Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBBR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaunaljósmyndir í Kringlunni
HIN árlega blaða- og fréttaljósmyndasýning
World Press Photo-samkeppninnar verður opnuð
í Kringlunni á morgun, laugardag. Þar verða
sýndar á annað hundrað verðlaunamynda úr ár-
legri fréttaljósmyndakeppni. Að þessu sinni bár-
ust í keppnina 35.650 myndir 3.663 Ijósmyndara
frá 119 löndum. Á myndinni taka Martijn Kramer,
fulltrúi World Press Photo, og Erla Friðriksdótt-
ir, starfsmaður Kringlunnar, upp myndirnar og
halda þau á ljósmyndinni sem vann til fyrstu verð-
launa í flokknum daglegt líf en hún sýnir konu í
stormi á Malí. Samhliða sýningumii verður haldin
sýning á 30 fréttamyndum Ijósmyndara Morgun-
blaðsins.
Frainkvæmdaslj óri SÍT um f (
húsleit Samkeppnisstofnunar
Ekki í neinu sam-
ræmi við tilefnið (!
STARFSMENN Samkeppnisstofn-
unar lögðu á þriðjudag hald á gögn
hjá Sambandi íslenskra trygginga-
félaga og íslenskri endurtryggingu
hf. Sigmar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri SÍT, sagði að aðgerð-
ir stofnunarinnar væru í engu sam-
ræmi við tilefni rannsóknarinnar.
Sigmar sagði að gögnin sem hald
var lagt á varði málefni Samsteypu
íslenskra fiskiskipatrygginga og að
einhverju leyti ökutækjati’yggingar
vegna meints ólögmæts samráðs vá-
tryggingafélaga. „Þetta mál er
vegna kvörtunar Alþjóðlegrar miðl-
unar ehf., sem hefur reynt að selja
fiskiskipa- og ökutækjatryggingar
fyrir erlend tryggingafélög. Um
fiskiskipin er það að segja að full-
trúar vátryggjenda og fulltrúar
LIU hafa samið um iðgjöld fyi-ir
einstök fiskiskip sem eru stærri en
100,5 rúmlestir. Enginn útgerðar-
maður er skuldbundinn til að
tryggja skip sitt hjá aðildarfélagi
innan samsteypunnar. Það fyrir-
komulag sem gilt hefur um trygg-
ingar fiskiskipa yfir 100 lestir hefur
legið Ijóst fyrir alla tíð og viðsemj- I
endur vátryggingafélaganna haft
sterkari stöðu gagnvart kaupum á
þessari þjónustu en almennt gengur
og gerist.“
Sigmar sagði að kvörtunin lyti
einnig að eyðublöðum sem beri heit-
ið „tilkynning um eigendaskipti
ökutækis“. „Við kaup og sölu öku-
tækja eiga kaupandi og seljandi að
fylla þetta form út, m.a. á kaupandi
að merkja við það vátryggingafélag,
sem hann óskar eftir að vátryggja
bifreið sína hjá. Öll íslensku vá- |
tryggingafélögin hafa orðið að gefa |
út afdráttarlausa yfirlýsingu um
það, að hafi kaupandi merkt við fé-
lag sé það skuldbundið til að
tryggja bifreiðina. Nú gerist það, að
erlent félag, sem er að hasla sér völl
hér á landi á sviði ökutækjatrygg-
inga, krefst þess að það skuli til-
greint á eigendaskiptatilkynning-
unni, en neitar að gefa slíka yfirlýs-
ingu. Skráningarstofan, sem gefur
eyðublöðin út, hafnaði þessari
beiðni og af því er kvörtun erlenda
félagsins sprottin."
Stangaveiðin 18%
minni en í meðalári
Auka þarf forvarn-1
ir og bæta stjórnun j
ALLS veiddust um 29.000 laxar á
stöng sumarið 1997, en veiðitímabil-
inu lauk um mánaðamótin. Þetta
eru bráðabirgðatölur frá Veiðimála-
stofnun og eru þær 18% undir með-
alveiði áranna 1974-1996 og um
1-2% lakari heldur en stangaveiðin
sumarið 1996.
í frétt frá Veiðimálastofnun kem-
ur fram að spár fiskifræðinga stofn-
unarinnar varðandi göngur tveggja
ára laxa úr sjó hafi gengið eftir, en
smálaxagöngur hafi valdið nokkrum
vonbrigðum.
„Veiðimálastofnun áleit horfur
fyrir veiðisumarið 1997 á þann veg
að veiði á stórlaxi yrði undir meðal-
lagi, í kjölfar lítillar smálaxaveiði
sumarið 1996, en samhengi er á
milli veiði smálax og veiði á stórlax
ári síðar enda um sama gönguseiða-
árgang að ræða. Betur leit út með
smálaxaveiði. Seiðamælingar sýndu
að seiðabúskapur var með betra
móti og gönguseiði voru á eðlilegum
tíma á leið til sjávarvorið 1996 sam-
kvæmt niðurstöðu rannsókna í lyk-
ilám þar sem fylgst er með ár-
gangastyrk seiða og göngu seiða til
sjávar. Samkvæmt mælingum Haf-
rannsóknastofnunar áraði allvel til
sjávar vorið 1996, en sjávarhiti að
vori hefur sýnt sig að ráða miklu um
afkomu laxins.
I stuttu máli var veiði á stórlaxi
eins og búist var við, en smálaxa-
veiði olli nokkrum vonbrigðum.
Endurheimtur merktra seiða í lyk-
ilánum voru litlar sem sýnir að mik-
il affóll hafa orðið í hafi, gagnstætt
því sem vonir stóðu til. Athyglisvert
er að smálax var vænn sumarið
1997, en alla jafna fer saman væn-
leiki og fjöldi laxa, þó að stærð laxa
ráðist einnig af lengd vaxtartíma í
sjó. Ástandið 1997 er því að nokkru
óvanalegt," rita þeir Sigui-ður Guð-
jónsson og Guðni Guðbergsson
fiskifræðingar.
Hrun í hafbeit
Netaveiði í ám, 5.000 laxar, er
áþekk og 1996 og ásamt stangaveið-
inni var heildarveiðin þannig 34.000
laxar í íslenskum ám sem er 17.000
löxum minni heildarafli heldur en
meðaltal áranna 1974-1990. Þar
inn í kemur að netaveiði í Hvítá í
Borgarfirði er ekki lengur inni í
myndinni.
Endurheimtur úr hafbeit í súmar,
14.500 laxar, eru langt undir tölum
síðasta sumars er 84.243 laxar end-
urheimtust.
FORGANGSROÐUN í heilbrigðis-
málum hefur verið röng þar sem
engin áhersla hefur verið lögð á for-
varnir og nota verður betur þær
upplýsingar sem til eru í heilbrigð-
isráðuneytinu við stjórnun stofnan-
anna til að skilgreina kostnað við
hvern lið í heilbrigðisþjónustunni.
Þetta kom fram í erindum Árna
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Heilsustofnunar NLFI, og Einars
Odds Kristjánssonar alþingis-
manns á málþingi um forgangsröð-
un í heilbrigðiskerfinu í gær.
Einnig fluttu erindi þeir Ólafur
Ólafsson landlæknir og sr. Ólafur
Oddur Jónsson.
Árni Gunnarsson sagði að for-
varnir hefðu ekki átt upp á pall-
borðið meðal ráðandi manna í heil-
brigðiskerfinu og ljóst væri að efla
þyrfti heilsueflingu, heilbrigt líferni
og hvers kyns forvarnir. „Sjúk-
dómaumfjöllunin hefur rutt allri
raunverulegri heilbrigðisumræðu út
af borðum ráðamanna og ég hef
bæði í gamni og alvöru stundum
kallað heilbrigðisráðuneytið sjúk-
dómaráðuneytið,“ sagði Árni. „Nú-
verandi heilbrigðisráðherra hefur
þó aðeins reynt að snúa við þessari
þróun og er það vel en á þessu sviði
þarf ekki breytingar heldur bylt-
ingu,“ sagði Árni ennfremur.
Árni sagði að röng forgangsröðun
kæmi niður á framleiðni sjúkra-
húsa. „Það á að vera forgangsverk-
efni að greiða hæfum sjúkrahús-
læknum sómasamleg laun og gera
um leið kröfu til þeirra um full
vinnuskil. Núverandi kerfi er í eðli
sínu ónothæft, það dregur úr af-
köstum og er siðspillandi." Árni
sagði það líka þurfa að vera for-
gangsverkefni að endurskoða
stjórnkerfi stóru sjúkrahúsanna,
stytta boðleiðir og draga úr papp-
írsvinnu með bættri upplýsinga-
tækni.
Nútíma stjórnunarhættir
ekki notaðir
Einar Oddur Kristjánsson sagði
fjái’veitingar til heilbrigðismála eiga
að hækka um 3,3% á næsta ári sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu og væri
þar um magnaukningu að ræða en ;
ekki aðeins aukningu vegna hærri
kostnaðar. Hann sagði heilbrigðis-
þjónstu hér almennt góða en fram-
leiðni sjúkrahúsa of litla og væri
ástæða þess ekki sú að hér skorti
vel menntaða starfsmenn eða tækni
heldur að menn hefðu forðast að
nýta sér nútíma stjórnun á sjúkra-
húsum. „Menn komast upp með það j
vegna þess að stjórnmálamenn og j
stjómmálaflokkar og ríkisstjórnir ;
heykjast á því að skilgreina við- I
fangsefnið."
Þingmaðurinn sagði æskilegt að j
geta boðið út mikinn hluta heil-
brigðisþjónustunnar. Slíkt væri
hins vegar ekki hægt nema kostn;
aðargi-eining væri fyrir hendi. í
heilbrigðismálum væri hægt að
finna út hvað hver liður kostaði rétt
eins og í vegamálum og þvi yrði að
skilgreina hvert atriði þjónustunn-
ar. „Við verðum að skilgi-eina aftur
og aftur hvern einasta kostnaðarlið,
þá getum við rekið heilbrigðisþjón-
ustuna miklu ódýrara en við ger-
um,“ sagði Einar Oddur.
Ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til lífeyrissjóðanna
Jákvæð viðhorf til
lífey r issj ó ðanna
HELMINGUR þjóðarinnar hefur jákvætt
viðhorf til lífeyrissjóðanna, en 34% hafa nei-
kvætt viðhorf til þeirra. 54% telja að almennu
lífeyrissjóðirnir muni standa undir gefnum
loforðum um lífeyri í framtíðinni, en 36% telja
að sjóðimir muni ekki gera það. Þetta kemur
fram í skoðanakönnun sem Hagvangur hf.
gerði fyrir Landssamband lífeyrissjóða og
Samband almennra lífeyrissjóða.
Benedikt Davíðsson hjá Sameinaða lífeyr-
issjóðnum sagði að skoðanakönnunin sýndi
yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við sam-
tryggingu lífeyrissjóðanna. Könnunin sýndi
að meirihluti þjóðarinnar styddi skylduaðild
að lífeyrissjóðunum. Það væri greinilegt að
traust þjóðarinnar á almennu lífeyrissjóðun-
um færi vaxandi og væri í raun meira en bú-
ast mætti við vegna þess að lífeyrissjóðakerf-
ið væri ekki fullburða. Það yrði það ekki fyrr
en um árið 2030 þegar lífeyrisgreiðslur allra
lífeyrisþega væm farnar að byggjast á ið-
gjöldum sem greidd hefðu verið af fullum
launum.
Skoðanakönnunin var gerð 28. ágúst til 5.
september. Hringt var í 1.000 manna slembi-
úrtak fólks á aldrinum 18-67 ára um allt
land. Svarhlutfall var 73,9%.
80,3% sögðust vera sammála þeirri fullyrð-
ingu að almenna lífeyrissjóðakerfið væri
nauðsynleg stoð í íslensku þjóðfélagi. 53,8%
sögðust hafa jákvætt viðhorf til almennu líf-
eyrissjóðanna, en 34% sögðu viðhorf sitt nei-
kvætt. Viðhorf þeirra sem eru sjálfstæðir at-
vinnurekendur var mun neikvæðar en laun-
þega. 46,6 atvinnurekenda sögðust hafa nei-
kvætt viðhorf til lífeyrissjóðanna. Þeir sem
vora með háar tekjur höfðu heldur jákvæðara
viðhorf til lífeyrissjóðanna en þeir sem voru
með lágar tekjur.
Skiptar skoðanir um ávöxtun
46,9% svarenda sögðust treysta lífeyris-
sjóðunum vel til að ávaxta fjármuni launþega.
42,2% sögðust treysta þeim illa til að ávaxta
fjármunina vel. 55,9% sjálfstæðra atvinnurek-
enda svöraðu illa og lágtekjufólkið virtist
sömuleiðis treysta lífeyrissjóðunum verr hvað
þetta varðar en þeir sem háar tekjur hafa. i
Spurt var hvort fólk vildi að aðild að lífeyr- j
issjóðum færi eftir starfsgrein þannig að allir i
í sama verkalýðsfélagi greiði í sama lífeyris- j
sjóð. 49,5% sögðust vera hlynnt þessu, en j
44,7% sögðust vera andvíg. Yfirgnæfandi j
meirihluti taldi að konur ættu ekki að fá lægri j
lífeyri þrátt fyrir að þær lifðu að meðaltali'
lengur en karlar. Yfirgnæfandi meirihluti
lýsti einnig yfir stuðningi við að greiddur yrði
maka- og örorkulífeyrir. 77,3% vildu að
greiddur yrði lífeyrir til æviloka fremur en að.
hann yrði greiddur tímabundið, t.d. í 10 ár. j
62,6% svarenda vildu að lífeyrissjóðirnir |
væru félagslegar stofnanir, en 37,4% vildu að;
þeir byggðust frekar á hagnaðarsjónarmiðum'
og samkeppni. Meiri stuðningur var við að líf-
eyrissjóðirnir byggðust á hagnaðarsjónarmið-
um og samkeppni meðal atvinnurekenda og
hátekjufólks, en launþega og lágtekjufólks.
Spurningar í könnuninni voru samdar af
starfsfólki lífeyrissjóðanna í samráði við Hag-
vang.