Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
4 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
VIKAN 5/10-11/10.
►Samtök um þjóðareign
voru stofnuð á miðvikudag
og hafa þau á stefnuskrá
sinni að tryggja að þjóðin
öll njóti réttláts arðs af
sameign sinni, íslandsmið-
um. Formaður samtak-
anna var kjörinn Jón Ara-
son skipstjóri. Fjöldi
manns mætti á stofnfund-
inn og hafði á sjötta hundr-
að manna skráð sig í sam-
tökin á föstudag.
► Ahöfnin á namibíska
rannsóknaskipinu Welw-
itchia, sem mannað er ís-
lenskum yfirmönnum,
bjargaði 23 namibískum
sjómönnum, sem komist
höfðu í lítinn gúmbjörgun-
arbát eftir að 75 tonna
línubátur, sem þeir voru
á, sökk í aftakaveðri í vik-
unni.
►Grunnskólakennarar
samþykktu með 94,2% at-
kvæða að boða til verkfalls
27. október nk. hafi samn-
ingar ekki tekist. Eiríkur
Jónsson, formaður Kenn-
arasambands íslands, seg-
ir að þessi niðurstaða end-
urspegli þá reiði sem sé
meðal kennara vegna stöð-
unnar í kjaramálum
þeirra.
►Barnarásin heitir ný
sjónvarpsstöð sem hefur
útsendingar í desember.
Um er að ræða stöð með *
barna- og unglingaefni
sem sendir út á breiðbandi
Pósts og síma. Að sögn
forsvarsmanna Barnarás-
arinnar er ætlunin að allt
efni stöðvarinnar verði of-
beldislaust. Allt erlent efni
verður talsett og textað en
einnig verður framleitt
innlent efni.
Kínverjar hóta
vegna heimsóknar
KÍNVERSK stjórnvöld sögðu það geta
haft alvarlegar afleiðingar fyrir ísland,
að Lien Chan, varaforseta Tævans, var
leyft að koma til íslands. Davíð Odds-
son forsætisráðherra, sem neytti kvöld-
verðar með Chan þrátt fyrir áköf mót-
mæli Kínverja, sagðist telja ástæðu til
að óttast að Kínverska alþýðulýðveldið
stæði _við yfirlýsingar sínar, en þáð
væru íslendingar sjálfir sem ákvæðu
hverja þeir vildu hitta. Kínveijar af-
lýstu í vikunni tveimur viðskiptafund-
um, sem halda átti í Peking, vegna
heimsóknar Liens.
Feðgar létust
í bílslysi
TVEGGJA ára drengur og faðir hans
létust í hörðum árekstri á Vesturlands-
vegi við Leirvogsá á fímmtudagskvöld.
Móðir bamsins er einnig mikið slösuð,
sem og ökumaður hins bílsins, sem í
árekstrinum lenti. Tildrög slysSins eru
óljós. í hlut áttu Ford Econoline-sendi-
bíll, þar sem ökumaður var einn á ferð,
og fólksbíll, sem í vora litli drengurinn
og foreldrar hans. Þriðji bíllinn ók inn
á slysavettvanginn en ökumaður hans
var ekki talinn alvarlega slasaður.
Heildarverðmæti
síldarkvóta um 20
milljarðar
ÚTSÉÐ er með að allur kvóti íslend-
inga úr norsk-íslenska síldarstofninum
náist á þessari vertíð. íslensk skip hafa
veitt um 220 þúsund tonn af síld frá
Íiví í vor en sá hluti sem kom í hlut
slendinga við skiptingu veiða úr stofn-
inum í ár nam 233 þúsund tonnum.
Sé verðmæti íslenska síldarkvótans
framreiknað á hlut íslands í norsk-
íslensku síldinni er verðmæti kvótans
um 20 milljarðar. Einar Oddur Krist-
jánsson alþingismaður sagði á Alþingi
í vikunni, að ef menn tryðu því að
auðlindaskattur væri góður í hagfræði-
legu tilliti væri kannski rétt að prófa
hann á norsk-íslenska síldarstofninum.
Fjárlagadeila verður
stjórn Ítalíu að falli
ROMANO Prodi, forsætisráðherra ítal-
íu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt á fímmtudag eftir árangurslausar
tilraunir til að fá þingmenn marxista-
flokksins Kommúnískrar endurreisnar
til að samþykkja fjárlagaframvarp
stjórnarinnar. Fram að þessu hafði
flokkurinn stutt minnihlutastjórn Prod-
is en lagðist gegn áformum hennar um
spamað í lífeyriskerfinu. Forsætisráð-
herrann kom í veg fyrir að stjómin
byði lægri hlut í atkvæðagreiðslu um
fjárlagafrumvarpið í neðri deild þings-
ins með því að bjóða afsögn sína. Búist
er við að boða þurfí til nýrra kosninga.
Fundi Arafats og
Netanyahus fagnað
YASSER Arafat, forseti heimastjórnar
Palestínumanna, og Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra ísraels, komu
saman á miðvikudagsmorgun og var
það fyrsti fundur þeirra frá því í febr-
úar. Friðarviðræðurnar höfðu legið
niðri vegna deilu um byggingarfram-
kvæmdir ísraela í Austur-Jerúsalem.
Bandaríkjastjóm sagði að fundurinn
hefði verið mikilvægt lóð á vogarskál-
amar í friðarumleitunum fyrir botni
Miðjarðarhafs og gæfí tilefni til bjart-
sýni.
Jórdanir staðfestu á mánudag að
þeir hefðu sleppt tveim ísraelskum til-
ræðismönnum, sem vora teknir hönd-
um fyrir misheppnaða tilraun til að
ráða stjómmálaleiðtoga Hamas-sam:
takanna af dögum í liðnum mánuði. í
skiptum fyrir mennina tvo hafa ísrael-
ar látið lausan Ahmed Yassin, stofn-
anda Hamas, sem hafði verið dæmdur
í lífstíðarfangelsi í ísrael.
► FULLTRÚAR norður-
írskra sambandssinna, sem
eru mótmælendatrúar, og
þjóðernissinnaðra kaþól-
ikka settust að samninga-
borði í Belfast á þriðjudag.
Þetta er í fyrsta sinn sem
þessir svörnu andstæðingar
efna til samningaviðræðna
frá því írlandi var skipt
1921 og vonir standa til að
þetta sé fyrsta skrefið til
að binda enda á 28 ára átök
á Norður-írlandi.
► RÉTTARHÖLD hófust á
miðvikudag í máli Maurice
Papons, fyrrverandi fjár-
lagaráðherra Frakklands,
sem hefur verið ákærður
fyrir aðild að stríðsglæpum
þýskra nasista í síðari
heimsstyrjöld þegar hann
sat í Vichy-stjórninni. Pap-
on er 87 áira og verjandi
hans óskaði eftir því að hon-
um yrði ekki haldið í fang-
elsi meðan réttað væri í
málinu, sagði að hann gæti
dáið þar af völdum hjarta-
sjúkdóms.
►ÁRLEGT flokksþing
breskra íhaldsmanna hófst
í Blackpooi á þriðjudag og
sjálfsgagnrýnin sem ein-
kenndi umræðurnar þar
þótti minna á fjölmennan
meðferðarfund. Tæp 80%
flokksmanna studdu áform
Williams Hague, leiðtoga
flokksins, um mestu umbæt-
ur á starfsemi flokksins í
120 ár í atkvæðagreiðslu
fyrir þingið.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sig. Fannar
KÁLFAR frá Ferðamannafjósinu á Laugarbökkum voru viðstaddir opnunina
á mjólkurtorginu í KÁ á Selfossi.
Mjólkurtorg á Selfossi
Selfossi. Morgunblaðið.
FYRSTA mjólkurtorgið á ísiandi
var opnað á Selfossi á föstudag. _
Mjólkurtorgið er í húsnæði KÁ
á Selfossi og er það samvinnu-
verkefni KÁ og Mjólkurbús Flóa-
manna. Mjólkurtorgið er sér-
byg&ður kælir sem er þannig úr
garði gerður að viðskiptavinir
verslunarinnar geta gengið um
hann. Þorsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri KÁ, sagði að á
nyólkurtorginu leiddu framleið-
endur og söluaðilar saman hesta
sína í þeim tilgangi að bæta þjón-
ustu við neytendur. Þorsteinn
sagði að það væri viðeigandi að
fyrsta mjólkurtorgið væri opnað
á Suðurlandi og þá sérstaklega
í mjólkurbænum Selfossi.
Hugmyndin að mjólkurtorginu
er fengin að láni frá Svíþjóð en
þar hafa rannsóknir leitt í ljós
að tilkoma mjólkurtorga hefur í
sumum verslunum aukið sölu á
mjólkurvörum um allt að 40%,
sem verður að teljast góður
árangur.
Könnun Gallup
Meira en 7 5% stuðningur við
sölu hlutabréfa í bönkunum
ÞRÍR fjórðu hlutar fólks vilja að
hlutabréf í Landsbankanum og
Búnaðarbankanum verði seld á
frjálsum markaði ef marka má
könnun sem Gallup hefur gert.
Svipað hlutfall er andvígt því að
þrír bankastjórar stýri hvorum
73,3% kváðust andvíg þremur
mlisbankastjórum, 13,2% voru
hlynnt því fyrirkomulagi en 13,5%
höfðu ekki á því skoðun.
75,5% vildu selja hlutabréf í
Landsbanka á frjálsum markaði,
12,5% voru á móti og 12% hlutlaus.
77,1% vill selja hlutabréf í Búnað-
arbankanum á almennum markaði
en 11,1% er því andvígt og 11,8%
hafa ekki skoðun á málinu.
73,2% þeirra sem lentu í 1.119
manna tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá
tóku þátt í könnun Gallup.
Gallup kannaði einnig afstöðu
fólks til stjórnmála. Ekki mældist
marktækur munur á fylgi
Sjálfstæðisflokks og R-listans í
skoðanakönnun vegna borgar-
stjórnarkosninga sem Gallup gerði
26. september til 6. október.
51% svarenda kvaðst ætla að
kjósa R-listann en 49% D-listann.
I tveimur könnunum, sem gerðar
voru í júlí og ágúst, mældist heldur
ekki marktækur munur, þá sögðust
50,6% og 50,9% ætla að kjósa R-
lista en 49% D-lista.
í sömu könnun var fylgi þeirra
flokka sem eiga þingmenn á Alþingi
og stuðningur við ríkisstjórnina kann-
að. 61% kvaðst styðja ríkisstjómina.
41,4% kváðust mundu kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn. Fylgi hans mældist
39% í ágúst og 48,4% í júlí.
20,8% kváðust mundu kjósa
Framsóknarflokkinn í þingkosning-
um. Fylgi hans mældist 19,1% í
ágúst og 16,8% í júlí.
16,4% gáfu upp stuðning við Al-
þýðubandalag. 16,8% studdu flokk-
inn í ágúst en 14,8% í júlí. 15,7%
kváðust kjósa Alþýðuflokkinn.
Hann hlaut um 18% fylgi í ágúst
og 16,8% fylgi í júlí. Fylgi Kvenna-
lista mældist 3% líkt og í ágúst.
Um 18% voru óákveðin eða neit-
uðu að svara og rúm 9% kváðust
ekki mundu kjósa eða skila auðu.
Könnunin var gerð i síma hjá
1.119 manna tilviljunarúrtaki úr
þjóðskrá. Svarhlutfall var 72,3%.
Skekkjumörk eru 1-4%.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Ný stöð um áramót
AÐ undanförnu hefur verið unn-
ið að jarðvegsskiptum á lóð Olís
hf. við Snorrabraut þar sem fyr-
irhugað er að setja niður tvær
dælur og sjálfsala og í gær var
tankurinn settur niður á lóðina.
„Við stefnum að opnun um ára-
mót,“ sagði Thomas Möller,
framkvæmdastjóri markaðsde-
ildar þjónustusviðs OIís. „Ingi-
mundur Sveinsson arkitekt hann-
aði stöðina sem er mjög látlaus.
Þarna verður settur niður rnikill
gróður auk þess sem gert er ráð
fyrir rúmlega 30 bílastæðum fyr-
ir viðskiptavini fyrirtækjanna í
nágrenninu.“ Yfír stöðinni verður
gagnsætt plastþak og grindin
verður úr plasti og áli. Vandað
verður til lýsingar, að sögn Thom-
asar, og séð til þess að stöðin falli
vel að umhverfínu. „Þetta verður
nýög einfalt," sagði hann, „tvær
dælur og sjálfsali. Leigubílsljórar
og sendibílsljórar, sem lengi hafa
haft aðstöðu þarna hafa fagnað
því sérstaklega að fá stöðina
þaraa. Þetta er mikið þjónustu-
hora.“ Thomas sagði að á stríðs-
árunum hefðu Bretar verið með
bækistöð þarna skammt frá og .
þegar farið var að hreyfa við
jarðvegi á lóðinni komu í ljós S
gamlir öskuhaugar og ýmislegt |
smádót sem rekja má til stríðsár-
anna.