Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 39
tf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 39 AÐSENDAR GREIIMAR Brautryðjenda- starf í Ogaden „ÞEGAR ég fer til Eþíópíu mun ég leggja áherslu á að komast inn á Ógadensvæðið og reyna að ná þar fót- festu. Þetta er mjög stórt svæði sem er heimkynni margra þjóðflokka. Ógaden er mjög þurrt og harð- býlt, sums staðar hálf- gerð eyðimörk, Það sehi er sameiginlegt með þjóðflokkunutn á þessú svæði er áð þeir orú flestir muhatneðs- trúar og tala sómalí, ríkismál Sómalíu auk móðurmálsins." Sr. Helgi Hróbjartsson, kristni- boði, er senn á förum til Eþíópíu eina ferðina enn. Hann hefur dvai- ist hér á landi undanfarna mánuði og kynnt starf sitt. Helgi hefur starfað um árabil í námunda við Ógaden, m.a. í Waddera, og byggt upp blómlegt kirkjustarf. Hann hóf það fyrit' mörgum árum en varð frá að hverfa í 17 ár er kommúnistar náðu völdum í landinu. Er Helgi sneri aftur þangað árið 1992 voru 13 söfnuðir á svæðinu. Um mitt síðasta ár voru þeir orðnir 45. En Helgi gæti aldrei byggt upp allt þetta starf í eigin mætti, heldur vegna þess að þar eru lifandi söfn- uðir sem vilja gefa öðrum hlutdeild í hinum kristna boðskap. Kirkjufólk í_ Waddera er fúst til að fara inn á Ógadensvæðið og setjast þar að í framandi umhverfi og byggja upp safnaðarstarf. En Helgi er braut- ryðjandinn. Hann kannar landið, fer fyrstur, kemur á sambandi og hefst handa. Síðan taka aðrir við og halda starfinu áfram. Lútherska kirkjan í Eþíópíu, Mekane Yesu, hefur sett það mjög ofarlega á forgangslistann að fara með hinn kristna boðskap inn í Ógaden. Nokkrir kristniboðar hafa unnið í námunda við þetta rnikla svæði en eiginlegt starf hefur ekki hafist þar enn þá. Efasemdir vökn- Helgi Hróbjartsson uðu um öryggi útlend- inga á þessum slóðum og réttmæti þess að fylgja þessum áætlun- um eftir þegar dönsk hjúkrunarkona var myrt þar síðastliðið vor. En nú hafa morð- ingjarnir verið hand- teknir og ljóst er að ódæðisverkið var verk glæpamanna og endur- speglaði ekki afstöðu almennings tii kristni- bbða og kirkjulegs starfs. Yfirvöld hafa gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að upplýsa málið. Þau vilja gera það sem þau geta til að fá kirkjuna og þá hjálp og þjónustu sem hún veitir. Eftir að hafa búið Helgi Hróbjartsson er senn á förum til starf a í Noregi, segir Kjartan Jónsson. Þar verður hann fram yfir nýár eða þangað til hann kemur í stutta kveðjuheimsókn áður en hann fer til Eþíópíu í janúar. og starfað í Suðaustur-Eþíópíu um árabil telur Helgi ástandið þar vera viðunandi gott. Langtímamarkmið Mekane Yesu kirkjunnar í Ógaden er að koma á fót heilsugæslu, skólahaldi og ýmiss konar þróunarstarfi auk safnaðar- starfs. Það mun taka nokkur ár að ná þessum markmiðum, enda er svæðið afskekkt. Það verður hlut- verk Helga Hróbjartssonar að hefja starf á þessu svæði fyrir alvöru, skipuleggja það og byggja upp svo T Ef«t; IDOLE LOKSINS SMITFRIR, ÞÆGILEGUR FARÐI SEM ENDIST FRÁ MORGNITIL KVÖLDS Teint Idole er nýr þægilegur, olíulaus farði sem rennur á húð- ina. Ný tækni tryggir að hann smitast ekki í fatnað. Líttu inn og fáðu sýnishorn. Haustlitimir frá LANCÖME eru komnir. Ferskir og nýstárlegir litir. Til að fullkomna förðunina bjóðast stnpulitir fyrir hár og glitrandi púður. Sérfræðingur frá LANCÖME verður í versluninni í dag, morgun og á laugardag. Kaupaukar sem munar um. Fagmennska og þjónusta i fyrírrúmi. Laugavegi 80, Sími 561 1330 að það geti haldið áfram þegar hans nýtur ekki lengur við. Hann hefur kannað svæðið og þekkir það betur en flestir aðrir. Hann hefur einnig betri forsendur en aðrir til að takast þetta erfiða verkefni á hendur þar sem hann hefur sterkan bakhjarl í söfnuðunum á Waddera- svæðinu, auk þess sem hann hefur flugréttindi og notar flugvélar í starfinu. Það er mikill kostur því að vegalengdir eru miklar og vegir slæmir. Helgi er senn á fórum til starfa í Noregi. Þar verður hann fram yfir nýár eða þangað tií hann kem- ur í stutta kveðjuheimsókn áður en hann fer til Eþíópíu í janúar. Samkomuröð Hann heldur samkomuröð í húsi KFUM & K við Holtaveg 1.-5. þessa mánaðar og í Kristniboðssaln- um á Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, dagana 8.-12. október. Helgi er eftirsóttur ræðumaður. Það er því fengur að því að fá tækifæri til að hlusta á hann áður en hann fer utan. Hann prédikar og segir frá starfí sínu í Eþíópíu og fram- tíðaráformum þar. Allir eru hjartan- lega velkomnir á samkomurnar á meðan húsrúm leyfir. Höfundur er kristniboði. Skin Calming Moisture Mask CLINIQUE 100% ilmefnalaust Slappaðu af Clinique kynnir Skin Calming IVIoisture IVIask, hreint dekur fyrir þurra eða ofþornaða húð. Þessi kremaöi rakamaski veitir á augabragði allan þann raka sem þurr húð þarf á að halda. Auk þess sefar og j mýkir Skin Calming Moisture Mask “strekkta” og ofþornaða húð. Hreint dekurfrá fyrstu stundu. Skin Calming Moisture Mask inniheldur róandi, mýkjandi efni sem mynda rakalag og vernda þurra og viökvæma húð. Dregur úr roða og mýkir þurra húð. Endurvekur mýkt og hreina útgeislun. Skin Calming Moisture Mask 100 mi. kr. 1.800 H Y G E A jnyrtivöruverjlun Austurstræti, sími 511 4511 caiming_ mojsture' mask Lfttu við og fáðu meira að heyra.Ráðgjafi frá Clinique verður í Hygeu, Austurstræti, dagana 2. og 3. október. Menningardagar hejrnarlausra 12! • o k t ó b e r - 9 . nóvember 1 9 9 7 Stuttmjndahátíd Loftkastalanum Seljavegi 55, Reykjavík Sýning á stuttmyndum eftir heyrnarlausa kvikmyndaframleiðendur víða um heim. Sýningin hefst kl. 20.30 í Loftkastalanum fimmtudaginn 2. október. Heiðursgestir verða Mira Zuckermann og Cornelis Mehlum en þau hlutu 1. verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem haldin var í Búdapest á sl. ári fyrir stuttmyndir sem sýndar verða á hátíðinni. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 1., 2. og 3. október (miðvikudag, fimmtudag og föstudag) milli klukkan 9 og 12. Miðaverð kr. 500,- Stuttmyndahátíð Aukasýning á stuttmyndahátíðinni kl. 15.00 í Loftkastalanum IH9RI Ljódakvöld í Þiódleikhúskiallaranum kl. ?( ijódleikhúskjallaranumkl. ?o.3o Ljóð flutt af leikurunum Arnari Jónssyni, Eddu Þórarinsdóttur og Helgu Jónsdóttur. Hjálmar Pétursson, Júlía G. Hreinsdóttir og Margreth Hartvedt flytja Ijóðin á táknmáli. Aðgöngumiðasala er í Félagi heyrnarlausra, Laugavegi 26, 1., 2. og 3. október milli kl. 9 og 12. Einnig eru miðar seldirfrá klukkan 20.00 í Þjóðleikhúskjallaranum þann 7. október. MiðavQ/ð: kr. 700,- Miðaverð fyrir félaga í Félagi heyrnarlausra kr. 400,- [IlJt! Myndlistarsýning VilRjálms G. Vilhjálmssonar í Listasafni ASÍ Freyjugötu 41 Sýning Vilhjálms G. Vilhjálmssonar stendur yfir frá og með 11. októbertil 26. október. Opnunardagur sýningarinnar er laugardagur 11. október kl. 15 og er hún opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00 til 18.00 Aðgöngumiðar eru seldir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. . . Miðaverð kr. 200,- K.UTOIA Dagskrá menningardaga hevrnarlausra frá 19. október til 9. nóvember verður augiýst siðar I s l e n s k t t á k n rn á l 9S o k k a r m á l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.