Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 2

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 i MORGUNBLAÐIÐ Áfram góðæri hér á landi samkvæmt þjóðhagsáætlun Kaupmáttur eykst hraðar en í viðskiptalöndunum HAGFELLD skilyrði í íslenskum þjóðarbúskap síðustu ár eru að skila landsmönnum nálega tvöfalt meiri kaupmáttaraukningu en í helstu við- skiptalöndum íslendinga. Þetta kemur fram í nýrri þjóð- hagsáætlun Þjóðhagsstofnunar, sem forsætisráðherra lagði fram á Al- þingi í gær. Fram kemur að í fyrra hafi kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 3,5%, á þessu ári stefni í 4,5% aukningu og á næsta ári stefni í enn meiri kaupmáttaraukningu eða 5,2%. Þá er miðað við að launa- þróun verði í aðalatriðum í sam- ræmi við kjarasamninga og verð- bólga verði 2,5-3% á næstu misser- um. Góðæri frá 1994 Spáð er 3,5% hagvexti á næsta ári og rúmlega 3% að jafnaði næstu ár- in þar á eftir, komi ekki til frekari stóriðjuframkvæmda. Þetta er held- ur minni hagvöxtur en á þessu ári og því síðasta, en í þjóðhagsáætlun- inni segir að góðæri hafi ríkt í ís- lenskum þjóðarbúskap frá árinu 1994 og hagvöxtur verið meiri en í iðnríkjunum í heild, eða 3,6% að jafnaði á ári, samanborið við 2,7% í iðnríkjunum. Þetta hafi komið fram í minnkandi atvinnuleysi og auknum kaupmætti. Þjóðhagsstofnun segir að margir þættir hafi lagst á eitt við að skapa þetta góðæri en mestu máli skipti stöðugleiki í þjóðarbúskapnum og hagstæð ytri skilyrði. Engu að síður sé talið að halli verði á viðskipta- jöfnuði til ársins 2002. Brýnustu verkefnin í efnahags- málum eru tvíþætt, að því er fram kemur í þjóðhagsáætlun. Annars vegar að gæta þess að þensla mynd- ist ekki því þá væri stöðugleikanum stofnað í hættu. Þetta sé sérstak- lega mikilvægt í ljósi þess að margt bendi til að vöxtur efnahagsstarf- seminnar sé um þessar mundir ná- lægt þeim mörkum sem samrýmast viðunandi verðlagsþróun. Hins vegar þurfi að efla þjóðhags- legan spamað með það að markmiði að nokkur afgangur verði á við- skiptajöfnuði þegar yfirstandandi fjárfestingum í stóriðju lýkur. Af- gangur sé forsenda þess að erlendar skuldir þjóðarbúsins minnki. Við þessar aðstæður sé því óhjákvæmi- legt að fylgja aðhaldssamri stefnu í peningamálum og ríkisfjármálum. Samneysla eykst Þjóðhagsstofnun spáir að á næsta ári verði aukning á einkaneyslu, sem nemi 5% að raungildi, eða nán- ast í takt við þróun kaupmáttar. Þá kemur fram í þjóðhagsáætluninni að útgjöld til samneyslu vaxi nú hraðar hér á landi en í helstu viðskiptalönd- unum. Ástæðuna megi fyrst og fremst rekja til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og menntamála. Eru útgjöldin talin aukast um 2,2% að raungildi á þessu ári og spáð er 3% aukningu á því næsta. Niðurstaða þjóðhagsáætlunar er að landsframleiðsla aukist á næsta ári um 3,5%, þjóðartekjur um 3,7% og þjóðarútgjöld um 3,9%. Þetta er mildl breyting á vexti þjóðarút- gjalda, sem námu um 7% á þessu og síðasta ári, og fyrir vikið gæti dreg- ið úr spennu eftirspumar sem hefur verið að myndast að undanförnu vegna mikilla umsvifa í þjóðarbú- skapnum. Sighvatur Björgvinsson á Alþingi í gær Auðlindagjald notað til lækk- unar tekjuskatts FORMAÐUR Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, sagði í umræðum á Alþingi í gærkvöld að aðeins með sameiginlegu framboði jafnaðarmanna 1999, hvar í flokki sem þeir stæðu, væri hægt að fyyggja að auðlindir þjóðarinnar varðveittust í eigu allra lands- manna og að fjöldinn nyti afrakst- urs þeirra með því að taka sann- gjamt gjald fyrir afnotaréttinn sem nota mætti til lækkunar tekju- skatts. „Aðeins með því að standa sam- eiginlega að framboði vorið 1999 getum við breytt hinu pólitíska um- hverfi, rofið vítahring sérhags- munagæslunnar og tryggt sjónar- miðum okkar þann styrk sem þau verðskulda,“ sagði Sighvatur Björgvinsson og hélt áfram: „Og hver yrði tilgangur slíks framboðs? Að gæta almannahags í stað sér- hagsmuna, að tryggja að auðlindir þjóðarinnar, fiskurinn í sjónum, orkan í fallvötnunum og jarðhita, og hálendi landsins varðveitist í eigu okkar allra og fjöldinn njóti afraksturs auðlindanna með því að taka sanngjamt gjald fyrir afnota- réttinn. Auðlinda- og mengunarskatt á að nýta til að lækka tekjuskatta þannig að launþegar njóti í stór- auknum mæli launatekna sinna sjálfir. Óréttlátt, óskilvirkt og vinnuletjandi skattkerfi er okkur fjötur um fót. Við viljum stokka upp tekjuöflunarkerfi ríkisins með áherslu á skattstofna eins og af- gjöld fyrir nýtingu auðlinda og um- hverfisskatta sem ekki hafa nei- kvæð áhrif á vinnuvilja og spamað eins og núverandi skattkeríi ger- ir.“ Slasaðist í árekstri í Keflavík UMFERÐARSLYS varð í Keflavík um hádegi í gær á mótum Hringbrautar og Tjamargötu. Tvær bifreiðar rákust þar harkalega saman og var öku- maður annarrar bifreiðarinnar fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Sjúkrahús Reykja- víkur. Ekki var Ijóst hversu al- varleg meiðsli hans vora. Bíl- arnir era mikið skemmdir. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GUSTUR frá Grund þykir með viljugri hestum, brokk og fótaburður í sérflokki. Knapi er Sigurður Matthíasson. Gustur frá Grund seldur úr landi STÓÐHESTURINN Gustur frá Grund hefur verið seldur úr landi og fer hann utan á sunnu- dagskvöld. Kaupandinn er Bruno Podlech, kunnur hrossaræktandi og hestasali á hrossabúgarðinum Wiesenhof í Þýskalandi. Seþ'and- inn er Halldór Sigurðsson bóndi á Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu. Kaupverð fékkst ekki uppgefið en stóðhestar á borð við Gust eru metnir á sjö miHjónir af þeim sem þekkja vel til mála. Ekki þurfti að auglýsa Gust vegna forkaupsréttar innlendra aðila þar sem hann er aðeins með 119 í einkunn í kynbótamati en reglur segja að auglýsa verði hesta sem eru með 125 og þar yf- ir. Gustur fór í dýralæknisskoðun f gærkvöldi og stóðst hann hana með prýði. Síðasta haftið sprengt í dag - opnað næsta sumar BLAÐINU í dag fylgir 12 síðna auglýsingablað frá Olís. SÍÐASTA haftið í Hvalfjarðargöng- um verður sprengt í dag. Gjaldskrá fyrir umferð um göngin verður til- búin eftir áramót, en Gísli Gíslason, stjómarformaður Spalar, segir að granngjald fyrir fólksbíl verði ná- lægt 800 krónum og 2.700 krónum fyrir flutningabíl. Þeir sem fara oft um göngin njóta afsláttarkjara. í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að síðasta haftið í Hvalfjarðargöngum .yrði sprengt í júlí 1998. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið mun betur en reiknað var með og er hugsanlegt að um það leyti verði opnað fyrir umferð. Rafbúnaður til innheimtu Gísli sagði að eitt af næstu verk- efnum stjómar Spalar væri að taka ákvörðun um kaup á innheimtubún- aði sem staðsettur verður við nyrðri enda ganganna. Hann sagði að stjórnin hefði fengið þrjú tilboð frá Noregi frá ráðgjafarfyrirtækjum sem hafa mikla þekkingu á því hvaða innheimtubúnaður hentar best í svona jarðgöng. Gísli sagði að eitt af því sem verið væri að skoða væri ýmiskonar rafbúnaður til að innheimta gjaldið. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur Spalar fyrsta starfsárið verði 500 milljónir og er þá miðað við að 78% umferðar um Hvalfjörð fari um göngin. ■ Einstætt verk/10-11 Umhverfísráðherra Sjö þús. ný störf frá 1995 VIÐ upphaf ræðu sinnar í kjöl- far stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi í gær sagði Guðmundur Bjamason um- hverfisráðherra að á síðustu tveimur áram hefðu orðið til sjö þúsund ný störf og að tvö þús- und ný störf yrðu til á ári næstu tvö til þijú árin. Ráðherrann sagði að stjóm- arandstaðan hefði lengi reynt að veikja tiltrú manna á ríkis- stjóminni, að hún væri stjóm stöðnunar og afturhalds en hann sagði reynsluna sýna allt annað og að árangurinn væri að sýna sig: „Verðbólga er í lágmarki, kjarasamningar gerðir við þorra launþega til þriggja ára, hagvöxtur meiri en verið hefur um árabil, jafnvægi að nást í ríkisfjármálum sem leiða mun til lægri vaxta og lækkunar er- lendra skulda, öflug uppbygg- ing atvinnulífs hefur fjölgað störfum um sjö þúsund frá 1995 og útlit er fyrir tvö þúsund ný störf á ári næstu tvö til þrjú ár- in og dregið hefur úr atvinnu- leysi. Róttækar breytingar eru að eiga sér stað í banka- og sjóðakerfi landsmanna, unnið er við stórvirkjanir og ný iðn- fyrirtæki rísa. Er þetta merki um íhaldssemi, stöðnun eða aft- urhald? Hér getur hver svarað fyrir sig, en verkin tala og það er mikilvægast,“ sagði ráðherr- ann. Framtíðarbörn 800 börn læra á tölvur RÚMLEGA sex hundrað börn á aldrinum 4-14 ára stunda nám við tölvuskólann Framtíð- arbörn á íslandi. Jafnframt er búið að gera svokallaðan skóla- samning við Sandgerðisskóla þar sem 200 bömum er kennt á tölvur eftir forskrift höfuð- stöðva Framtíðarbama í Bandaríkjunum. Skólinn tók til starfa 15. september síðastliðinn. Hann er starfræktur sem stendur í Reykjavík og Keflavík og verið er að undirbúa að opna kennslumiðstöð í Vestmanna- eyjum. Þá era uppi ráðagerðir um rekstur á Akureyri. ■ Tölvunám/B4-5 Lést af brunasáriim KONAN sem brenndist illa á heitu vatni í baðkeri sínu sl. laugardag, þegar blöndunar- tæki biluðu, lést á Landspítal- anum að morgni miðvikudags. Hún hét Ólöf Gestsdóttir og var níræð að aldri. Eiginmaður hennar var Sigurgeir Áskels- son en hann lést árið 1975. Þau áttu fimm böm og era tvö þeirra á lífi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.