Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 30
í H Tíífil aMHÓTXO .8 flUOAan'i'^fV'i
30 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
GHCtAJaMUDHOM
_________________________ ~ " ~ ""““"mórgunblaðið
LISTIR
KAFFILEIKHÚSIÐ í Hlaðvarp-
anum hefur nú sitt fjórða starfs-
ár. 1 vetur verða í boði fjölbreytt-
ar sýningar í leikhúsinu. Kaffi-
leikhúsið hefur eignast nýja stóla
sem keyptir hafa verið fyrir styrk
frá Alþingi og Reykjavíkurborg.
Stólarnir voru hannaðir sérstak-
lega fyrir leikhúsið af húsgagna-
fyrirtækinu GKS.
Eitt af því sem gefur Kaffileik-
húsinu sérstöðu umfram önnur
leikhús er það andrúmsloft sem
skapast með samspili Ijúffengra
veiga, matar og fjölbreyttrar
leiklistar. Það nýmæli verður í
vetur að enginn einn kokkur
verður starfandi við húsið heldur
mun verða leitað til mismunandi
aðila eftir því sem hentar hverri
sýningu í húsinu. Fjöldi léttra
víntegunda verður aukinn veru-
lega og verður það gert í sam-
vinnu við vínfyrirtækin Vínland
ehf. og ísdal hf.
Gullkorn úr gömlu revíunum
Fyrsta verkefni hússins í vetur
er dagskrá sem hlotið hefur nafn-
ið Revían í den - gullkorn úr
gömlu revíunum. Eins og nafnið
gefur til kynna er hér á ferðinni
dagskrá sem byggir á atriðum og
söngvum úr gömlu íslensku rev-
íunum enþær nutu mikillar hylli
landsmanna á árum áður. Leitast
er við að sýna margt af því allra
besta úr gömlu sýningunum, en
þó í nýju ljósi og tengja saman
atburði liðinna tíma við daginn í
dag.
Fjórða
starfsár-
Kaffileik-
hússins
Það er Guðrún Asmundsdóttir
sem hefur sett saman dagskrána,
leikstýrir henni ásamt Hákoni
Leifssyni. Þau tvö leika auk þess
fjölmörg hlutverk í sýningunni
ásamt Rúrík Haraldssyni, Aldisi
Baldvinsdóttur og píanóleikaran-
um Carli Möller. Ljósahönnuður
er Ævar Gunnarsson. Leikhúsið
undirbýr nú gerð nýrrar revíu
sem Karl Agúst Úlfsson mun
semja. Frumsýning gullkornanna
verður 19. október.
Slóð og hvað er í matinn?
Annað verkefni Kaffileikhúss-
ins í vetur verður leikritið Slóð
eða Sleuth eins og verkið heitir
á frummálinu. Þetta er fyrsta og
frægasta leikverk breska rithöf-
undarins Anthony Shaffer.
Slóð er spennuleikrit. Með að-
alhlutverk fara Róbert Arnfinns-
son og Sigurþór Albert Heimis-
son. Þórunn E. Sveinsdóttir sér
um leikmynd og búninga en leik-
sljóri er Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir. Þýðandi er Margrét
E. Jónsdóttir. Verkið hefur aldrei
verið sýnt á sviði á íslandi en það
var flutt í Rikisútvarpinu árið
1976.
Fræg kvikmynd var gerð eftir
verkinu þar sem þeir Laurence
Olivier og Michael Caine fóru með
hlutverkin.
Frumsýnt verður í byrjun nóv-
ember.
Síðar í vetur verður sérstæð
„kabarett“-sýning á fjölunum
sem hlotið hefur nafnið Hvað er
í matinn? Þessi sýning er enn i
mótun en að henni mun fjöldi
listamanna koma og verður mat-
ur og matargerð stór þáttur
hennar.
Fyrsta sýning eftir áramót er
sænskt verðlaunaleikrit, Harriet
L., eftir Agneta Eles-Jarleman
með tónlist eftir Gunnar Edander
sem er kunnur fyrir lögin á plöt-
unni Áfram stelpur. Leikritið
byggist á ævi skáldkonunnar
Harriet Löwenhjelm sem lést úr
berklum langt um aldur fram.
Leikstjóri verður Sigríður Mar-
grét Guðmundsdóttir.
Fleiri sýningar eru fyrirhug-
aðar þegar líða tekur á vorið og
má þar nefna tvö ný íslensk verk
eftir unga höfunda. Kaffileikhús-
ið hyggst einnig standa fyrir
samræðukvöldum um listina í
samvinnu við Bandalag íslenskra
listamanna. Auk þess má búast
við að ýmsir tónleikar skjóti upp
kollinum í Kaffileikhúsinu i vet-
ur, og ákveðið er að halda fleiri
dansleiki í samvinnu við hljóm-
sveitina Rússibanar.
ÁSA Richardsdóttir og nýju stólarnir.
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Ásdfs
GERÐUR Gunnarsdóttir, og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda
tónleika í Gerðarsafni.
Fiðla og píanó í
Gerðarsafni
GERÐUR Gunnarsdóttir, fíðluleikari,
og Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari, halda tónleika í Lista-
safni Kópavogs mánudaginn 6. októ-
ber kl. 20.30. Á efnisskránni verða
Bókauppboð
Svarthamars
FJÓRÐA bókauppboð Svart-
hamars verður haldið laugar-
daginn 4. október kl. 12 á Sól-
oni Islandusi. Boðin verða upp
153 verk, skáldrit, þjóðsögur
og þjóðleg fræði og verk af
ýmsum öðrum fræðasviðum.
Bækurnar verða til sýnis á
uppboðsstað á laugardaginn kl.
10-12.
„Landslaginu
í nærmynd“
að ljúka
SÝNINGU á verkum Stefáns
Magnússonar, sem staðið hefur
yfir í Listasetrinu Kirkjuhvoli,
Akranesi, lýkur sunnudaginn
5. október.
Á sýningu Stefáns eru 20
olíumálverk unnin á striga.
Listasetrið er opið dagalega
frá kl. 15-18.
verk eftir Mozart, Snorra Sigfús
Birgisson og Beethoven.
Gerður Gunnarsdóttir stundaði
nám við Tónlistarskóla Sigursveins
D. Kristinssonar og framhaldsnám
í_ fiðluleik í Köln og Amsterdam.
Árið 1990 hlaut hún fyrstu verðlaun
í Postbank-Sweelinck fiðlukeppn-
inni í Amsterdam. Hún lauk „Konz-
erttexament" frá Tónlistarháskó-
lanum í Köln árið 1991 og hefur
starfað sem 3. konsertmeistari í
Sinfóníu- og óperuhljómsveit Köln-
arborgar frá 1992. 1994-1995
starfaði hún í Sinfóníuhljómsveit
íslands og jafnframt sem 1. kon-
sertmeistari íslensku óperuhnar.
Hún hefur verið meðlimur Caput
hópsins frá 1987. Einnig hefur hún
leikið með kammerhópum víðsvegar
um Evrópu og sem einleikari, bæði
hér heima og erlendis.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
brautskráðist frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík og stundaði framhaldsnám
við Guildhall Scholl of Music í Lundún-
um. Hún hefur tekið virkan þátt í
íslensku tónlistarlífí undanfarin 15 ár
við flutning kammertónlistar hvers
konar; sem einleikari með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Sinfóníuhljómsveit
Æskunnar, Kammersveit Reykjavíkur
og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna,
svo og við upptökur. Hún naut starfs-
launa úr Lástasjóði árið 1995-1996.
Hún er lausráðin við Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og kennir við Tónlistar-
skólann í Reykjavík.
□
HAPPD _
H jARjAVERJI
R^ttÍ'Q^
ERJIDAR
GOTT HJARTA E R GULLI BETRA
^fvinnincuR^.
MMC Pajero
Að verðmæti 3.290.000
^ vinnincuR.
CoIf GL 1.6
Glæsibifreiðar
Ævintýraferðir
Talvupakkar
Hægt er að greiða heimsenda miða
með greiðslukorti í síma 581 3947.
Sendum miða hvert á land sem er.
Að verðmæti 1.526.000
Miðaverð kr. 700
nnincuR^
3 ævintýraferðir með Úrvali-Útsýn
Hver að verðmæti 500.000
6m —,^5-^ÍHHÍHCUA.
20 ferðavinningar með Úrvali-Útsýn
eða tölvupakkar frá Nýherja
Hver að verðmætl 300.000
-<
URVAL UTSYN
m
HEKLA
«»
Dregið 18. október 1997
11 REYigAVÍKUR
SPARISJÓÐUR
REYKJAVIKUR
OG NAGRENNIS
Leðurvömr í Galleríi
Handverks og hönnunar
ÓLÖF Matthías-
dóttir (Lóa) frá Ak-
ureyri opnar sýn-
ingu á leðurfatnaði
og ýmsum smávör-
um úr leðri í Gall-
eríi Handverks og
hönnunar, Amt-
mannsstíg 1, í dag,
föstudag. Lóa lærði
skinnfatatækni í
Svíþjóð en að námi
loknu hefur hún
rekið litla sauma-
stofu á Akureyri.
Helsta hráefnið sem
hún notar er m.a.
íslenskt lamba-
skinn, mokka og
selskinn. Selskinnið
hefur hún notað í
jakka, vesti, töskur
o.fl.
Þetta er fyrsta
einkasýning Lóu, en
hún hefur tekið þátt
í samsýningum í
Ráðhúsi Reykjavík-
ur.
Sýningin er opin virka daga
frákl. 11-17 nemamánudaga
og laugardaga frá kl. 12-16.
LÓA hefur sérhannað vesti fyrir íslenska
veiðimenn.
Lokað sunnudaga. Sýningin
stendur til 18. október og er
aðgangur ókeypis.