefni til að höfða mál fyrir EFTA-dóm- stólnum og Norðmenn yrðu þá dæmdir til að fara eftir tilskipun- um ESB, í stað þess að miðju- stjórnin þyrfti að hafa pólitískt frumkvæði að slíku. Notkun neitunarvaldsins myndi aukinheldur skapa flókna stöðu innan EFTA, því að EFTA verður að tjá álit sitt á tilskipunum ESB einurri rómi í sameiginlegu EES- nefndinni. Norðmenn væru því í erfiðri stöðu ef ísland og Liechten- stein væru hlynnt tilskipunum, sem þeir væru á móti. Hin þver- sagnakennda leið út úr slíkri stöðu væri að samþykkja tilskipunina í EES-nefndinni en fella hana síðan á Stórþinginu. Tillaga um tengingu við EMU yrði stjórninni erflð I þriðja lagi spá sumir því að verði Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) að veruleika í árs- byrjun 1999 og takist vel til, muni Hægriflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn leggja fram tillögu á Stórþinginu um að norska krónan verði tengd við evróið vegna hinna miklu viðskipta Noregs við Evr- ópusambandið. Slík tillaga gæti orðið banabiti miðflokkastjórnar, en enginn þeirra gæti fallizt á tengingu við EMU, sem þeir telja helgasta vé hinnar evrópsku sam- runastefnu, sem þeh’ eru andvígir. I fjórða lagi telja ýmsir fylgis- menn Evrópusambandsaðildar að umræðan um aðild Noregs að ESB, sem hefur legið í dvala eftir að meirihluti þjóðarinnar felldi að- ildarsamning fyrir þremur árum, geti látið á sér kræla aftur þegar aðildarviðræður hefjast við ríki í Austur-Evrópu. Slíkt væri miðju- flokkastjóm lítt að skapi. I n um að við kortlagt tu upp á ni/tt Gulldebetkort!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.