Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 33 JltargtiiifcljiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIRKJUNARKOSTIR OG ORKUVERÐIÐ HITAVEITA Suðurnesja hefur hafið framkvæmdir við nýtt orkuver í Svartsengi, sem stefnt er að því að taka í notkun haustið 1999. Það á að koma í stað eldra orkuvers og auk heita vatnsins getur það fram- leitt 30 megavött af raforku. Núverandi orkuver annar um 55% af þörf almenningsmarkaðar á Suðurnesjum fyrir forgangsorku, en viðbótin er keypt af Landsvirkjun fyrir þrjár krónur kílóvattstundin. Nýja orkuverið er svo hagkvæmt, að Hitaveitan getur framleitt kílóvattstund- ina fyrir minna en þriðjung þess verðs, sem greitt er til Landsvirkjunar, eða fyrir minna en eina krónu. Þrátt fyrir augljósan ávinning fyrir allan almenning á Suðurnesjum og atvinnulífið þar af stórlækkuðu raf- orkuverði hefur iðnaðarráðuneytið ekki ennþá gefið út virkjanaleyfi. Ástæðan er sú, að lögum samkvæmt er útgáfa virkjanaleyfis bundið því skilyrði, að heildarrekst- ur raforkukerfisins sé hagkvæmur. Hér er um það að ræða, að Landsvirkjun telji að orkuvinnslan á Suðurnesj- um falli að áætlunum hennar og sé því fyrirtæki þóknan- leg. í raun veita lögin Landsvirkjun einokun á virkjana- og dreifingarsvæði hennar. Að sjálfsögðu eru slík einok- unarákvæði orðin gjörsamlega úrelt og alls ekki við hæfi í lok tuttugustu aldar, þegar viðast hvar er stefnt að sem mestri samkeppni til aukinnar hagsældar fólks og fyrirtækja. Um áratuga skeið hefur sú stefna verið við lýði, að raforkuverð skuli vera það sama, hvar sem er á land- inu, án tillits til gífurlegs kostnaðar við flutningslínur og rekstur þeirra. Lögin leggja þá kvöð á Landsvirkjun að selja öllum almenningsveitum raforkuna á sama verði og Landsvirkjun getur því ekki veitt afslátt vegna magn- kaupa eða mismunandi afhendingarkostnaðar orkunnar. Þessi stefnumörkun á rætur í byggðastefnu, sem gengur út frá því, að landsmenn geti ekki notið hagstæðra að- stæðna á hveijum stað fyrir sig heldur skuli ávinningi deilt með öllum öðrum. Með sams konar verðjöfnun er opin leið til að dreifa kostnaði af fjárfestingarmistökum. Eigendur Landsvirkjunar eru ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær. Ekki er því hægt að tala um fyrirtæk- ið sem þjóðareign. Á þetta hefur bent einn af þingmönn- um Reyknesinga, Árni R. Árnason, og hann segir, að engin pólitísk sátt sé um það, að meina orkufyrirtækj- um, sem ekki eiga eignaraðild að Landsvirkjun, að virkja með hagkvæmari hætti en hún getur gert. Verkefnið sé að koma á samkeppni milli orkufyrirtækja. Undir það skal tekið, enda hlýtur meginmarkmiðið að vera að al- menningur og atvinnulífið njóti ávaxtanna af hagkvæm- ustu virkjunarkostunum í verði orkunnar. GIGT ARRANN SÓKNIR ISLENZKAR heilbrigðisstéttir standa í fremstu röð, bæði að menntun og starfsárangri. Þetta hefur ítrek- að verið staðfest. Evrópusambandið hefur nú veitt fjár- framlag, sem svarar hundrað milljónum íslenzkra króna, til evrópsks samstarfsverkefnis í gigtarrannsóknum, sem rætur rekur til Kristjáns Steinssonar og samstarfsmanna hans á gigtardeild Landspítalans. Rannsóknin hefur m.a. beinst að faraldsfræði gigtsjúdóma, þar á meðal á gigtsjúkdómnum rauðum úlfum, sem og að orsökum gigtar, einkum að því er lýtur að erfðum. Þessar rannsóknir gigtardeildarinnar hafa verið unnar í samvinnu vð Rannsóknarstofu Landspítala í ónæmis- fræðum og Blóðbankann. Niðurstöður sýna að stór hóp- ur gigtarsjúklinga hefur meðfæddan galla í ónæmis- kerfi. í framhaldi af því var nýrri meðferð beitt til að bæta upp þennan galla og gefur hún góðar vonir. Þess- ar niðurstöður hafa birzt í erlendum fagtímaritum síð- ustu misseri og hlotið verðskuldaða athygli. Styrkur Evrópusambandsins er mikilvæg viðurkenn- ing. Hæfni og þekking fagfólks á þessum sviðum getur, ef vel er að starfsemi þess búið, orðið verðmæt útflutn- ingsvara, auk þess að tryggja landsmönnum heilbrigðis- þjónustu sem þolir samanburð við það bezta í umheimin- um. Áformum stj órn- arsáttmálans vindur vel fram DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærkvöldi og er hún birt hér í heild. Milli- fyrirsagnir eru Morgunblaðsins: „Herra forseti. Islendingar hafa löngum verið uppnæm- ari fyrir því sem að utan kemur, en úr eigin ranni. Fjölmiðlar vitna gjaman í svo- nefnda íslandsvini og slá dómum þeirra upp sem afgerandi áliti á því sem hér tíðk- ast. Á svipaðri minnimáttarkennd örlar hjá frændum okkar á Norðurlöndum, sem telj- ast til smáríkja á heimsvísu, þótt fjölmenn- ari séu en við. Er þetta heldur hvimleiður háttur og lítið betri en heimóttarleg sjálfs- vissa um að allt í þessu landi taki öllu fram sem annars staðar þekkist. Meðalhófið er geðfelldast í þessum efnum, sem stundum endranær. Hitt er annað mál að hreinskil- inn og heiðarlegur samanburður á okkar hag og annarra er einvörðungu til gagns. Þó þarf við slíkan samanburð að huga að ýmsu. Fyrst þarf að gæta þess að fyllast ekki oflæti þótt í einstökum atriðum sé samanburður okkur mjög í hag og ekki síður að verða ekki þrungin vanmetakennd þótt á okkur kunni að halla. í annan stað getum við aldrei litið fram hjá því að flest verður okkur dýrara hér í fámenninu, en þar sem hagræði stærðarinnar nýtur sín. Það er með öðrum orðum „dýrt að vera íslendingur" eins og ritsnillingurinn orðaði það fyrir fjörutíu árum. En á móti kemur að það er okkur flestum einnig afar dýr- mætt að vera íslendingur og vegur að fullu upp kostnaðaraukann. Úr öskustónni Enginn vafi er á því, að öldin sem senn kveður verður í okkar sögu þekkt sem árin, þegar ísland reis úr öskustónni. í upphafi aldarinnar var það eitt fátækasta ríki norðurálfu en er nú án vafa í hópi þeirra sem best hefur séð málum sínum borgið. Sameiginlega ættu íslenskir stjórn- málaflokkar að hugga sig við þessa stað- reynd, því hér á landi tíðkast að gefa sér, að stjómmálamenn séu lakari, vanhæfari og óábyrgari en annars staðar gerist. Ég hef þannig stundum heyrt þá röksemd frá þeim sem umhugað er um að ísland gerist aðili að Evrópusambandinu að þar með losnaði atvinnulífið undan áhrifum og valdi íslenskra stjórnmálamanna. Evrópskur samanburður bendir þó ekki til að þar far- ist mönnum stjórnsýslan betur úr hendi en hér. Þvert á móti sýna þeir kvarðar, sem Evrópusambandið sjálft hefur sett, að betur hefur gengið hér á síðustu árum en í flestum ríkjum sambandsins. Það er reyndar ekki umdeilanlegt að meira að segja enn víðtækari samanburður en við Evrópusambandið eitt er okkur afar hag- stæður um þessar mundir. Þannig segir OECD okkur að ísland vermi eitt af fímm efstu sætum þess, þeg- ar landsframleiðsla er metin. Alþjóðabank- inn segir okkur að við séum í hópi sjö auðugustu þjóða heims samkvæmt sérstök- um skilgreiningum hans. Island, eitt ör- fárra ríkja, uppfyllir erfiðislaust öíl skilyrð- in sem kennd eru við Maastricht. Alþjóðleg fyrirtæki, sem fást við mat á lánshæfi, segja okkur að ísland njóti sívaxandi trausts á erlendum mörkuðum og stjórnar- andstaðan segir okkur að hér sé allt á afturfótunum. Ég býst við að ykkur, góðir áheyrendur, þyki það athyglisvert sjónar- mið. Hr. forseti. ísland er land samsteypustjórnanna. Við þær aðstæður ræður mestu um hvort vel tekst til um stjórn landsmála, að samstarf sé gott og trúnaður ríki á milli manna inn- an ríkisstjórnar og þingmenn stjórnarliðs- ins séu bærilega sáttir við hvernig mál ganga fram. Þessar forsendur hafa verið fyrir hendi í núverandi stjórnarsamstarfí og hefur það gert gæfumuninn. Auðvitað Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, flutti stefnu- ræðu ríkisstjómarínnar á Alþingi í gærkvöldi. er togstreita á milli flokkanna um einstök mál, eins og sjálfsagt er. En slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðum sem báðir flokkar geti unað við, en forðast er að setja samstarfs- flokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði. Það er ekki síst vegna þessara vinnu- bragða, að þeim áformum, sem sett eru fram í stjómarsáttmála, vindur vel fram. Tekist hefur að ná jafnvægi í ríkisfjármál- um. Skattar hafa verið lækkaðir, peninga- stofnunum hefur verið breytt í hlutafélög, vinnulöggjöf hefur verið endurskoðuð, rekstrarskilyrði útflutningsgreina hafa verið tryggð, fjárfesting erlendra aðila hefur verið aukin og stöðugleiki hefur ver- ið í efnahagslífinu, svo aðeins nokkur lykil- atriði séu nefnd. Þá er rétt að minna á, að þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum hafa framlög til heilbrigðis- og tryggingamála hækkað umtalsvert undanfarin tvö ár. Þannig hafa stjórnvöld varið hluta af aukn- um þjóðartekjum til velferðarmála, um leið og þau hafa undirstrikað mikilvægi þess að draga úr vaxtabyrði og skuldsetningu ríkisins. Þessi þróun heldur áfram á næsta ári. En þó margt hafí áunnist er dagsverkinu hvergi lokið. Kosta verður kapps um að varðveita það, sem áunnist hefur og byggja á því. I þjóðhagsspá, sem ég hef lagt fýrir háttvirta alþingismenn, kemur fram að hagvöxtur verði um 4,6% á þessu ári eða töluvert meiri en áður hafði verið talið. Á móti kemur að sennilega verður hann nokkru minni á næsta ári en áður var spáð. Við getum búist við því að hin mikla fjár- festing í atvinnulífinu, sem verið hefur að undanfömu, fari að skila sér að verulegu leyti á næsta ári og að fullu á árunum þar á eftir. Útflutningstekjur okkar munu því fara vaxandi. Þótt hinn gamli vágestur, verðbólgan, hafí ekki farið mikinn á þessu ári, má lítið út af bera og því þarf að hafa á verðbólgunni vakandi auga. Fái hún of laug^n taum er það tilræði við stöðu og hag flestra launþega í landinu. Kaupmáttur á þessu ári mun aukast mun meir en byggt var á í almennum kjarasamningum. Tilraun- ir einstakra hópa nú í lok kjarasamningsfer- ils til að knýja fram miklu meira í sinn hlut en aðrir samningsaðilar hafa fengið er mikið áhyggjuefni. Það kom fyrir hér á árum fyrr að einstakir hópar sprengdu sig út úr kjarnanum og afleiðingin varð sú, að kaupmáttur allra hrapaði fáum misserum síðar. Slíka hringelqu má ekki setja í gang. Það yrði öllum til óþurftar. Skattalækkanir Herra forseti. Alþingi lögfesti síðastliðið vor umtals- verða lækkun tekjuskatts einstaklinga. Tekjuskattur þeirra var lækkaður um 4 prósentustig á tveggja ára tímabili. Fyrsti áfanginn, 1,1 prósentustigs lækkun, kom strax til framkvæmda á þessu ári. Um næstu áramót lækkar skatthlutfallið um 1,9 stig í viðbót og loks um 1 stig í árs- byijun 1999. Auk þess var lögfest að skatt- leysismörk skyldu hækka um 2,5% á ári næstu þrjú ár. Á næsta ári verður einnig breyting á barnabótakerfinu þar sem skerðingarhlutföll verða lækkuð með það fyrir augum að draga úr jaðaráhrifum barnabóta. Með þessum ákvörðunum eru stigin veigamikil skref í átt til þess að lækka jaðarskatta hér á landi. Þetta kemur í kjöl- far fyrri ákvörðunar um að undanþiggja lífeyrisiðgjöld launþega skattlagningu, sem kom til framkvæmda á árunum 1995 og 1996, en sú ákvörðun jafngilti 1,5-1,7 prósentustiga lækkun tekjuskatts. Fyrsta skref í átt til þess að draga úr jaðaráhrif- um barnabótakerfisins var hins vegar stig- ið þegar á árinu 1996, þegar skerðingar- prósentur voru lækkaðar. Til viðbótar þessum ákvörðunum ákvað ríkisstjórnin síðastliðið vor að gera breyt- ingar á bótum almannatrygginga sem draga verulega úr jaðaráhrifum í almanna- tryggingakerfínu, meðal annars varðandi uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar og fyrirkomulags á afnotagjaldi Ríkisútvarps- ins. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið umtalsverða hækkun á bótum almanna- trygginga, sem nemur um 13% frá ársbyij- un 1997 til ársbyijunar 1998. Með þessari ákvörðun er lífeyrisþegum tryggð einhver mesta kaupmáttaraukning tryggingabóta sem orðið hefur á síðustu áratugum. Það er einnig ástæða til að vekja at- hygli á því að stjórnvöld hafa nýverið ákveðið að draga úr jaðaráhrifum i náms- lánakerfínu með lagabreytingu sem lækkar endurgreiðsluhlutfall lána úr 7% i 4,75%. Af þessu sést að stjórnvöld hafa ekki setið auðum höndum hvað varðar lækkun jaðar- skatta eins og ýmsir hafa gefið í skyn. Um þessar mundir er leitast við að ná víðtæku samkomulagi um að treysta starfsgrundvöll lífeyrissjóðakerfísins og um leið að auka og efla möguleika fólksins í landinu til að treysta framtíðarhag sinn og sinna. Mikilvægt er að allir leggi sig fram í þeirri vinnu. Það eru stórkostlegir hagsmunir í húfí, því málið snertir stöðu hvers manns í landinu næstu áratugina. Orka og umhverfi Herra forseti. Hvert sem litið er í alþjóðlegri umræðu sést glöggt að umhverfismál hafa komist æ ofar á dagskrá. Það væri fráleitt af okkur að standa utan við slíka umræðu, þótt aðstæður hér séu ólíkar mörgu af því sem helst knýr umræðuna annars staðar. Þess utan er það okkur hagstætt að þessi þáttur fái aukið vægi. Það styrkir ferða- þjónustu og útflutning og á þátt í því að gera orkufrekan iðnað hér á landi aðlað- andi fyrir erlenda fjárfesta. Við þurfum hins vegar að gæta þess afar vel að taka jafnan ríkt tillit til umhverfíssjónarmiða við slíkar ákvarðanir. Vel varðveitt um- hverfí getur orðið okkar dýrmætasta fjár- festing, þegar fram líða stundir. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði á ís- landi hefur aukist jafnt og örugglega á síðustu misserum. Það hafa ekki allir gert sér grein fyrir þeim vexti. Umræðan um Atlantal verkefnið stóð í mörg ár og samn- ingaviðræðurnar voru langar og strangar. Sú verksmiðja átti að nýta um 3.000 gíga- vattstundir á ári. Með stækkun ísal um 80 þúsund tonn, með þriðja ofni jámblendi- verksmiðjunnar og Norðurálsverkefni stefnir aukin orkunotkun þegar í 2.600 gígavattstundir. Ekki er óvarlegt að ætla að á næstu fáeinum árum muni eðlileg stækkunarþörf þessara fyrirtækja leiða til nýtingar á um 3.000 gígavattstundum á ári til viðbótar. Nýtingin nálgaðist þá 5.600 gígavattstundir, sem jafngildir 380 þúsund tonna álframleiðslu eða nálægt tvöföldun á Atlantal verkefninu og svipuðu magni og menn eru nú að skoða í samvinnu við Norsk Hydro. Ýmsar frekari fjárfestingar eru einnig í athugun, svo sem kunnugt er. Möguleikar okkar eru því miklir á þessu sviði sem svo mörgum öðrum um þessar mundir. Á hitt er þó að líta að tæknin ein setur okkur ekki skorður, eins og löngum var áður talið. Önnur mikilvæg sjónarmið eru uppi, sem ekki má horfa framhjá. Stór- aukin erlend fjárfesting er því aðeins full- FORSÆTISRAÐHERRA í ræðustóli á Alþingi í gærkvöldi er hann flutti stefnuræðuna. Kaupmáttur á þessu ári mun aukast meir en byggt var á í almennum kjarasamningnm Rétt er að skoða vel, hvort ekki verði að takmarka of mikla samþjöppun kvóta til einstakra fyrirtækja komið fagnaðarefni, ef tekst að gæta eðli- legra umhverfissjónarmiða við framkvæmd hennar. Ríkisstjómin mun sem fyrr leggja sitt af mörkum við að koma til framkvæmda víðtækri áætlun í umhverfismálum, sem samþykkt var fyrr á þessu ári og ber heit- ið Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Er þess vænst að um þá framkvæmd takist góð samvinna við sveitarfélög, aðila vinnu- markaðar og fijáls félagasamtök. Ríkisstjórnin mun taka fullan þátt í samningaviðræðum um loftslagsbreyting- ar, sem nú standa yfir og áætlað er að ljúka í Kyoto í Japan í desember nk. Það er mikið í húfí fyrir íslendinga að niður- staða náist um aðgerðir til þess að stöðva aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda. íslensk stjórnvöld hafa í samningaviðræð- unum lagt áherslu á að miðað væri við að auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað kola og olíu og að aðgerðir einstakra ríkja yrðu samræmdar í þágu heildarinnar. Árangursstjórnun í framhaldsskólum Herra forseti. Á undanförnum misserum hefur starfs- vettvangur nemenda í skólum landsins tek- ið miklum breytingum. Minni miðstýring og aukið sjálfstæði skóla fela í sér að ákvarðanir um menntun nemenda eru teknar nær þeim sjálfum. Unnið er að því að íslenska skólakerfið veiti nemendum menntun og þjónustu sem stenst saman- burð við hið besta sem þekkist. Áhersla er lögð á að upplýsingatæknin sé nýtt til hins ýtrasta á öllum skólastigum. Jafn- framt eiga nemendur að njóta sérkenna íslenska skólakerfísins, sem felst m.a. í jafnri aðstöðu til náms og fjölbreytilegu námi. Flutningur grunnskóla frá ríki til sveit- arfélaga markaði tímamót og um hann náðist gott samkomulag allra aðila. Grunn- skólanemendur fá nú fleiri kennslustundir í viku en áður og næstu fjögur árin verður kennslustundum fjölgað enn frekar. Ríkis- sjóður sendi grunnskólann til sveitarfélag- anna með auknum ijárframlögum til að tryggja að þetta gengi eftir. Ný framhaldsskólalög tóku gildi 1. ág- úst 1996 og hefur verið unnið markvisst að því að hrinda þeim í framkvæmd. Mark- miðið er að skólamir verði sjálfstæðar stofnanir, sem geri áætlanir um eigin starf- semi. Unnið er að því að gera samning um árangursstjómun milli menntamála- ráðuneytisins og framhaldsskóla. Jafn- framt hefur verið leitast við að koma til móts við ýmsar sérþarfir nemenda. Nem- endum, sem ekki hafa fullnægjandi undir- búning úr grunnskóla, býðst nú fornám í fleiri skólum en áður. Unnið er að gerð nýrra námskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla. Endurskoðun á aðalnámskrám er með viðamestu og mikil- vægustu umbótaverkefnum í menntamál- um á síðustu árum. I öllum þessum efnum eru menn að taka ákvarðanir, sem varða munu miklu um framtíð hins íslenska menntakerfís. Samþjöppun kvóta Herra forseti. Á síðustu dögum hafa farið fram um- ræður um stöðu sjávarútvegsins á þessu ári og horfur á hinu næsta. I heild er stað- an bærileg en þó er æði misskipt. Á hitt er að líta að sú staða undirstrikar þá breyt- ingu sem orðið hefur i sjávarútvegi, sem nú er ekki jafn einsleit atvinnugrein og áður var. Eggin eru nú í fleiri körfum en forðum. Sú þróun er jákvæð og dregur úr hættu á þeim stórfelldu sveiflum sem urðu í sjávarútvegi og reglulega skóku íslenskt þjóðfélag. Meginmarkmið sjávarútvegsstefnunnar eru skýr: • Við viljum tryggja varanlegan hámarks- afrakstur sjávarútvegsins í þágu þjóðarinn- ar með ábyrgri nýtingu allra auðlinda hafs- ins. • Við viljum tryggja að við allar ákvarðan- ir sé jafnan gengið út frá bestu líffræði- legu og hagfræðilegu forsendum sem fyrir hendi eru. • Við viljum, að þeim sem starfa í sjávar- útvegi, sé með skýrum og almennum leik- reglum skapað hagstætt starfsumhverfi er tryggi sterka samkeppnisstöðu á al- þjóðavettvangi. Mikil samstaða hefur skapast um þá stefnu að byggja ákvarðanir um heildar- afla á ráðgjöf vísindamanna. Árið 1995 samþykkti ríkisstjómin formlega reglu um hvaða hlutfall skuli árlega veitt af veiði- stofni þorsks þannig að nokkuð tryggt sé að stofninn haldi áfram að vaxa. Er reglan niðurstaða umfangsmikillar vinnu líffræð- inga og hagfræðinga sem stóð í um tvö ár. Markmiðið er að árleg þorskveiði verði á komandi árum um eða yfir 300 þúsund lestir. Þær friðunaraðgerðir, sem gripið var til, hafa þegar borið verulegan árangur og niðurstöður seiðatalningar 1997 gefa vonir um að þau markmið náist sem sett hafa verið um uppbyggingu stofnsins. Sjávarútvegurinn hefur á síðustu árum þróast á grundvelli markaðslögmála og rekstrarárangur greinarinnar í heild hefur batnað þrátt fyrir þann mikla niðurskurð sem nauðsynlegur var. Ekki er vafí á að sú jákvæða kaupmáttarþróun sem íslend- ingar hafa notið á síðustu misserum hefði ekki átt sér stað án framleiðniaukningar í sjávarútvegi. Bætt afkoma við nýtingu auðlinda sjáv- ar hefur haft jákvæð áhrif á afkomu fyrir- tækja í flestum greinum íslensks atvinnu- lífs, sérstaklega þeim sem eiga bein við- skipti við hefðbundin sjávarútvegsfyrir- tæki. En athyglisvert er hve mörg íslensk iðnfyrirtæki sem framleiða vörur fyrir sjáv- arútveg eru að ná góðum árangri, bæði heima og erlendis. Ekki er ágreiningur um að framseljan- legar aflaheimildir hafa aukið afrakstur í sjávarútvegi. Engu að síður hlýtur að koma til álita að setja reglur sem setji skorður við því að of miklar aflaheimildir færist á hendur fárra fyrirtækja, hvort sem um er að ræða hlut í heildarafla eða einstaka stofna. Samfara því að sjávarútvegsfyrir- tæki hafa orðið færri, stærri og hagkvæm- ari undanfarin ár, hefur hluthöfum þessara fyrirtækja sem betur fer fjölgað hratt. Mörg þúsund íslendingar taka nú þátt í útgerð með beinni eignaraðild og tugir þúsunda fólks með óbeinum hætti gegnum lífeyris- og verðbréfasjóði. Að því leyti er nýtingarrétturinn að færast á sífellt fleiri hendur. Hin aukna eignadreifíng innan fyrirtækjanna er afar mikilvæg, en það breytir ekki því að rétt er að skoða vel hvort ekki verði að takmarka of mikla samþjöppun kvóta til einstakra fyrirtækja. Slík mál verða til umræðu á næstunni. Atlantshafsbandalagið opið ríkjum álfunnar Herra forseti. Atlantshafsbandalagið steig í sumar fyrsta skref í einu mikilvægasta máli Evr- ópu eftir kalda stríðið, en það er stækkun bandalagsins austur á bóginn. Á leiðtoga- fundi þess í Madrid í júlí var ákveðið að bjóða fyrst í stað þremur Mið- og Austur- Evrópuríkjum aðild. Þau eru Pólland, Tékk- land og Ungveijaland. Við íslendingar studdum eindregið frá upphafí stækkun Atlantshafsbandalagsins, en við lögðum jafnframt þunga áherslu á að bandalagið yrði áfram opið nýjum aðild- arríkjum. Af okkar hálfu var lagt til, að því til áréttingar fengju öll ríkin, sem sótt hefðu um aðild, kost á henni, en framgang- ur hverrar umsóknar yrði látinn ráðast í aðildarviðræðum. Með þessari tillögu var einkum verið að halda fram hagsmunum Ey strasaltsríkj anna. Það varð snemma ljóst að Eystrasalts- ríkin yrðu ekki með í fyrsta áfanga stækk- unar Atlantshafsbandalagsins. Urðum við auðvitað að taka tillit til þess, enda verður það ekki ísland sem tekur á sig þyngstu' byrðamar af stækkun bandalagsins. Við lögðum höfuðáherslu á, að fyrsta lota stækkunar Atlantshafsbandalagsins gengi vel, þannig að fyrr gæti komið að næsta áfanga og að skýrt væri að Atlants- hafsbandalagið stæði öllurrt ríkjum álfunn- ar opið. Jafnframt kæmi fram að bandalag- ið og ríki þess létu sig miklu skipta hvern- ig Eystrasaltsríkjunum og öðmm umsækj- endum reiddi af á meðan. Á Madrid-fundinum sameinuðust íslend- ingar, Danir og Norðmenn, Bandaríkja- mönnum og Bretum um að tryggja greiðan framgang fyrsta áfanga stækkunarinnar með þvi að takmarka hann við þijú ríki. Annað hefði leitt til vandræða og tafíð eða stöðvað frekari stækkun. Með samstöðu fyrrgreindra ríkja náðist einnig að tryggja," að Eystrasaltsríkin væru nefnd sérstaklega sem umsækjendur um aðild að bandalag- inu. Þetta var því góð niðurstaða og vonum framar, frá sjónarhóli íslands, og leiðtogar Eystrasaltsríkjanna lýstu yfír mikilli ánægju með hana. Skömmu síðar kom í ljós að Eistland verður með í fyrsta áfanga stækkunar ESB í austurátt. Kostir aðildar að ESB fyrir ríkin í Mið- og Austur-Evr- ópu eru miklir. Þótt þeir lúti að öðru en aðild að Atlantshafsbandalaginu má ljóst vera að öryggi, lýðræði og stöðugleiki þess- ara ríkja eru um margt háð því skjóli sem aðild að ESB getur veitt þeim. Því til við- bótar er auðvitað aðgangur að hinum mikil- væga innri markaði sambandsins. Sagan sýnir, að ætla má að allt að tíu ár líði þar til full aðild fyrstu Mið- og Austur-Evrópuríkjanna að ESB verður að veruleika. Að auki þarf ESB að þessu sinni að leysa ýmis erfið innri mál, en takmark- aður árangur varð á ríkjaráðstefnu þess í sumar. Sakir þess hve afrakstur ráðstefn- unnar var almennt rýr varð samstaða í ESB um að bæta þar úr með því að fella Schengen-samninginn um opin landamæri á innri markaðnum inn í regluverk sam- bandsins. Þar með skapaðist óvissa um þátttöku íslands og Noregs í Schengen. Þegar útlit var fyrir að ríkjaráðstefnan mundi setja Schengen undir ESB, komu íslensk stjórnvöld á framfæri við samband- ið fyrirvörum um afstöðu okkar í málinu. Bent var á að þátttaka íslands í Schengen réðist af því forgangsatriði að viðhalda norræna vegabréfasambandinu, sem gerir íslendingum kleift að ferðast um Norður- lönd án vegabréfaskyldu. Vakin var at- hygli á að samstarfssamningur um þátt- töku okkar í Schengen væri þegar fyrir hendi og það mundi valda miklum erfiðleik- um fyrir ísland ef forsendur hans breytt- ust. Það kynni að leiða til vanda sem lyti að stjórnarskrá íslands og útilokaði þar með þátttöku okkar í Schengen. ESB lýsti svo yfir því, eins og kemur fram í lokaskjali ríkjaráðstefnunnar, að séð yrði til þess að hagsmunir íslands og Nor- egs yrðu ekki fyrir borð bomir. Á þennan yfíriýsta vilja mun reyna í viðræðum sem gert er ráð fyrir að hefjist eftir nokkrar vikur. Niðurstaða þeirra þarf að tryggja að þátttaka íslands í ákvarðanatöku og dómsmálum varðandi Schengen samræm- ist íslenskum lögum. Hitt er annað, að ekki er útilokað að breytt staða í norskum stjórnmálum kann að hafa áhrif á fram- gang alls þessa máls, sem og væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku. Herra forseti. Framundan eru annasamir dagar hér á Alþingi. Við alþingismenn eigum ekki endi-- lega að telja okkur helst til tekna að fjöldi nýrra laga sé settur eða lengi talað. Það er ekki keppikefiið að þenja út lagasafnið eða gera líf fólksins í landinu flóknara en nauðsyn krefur. Lagabætur eru mikilvæg- ari en lagasetning og markviss skoðana- skipti taka löngum ræðum langt fram. Til þess að undirstrika þetta síðasta lýk ég máli mínu.“ ’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.