Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 27 LISTIR Tónlistarviðburður TONLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Hafliða Hall- grimsson og Jean Sibelíus. Stjóm- andi: Petri Sakari. Finuntudagurinn 2. október, 1997. TÓNLEIKARNIR hófust með nýju hljómsveitarverki eftir Haf- liða Hallgrímsson, er nefnist Krossfesting og er það að nokkru byggt á hughrifum er tónskáldið upplifði við kynningu á málverkum eftir Craigie Aitchison. Myndin sem Hafliði hafði til fyrirmyndar var sýnd áður en verkið var flutt, sem í heild er áhrifamikið en einn- ig einfalt að gerð, þar sem tónefn- ið er að mestu leyti lagbundið (tónalt) en umvafið mjög þéttum og oft á tíðum ómstríðum umbún- aði, með sérlega kyrrstæða þung- amiðju, er oftast kom fram í liggj- andi bassa, orgelpunkti og minnti nokkuð á hljómskipti eins og þau sem tíðkuðust í klassískri hljóm- skipan. Tónbilaskipan var bæði ómstríð og ómblíð og mátti jafnvel heyra hreinar áttundir í samspili hljóðfæra, nokkuð sem til skamms tíma var ekki talið tilhlýðilegt að nota. Þarna mátti sem sé heyra það afturhvarf, sem hefur á seinni árum gert vart við sig og tónskáld samtvinna nútímalegri vinnuað- ferðum, eins og heyra má hjá Gorecki. Þetta gaf verki Hafliða áhrifa- mikinn blæ og var gangan (stuttur mars) upp Golgata sérlega mögn- uð. Selló og túba voru með smá einleiksstrófur, sem Bryndís Halla Gylfadóttir og Bjarni Guðmunds- son skiluðu mjög vel, og mun selló- línan trúlega hafa átt að túlka hugarangur Krists en í tengslum við túbueinleikinn léku sellóin stef- gerð, sem vel mætti heimfæra upp á íslenskt rímnalag. Flutningur þessa verks var mjög vel mótaður af hljómsveit og stjórnanda og er ekki mikið sagt þó flutningur Krossfestingarinnar sé talinn mikill tónlistarviðburður en með þessu verki hefur Hafliði Hallgrímsson skapað sér stöðu meðal bestu tónskálda núdagsins. Seinna viðfangsefni tónleik- anna, var sú fimmta eftir Sibel- íus, sem hann samdi á öðru ári fyrri heimsstyrjaldarinnar 1915, en stríðsárin voru honum sérlega erfið. Samband við útgefendur hans í Þýskalandi rofnaði og þar sem Finnland hafði ekki undirritað Bern-sáttmálann, fékk hann ekk- ert fyrir flutning verka sinna utan Finnlands. Hann trúði því, eins og margir aðrir, að stríðið tæki fljótt af og þar af má ráða í glað- leikann í þessu verki sem hann endursamdi nokkrum sinnum. Eitt sem er sérkennandi fyrir Sibelíus og er í raun hans sérstaka fram- lag til sinfónískra vinnubragða er sú aðferð að hefja verk með smá- stefjum sem smám saman þéttast og enda kaflana á því að stefið er flutt í heild sinni. Þetta skapar tignarlegt niðurlag, sem var sér- staklega fallega mótað í lok seinni þáttanna. Hljómsveitin lék Sibelíus mjög vel undir stjórn Petri Sakaris og blásararnir áttu margar vel leiknar strófur, sérstaklega lúðrarnir í lokakaflanum. Jón Ásgeirsson KROSSFESTING eftir Craigie Aitchison. Málverkið sem tónverk Hafliða er samið út frá. Kortagest- um fjölgar UNDANFARIN ár hefur fjöldi kortagesta í Þjóðleikhúsinu farið vaxandi og eru þeir nú fleiri en nokkru sinni fyrr, að sögn leikhúss- ins. Eru áskriftarsýningar orðnar tólf á Stóra sviðinu, sem hefur aldr- ei áður gerst í sögu hússins. Ekki verður hægt að bæta við fleiri kortagestum á þessu leikári, því leikhúsið leggur áherslu á að hafa einnig úrval góðra sæta fyrir aðra gesti leikhússins fyrstu tóif sýningarnar. Mikil starfsemi er í Þjóðleikhhús- inu um þessar mundir, þijú verk í sýningu, tvö í æfíngu, tvö önnur í undirbúningi og von á heimsóknum erlendra listamanna. -----» ♦ ♦--- Sýningar MÍR REGLUBUNDNAR kvikmyndasýn- ingar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, hefjast að nýju á sunnudag, eftir sumarhlé. Kl. 15 verður sýnd kvik- myndin „Hvítur fugl með svartan díl“, sem gerð var árið 1971 í Úkra- ínu og segir frá atburðum sem gerð- ust í vesturhéruðum landsins á árun- iin 1989—T94Ö. Myndiii ei Lalselt i ;nsku. f • , • Listm að yrkja Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands býður í októ- ber og nóvember upp á kvöldn- ámskeið, ljóðagerð, en það er ætlað þeim sem hafa hug á að þjálfa sig á því sviði. Á námskeiðinu verður leitast við að kynna sem flestar tegundir ljóða, hefðbundin ljóð jafnt sem „nútímaljóð". Farið verð- ur yfir helstu bókmenntahug- tök sem ljóðum tengjast og þau æfð. Aðalþáttur nám- skeiðsins verður þó sá að nem- endur skili frumsömdum ljóð- um sínum og verða þau rædd í tímum. Námskeiðið verður haldið á miðvikudagskvöldum, 8. október til 19. nóvember. Kennari á námskeiðinu verður Þórður Helgason, bókmennta- fræðingur og rithöfundur, lektor við HÍ. Nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Endur- menntunarstofnunar. GETUR ERNIE ELS UNNIÐ BIKARINN FJÓRÐA ÁRIÐ í RÖÐ? golíkeppnina íjögur ár í röð? Enn einu sinni mun Ernio keppa gegn ellefu aí. bestu golfleikurum i heimi YOTA PLAY CHAMPIONSHIP TOYOTA WORLD MATCH PLAY GOLFKEPPNIN 9.-12. október 1997, Wentworth Club Virginia Water, Surrey, England

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.