Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hillumerkingakerfi Verðmerkingaborðar Skiltarammar á fæti J^Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Jakka peysur fallegt úrval Glugginn Laugavegi 60 sími 551 2854. Elizabeth Arden Þekkir þú Elizabeth Arden? Kynning í Hygea, Laugavegi, föstudag og langan laugardag. 15% kynningarafsláttur UtttttU H Y G E A jnyrtivöruverdlun Laugavegi 23, slmi 511 4533 Tilboðið framlengt út október. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifaliðein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, og þær fæiðu með 50 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishorn af verði: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.100,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.550,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.300,00 Hringdu á aðrar ljósmyndastofúr og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 3020 Ödýrari Pantaðu strax, tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma Topptilboð LANGUR LAUGARUAbUK " UPIÐ 10-16 Tegund: 5009 Litur: Brúnir Tegund: 133 Stærðir: 36-40 Litur: Svartir Verð áður 5,995,- Verð nú 2.995, Stærðir: 28-35 Verð: 1.795,- Ath: Vandaðir, úr góðu leðri, fóðraðir Ath: með grófum sóla Ioppskórinn Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Biblían er vopn kristins manns í ÞÆTTINUM Kastljósi þriðjudaginn 30. septem- ber var rætt um sálarrann- sóknir, spíritisma og kristna trú. Áhorfendur máttu svara, með eða á móti, hvort samræmdist kristinni trú að leita frétta af framliðnum. Þá var svar verðandi biskups hvorki já eða nei, sem sé, hann var háll eins og áll. Biskupsrit- arinn kom vopnlaus. Gunn- ar Þorsteinsson var vel vopnaður fullviss þess að guðsorð, Biblían, hefur svarið. Þökk sé Gunnari Þorsteinssyni. Súsí Backman. Þakkir til Tryg’gva Hjörvar ÉG ÞAKKA fyrir bréf Tryggva Hjörvar um lokun Hafnarstrætis. Ég er íbúi á Hverfisgötunni þar sem tappinn úr Hafnarstrætinu hélt áfram löturhægt undir dyggri forystu SVR sem stjórnar nú (sem betur fer) umferðarhraðanum á Hverfisgötunni. Þegar ég leit út um gluggana hálf- partinn öfundaði ég alla þessa bílastjóra sem virtust hafa nægan tíma, oft var meðalhraðinn innan við 10 km. Eftir lokun Hafnar- strætis hefur þetta vanda- mál minnkað til muna. Ibúi við Hverfisgötuna. Innflutningur á skriðdýrum MÁ ÉG biðja þann sem ábyrgur er fyrir innflutn- ingi á skriðdýrum, alls kon- ar furðukvikindum, eitur- köngulóm og snákum að svara fyrirspurn þessari: Hver er tilgangurinn? Hér á landi höfum við verið blessunarlega laus við þetta en nú er svo komið að fólk getur varla opnað glugga, hvað þá svaladyrn- ar, án þess íbúðirnar fyllist af ágengum geitungum og vespum, og þvílíkum ófögnuði. Svo langar mig líka að ítreka orð þeirrar góðu konu sem hýsir kett- ina í Kattholti að fólk gæti dýranna vel núna þegar vetur gengur í garð. Og ég spyr af hveiju kattaeig- endur láta _ heimilisketti flækjast úti. Ég held þetta þekkist ekki nokkurs stað- ar nema á íslandi. Og þar á ég við heimilisketti. Tapað/fundið Frakki og festi í óskilum STUTTUR dömufrakki, brúnn, og hálsfesti, gull- keðja, eru í óskilum á Snyrtistofunni Gyðjunni, Skipholti 70. Uppl. í síma 553 5044. Taska týndist SVÖRT plasttaska með hliðaról týndist í miðbæn- um, líklega í Hafnarstræti, aðfaranótt sunnudagsins 21. septmber sl. í töskunni voru m.a. skilríki. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 565 8267. Merkúr er týndur BRÚNN persneskur kött- ur, sem gegnir nafninu Merkúr, hvarf frá Grund- argerði 26 að kvöldi 28. september sl. Hans er óskaplega sárt saknað. Ef einhver hefur orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 896 5894. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Fontys stórmótinu í Hollandi, sem nú stendur hvað hæst. Michael Adams (2.680), Englandi, hafði hvítt og átti leik gegn Alexander Oní- sjúk (2.625), Úkraínu. Svartur var að leika Kg8- h7??, sem átti greinilega að vera varúðarráðstöfun, en reyndist tapleikurinn: 29. Rxh6! - Dxg4 (vegna óheppilegrar staðsetningar svarta kóngsins á h línunni, getur svartur ekki leikið 29. - Dxh6 vegna 30. Hh3 og drottningin fellur) 30. Rxg4 - Bc5 31. He2 og svartur gafst upp, því hann tapar öðru peði og endataflið þá með öllu vonlaust. Onísjúk hresstist þó í fjórðu umferð er hann náði jafntefli á svart gegn Gary Kasparov og stöðv- aði sigurgöngu hans. Staðan á mótinu: 1. Kasparov 3'A v. af 4 mögulegum, 2. Kramnik 3 v., 3.-6. Adams, Shirov, Svidler og Leko 2‘A v., 7. Júdit Polgar 2 v., 8.-10. Van Wely, Lautier og Oní- sjúk 1‘A v., 11. Piket 1 v. 12. Tal Shaked 0 v. HVÍTUR Ieikur og vinnur. Víkveiji skrifar... HIÐ sviplega fráfall Díönu prinsessu hefur verið mikið til umfjöllunar í úölm'ðlum sem eðlilegt er. Strax morguninn eftir slysið var viðtal ijölmiðla við for- sætisráðherra Breta, Tony Blair, þar sem hann sagði að Díana hefði verið „the Peoples Princess", sem eðlilegt er að þýða sem „prinsessa fólksins" á íslenzku. Segja má að forsætisráðherrann hafi hitt á hinn rétta titil prinsessunnar, því að allir ijölmiðlar heims gripu hann á lofti og notuðu þennan titil í tíma og ótíma. Forsætisráðherrann er þar auðvitað að vitna til vinsælda prins- essunnar meðal alþýðu í Bretlandi. Sumir fréttamenn hafa hins veg- ar þýtt þennan titil á annan veg og talað um „alþýðuprinsessuna“. Þessi þýðing er að mati Víkveija alls ekki eins góð ef ekki röng. Miðað við þessa þýðingu á titlinum gætu menn haldið að prinsessan væri eins konar öskubuska, sem hafi fæðst af alþýðustéttum. En sú er alls ekki raunin. Díana var sem sé aðallborin í allar ættir, fædd í Spencer-fjölskyldunni og því alls ekki af alþýðu manna komin í Bret- landi. Hún var t.d. frænka sir Winston Spencer Churchill, sem einnig var af aðalsættum, þótt hann ætti að móður bandaríska auð- mannsdóttur. xxx AÐ FER heldur í taugar Vík- veija að sjá alla þá mörgu svörtu ruslapoka, sem fólk hendir út að götu í Fossvogshverfi. Þetta eru pokar með garðaúrgangi, sem fólk greinilega nennir ekki að fara með á móttökustaði Sorpu. Þessir pokar eða þeirra líkar eru búnir að vera við götumar, sem liggja niður í hverfið í svo til allt sumar, heldur leiðinleg sjónmengun. Um mörg ár hefur verið móttöku- stöð fyrir garðaúrgang innst í Kvistalandi, sem hefur verið bæði þægilegt og gott fyrir íbúa hverfis- ins að nota. Þangað hafa þeir farið með garðaúrganginn og borgin hef- ur síðan tekið hann og flutt til Sorpu. En nú er þessi þjónusta ekki lengur fyrir hendi. Enginn staður virðist vera í hverfinu, þar sem unnt er að losa sig við þennan úr- gang og menn þurfa að fara langar leiðir með garðaúrganginn. Engin ástæða hefur verið gefin fyrir því að hætt var móttöku garðaúrgangs í Fossvogshverfi. Þetta ágæta fyrir- komulag, sem á þessum málum var, er greinilega lagt niður án allra útskýringa. Og afleiðing er, að pokarnir eru bókstaflega út um allt hverfið. Er ekki þörf á að þarna verði gerð ein- hver bragarbót? xxx DAG rennur stóra stundin upp, er bormennirnir í Hvalfjarðar- göngum ná saman. Síðasta haftið verður sprengt klukkan 15 að við- stöddum fjölda fólks. Þar með er mesta þrekvirkið í sambandi við þessa vegarbót unnið og aðeins er eftir að malbika og ganga frá göngunum til notkunar. Upphaflega var ráð fyrir því gert að göngin yrðu tilbúin til notk- unar næsta haust, en þar sem bor- verkið hefur gengið vonum framar gæti það að öllum líkindum orðið fyrr. Bormennirnir, sem boruðu að sunnan munu hafa farið rúmlega helming leiðarinnar undir fjörðinn. Það er vegna þess, að þegar komið er niður á dýpzta punkt ganganna víkka þau og eru með þijár akrein- ar í stað tveggja. Brattinn er meiri þar og þriðja akreinin er fyrir flutningabíla, sem koma að sunnan og geta því ekki ekið jafngreitt og aðrir upp í móti hallanum, sem framkvæmdaaðilar segja að sé svipaður og hallinn á Bankastræti. Það er ástæða til að óska verka- mönnunum, sem að þessari fram- kvæmd hafa unnið, til hamingju með góðan gang og árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.