Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 24

Morgunblaðið - 03.10.1997, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Islenska barnaleikhúshátíðin 1997 Klassískar sögur í nýstárlegum búningi ÍSLENSKA barnaleikhúshátíðin verður haldin um helgina í Mögu- leikhúsinu við Hlemm og Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða fimm íslenskar sýn- ingar sem sjálfstæðir leikhópar bjóða upp á um þessar mundir. Furðuleikhúsið sýnir nýstárlega leikgerð á sögunni um Mjallhvíti og dvergana sjö, sem leikin er af tveimur leikurum og leikrit um Hlini kóngsson eftir hinu kunna þjóðsöguævintýri. Möguleikhúsið sýnir verkin Einstök uppgötvun eða BúkoIIa í nýjum búningi og Astarsögu úr fjöllunum, eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Litla tígrisdýrið og litli björninn sýna leikverk sem fjallar um sam- nefndar persónur og hegðun þeirra í umferðinni og byggist verkið á bók Miroslav Janosch sem notið hefur mikilla vinsælda hjá börnum. Sögusvuntan sýnir Minnsta tröll í heimi, einfalda sögu með einfaldri leikmynd sem byggist á þátttöku áhorfenda. Þá sýnir leikhúsið 10 fingur skugga- leiksýninguna Sólarsögur en þetta leikhúsform er talið hið elsta sem enn er stundað. Sérstak- ir gestir hátíðarinnar eru Det lille turnéteater frá Danmörku. Sýn- ingar þessa 9 ára gamla leikhóps hafa vakið mikla athygli í Dan- mörku og víðar um Norðurlönd, í Ástralíu og á Englandi. Hin 3.000 ára gamla saga af Ódysseifi lifir enn góðu lífi. Det lille turnéteater býður íslenskum áhorfendum upp á túlkun sína á þessari sígildu sögu af örlögum konungsins. Leikgerðin er eftir Kim Norrevig, sem jafnframter Ieikstjóri, og með öll 15 hlutverk verksins, auk hlutverks sögu- manns, fer Peter Holst. Bassaleik- arinn Christian Glahn sér um leik- hljóð og tónlist. Það er danska sendiráðið, danska menningar- málaráðuneytið og Norræna hús- ið sem standa að heimsókninni og leikferðin er styrkt af Teater og Dans i Norden. Peter Holst stofnaði leikhópinn eftir að hafa fyrir tilviljun tekið að sér hlutverk í barnaleikriti og komist að því hversu krefjandi og skemmtilegt það er að leika fyrir börn. Sýningar hópsins segir hann þó ekki síður höfða til fullorðinna en bama. Det lille turnéteater set- ur að jafnaði upp 4-5 sýningar á ári og verkið Ödysseifur var frum- sýnt fyrir 3 ámm og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. „Þetta er án efa uppáhaldsverk okkar Christians, segir Peter. „Það er vel skrifað og frásagnarstíllinn sem er í anda Darios Foes með tilheyrandi látbragði er einstakur að mínu mati.“ I verkinu fléttast saman frásögn, tónlist og leikur og Peter segir að sýningin verði sífellt þéttari með ámnum. „Sam- spil okkar Christians er orðið svo gott að það er hrein unun að leika verkið.“ Sýningar hópsins em oftast byggðar á klassískum sögum og ævintýmm. „Við reynum að túlka sögurnar á þannhátt að böra skilji þær betur. í Ódysseifi er hlutur trygga hundsins Argosar og sonarins Telemakosar stór því að dýr og önnur börn em það sem fangar best athygli barnanna." Tónlistin er hluti af atburðarás Morgunblaðið/Golli F.V. PÉTUR Eggerts, einn aðstandenda Möguleikhússins ásamt Peter Holst og Christian Glahn frá Det lille turnéteater. ís- lensku leikhóparnir á Barnaleikhúshátíðinni eru allir meðlimir í ASSITEJ ISLAND, samtökum um barnaleikhús og Pétur seg- ir vonir þeirra standa til að hægt verði að halda barnaleikhúshá- tið árlega á Islandi. áður unnið í Ieikhúsi. „Ég þurfti því að nálgast leikhúsið á minn persónulega hátt í góðri samvinnu við þá Peter og Kim og þegar upp var staðið kom það okkur sjálfum mest á óvart hversu nýstárleg sýningin varð og hversu mikla athygli hún vakti í dönsku leik- húslífi." Umgjörð leiksýningarinnar er ekki mikil og Peter segir að áhorf- endurnir þurfi sjálfir að skapa sín- ar eigin ímyndir í kollinum. „Við segjum bara sögu en ímyndunar- afl barnanna gefur sögunni líf. Börn nú til dags eru t.d. svo vön ofbeldi úr sjónvarpi að það virðist mun áhrifameira að gefa ákveðna hluti í skyn en að tjá þá bemm orðum." Det lille turnéteater er að koma úr vel heppnaðri Ieikför til Svíþjóðar og Peter og Christian hlakka mikið til að upplifa við- brögð íslenskra áhorfenda við sýn- ingunni. Ódysseifur verður sýndur í Norræna húsinu á morgun, laug- ardag, kl. 14 og í Möguleikhúsinu við Hlemmm á sunnudag kl. 15. FURÐULEIKHUSIÐ sýnir leikrit byggt á ævintýrinu um Hlini kóngsson. verksins og Christian Glahn segir verkið hafa verið mjög krefjandi fyrir sig þar sem hann hafi aldrei STEINGRÍMUR við stærsta málverk sitt, Dynj- andisfoss - náttúruvætti Vestfjarða. Land, sjór og fantas- íur í Eden STEINGRÍMUR St.Th. Sig- urðsson, listmálari og rithöf- undur, opnar sína 85. sýningu í Eden í Hveragerði á mánu- daginn kemur kl. 20.30. Á sýningunni eru milli 30 og 40 myndir, málaðar á síðasta ári. Viðfagnsefnið er land, sjór og fantasíur. Steingrímur er nýkominn frá Vestfjörðum þar sem hann málaði náttúruvætti Vest- fjarða, Dynjandisfoss. Þetta er stærsta mynd sem málar- inn hefur málað, tveir metrar á hæð og 1,45 á breidd. Sýningin varir í hálfan mánuð. EIN mynda Gunnellu á sýningu hennar í Garðabæ. Ljósmyndir í Galleríi Horninu BERGLIND Björnsdóttir og Fríða Jónsdóttir opna sýningu á ljósmynd- um og „polaroid-þrykki“ í Galleríi Hominu, Hafnarstræti 15, á morg- un, laugardag kl. 15-17. Berglind og Fríða lærðu báðar ljósmyndun í Brevard Community College í Cocoa, Flórída, og Berglind auk þess við Arizona State Univers- ity í Tempe, Arizona, hvaðan hún útskrifaðist með BFA-gráðu árið 1994. Meðan á námi stóð vann Berg- lind tvisvar til verðlauna í keppninni „Best of College Photography“ og tók þátt í tveimur samsýningum í Bandaríkjunum. Gunnella sýnir í Garðabæ GUNNELLA, Guðrún E. Ólafs- dóttir, opnar málverkasýningu í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Garð- atorgi, Garðabæ, á morgun, laug- ardag, kl. 15. Gunnella stundaði nám í Mynd- lista- og handiðaskóla Islands og lauk prófi frá grafíkdeild. Framan af vann hún í grafík, silkiþrykki, en hefur hin síðari ár snúið sér að olíumálverkum. Sýningin sam- anstendur af um 20 olíumálverkum sem máluð em á sl. tveimur ámm. Gunnella hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og er þetta fjórða einkasýning hennar. Gunnella hlaut i sumar starfs- styrk listamanna, úr menningar- sjóði Garðabæjar, og þakkar hún fyrir sig með þessari sýningu. LJÓSMYND Berglindar Björnsdóttur á sýningunni á Horninu. Ingibjörg sýnir í Gall- eríi Fold INGIBJÖRG Hauksdóttir opn- ar sýningu á olíumálverkum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg 4. október kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Þræðir. í kynningarhorni gallerísins verða vatnslitamyndir Ásu K. Oddsdóttur úr gömlu Iðnó. Ingibjörg Hauksdóttir er fædd árið 1961. Hún stundaði nám við Otis Art Institute of Parsons School of Design, Los Angeles, Laguna Art Institute, Kaliforníu, og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þá var hún gestakennari við Listaskól- ann í Þrándheimi 1991. Þetta er hennar fjórða einkasýning, auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Ása Kristín Oddsdóttir fæddist árið 1945. Hún lauk kennaraprófi í myndmennt frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hún hefur síðan sótt ýmis námskeið í Myndlista- skóla Reykjavíkur og listaskóla í Bandaríkjunum. Sýningunum lýkur 19. októ- ber. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Lúðrasveitin Svanur í Vík LÚÐRASVEITIN Svanur er að hefja 68. starfsár sitt og er nú skipuð ungu og efnilegu fólki eins og svooft áður undir stjórn Haraldar Árna Haraldssonar. Fyrstu tónleikar starfsársins verða á morgun, laugardag, kl. 16, í Leikskálum í Vík í Mýr- dal. Á efnisskránni verður ýmiskonar létt efni, bæði ís- íenskt og erlent. Til að gera tónleikana fjölbreyttari verður kynning á hljóðfærum lúðra- sveitarinnar í upphafi tónleik- anna og gefst áheyrendum þá kostur á að sjá hversu fjöl- breytt hljóðfæraskipan er í lúð- rasveit. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Lúðrasveitin Svanur mun síðan halda jólatónleika um miðjan desember þar sem áhersla verður á jólalög og lög úr ýmsum áttum. Seinni hluti starfsársins fer síðan í að und- irbúa vortónleika ásamt því að spila við hinar ýmsu uppákom- ur. Textílþrykk í Galleríi Listakoti ÁSLAUG „SAJA“ Davíðsdóttir textílhönnuður opnar sýningu í Galleríi Listakoti á morgun, laugardag. Þetta er hennar fyrsta einkasýning og sýnir hún textílþrykk. Ásíaug útskrifaðist úr textíl- deild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1996. Gallerí Listakot er opið virka daga frá kl. 12-18 og laugar- daga til kl. 10-16. Ljóð Hellas- arhópsins GUNNAR Dal, Sigurður A. Magnússon, Kristján Árnason og Tryggvi V. Líndal munu lesa úr eigin frumsömdum ljóð- um nk. sunnudag kl. 14 á veit- ingahúsinu Lækjarbrekku. Hellasarhópurinn saman- stendur af skáldum í Rithöf- undasambandi íslands sem hafa vitnað mikið [ forn-grísk- ar bókmenntir í ljóðum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.