Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 42
tÍ2 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
HALLDÓR PÉTUR KRISTJÁNSSON
fiskmatsmaður,
Hlíf II,
ísafirði
andaðist á Sjúkrahúsi ísafjarðar sunnudaginn
28. september.
Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00.
Jón Halldórsson, Sóley Sigurðardóttir,
Auður Haildórsdóttir, Rafn Þórðarson,
Ólína Halldórsdóttir, Arnaldur Árnason,
Sigrún Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG ELÍN ELÍASDÓTTIR
frá Hallbjarnareyri,
áður Sæviðarsundi 13,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 3. október kl. 15.00.
Bjarni Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Svanhildur Gunnarsdóttir, Sturlaugur G. Filippusson,
Valgerður Gunnarsdóttir, Jón B. Guðmundsson,
María Gunnarsdóttir, Árni Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
KRISTÍN KARLSDÓTTIR,
Brimhólabraut 6,
Vestmannaeyjum,
andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 30. septem-
ber í Hraunbúðum,
Arnmundur Þorbjörnsson,
Ásta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson,
Gyða Arnmundsdóttir, Viðar Aðalsteinsson,
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn og faðir,
JÓN GUÐMANN VALDIMARSSON,
Háeyrarvöllum 38,
Eyrarbakka,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudag-
inn 28. september sl.
Jarðarförin verður gerð frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 4. október kl. 14.00.
Stefanía Magnúsdóttir,
Árni Guðmannsson,
og fjölskyldur.
+
Hjartkær eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON,
Brekkugötu 5
í Vestmannaeyjum,
sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 26. september sl.,
verður jarðsettur frá Landakirkju laugardaginn 4. október nk. kl. 11.00 f.h.
Sigurbjörg Guðnadóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem hafa sýnt
okkur samhug og vinarþel við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur okkar,
móður, tengdamóður og ömmu,
ÖNNU MARÍU EINARSDÓTTUR,
Heiðarhjalla 43,
Kópavogi.
Bolli Magnússon,
Ásta Magnúsdóttir, Einar Einarsson,
Ásta Bolladóttir, Ralph Ottey,
Magnús Bollason, Elín Eiríksdóttir,
Bolli Magnússon yngri.
MÁLFRÍÐUR
ÓSKARSDÓTTIR
Málfríður
(Dadda) Óskars-
dóttir Möller fædd-
ist 4. apríl 1925.
Hún lést 24. desem-
ber 1996. Foreldr-
ar: Anna Signrjóns-
dóttir, f. 14. marz
1891 á Brunnastöð-
um, Vatnsleysu-
strönd, og Óskar
Lárusson, stór-
kaupinaður, f. 15.
janúar 1887. Syst-
kini: Sigrún, Arn-
björn, Lárus, Dór-
othea. Uppeldis-
systkini: Adolf Karlsson og
Axel Óskar Lárusson. Eftirlif-
Við viljum í fáum orðum minn-
ast konu sem reyndist fjölskyldu
okkar sannur vinur og hjálparhella
í fjarlægu landi.
Dadda Möller fluttist ung til
Bandaríkjanna með Pálma manni
sínum og bjó þar til æviloka, en
hún lést í desember síðastliðnum.
Lengst af bjó hún í Birmingham,
Alabama, en þar var Pálmi pró-
fessor í tannlækningum. Margir
fróðleiksþyrstir íslenskir tann-
læknar hafa átt greiða leið í há-
skólann í Birmingham vegna vel-
vilja þeirra hjóna í gegnum árin.
Sjálfsagt hefur ekki alltaf verið
auðvelt að taka upp á arma sína
nýja og nýja íslendinga, kynnast
þeim og aðstoða, til þess eins að
horfa á eftir þeim heim til íslands
eftir eitt, tvö, þrjú ár. En Dadda
hafði þann eiginleika að geta
kynnst fólki og eflt við það vin-
áttu án þess að sýta fylgifiskinn:
aðskilnað og sífellda kveðjukossa
á flugvöllum.
Margar gleðistundir koma upp í
hugann frá verunni í Birmingham.
I sunnudagsbíltúmum rennum við
gjaman upp í Vestaviahæðir þar
sem Pálmi og Dadda búa. Báðir
eldri synimir, Pálmi og Óskar, eru
flognir úr hreiðrinu en yngsti sonur-
inn, Jóhann, er heima. Rætt er um
stjómmál og íslenska heimsmenn
og heimskonur. Oft er slegið í brids
og spilað lengi. íslenska þeirra
hjóna er falleg og hrein og aldrei
ræðum við saman á öðru tungu-
andi systkini eru
Arnbjörn og Dó-
rothea. Maður Mál-
fríðar: Pálmi Möll-
er, tannlæknir, f. 4.
nóvember 1922, d.
19. júní 1988. Synir:
Pálmi, _ tölvufræð-
ingur, Óskar, lækn-
ir, Jóhann Georg,
lögfræðingur.
Tengdadætur
bandariskar: Sus-
an, Stephany og
Amy. Barnabörnin
eru fjögur.
Útför Málfríðar
var gerð frá Dómkirkjunni 24.
september.
máli. Falleg íslensk málverk prýða
veggi, harðfiskur er á borðum, og
mikið hlegið eins og íslendingum
er tamt á vinafundum. íslendinga-
nýlendan í hinu djúpa suðri Banda-
ríkjanna er á heimili Döddu og
Pálma. Þau horfa hvort á annað
og Pálmi sem mátti löngum þola
erfiða hjartasjúkdóma segir bros-
andi: Krakkar. Er ekki lífíð dásam-
legt.
„Er ekki lífið dásamlegt." Þetta
minnir okkur svo mikið á hlýhug
og vináttu þeirra hjóna, að okkur
hlýnar um hjartarætur. Það er
þakkarvert að hafa kynnst Döddu,
þó ekki væri hún fullkomin frekar
en við hin mannanna börn. Það
reynir óneitanlega mikið á þá
frumheija hverrar kynslóðar og
hverrar ættkvíslar, sem þora að
hleypa heimdraganum og fara út
í óvissuna, til ókunnra staða, á vit
nýrra ævintýra, en jafnframt tak-
ast á við hluti, sem reyna á mann-
legt þrek og æðruleysi. Dadda er
komin heim eins og hún þráði svo
mjög innst inni alla sína ævi. En
hún vissi líka að þráin eftir landinu
kalda gaf henni styrk og aldrei
heyrði ég hana kvarta.
Hafðu þökk fyrir allar okkar
góðu stundir.
Sonum hennar, tengdadætrum
og barnabörnum sendum við sam-
úðarkveðjur.
Siguijón Benediktsson og
Snædís Gunnlaugsdóttir,
Húsavík.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang-
amma,
VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Tunguhálsi,
lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga laugardaginn 27. september.
Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. október
kl. 13.00.
Auður Guðjónsdóttir,
Garðar V. Guðjónsson,
Guðsteinn V. Guðjónsson,
Hjálmar S. Guðjónsson,
Stefán S. Guðjónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Guðbjörg Felixdóttir,
Sigurlaug Gunnarsdóttir,
Björk Sigurðardóttir,
Þórey Helgadóttir,
María Ásbjörnsdóttir,
+
Okkar kæra,
RAGNHILDUR JÓNASDÓTTIR,
Stangarholti 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum 25. september sl.
Útförin fer fram frá kapellunni í Hafnarfjarðar-
kirkjugarði mánudaginn 6. október kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem
vilja minnast hennar, er bent á Astma- og ofnæmisfélagið.
Ólöf Margrét,
Ólöf Einarsdóttir, Jónas M. Lárusson,
Rannveig Jónasdóttir, Trygve Fagerás,
Lára Jónasdóttir, Birgir Karel Johnson.
Manni er ávallt vandi á höndum
er skrifa skal um látinn vin. Af
mörgu er að taka. Mig langar þó
til að setja á blað nokkur fátækleg
orð um elskulega látna frænku
mína, Málfríði (Döddu) Óskarsdótt-
ur Möller, eða bara Döddu, sem hún
var ætíð kölluð. Ætla ég þá fyrst
að rekja lífshlaup hennar að nokkru
leyti. Dadda fæddist í Reykjavík
og var alin þar upp, dvaldi í for-
eldrahúsum fram að giftingu. Hún
gekk svo í Gagnfræðaskóla Reykja-
víkur.
Hún gekk í hjónaband með
Pálma Möller, tannlækni, 12. júní
1945. Hann var þá á förum til
náms í Boston í Bandaríkjunum,
nánar til tekið við Tufts Univers-
ity, og fylgdi Dadda manni sínum
þangað. Dvöldu þau þar um fjög-
urra ára bil og þar eignuðust þau
fyrsta son sinn, Pálma.
Þau fluttu svo til íslands að loknu
námi Pálma og starfaði svo Pálmi
hér við tannlækningar næstu tíu
árin og hér fæddist næsti sonurinn,
Óskar. Bauðst Pálma nú prófess-
orsstaða í sinni sérgrein við Uni-
versity of Birmingham í Alabama
og tók hann því boði. Fluttu þau
hjón þá til Alabama og bjuggu þar
síðan, en Pálmi lést árið 1988. í
Alabama eignuðust þau svo yngsta
soninn, Jóhann Georg. Allir eru
synirnir giftir bandarískum konum
og eru barnabömin fjögur.
Mig langar til að víkja dálítið að
æsku og uppvexti Döddu. Bemsku-
heimili hennar var á Fjólugötu 3,
en faðir hennar, Óskar Lámsson,
byggði það fallega hús á ámnum
1920-21. Þess má geta, að í dag-
blaðinu „Dagur-Tíminn“, frá 23.
ágúst sl., var sérstök grein, „Húsin
í bænum“, og var þá sagt frá og
birt mynd af Fjólugötu 3, og rakin
saga hússins og ættmenna Döddu.
Faðir hennar, Óskar, var sonur
Lámsar G. Lúðvígssonar, skósmiðs
og skókaupmanns, og allir eldri
Reykvíkingar muna eftir glæsiskó-
verslun með því nafni í Banka-
stræti 5, sem flutt var úr gamla
húsinu andspænis Þingholtsstræti
2, en í það húsnæði flutti faðir
minn, Helgi Hallgrímsson, hljóð-
færaverslun sína, sem hann rak þar
í mörg ár.
Bernskuheimili Döddu var
glæsilegt í alla staði, rekið af
elskulegum foreldrum. Anna, móð-
ir Döddu, móðursystir undirritaðr-
ar, var kona mjög smekkvís og list-
ræn og bar heimilið þess glögg
merki í hvívetna. Dadda fékk þetta
allt í veganesti. Engan þurfti því
að undra að sama fágaða smek-
kvísi og hlýja ríkti ávallt á heimili
þeirra hjóna, Pálma og Döddu, hér
heima og í Alabama.
Dadda var mjög gefín fyrir hann-
yrðir og liggur eftir hana mjög fal-
lega unnin handavinna, aðallega
útsaumur. Fékk hún margar góðar
fyrirmyndir hjá Þjóðminjasafni ís-
lands sem hún svo útfærði á sinn
hátt. Var handavinna Döddu sýnd
á handavinnusýningu vestra og
hlaut hún lof fyrir.
Það var oft gestkvæmt á heimili
þeirra hjóna í Alabama, enda bæði
gestrisin og mannblendin. Höfðu
yndi af að hafa fólk í kringum sig.
Margir voru því þeir landar sem
nutu gestrisni og hlýju þeirra, ekki
síst á stórhátíðum sem jólum.
Dadda var falleg kona, með bjart
og sérlega hlýtt yfirbragð, hafði
mikla útgeislun. Brosið var aldrei
langt undan. Minnisstæð er mér
líka rödd hennar, raddblærinn svo
fallegur. Rödd einstaklingsins er
svo sterkur þáttur í persónu hvers
og eins.
Jarðarför Döddu var gerð frá
Dómkirkjunni, hinn 24. þ.m. í fal-
legri minningarræðu sr. Hjalta Guð-
mundssonar minntist hann langrar
dvalar Döddu í annarri heimsálfu,
en hve hugur hennar hefði reyndar
alltaf dvalið við ísland meira eða
minna, en að nú loksins væri hún
komin heim til hinstu hvíldar.
Ég sendi svo að lokum mínar
dýpstu samúðarkveðjur til sonanna
þriggja og fjölskyldna þeirra.
Astríður H. Andersen.