Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formenn stjórna Landsbankans og Búnaðarbankans
Samningar um starfskjör
tilbúnir um miðjan mánuð
Morgunblaðið/Bjarni Grétarsson
UNNIÐ við framkvæmdir hjá Gunnarstindi hf.
Framkvæmdir hjá
Gunnarstindi hf.
Stöðvarfirði. Morgunblaðið.
STARFSKJÖR bankastjóra Lands-
banka Islands og Búnaðarbanka
íslands eru í endurskoðun í tengsl-
um við það að ríkisviðskiptabank-
arnir verða að hlutafélagabönkum
um áramót. Gengið verður til
samninga við bankastjórana á
næstunni og eru vonir bundnar við
að niðurstaða í málinu liggi fyrir
um miðjan mánuðinn. Endurskoð-
unin tekur til allra starfskjara
bankastjóranna, að sögn formanna
stjóma bankanna.
Helgi Guðmundsson, formaður
stjómar Landsbankans, sagði að á
síðasta fundi stjómarinnar hefði
hann fengið heimild til að ganga
til samninga við bankastjóra
Landsbankans, þ.e. Björgvin Vil-
mundarson, sem aðalbankastjóra.
Sverri Hermannsson og Halldór
Guðbjarnason. Hann væri nú að
vinna í því að fara yfir launasamn-
ing og erindisbréf sem væri um
leið starfslýsing. Þegar þetta væri
tilbúið myndi hann leggja þetta
fyrir stjórn bankans til upplýs-
ingar. I framhaldinu yrði gengið
frá samningum. Stefnt væri að því
að klára þessa vinnu fyrir 15. októ-
ber næstkomandi, en samning-
urinn myndi gilda frá næstu ára-
mótum þegar hlutafélagabankinn
tæki við af ríkisviðskiptabankan-
um.
Tekur til allra þátta
Helgi sagðist aðspurður hvort
endurskoðun starfskjara banka-
stjóranna tæki til ferðakostnaðar
til maka þeirra ekki geta tekið út
einstök atriði. Endurskoðunin tæki
til allra þeirra starfskjara sem væru
í gildi nú, svo sem risnu, ferðalaga
o.fl. Á þessari stundi væri ekki
hægt að segja hver niðurstaðan
yrði.
Pálmi Jónsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbanka íslands, sagði
að þeir væm komnir nokkuð á veg
með að taka saman starfskjör
bankastjóranna og síðan þyrfti að
gera nýja samninga við þá hvern
og einn Stefán Pálsson aðalbanka-
stjóra, Sólon Sigurðsson og Jón
Adolf Guðjónsson.
„Við höfum talað um að reyna
að ljúka þessu um miðjan október
eða að minnsta kosti í októbermán-
uði,“ sagði Pálmi. Hann sagði að
farið yrði yfír laun og annað sem
tengdist starfskjörum bankastjór-
ana, svo sem reglur um dagpen-
inga, ferðakostnað og annað sem
lyti að þeim.
Á síðastliðnu þingi lagði Jóhanna
Sigurðardóttir alþingismaður fram
fyrirspum á Alþingi í tvígang um
laun og starfskjör stjómenda ríkis-
bankanna. í skriflegu svari Finns
Ingólfssonar viðskiptaráðherra í lok
apríl í vor varðandi ferðakostnað
bankastjóra kemur meðal annars
fram að bankastjórar Landsbank-
ans fá greiddan ferða- og dvalar-
kostnað erlendis á sama hátt og
ráðherrar. Samkvæmt því fá þeir
greiddar fulla dagpeninga, auk
ferða- og gistikostnaðar, risnu-
kostnaðar og símtala. Fargjald og
gisting er að fullu greidd fyrir
maka bankastjóra Landsbankans
og þeir fá að auki 50% dagpeninga
ráðherra.
Þá kemur fram að bankastjórar
Búnaðarbankans fá greiddan ferða-
og dvalarkostnað með sama hætti
og bankastjórar Landsbankans.
Hins vegar er ekki greiddur ferða-
kostnaður fyrir maka bankastjóra.
Samkvæmt svarinu giltu þær
reglur um ferðakostnað banka-
stjóra Seðlabanka íslands að far-
gjöld em greidd samkvæmt reikn-
ingi. Bankastjórar fá greiddan
kostnað við gistingu, risnukostnað
og símtöl eftir framlögðum reikn-
ingum og dagpeninga sem skulu
vera 80% af dagpeningum banka-
starfsmanna. Tvisvar á ári var
bankastjóra heimilt að fá greitt
fargjald og gistingu fyrir maka,
jafnframt því sem þá skulu greidd-
ir dagpeningar sem svara til helm-
ings dagpeninga bankastjóra, þ.e.
40% af dagpeningum bankastarfs-
manna. Ef sérstaklega stendur á
er bankastjóra þó leyfilegt að fá
oftar greitt fargjald og gistingu
fyrir maka en þá er ekki um greiðsl-
ur dagpeninga að ræða.
26 milljónir á ári
Nú hefur bankaráð Seðlabank-
ans ákveðið að afnema þá reglu
að greiða ferðakostnað fyrir maka
bankastjóra Seðlabankans. Þröstur
Ólafsson, formaður bankaráðs
Seðlabankans, segir í Morgunblað-
inu í gær að þessi ákvörðun hafi
verið tekin nýlega vegna þess að
búið sé að ákveða að breyta ríkis-
viðskiptabönkunum í hlutafélög og
því eigi samanburður á kjörum
bankastjóra Seðlabankans við kjör
bankastjóra ríkisviðskiptabank-
anna ekki lengur við.
Ennfremur kemur fram að ferða-
kostnaður bankastjóra og aðstoðar-
bankastjóra ríkisbankanna nam
samanlagt 78,5 milljónum króna á
árunum 1994-96 eða rúmum 26
milljónum króna að meðaltali og
er þá ekki meðtalinn risnukostnað-
ur og símtöl. Kostnaður Lands-
bankans var þar af rúmar 12 millj-
ónir króna á ári að meðaltali, Bún-
aðarbankans 5,5 milljónir og Seðla-
bankans 8,5 milljónir króna.
VERULEGAR framkvæmdir hafa
verið hjá Gunnarstindi hf. á
Stöðvarfirði undanfarnar vikur.
Fyrirtækið stendur í uppbygg-
ingu á sviði loðnu- og síldar-
vinnslu. Verið er að koma upp
flokkunarstöð fyrir síld ásamt
geymslutönkum og löndunarbún-
aði.
Starfsmenn frá Héðni hf. í
Reykjavík ásamt heimamönnum
hafa unnið við uppsetningu á
tækjum og búnaði. Einnig standa
yfir byggingarframkvæmdir við
núverandi vinnslustöð. Verið er
að byggja véla- og lyftarageymslu
og mikil stækkun verður á frysti-
geymslum þar sem verið er að
reisa 1200 fm viðbyggingu við
frystihús fyrirtækisins. Húsið er
byggt úr steyptum veggeiningum
frá Brúnás hf. Egilsstöðum og er
áætlað að það verði tilbúið til
notkunar nú í lok október.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
ROMANI
Samstarf um verðlagseftirlit og verðkannanir
-------- F R A T E L L I -----------
Tegund: 5207
Verð: 7.995,-
Brúnt leður
Stærðir: 37-
Tegund: 5237
Verð: 8.995,-
Brúnt leður
Stærðir: 36-
Tegund:5240
Verð: 8.995,
Brúnt leður
Stærðir: 36-42
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGE # STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN £ SKÓVERSLUN
SlMI 551 8519^^ SÍMI 568 9212^ J
Verð í hillu ekki það
sama og á kassa
NOKKUR brögð eru að því að
neytendur séu hlunnfarnir þar sem
fyrirtæki taka annað verð á kassa
en merkt er á hillu þar sem varan
stendur inni í versluninni. Oft get-
ur hér verið um talsverðar upphæð-
ir að ræða, einkum í þeim tilfellum
þegar vara er auglýst á tilboðs-
verði inni í búð en láðst hefur að
lækka verðið frammi á kassa.
Verslun má ekki taka annað verð
fyrir vöru en gefið er upp á hillu-
merkingu og eiga neytendur því
kröfu á leiðréttingu, sé verð annað
við kassa.
Birgir Guðmundsson, verkefnis-
stjóri í samstarfsverkefni ASÍ,
BSRB og Neytendasamtakanna
um verðlagsaðhald og verðkann-
anir, segir að þangað hafi borist
margar ábendingar og kvartanir
þess efnis að hilluverð sé annað
en verð á kassa. Þar á bæ íhuga
menn nú aðgerðir gegn þeim fyrir-
tækjum sem verða uppvís að vill-
andi verðmerkingum og hvetja
neytendur til að tilkynna um slíkan
mismun til verðlagseftirlits ASÍ,
BSRB og Neytendasamtakanna.
Mannleg mistök
Birgir segir að svo virðist sem
nokkur fyrirtæki skeri sig úr hvað
þetta varðar. Haft hefur verið sam-
band við sumar þessara verslana
og eru svörin oftast á þá leið að
um mannleg mistök sé að ræða.
„En það er auðvitað spuming
hversu mikil mistök það em þegar
þetta gerist aftur og aftur,“ segir
hann en kveðst þó ekki tilbúinn að
fullyrða neitt um það á þessu stigi.
Þegar verði er breytt á vörum
er vinnureglan sú að þegar það er
lækkað er verðinu fyrst breytt á
kassa og svo á hillu. Sé verðið
aftur á móti hækkað er því fyrst
að breytt á hillu og svo á kassa.
Sé ekki farið eftir þessari vinnu-
reglu er hætt við að neytandinn
sé hlunnfarinn.
Verslunareigendur almennt
ánægðir með aðhaldið
Á vegum Samkeppnisstofnunar
hafa undanfarin sex ár verið gerð-
ar kannanir þrisvar á ári í öllum
matvöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu sem eru með strikamerk-
ingar.
Að sögn Kristínar Færseth,
deildarstjóra hjá Samkeppnisstofn-
un, eru þetta alls um fimmtíu versl-
anir. Fimmtíu vörutegundir eru
teknar af handahófi í hverri versl-
un og athugað hvort verðið er hið
sama á hillumerkingunni og við
kassann. Ef það stenst ekki á eða
ef merkingum er á annan hátt
ábótavant, er haft samband við
viðkomandi verslun og gerðar at-
hugasemdir. Kristín segir versl-
unareigendur almennt mjög
ánægða með það aðhald sem þess-
ar kannanir veita, en niðurstöður
þeirra eru birtar í Neytendablað-
inu, fréttabréfi og ársskýrslu Sam-
keppnisstofnunar.
Gafst upp
á brugginu
ÝMIS bruggáhöld fundust
utan vegar við Suðurlandsveg
skammt frá Geithálsi á mið-
vikudagsmorgun.
Þar voru fimm bláar tunn-
ur, tveir 200 lítra brúsar, þrír
100 lítra brúsar og einn þrjá-
tíu lítra álbrúsi, auk tveggja
plastpoka með slöngum og
plastdóti, sem allt var flutt á
lögreglustöð.
Að sögn lögreglu virðist
sem einhver bruggarinn hafi
gefíst upp á heimilisiðnaðin-
um og ákveðið að losa sig við
öll tæki og tól til þess arna.