Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Danmerk-
urheimsókn
hefst í dag
OPINBER heimsókn Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra og frú
Ástríðar Thorarensen til Danmerkur
hefst í dag. Heimsóknin stendur
fram á þriðjudag.
í dag fara forsætisráðherrahjónin
ásamt fylgdarliði að Stórabeltis-
brúnni og skoða auk þess gamla
endurreisnarhöll í Egeskov. Á morg-
un verður haldið til Kolding og skoð-
aðar minjar frá miðöldum í safni
bæjarins. Síðan verður farið til
Skagen, þar sem meðal annars verða
skoðaðar myndir eftir Skagen-
málarana, sem gerðu garðinn fræg-
an í kringum síðustu aldamót, og
þaðan áfram til Hirtshals, þar sem
rannsóknastofnunin Nordsocentret
verður heimsótt.
Annað kvöld bjóða Poul Nyrup
Rasmussen forsætisráðherra Dana
og frú Lene Dybkjær til opinbers
kvöldverðar, íslenzku forsætisráð-
herrahjónunum til heiðurs. Á þriðju-
dag heimsækir forsætisráðherra
Þjóðþingið og ræðir við danska
starfsbróður sinn í forsætisráðu-
neytinu. Þá verður snæddur hádeg-
isverður með Margréti drottningu í
F'redensborgarhöll. Síðdegis á
þriðjudag verður farið í heimsókn í
fyrirtæki og listasafnið Ordrupgárd
skoðað. Forsætisráðherrahjónin
fljúga heimleiðis á miðvikudags-
morgun.
BJÖRN Valberg
Jónsson.
MARINÓ Kristinn
V. Björnsson.
Konan
ekki
í lífshættu
KONAN á fertugsaidri sem lenti
í alvarlegu bílslysi sl. fimmtu-
dag á Vesturlandsvegi er mikið
slösuð en ekki talin í lífshættu,
samkvæmt upplýsingum frá
gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur á laugardag.
Sonur konunnar og faðir
hans létust í slysinu en ökumað-
ur hins bílsins er ekki í lífs-
hættu. Konan er með fjöláverka
og er haldið sofandi. Hún fékk
ekki áverka á heila.
Maðurinn sem lést hét Björn
Valberg Jónsson, fæddur 22.
ágúst 1959. Hann lætur eftir
sig tvo syni úr fyrri sambúð.
Drengurinn hét Marinó Kristinn
V. Björnsson, fæddur 24. febr-
úar 1995.
FRÉTTIR
Enn framið rán í versluninni Kjalfelli í Reykjavík
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
VERSLUNIN Kjalfell hefur þrívegis orðið fyrir barðinu á misind-
ismönnum á síðustu vikum.
Ránsfeng-
urinn var
9.500 kr.
TVEIR hettuklæddir menn sem ot-
uðu hnífí að starfsmanni verslunar-
innar Kjalfells við Gnoðarvog í
fyrrinótt höfðu 9.500 krónur í pen-
ingum á brott með sér. Þetta er í
þriðja sinn á skömmum tíma sem
búðareigendurnir verða fyrir barð-
inu á misindismönnum og eru öll
málin óupplýst.
Lögreglan vildi ekki láta hafa
eftir sér hvort hún væri komin á
slóð mannanna. Málið væri í rann-
sókn. Hún vildi ekki heldur tjá sig
um hvort til stæði að hafa sérstaka
vakt við verslunina.
í þriðja sinn
Rán var framið með svipuðum
hætti í sömu verslun í september-
lok. Þá ógnuðu tveir hettuklæddir
menn afgreiðslukonu með hnífi og
neyddu hana til að afhenda sér
peninga, um 60-70 þúsund krónur.
Þá var um 70-80 þúsund krónum
í reiðufé stolið úr söluturninum í
byijun október. Þrír piltar, senni-
lega 16-17 ára, komu þá inn í versl-
unina og gáfu tveir þeirra sig á tal
við afgreiðslukonuna. Á meðan
laumaðist sá þriðji á bak við án
þess að hans yrði vart. Það var
ekki fyrr en um 20 mínútum síðar
að afgreiðslukonan áttaði sig á
þjófnaðinum og gerði lögreglu við-
vart.
. • ->"
Morgunblaðið/Kristinn
Ný einkennisföt í notkun
NÝ einkennisföt flugliða og af-
greiðslufólks Flugfélags íslands
verða tekin í notkun eftir helg-
ina. Fötin hannaði Maria Ólafs-
dóttir en þau eru saumuð í
Frakklandi. Alls munu 150
starfsmenn FI klæðast þessum
einkennisfötum við störf sín. Þrír
starfsmenn FÍ stilltu sér upp í
nýju einkennisfötunum, sem eru
dökkblá að lit. Frá vinstri: Be-
verly Chase, sem er flugfreyja,
Pétur Danielsson afgreiðslumað-
ur er hér í einkennisfötum flug-
manns og Kolbrún Guðmunds-
dóttir er í einkennisfötum starfs-
fólks í afgreiðslu en flugfreyjur
nota einnig vesti eins og hún er í.
Frumvarp um
virðisaukaskatt
íslendingar
í útlöndum
versli án
skatts
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra hefur kynnt ríkisstjórninni
frumvarp sem felur í sér að íslenskir
ríkisborgarar sem búsettir eru er-
lendis fái sama rétt og erlendir ferða-
menn til þess að fá virðisaukaskatt
vegna innkaupa hérlendis endur-
greiddan við brottför úr landi.
Friðrik Sophusson segir þetta í
samræmi við þá reglu, sem gildandi
er ! nágrannalöndunum.
í frumvarpinu er einnig að finna
ákvæði um að gera undanþæga frá
virðisaukaskatti þjónustu sem ís-
lenskir sérfræðingar vinna fyrir er-
lenda aðila. Samkvæmt gildandi lög-
um hafa erlendir aðilar sem skipta
við innlenda sérfræðinga getað feng-
ið virðisaukaskatt endurgreiddan en
í samræmi við reglur nágrannaland-
anna verða þessi viðskipti undanþeg-
in virðisaukaskatti nái frumvarpið
fram að ganga.
ATHYGLI skal vakin á, að
sérblaði Morgunblaðsins um
bíla, var dreift með blaðinu í
gær, laugardag.
Davíð Oddsson um leiðtogafundinn í Strassborg
Mannréttindi og lýð-
ræði ekki orðin tóm
Strassborg. Morgunblaðið.
PÓLITÍSKIR leiðtogar 40 aðildar-
ríkja Evrópuráðsins luku í gær öðr-
um fundi sínum í nær hálfrar aldar
sögu ráðsins. Þeir lýstu yfir tryggð
við þær hugsjónir sem þetta elsta
ríkjasamband álfunnar var stofnað
um: lýðræði, mannréttindi og rétt-
arríki.
í yfirlýsingu fundarins segir að
breytingarnar frá 1989 kalli á nán-
ari samvinnu landa og Evrópuráðið,
sem langflest ríki álfunnar hafa
fengið aðild að, marki stefnu á sviði
mannréttinda og alþjóðaréttar, með
sáttmálum sem ríkin skuldbinda sig
til að halda.
Samþykkt var ályktun um að-
gerðir næstu missera í mannréttind-
um, félagsmálum, öryggismálum
og menningarefnum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
mannréttindi og lýðræði væru ekki
orðin tóm í Evrópuráðinu. Gildi fund-
ar leiðtoganna fælist í að gengið
yrði ákveðnar til verks; nýr mann-
réttindadómstóll myndi afkasta
meiru, umboðsmaður mannréttinda
tæki til starfa, og eftirlit ráðsins
með ríkjunum hefði þegar sannað
gildi sitt. Efling og breyting Félags-
málasjóðsins skipti máli svo og hert
barátta gegn glæpum og eiturlyfja-
smygli. Þetta væru nokkrar af þeim
aðgerðum sem ákveðnar hefðu verið
fram að afmæli Evrópuráðsins árið
1999. Ráðið gegndi nú einskonar
uppeldishlutverki varðandi lýðræði í
Austur-Evrópu og þar væri unnið
starf sem einnig nýttist öðrum fjöl-
þjóðastofnunum.
„Það stóð aldrei til að gera bylt-
ingarkenndar samþykktir á þessum
fundi,“ sagði Davíð ennfremur. „Þeir
sem bjuggust við því verða fyrir
vonbrigðum, en sú staðreynd að leið-
togar allra landanna koma saman,
til að staðfesta vilja til ákveðinna
verkefna, sýnir að Evrópuráðið hefur
hlutverki að gegna og mun eflaust
hafa það næstu ár og áratugi."
Bankará biðilsbuxum
►Ýmsir möguleikar hafa opnast
til frekari sameiningar banka eftir
hlutafélagavæðingu ríkisbank-
anna. /10
í ítölsku samfélagi
►Jónas Kristinsson verkfræðing-
ur hefur alið mestallan sinn aldur
á erlendri grund og nú býr hann
á Ítalíu, kvæntur þarlendri konu.
/22
Velferðarkerfið á ekki
að vera hengirúm
► Poul Nyrup Rasmussen forsæt-
isráðherra Dana tekur á móti Dav-
íð Oddssyni forsætisráðherra í dag,
er hann kemur í opinbera heim-
sókn, og rætt við hann af því til-
efni. /24
B
► 1-20
í algleymi söngsins
►Álftagerðisbræður í Skagafirði
hafa á undanförnum árum hrifið
landsmenn með sönggleði og létt-
leika. Um helgina syngja þeir
bræður kvöldlangt á Hótel íslandi.
/1-4
Frá Savannatríóinu
til Eltons Johns
►Þórir Baldursson, tónskáld, tón-
listarmaður og tónlistarkennari,
hefur mörg undanfarin ár verið í
fremstu röð íslenskra hljómlistar-
manna. /14
Næturmenning í
dagsljósið
►Hommar og lesbíur á íslandi
hafa lengst af verið umlukt múr
þagnar og fordóma. /16
C
FERÐALOG
► 1-4
Ratanakiri
►Með fiðrildum og skógarfólki. /2
Út af fyrirsig
ífjallasal
► Monte Vuala í Sviss er sannkall-
að kvennahótel. /4
D
ATVINNA/
RAÐ/SMA
1-16
Aukin afköst í
þjónustugreinum
► Hagfræðistofnun Háskólans
kannaði framleiðniþróun í nokkr-
um atvinnugreinum þjónustu. /1
E
BILAR
► 1-4
Árgerð 1998
►ítarlegt yfirlit yfir allar helstu
gerðir fólksbíla og jeppa af árgerð-
inni sem nú eru að koma á mark-
að./l
Hjólbarðar eru
f lókið fyrirbæri
►Því hefur verið haldið fram að
hjólbarðar séu tæknilega einn komnasti hluti bílsins. /21 FASTIR ÞÆTTIR full-
Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 50
Leiðari 32 Brids 50
Helgispjall 32 Stjömuspá 50
Reykjavíkurbréf 32 Skák 50
Skoðun 34,36 Fólk (fréttum 54
Minningar 38 Útv./sjónv. 52,62
Myndasögur 48 Dagbók/veður 63
Bróf til blaðsins 48 Mannlifsstr. 12b
Hugvekja 50 Dægurtónl. 13b
INNLENDAIt FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6