Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 52
52 FÍMMTÚDÁGUR 2. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HVÍTASUNNULILJA.
„HVÍTU
DÖMURNAR“
(Narcissus
poeticus)
I síðasta Blómi vikunnar skrifaði
Ágústa Björnsdóttir um „Bláu
drengina" sem var samheiti yfir
vorblómstrandi smálauka með blá-
um blómum. Mér datt í hug að
gaman væri að skoða fleiri blóma-
liti, bleika eða hvíta og athuga,
hvort ekki væru vorblómstrandi
laukar sem bæru þessa liti. Heitið
„hvítu dömurnar“ er alveg á
ábyrgð höfundar þessa greina-
korns og er aðeins stæling á heiti
síðustu greinar. Flestir þeir laukar
sem um verður fjallað bera við-
skeytið lilja og því má til sanns
vegar færa að kvenkenna þá. Fjöl-
margir vorblómstrandi laukar bera
hvít blóm, svo erfitt er að tak-
marka sig við nokkrar tegundir
en þó verður þess freistað.
Vetrargosi, Gal-
anthus nivalis, er eitt
fyrsta vorblómið.
Þetta er mjög fallegt,
lítið laukblóm. Blöðin
eru grágræn og bein-
strengjótt og blóm-
leggurinn grannur,
u.þ.b. 15 sm á hæð.
Eitt blóm drúpir á
stöngulendanum,
snjóhvítt á lit. Það er
sem vetrargosinn sé
svo feiminn við lífið
og tilveruna að hann
þori ekki að líta upp.
Innri blómhlífarblöð-
in eru styttri en þau
ytri og eru sýld í end-
ann og köntuð
grænni bryddingu. Vetrargosinn
blómstrar sunnanlands í febrúar-
mars ef hlýindi eru. Hann stendur
ótrúlega vel af sér kuldakast eða
næturfrost. Eftir þannig nótt lypp-
ast blómstöngullinn niður og jurtin
virðist hafa gefið upp öndina. Skíni
sólin um daginn er þessi litli gosi
allur búinn að sperrast eftir nokkra
klukkutíma og ber hátt hvíta
klukkuna sem bærist fyrir minnsta
andvara. Blóm vetrargosans geta
staðið í nokkrar vikur. Lauka vetr-
argosans ætti að leggja nokkra
saman á 5-10 sm dýpi, gjaman í
septemberlok. Smám saman fjölgar
hann sér þannig að á nokkrum
árum er kominn vænn brúskur af
þessum fallegu laukblómum.
Krókusar eða dvergliljur eru
hnúðjurtir sem flestir þekkja. Þeir
blómgast yfírleitt snemma á vorin
en þó eru nokkrar tegundir haust-
blómstrandi. Blöð allra krókusa
eru mjó og striklaga með hvítri
rönd eftir endilöngu. Blómin eru
oftast stök og blómblöðin sex. Þau
mynda langa samvaxna pípu sem
vex upp úr moldinni en opnast þá
og breiðir úr sér. Litur krókus-
bióma er oftast gulur, fjólublár eða
hvítur. Gróft talað má skipta krók-
usum í tvo flokka, villikrókusa og
garðakrókusa. Þeir síðasttöldu eru
mun stórgerðari en villikrókusarn-
ir. Garðakrókusum eða vorkrókus-
um, Crocus vernus, er skipt í ótal
tegundir, sem orðið hafa til með
ýmiss konar úrvali og kynbótum.
Þekktasta hvíta tegundin er lík-
lega Jóhanna af Órk, „Jeanne
d’Arc“, sem er með stórum, mjalla-
hvítum blómum. Dvergliljur getur
verið skemmtilegt að setja í gras-
flatir. Þá má ekki slá grasflötina
mjög snemma, eða skilja eftir
toppa, þar sem laukarnir eru, svo
þeir nái að safna forða og mynda
nýja lauka. Þannig er unnt að njóta
blómgunar ár eftir ár.
I síðasta pistli var fjallað um
perlulilju, Muscari. Perluliljur eru
flestar bláar, en þó er til skínandi
falleg, hvít perlulilja, Muscari
botryoides alba. Eins var fjallað
um snæstjörnur, Chionodoxa og
stjörnuliljur, Scilla. Allir þessir
smálaukar hafa hvít afbrigði.
Hátíðaliljur eða Narcissus er all-
stór flokkur laukblóma, því grasa-
fræðingar telja að
30-60 tegundir séu
innan ættkvíslarinn-
ar. Þegar páskaliljur
eru nefndar, sjá lík-
lega flestir fyrir sér
gula litinn. Páskalilj-
ur „eiga“ að vera
gular, með tiltölulega
langan lúður (hjá-
krónu) fram úr gul-
um krónublöðum. En
hvers vegna á málið
að vera einfalt ef
hægt er að gera það
flókið? Til eru páska-
liljur með gulum lúðri
og hvítum krónublöð-
um eða öfugt. Lík-
lega er tegundin
„Mount Hood“ uppáhalds páskalilj-
an mín. Þetta er mjög falleg páska-
lilja, ijómahvít á litinn. Hún
blómstrar í seinna lagi af
páskaliljum að vera, eða síðari
hluta maí eða í júníbyrjun og fjölg-
ar sér rólega.
Hvítasunnulilja, Narcissus po-
eticus, er um 40 sm á hæð. Hvíta-
sunnuliljan er flngerðari en flestar
páskaliljur, með snjóhvítum krónu-
blöðum og mjög stuttri hjákrónu.
Blómin ilma vel. Tegundin „Actea“
er með rauðbrydda hjákrónu með
grænleitum blómbotni. Hvíta-
sunnuliljumar blómstra seinna en
páskaliljur eins og nafnið bendir
til og eru mjög harðgerðar.
Ekki get ég skilið svo við þessa
ættkvísl að ég nefni ekki jólalilj-
una, Narcissus polynathus paper-
white. Hún er kremhvít á lit, með
mörgum ilmandi blómum á sama
stöngli. Þeir laukar sem hér fást
eru forræktaðir, þannig að þeir
bera blóm 4-6 vikum eftir gróður-
setningu inni.
Allar þær laukjurtir, sem hér
hafa verið nefndar (nema jólalilj-
an) eru lagðar að haustlagi. Þær
eru mjög harðgerðar og geta lifað
árum saman og fjölgað sér, ef
þess er gætt að fræbelgir séu fjar-
lægðir og blöðin fái að standa uns
þau byiji að sölna.
S.Hj.
BLÓM
VIKUNNAR
371. þáttur
llrasjón Ágústa
Björnsdóttir
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Mál Sophiu
Hansen
og- dætra
SEM flestir landsmenn hef
ég fylgst með þessu sorg-
lega máli og hugleitt það.
Vil því koma á framfæri
ábendingu um nýja leið og
viðhorf.
Málaferli og dómstólar
hafa ekki getað leyst mál-
ið. Þetta kemur mér ekki
á óvart því að málaferli
leiða til enn meiri gremju,
ósættis og baráttu sem
bitna mest á bömunum,
sem venjulega þykir vænt
um báða foreldra.
Það vekur furðu að í
nefndu máli virðist aldrei
hafa verið reynt að meta
af faglegum, hlutiausum
og óviðkomandi aðilum
hvað best væri fyrir stúlk-
urnar og hvar þær innst
inni vildu vera. En á ís-
landi held ég þetta sé ávallt
gert og ræður slík hlutlaus
athugun miklu. Þessu er
e.t.v. erfitt að koma við í
Tyrklandi.
Nú, hugsanleg leið í
máli Sophiu og dætra geti
kallast leið samninga og
sátta, og er þannig: Hafa
ber í huga að hér er um
tvö böm að ræða sem eru
að verða fullorðin. Þau
þurfa ekki endilega að
fylgjast að eða búa í sama
landi enda óvíst að það sé
þeim fyrir bestu, eða stúlk-
umar óski þess. Það er
annars oft talið eðlilegt og
réttlátt ef um tvö böm er
að ræða að foreldrar hvor
fyrir sig hafí annað en
geti umgengist hitt af og
til.
Skynsamir foreldrar,
eins og hér er vafalaust
um að ræða, ættu að geta
samið um að önnur stúlkan
fengi nú um skeið að koma
til móður t.d. 1-3 mánuði,
síðan færi hún til föður,
en hin kæmi þar næst til
móður. Þannig mætti halda
áfram skiptum eftir nánara
samkomulagi. Trygging
fyrir endurkomu er alltaf
í því fólgin að annað bam-
ið er hjá hvoru foreldra.
Með svona samkomulagi
mætti hætta öllum mála-
ferlum og draga kæmr til
baka. Þetta yrði eflaust
heillavænlegast og
ánægjulegast fyrir stúik-
umar sem bráðlega þurfa
að velja sér starf, dvalar-
stað og lífsmáta sem full-
orðnar manneskjur. Það
mundi líka létta þungri
byrði af foreldrum báðum.
íslendingur.
Abending
MIG langar að taka undir
við þá sem hafa verið að
skrifa í Velvakanda um
Fossvogsdalinn. Hann ætti
að verða annar Laugardal-
ur sem er perla borgarinn-
ar. Fossvogsdalurinn er
ekki síðri til ræktunar og
vonandi verða ekki settar
fleiri steinblokkir í hann.
Kona.
Sokkabuxna-
viðgerðir
KONA hafði samband við
velvakanda og vildi hún
benda fólki á að sokka-
buxnaviðgerðir hefðu flust
í Austurver við Háaleitis-
braut.
Fyrirspum til
Tryggingaeftir-
lits ríkisins
HVER gefur tryggingafé-
lögum leyfi til að hækka
iðgjöldin og eftir hveiju er
farið þegar þeim er gefíð
leyfl til að hækka gjöld sín?
Guðmundur.
Þakkir fyrir að
skila kisu heim
KÆRAR þakkir til manns-
ins sem kom með kisuna
mína í Eskiholtið í
Garðabæ.
Ragna.
Tapað/fundið
Hliðartaska týndist
VÍNRAUÐ hliðartaska,
Bally, sem tekur A4, tap-
aðist í Þingholtunum að-
faranótt sunnudagsins 28.
september. Innihald vín-
rautt seðlaveski, vínrautt
fllófax, sólgleraugu, lítið
upptökutæki, lyf o.m.fl.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
562-3160 eða skili á næstu
lögreglustöð.
Barnafjallahjól
í óskilum
BARNAFJALLAHJÓL
fannst neðst í Sauðási í
Seláshverfi. Uppl. í síma
557-9466.
19. Bxh7+! - Kxh7 20.
Rg5+ - Kg6 21. Dxf7+ -
Kxg5 22. Dxg7+ og svart-
ur gafst upp, því 22. - Kh5
23. Dh7+ - Kg5 24. Be5!
er alveg von-
laust.
Fyrir sigurl-
iðið „Forina
Mursa“ kepptu
m.a. stórmeist-
aramir Kozul,
Gavrikov, Cvit-
an og Cebalo.
Undanrásir
Evrópukeppni
taflfélaga
standa yfír um
þessar mundir.
Hellismenn
héldu utan í
morgun til
keppni í Mulho-
use í Frakk-
landi. Fyrir Helli tefla þeir
Hannes Hlífar Stefánsson,
Helgi Ólafsson, Karl Þor-
steins, Helgi Áss Grétars-
son og Ingvar Ásmunds-
son.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í keppni
taflfélaga i Króatíu í haust.
Blazemir Kovacevic
(2.340) hafði hvítt og átti
leik gegn stórmeistaranum
Juraj Nikolac (2.470)
HÖGNIIIREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
KENNARADEILAN er farin að
hafa áhrif inn á heimilin þótt
ekkert verkfall sé skollið á og eng-
ir kennarar hafi látið af störfum.
Víkveiji hefur heyrt frá foreldrum
og kennurum undanfarið að yngstu
skólabörnin séu uggandi yfir frétt-
um um uppsagnir kennara og verk-
föll og spyiji undrandi hvort kenn-
arinn þeirra ætli virkilega að hætta
í skólanum.
Foreldrar vita að 6, 7 og 8 ára
börn mynda sérstaklega sterk
tengsl við kennarann sinn og líta
oft á hann sem trúnaðarvin, stað-
gengil foreldra og uppsprettu ör-
yggis í umhverflnu. Fyrir þau er
tilhugsunin um að kennarinn fari
og hætti á miðjum vetri illskiljanleg
og hálfógnvekjandi.
Þessi hópur nemenda mun taka
því sérstaklega fagnandi þegar
kennaradeilan verður farsællega til
lykta leidd.
OÐRU máli gegnir hins vegar
um eldri krakkana, þ.e.a.s í
orði kveðnu. Hjá þeim er skeyting-
arleysi um yfirvald og reglur al-
gengt og margir krakkar um ferm-
ingu tala digurbarkalega um að það
verði gott að fá frí frá skólanum
þegar kennaramir fara í verkfall.
Islensk heimili eru hins vegar
orðin svo reynd í því að takast á
við deilur af þessu tagi að foreldr-
ar vita að þetta er bara í nösunum
á krökkunum. Þau vilja ekkert
fremur en að geta gengið að hlut-
unum vísum í fastmótuðu um-
hverfi þar sem reglur og mörk eru
skýr og eftir fárra daga röskun á
skólastarfi eru bröttustu hörkutól-
in farin að þrá að komast í skólann
aftur.
Það er sannarlega ástæða til að
óska þess að deiluaðilar - sveitarfé-
lög, kennarar og aðrir sem kunna
að koma að málum - setjist niður
á næstu vikum og leysi úr þeim
flækjum sem við blasa.
xxx
ELDSVOÐAR virðast orðnir
óhugnanlega tíðir hér á landi.
Fréttir af tjóni á fólki og eignum í
eldsvoðum nálgast tuginn síðustu
vikur. Engu er líkara en bylgja elds-
voða sé að ganga yfir. Fram hefur
komið að eldsvoðum vegna sjón-
varpstækja og annarra rafmagns-
tækja hafi farið fjölgandi undanfar-
in ár. Miðað við fréttir af eldsupp-
tökum í þeim brunum sem orðið
hafa undanfama daga virðist ljóst
að skýringanna er að leita víðar.
Það hefur einnig verið áberandi
í fréttum hversu oft reykskynjarar
bjarga lífi og limum fólks. Vonandi
láta einhveijir fréttir af síðustu
eldsvoðum sér að kenningu verða
og fjárfesta í reykskynjara, en bíði
ekki eftir næsta voðaatburði, sem
enginn veit hvar verður.