Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 21 Dregur að Nóbelstil- kynningu SPENNAN eykst nú er nær dregur tilkynningu sænsku akademíunnar um hver hljóti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Á meðal þeirra sem nefnd- ir hafa verið eru Hollendingur- inn Cees Nooteboom, Belginn Hugo Claus og Jose Saramago frá Portúgal. Akademían hef- ur enn ekki upplýst um það hvenær tilkynnt verður um verðlaunahafann í ár en sænskir fjölmiðlar geta sér þess til að það kunni að verða eftir tæpa viku, 9. október. Lífvörðurinn man ekkert LÍFVÖRÐURINN Trevor Re- es-Jones, sem lifði af bílslysið er varð Díönu prinsessu að aldurtila, man ekkert um að- draganda slyssins eða um slys- ið sjálft. Hann var yfirheyrður öðru sinni á sjúkrahúsi í París í gær en búist er við að hann verði útskrifaður á allra næstu dögum. Mannskætt rútuslys YFIR fjörutíu manns létu lífið er yfirfull rúta steyptist niður í Magamuru-fljótið á Suður- Indlandi í fyrrakvöld. Um tutt- ugu farþegum tókst að bjarga sér úr flakinu á sundi en hinir drukknuðu í fljótinu, sem mik- ill vöxtur hafði hlaupið í vegna úrhellisrigningar. Endurræsa staðsetning- arbúnað Mír GEIMFARAR hófu í gær að endurræsa staðsetningarbún- að geimstöðvarinnar Mír en þeir höfðu þá skipt um aðal- tölvu hennar. Gangi allt að óskum mun búnaðurinn, sem stillir afstöðu Mír gagnvart sólu og þar með sólarrafhlöður hennar, vera kominn í lag í dag, föstudag. Stysti maður heims látinn GUL Mohammed, sem talinn var lágvaxnasti maður heims samkvæmt heimsmetabók Gu- innes, lést í gær, 36 ára að aldri. Lungnasjúkdómur varð Mohammed, sem náði aðeins 56,16 sm hæð, að aldurtila en hann var stórreykingamaður. Hann lést án þess að fá æðstu ósk sína uppfyllta, sem var að kvænast hávaxinni konu. Fjölþreifinn Norðmaður ARNE Ramstad, 42 ára norsk- ur kaupsýslumaður, var í gær dæmdur í háa fjársekt fyrir dómi á Nýja Sjálandi fyrir að káfa á flugfreyju. Ramstad var gert að greiða sem svarar til um 175.000 ísl. kr. fyrir að snerta bijóst hennar, aftur- enda og bak, og sagði í dómin- um að hegðun mannsins hefði verið skammarleg, auk þess sem flugfreyjum væri sérstak- lega hætt við slíku. ERLENT Atlantshafsbandalagið fundar með væntanlegum aðildarríkjum Ríkin beri kostnað- inn af aðild sinni Maastricht. Reuter. FORYSTUMENN Atlantshafs- bandalagsins (NATO) tilkynntu þremur verðandi aðildarríkjum bandalagsins í gær að þau myndu bera stærstan hluta kostnaðarins sem af aðild þeirra hlytist. Þetta kom fram í máli Javiers Solanas, fram- kvæmdastjóra NATO, á fundi varn- armálaráðherra bandalagsins og starfsbræðra þeirra frá Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi, sem haldinn var í Maastricht. Enn hafa ekki verið birtar áætlanir um kostnað við aðild ríkjanna þriggja en Solana sagði í gær að af því yrði fyrir áramót. Kostnaðurinn felst fyrst og fremst í endumýjun hergagna og uppstokkun í herliði ríkjanna. Mörg NATO-landanna hafa áhyggjur af því hver niðurstaða Bandaríkjaþings verður er það tekur fyrir væntanlega aðild Póllands, Tékklands og Ungveijalands. Vitað er að töluverð andstaða er við aðild- ina á þinginu og bera þingmenn við kostnaði sem slíku fylgir. Stóð Bill Clinton Bandaríkjaforseti gegn því að fleiri ríkjum en áðurnefndum þremur yrði boðið til aðildarvið- ræðna á sögulegum leiðtogafundi NATO í sumar. Réð þar án efa mestu fyrirséð andstaða í þinginu en málið verður tekið fyrir þar á fyrri hluta næsta árs. Kostnaður ríkjunum ekki um megn Alain Richard, varnarmálaráð- herra Frakklands, lagði mikla áherslu í gær á að kostnaður við stækkun NATO yrði viðráðanlegur og kvaðst telja að hægt yrði að fjölga aðiidar- ríkjum bandalagsins án þess að auka þyrfti framlög til þess. Hinn þýski starfsbróðir hans, Volker Riihe, tók í sama streng. Sagði hann NATO myndi gera hinum væntanlegu aðild- arríkjum ljóst að þau væra velkomin í bandalagið en að þau yrðu að bera kostnaðinn af aðildinni. William Co- hen, vamarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði hins vegar ljóst að aðild- arríkin yrðu að leggja eitthvað fram aukalega vegna hennar. Andrzej Karkoszka, aðstoðar- varnarmálaráðherra Póllands, sagði Pólvetjum ljóst að kostnaðurinn yrði mikill en kvaðst ekki telja að hann yrði þeim um megn. miiii t imaliö og kveiktii á peruraii. 1.298 k r. Nýtískulegir og ódýrir. Kastararnir fást stakir, þrefaldir og á mislöngum brautum. Halogen 3x20w með spenimbreyti, perum og öllum festingum. :U!80 kr. Veggljós, 3 litir. 2.688 kr. 2. -19. októbei Lottljós, 3 litir. 1.995 kr. Cristalmet halogen 300W 2 litir, grænt og brónt '"'»"3.912 kr. HÚSASMIÐJAN Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Slmi 525 3000 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 10- 16 Sun. 12-16 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Slmi 525 3000 Opið mán. - fös. 8 - 12 og 13 - 18 Lau. 10-14 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði Slmi 565 0100 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 9- 13 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavlk Slmi 421 6500 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 9- 13 Frábær Equa borðlampi Wrú , \.i-a nii 5.900 kr. P, ,,”3, \ W Cnstabnet loftljos 2 litu, giænt og brónt 2.512 kr. Cristalmet veggljos 2 litir, grænt og brúnt 2.120 kr. di, noraiux Global útiljós 2.290 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.