Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 43
-4.
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ____________________________
MINNINGAR
I
+ Vilborg Matt-
hildur Ólafs-
dóttir fæddist í
Ólafsvík 8. ágúst
1908. Hún lést 24.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ólafur
Bjarnason og Katr-
ín Hjálmarsdóttir.
Vilborg var yngst
níu systkina sem
upp komust, þau
eru öll látin.
_ Hinn 6. júní 1929
giftist Vilborg Ge-
org Sigurðssyni,
vélsljóra, f. 28. júní 1906. Hann
fórst með mb. Kjartani Ólafs-
syni 14. desember 1935. Börn
þeirra Vilborgar og Georgs
voru: 1) Salvör Sigríður, f. 21.
mars 1930, d. 6. júní 1971,
maki Vilmundur Jónsson, börn:
Georg, Guðjóna, Vilborg Matt-
hildur og Órn. 2) Pétur Ás-
björns, f. 5. júní 1931, d. 24.
júlí 1987, maki Emelía Jóns-
dóttir, börn: Ragnheiður Jó-
hanna, Vilborg, Margrét og
Petrea Emelía. 3) Katrín, f. 1.
Nú þegar ég sest niður til að skrifa
kveðjuorð um ömmu Boggu og læt
hugann reika til baka er það þakk-
læti sem fyrst og fremst leitar á
hugann. Þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast og alast upp í um-
hverfi sem hún var alltaf hluti af,
þakklæti fyrir að hafa lært að virða
fortíðina, fengið svo náin kynni af
aldamótakynslóðinni og raunhæfa
frásögn af lífmu í bernsku hennar
án þess að hún væri „dramatiseruð"
um of. Hún sagði frá á einfaldan
og nærgætinn hátt með virðingu
fyrir öllum. Hún bar alltaf sérstakar
tilfinningar til æskustöðvanna í
Ólafsvík og sagði oft frá „krökkun-
um á Snoppunni" og alltaf var stutt
' „blessaðan Jökulinn minn“.
Amma hafði mikla sjálfsvirðingu
°S gat þess vegna alltaf sýnt öðrum
fulla virðingu og ekkert var það starf
sem henni fannst vera of lítilfjör-
legt, aðeins illa unnin störf voru
henni ekki að skapi. Hún var mjög
góður kokkur og mörgum eru í
fersku minni veislur hennar á Mel-
stað. Oft hef ég á seinni árum undr-
ast framsýni hennar í að nýta sér
og taka upp nýjar aðferðir í matar-
gerð. Hún gerði þetta allt svo vel
og smekklega að fagfólk hefði varla
gert betur. Oft heyrði ég „kallana
hennar" í Sementsverksmiðjunni
dásama matargerð hennar og bar
öllum saman um að það skipti engu
hvort um væri að ræða fisk á þriðju-
degi eða steik á föstudegi, allt var
þetta gott og borið fram af natni
og umhyggju og ennþá eru matar-
uppskriftir hennar notaðar mikið
innan fjölskyldunnar.
Minningarnar hrannast upp og
alltaf stendur amma frammi sem
hin fyrirhyggjusama stórfjölskyidu-
móðir sem alltaf var til staðar og
sá til þess að allir fengju sitt. Eftir
að hún fór að eldast kom hún mér
á óvart þegar ég komst að því hversu
vel hún fylgdist með öllum afkom-
endunum, vissi alltaf hvar fólkið var
statt í námi og starfi, virtist kunna
vaktatöfiur þeirra sem unnu vakta-
vinnu utanað og alltaf gat hún sagt
hvar þeir sem sjóinn stunduðu eða
voru á ferðalagi voru staddir.
Þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf
farið mjúkum höndum um ömmu
varð maður aldrei var við beiskju
hjá henni. Hún sagði oft frá baslinu
með bömin þriggja til fimm ára, hún
orðin sjómannsekkja 27 ára gömul,
en tónninn alltaf sá sami: „Þau voru
svo dugleg." Amma lifði tvö af þrem-
ur börnum sínum - Sigríður, elsta
dóttir hennar, lést 41 árs gömul og
er Pétur, sonur hennar, lést 56 ára
gamall kom það í minn hlut og bróð-
ur míns að færa henni fréttina. Pét-
ur sem hafði verið henni svo mikill
styrkur og axlað ungur karlmanns-
hlutverk heimilisins samkvæmt
þeirra tíma venju var nú allur. Það
september 1932,
maki Janus Bragi
Sigurbjömsson,
böm: Georg Vil-
berg, Valgerður,
Hilmar Bragi,
Heimir Björn og
Heiðrún. Einnig
ólst upp með börn-
um hennar Elín El-
íasdóttir, f. 20. febr-
úar 1920, maki Ein-
ar Magnússon,
börn: Georg, Viðar,
Bjamey Steinunn,
Einar og Dröfn.
Langömmubörnin
em 37 og langalangömmubarn
eitt.
Fyrri hluta starfsævi sinnar
stundaði Vilborg ýmis fisk-
vinnslustörf, þá starfaði hún á
Nótastöðinni á Akranesi en
lengst af starfaði hún sem
matráðskona í mötuneytum og
síðustu tíu starfsárin við mötu-
neyti Sementsverksmiðju ríkis-
ins á Akranesi.
Útför Vilborgar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
var mikil reynsla að fylgjast með
ömmu vinna sig áfram út úr sorg-
inni og takast á við lífið að nýju.
Þá var það iðjusemi hennar, æðru-
leysi og sá eiginleiki að kunna að
meta og þakka það sem hún átt
hafði, fremur en að sýna beiskju út
í lífið, sem hjálpaði henni til að vinna
sig áfram að nýju.
Síðustu æviárin dvaldi amma á
dvalarheimilinu Höfða á Akranesi
og ekki er annað hægt en að minn-
ast þess tíma. Ég held að allir hafi
kviðið svolítið fyrir því að hún færi
þangað, þar sem hún hafði sínar
skoðanir á flestum hlutum, hvemig
skyldi henni ganga að vera inni á
stofnun? Hún tók því eins og öllu
öðru, með æðruleysi og fullum vilja
til að gera sitt besta. Á Höfða hélt
hún fullri reisn og „stúlkurnar henn-
ar“ önnuðust hana svo vel að hún
naut þar ævikvöldsins alsæl og eins
og best varð á kosið. Fyrir hönd fjöl-
skyldunnar vil ég þakka starfsfólki
Dvalarheimilisins Höfða og starfs-
fólki Sjúkrahúss Akraness góða
ummönnun og umhyggju í hennar
garð.
Megi minningin um styrk hennar
og gæsku lifa með okkur öllum.
Georg V. Janusson.
Kæra Vilborg. Leitt að þú ert
farin frá okkur. Eg sakna þín. Amma
Bogga farin ert þú. Þú kemur aldrei
aftur. Ég vona að þú hafír það gott.
Þitt barnabarnabarn
Hjalti.
Glöð með glöðum varstu
göfg og trygg á braut
þreyttra byrði barstu,
blíð í hverri þraut.
Oft var örðugt sporið
aldrei dimmt í sál
sama varma vorið
viðkvæm lund og mál.
(Magnús Markússon.)
Það kemur fólki alltaf að óvörum
og enginn getur verið við því búinn
þegar náinn ættingi eða vinur er
brott kallaður og hverfur yfir móð-
una miklu. Þannig var því einnig
farið með okkur sem þessa kveðju
sendum þegar okkur barst sú fregn
að Vilborg Matthildur Ólafsdóttir
hefði látist miðvikudaginn 24. sept
sl. á Sjúkrahúsi Akraness. Vilborg
eða Bogga eins og við kölluðum
hana hafði verið á sjúkrahúsinu um
stundarsakir vegna áverka sem hún
hlaut er hún datt í íbúð sinni á Dval-
arheimilinu Höfða nú fyrir skömmu.
Bogga kom til Akraness frá
Reykjavík árið 1928 í fylgd verðandi
eiginmanns síns, Georgs Sigurðsson-
ar frá Melstað á Akranesi, en honum
hafði hún kynnst þegar hann var
við nám í Reykjavík og lærði til vél-
stjóraprófs en sjálf hafði hún komið
til Reykjavíkur frá Ólafsvík þar sem
hún var fædd og uppalin yngst 9
systkina, sem öll eru nú látin. Strax
eftir að þau hófu búskap Bogga og
Georg tóku þau í fóstur systurdóttur
Georgs, Elínu, þá átta ára gamla,
og ólst hún upp hjá þeim eins og
þeirra eigið barn þar til Georg féll
frá aðeins 29 ára gamall en eftir
það ólst hún upp hjá Boggu sem
alltaf leit á hana sem eitt af sínum
börnum. Georg fórst með mb. Kjart-
ani Ólafssyni 14. desember árið
1935. Bogga og Georg byggðu hús-
ið Melteig 16b (Vestri Melstað)
ásamt Sigurði tengdaföður Boggu
og fluttust þau í það hús árið 1930.
Þar fæddust þeim hjónum þrjú börn,
þau Salvör Sigríður, Pétur Ásbjörns
og Katrín. Katrín lifir móður sína
og systkin en Sigríður og Pétur lét-
ust langt um aldur fram.
Það var á Melstað sem við kynnt-
umst þessari merkis konu sem aldr-
ei bognaði né brotnaði sama á hverju
gekk. Við litum hana fyrst augum
við fæðingu okkar í þennan heim
og vorum í nánum samvistum við
hana og börn hennar þar til þau
fóru að heiman og við fluttum frá
Melstað 1960. Við bjuggum sjö á
miðhæðinni en Bogga og börn henn-
ar þijú í risinu. Þarna voru engin
landamæri, þetta var ein fjölskylda,
Bogga amma okkar og börnin henn-
ar, systkini okkar. Hún var svo já-
kvæð út í lífið sem þó hafði farið
svo ómjúkum höndum um hana og
svipt hana því sem henni var dýr-
mætast. Það var yndislegt að sjá
barnið í sálu hennar vakna þegar
skammdegið lagðist yfir og jólin
nálguðust. Tilhlökkunin og gleðin
sem skein úr augum hennar við
undirbúning þessarar ljóssins hátíð-
ar hreif okkur og gerði þennan tíma
ógleymanlegan í hugum okkar barn-
anna og allra þeirra sem voru í ná-
lægð við hana. Okkur eru í fersku
minni jólaboðin sem hún hélt fyrir
fjölskylduna á loftinu á Melstað,
gleðin og kátínan sem þar ríkti var
einstök. I dag þegar við hugsum til
þessara tíma skiljum við ekki hvem-
ig hægt var að rúma allan þennan
fjölda á þessum fáu fermetrum og
ekki fannst okkur vera þröngt um
okkur. Sennilega er það vegna þeirr-
ar hjartahlýju og væntumþykju sem
hún bar í bijósti til fjölskyldu sinnar
sem geislaði frá henni að okkur
fannst rýmið vera nóg.
Bogga var ákaflega framsýn
manneskja og skyldi nauðsyn
menntunar fyrir ungt fólk og fram-
tíð þess. Hún var því óþreytandi við
að hvetja afkomendur sína og önnur
ungmenni til menntunar og enginn
gladdist meira en hún þegar einhver
náði langþráðum áfanga á mennta-
brautinni og góðum árangri i starfi.
Eitt af áhugamálum Boggu voru
ferðalög og fór hún margar ferðir
til útlanda og voru þau ófá löndin
sem hún heimsótti. Hún kom aldrei
heim úr þessum ferðum án þess að
færa sínum nánustu einhvern glaðn-
ing því það var líf hennar og yndi
að gefa og gleðja aðra.
Elsku Bogga okkar, við viljum
með þessum fátæklegu línum færa
þér alúðar þakkir fyrir allt sem þú
hefur verið okkur og fjölskyldum
okkar. Við erum þess full viss að á
ströndinni hinum megin munu eig-
inmaður þinn sem þú misstir svo ung
og börnin tvö taka á móti þér auk
allra ættingja og vina sem gengnir
eru. Guð blessi þig fyrir allt.
Elsku Kata, þegar þú nú kveður
elskulega móður þína hinstu kveðju
sendum við þér og fjölskyldu þinni
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
algóðan Guð að halda verndarhendi
sinni yfir ykkur og hugga á rauna-
stund.
Öllum aðstandendum sendum við
samúðarkveðjur og óskum þeim
Guðs blessunar.
Böm og frændur falla
fram í þakkargjörð
fyrir ástúð alla -
tón þín á jörð
fyrir andans auðinn,
arf, sem vísar leið,
þegar dapur dauðinn
dagsins endar skeið.
(Mapús Matthíasson.)
Elín Elíasdóttir, börn,
tengdabörn og fjölskyldur
þeirra.
VILBORG MA TTHILD-
UR ÓLAFSDÓTTIR
t
Elskulegur sonur, stjúpsonur, bróðir og
mágur,
SKÚLI JÓHANN GUÐMUNDSSON,
Frostafold 135,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. septem-
ber.
Kristín Skúladóttir, Jónas Björnsson,
Birna Jónasdóttir, Pétur Gunnarsson,
og aðrir vandamenn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR EINARSSON
fyrrverandi lögregluþjónn,
lést á St. Jósefsspitalanum þriðjudaginn 30. september.
Jarðarförin ferfram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. október kl. 15.00.
Einar Gunnarsson, Ingibjörg Harðardóttir,
Ingá Gunnarsdóttir,
Þórunn Gunnarsdóttir, Skarphéðinn Þ. Helgason,
Gunnar Theodór Gunnarsson, Ásta Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Efstalandi 16,
lést á Landsspítalanum mánudaginn 29. september,
Erla Gunnarsdóttir,
Hjördís Gunnarsdóttir,
Kristin Gunnarsdóttir,
Hjördís Guðmundsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
t
Móðir okkar,
ÞÓREY EYJÓLFSDÓTTIR KOLBEINS.
Grenimel 33,
Reykjavik,
lést að morgni þriðjudagsins 30. september.
Sigrún Ólafsdóttir, Ásta Kristrún Ólafsdóttir
og Haraldur Ólafsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁGÚSTA F. GÍSLADÓTTIR,
Hamraborg 14,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 3. október kl. 13.30.
Halldór Jónsson,
Guðmunda S. Halldórsdóttir, Samúel Richter,
Ólöf Svava Halldórsdóttir, Ágúst Árnason,
Gísli Halldórsson, Ása Margrét Ásgeirsdóttir, 4 I?
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts,
JÓHANNSJÓNSSONAAR,
Sunnuvegi 13,
Selfossi.
Sigríður Ólína Marinósdóttir,
Marinó F. Einarsson, Valgerður Jakobsdóttir,
Hansína Ásta Jóhannsdóttir,
Guðbjörg Jóhannsdóttir, Sigdór Vilhjálmsson,
Guðmundur Rúnar Jóhannsson, Margrét Fanney Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
----------------------------------------------------------H !
I