Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseti ASÍ harðorður um lífeyrismál við setningu þings LÍV
Fjármálaöfl vilja braska með
lífeyrisspamað launafólks
„ÞAÐ eru til þau öfl í landinu sem
vilja rústa sjálfum grundvelli lífey-
riskerfisins. Þessi öfl virðast beita
fjármálafyrirtækjunum í landinu
sem leyna sér á bak við einstakl-
inga sem þau hafa fengið til verks-
ins. Tilgangurinn er augljós. Hann
á ekkert skylt við umhyggju fyrir
velferð launafólks. Hann er sá einn
að koma höndum.yfir sem stærstan
hluta af lífeyrissparnaði lands-
manna til að geta braskað með
hann, til að auka hagnað hluthafa
þessara fjármálafyrirtækja," Þetta
sagði Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, í ávarpi við setningu 21. þings
Landssambands íslenskra verslun-
armanna á föstudag.
Grétar fjallaði sérstaklega um
fyrirhugaðar lagabreytingar á
starfsemi iífeyrissjóða og störf
nefndar fjármálaráðherra en Grétar
á sæti í henni fyrir hönd ASÍ. Til
stendur að halda lokafund í nefnd-
inni næstkomandi miðvikudag. „Nú
á næstu dögum og vikum reynir
enn á ný á hvort okkur tekst að
veijast atlögunni eða hvort Alþingi
ætlar að vinna ill eða óbætanleg
skemmdarverk á þessu sviði. Nú
ríður á að við öll, heildarsamtök
launafólks, landssamböndin, verka-
lýðsfélögin í landinu og aðrir full-
trúar launafólks sameinist í að
hrinda þessari árás sem stefnt er
gegn okkur,“ sagði Grétar.
I ræðu sinni hvatti Grétar einnig
verslunarmenn til samstöðu en
harðar deilur milli Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, sem hef-
ur hótað úrsögn úr LÍV, og lands-
byggðarfélaga einkenna þingið.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður LÍV, fjallaði einnig um
óvissuna í lífeyrismálum í setning-
arræðu sinni. „Á næstu dögum mun
ráðherraskipuð nefnd skila tillögum
sínum að nýjum lögum um starf-
semi lífeyrissjóða á almennum
vinnumarkaði. Verði niðurstaðan
sú, að lagðar verði til breytingar
sem munu jafnvel vega að sjálfum
grundvelli þess lífeyriskerfis sem
íslenskt launafólk byggir á til fram-
tíðar, stöndum við ef til vill frammi
fyrir stærsta verkefni okkar árum
saman,“ sagði hún.
Ný bók um Vatnajökul og leyndardóma hans
Sagt frá náttúrahamföran-
um haustið 1996
HJÖRLEIFUR og Oddur afhentu Ólafi G. Einarssyni, forseta
Alþingis, áritað eintak af bókinni í gær.
NÁTTÚRUFRÆÐINGARNIR
Hjörleifur Guttormsson og Odd-
ur Sigurðsson hafa gefið út
bókina Leyndardóma Vatnajök-
uls. Bókin hefur m.a. að geyma
lýsingu á náttúruhamförunum í
Vatnajökli og á Skeiðarársandi
haustið 1996.
Hjörleifur og Oddur fylgdust
báðir með atburðunum í Vatna-
jökli og á Skeiðarársandi á síð-
asta hausti og miðla í bókinni
af reynslu sinni í máli og mynd-
um. Þeir hafa haft náin kynni
af miðhálendinu og umhverfi
Vatnajökuls um áratuga skeið.
Hjörleifur lauk prófi í líf-
fræði frá háskólanum í Leipzig
1963. Oddur lauk prófi í jarð-
fræði og efnafræði frá háskól-
anum í Uppsölum 1969.
Sagt frá eldsumbrotum
liðinna alda
í bókinni er sérstaklega fjall-
að um jökulinn vestanverðan og
aðliggjandi landsvæði og lýst
eldgosinu í Gjálp og jökulhlaup-
inu á Skeiðarársandi í fyrra-
haust. í frétt frá útgefanda seg-
ir að þetta sé fyrsta ritið sem
veiti heildstætt yfirlit um þá
atburði, sem vöktu heimsat-
hygli, og sagt sé frá framvind-
unni síðan og endurreisn mann-
virkja. Þá eru eldsumbrot lið-
inna alda í Bárðarbungu, Gríms-
vötnum og Öræfajökli sett í
samhengi við núverandi ásýnd
landsins.
f bókinni er lýst umgjörð
Vatnajökuls frá Dyngjuhálsi í
norðri vestur og suður um til
Öræfa. Lítið hefur í seinni tíð
verið ritað í samhengi um það
svæði. Þar er einnig að finna
myndskreytta lýsingu á Ieiðinni
frá Kirkjubæjarklaustri austur
um Síðu, Fljótshverfi, Skeið-
arársand og Öræfasveit.
Bókin er 280 blaðsíður í all-
stóru broti. Hana prýða rúm-
Iega 300 ljósmyndir, auk fjölda
uppdrátta.
Útgefandi er Fjöll og firnindi
en Þjóðsaga ehf. hafði umsjón
með útgáfunni og annast dreif-
ingu.
Sigfús HaiJdórsson, minningarlónlcikar.
íjiáskólabíói sunnudaginn í9.okt. kl.í6:00
Miðasala er hafin í Háskólabíöi. Númeruð sæti.
Öll tónlistin verður eftir Sigfús Halldórsson, m.a. þrjú óbirt lög
og nýr texti eftir Ómar Ragnarsson, sem er kynnir tónleikanna.
Dagskrá: /
Einsöngvarar verða: Jóhanna Linnet, Signý Sæmundsdóttir, J
Egill Óíafsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jónsson.
Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonár WT
og léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu
Þorhallsdóttur syngja. Píanóleik annast Jónas Ingimundarsoh,
Sigurður Marteinsson og Aðalheiður Þorsteinsdottir. I
Strengjakvintet leikur ásamt flautu, óbói, klarinettu og horni.
Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæöi I.ionsklúbbsins Ægjs; en Sigfús var Lionsfélagi
Ágóöi rennur til líknarmála m.a. til verkefna að Sólheimurh i Grímsnesi o. fl.
Styrktaraðilar tónleikanna:
Æ
SJOV/ÆaPALMENNAR
8 • Slmi 533 2800
Landsbanki
íslands
Aðstandendur geðfatlaðra
Fræðslukvöld á
Hvíta bandinu
AÐ KVÖLDI hins
fimmtánda október
nk. verður í húsnæði
dagdeildar Hvíta bandsins á
Skólavörðustíg 37 fyrsta
fræðslukvöld af fimm fyrir
aðstandendur geðfatlaðra á
vegum geðsviðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Þessum
fræðslukvöldum er ætlað að
veita aðstandendum fræðslu
um hina ýmsu geðsjúkdóma
og styðja þá í aðstoð þeirra
við hina geðfötluðu. Guðrún
Guðmundsdóttir hefur átt
þátt í að koma þessum
fræðslukvöldum á laggirnar,
telur hún að mikil þörf sé
fyrir svona þjónustu?
„Erlendar rannsóknir sem
taka til fjölskyldna geðklofa-
sjúklinga hafa leitt í ijós að
það að bjóða upp á vettvang
þar sem fleiri en ein fjöl-
skylda kemur saman í hóp
og veitt er fræðsla og stuðningur
reynist mjög vel og betur en þegar
aðeins einni fjölskyldu er veitt
sama þjónusta. Það kemur fram
að verulega dregur úr endurinn-
lögn sjúklinga, þeir halda betur
lyfjameðferð og stöðugleiki er
meiri. Það er hægt að leiða að því
líkur að lífsgæði sjúklinga og fjöl-
skyldna þeirra muni aukast. Einn-
ig verður að taka með í reikning-
inn, nú á dögum niðurskurðar í
heilbrigðiskerfinu, að þetta getur
dregið verulega úr kostnaði samfé-
lagsins."
-Er fólk duglegt að nýta sér
svona þjónustu?
„Við vitum þáð ekki ennþá en
þörfín virðist vera gífurleg, það
finna starfsmenn í samtölum við
aðstandendur. Vanlíðan nánustu
ættingja geðfatlaðra hefur ekki
aðeins áhrif á þá sjálfa heldur get-
ur hún hægt á bata hins sjúka.
Hinn geðfatlaði getur sýnt miklar
geðsveiflur, neitað að þrífa sig,
snúið sólarhringnum við og neitað
að taka nauðsynleg lyf. Stundum
sýnir hann ógnvekjandi hegðun,
eða er áhugalaus um flesta hluti.
Það gefur augaleið að það er erfitt
fyrir aðstandendur að bregðast við
svona hlutum og fræðsla og stuðn-
ingur getur orðið mikii hjálp.“
- Eiga aðstandendur oft í mikl-
um tilfinningavandræðum?
„Fyrir ekki löngu blómstruðu
ýmsar kenningar um orsakir og
eðli geðsjúkdóma þar sem líkur
voru leiddar að því að fjölskyldu-
mynstrið og samskiptin innan fjöl-
skyldunnar framkölluðu geðveik-
ina. Þessi viðhorf kölluðu á mikla
sektarkennd hjá aðstandendum,
þeir fundu til hjálparleysis og
fannst þeir vanræktir af geðheil-
brigðisstarfsfólki."
- Hefur þessi afstaða breyst?
„Seint á áttunda áratugnum
komu fram líffræðilegar og erfða-
fræðilegar vísbendingar __________
um orsakir geðsjúk-
dóma. Þá fyrst fór geð-
heilbrigðisstarfsfólk að
einhveiju marki að velta
fyrir sér líðan og ■■
reynslu aðstandenda
geðsjúkra og samskiptum innan
fjölskyldunnar."
- Eru aðstandendur yfirieitt
viljugir að taka á þennan hátt
þátt í meðferð sjúklingsins?
„Komið hefur í ljós að aðstand-
endur vilja vera þátttakendur í
meðferð ástvina sinna og hafa
reglulegt samband við meðferðar-
aðila á sjúkrastofnunum. Einnig
hefur komið í ljós að þegar fjöl-
skylda sjúklings er með í ráðum
varðandi meðferð vegnar viðkom-
andi betur, nær að jafnaði iyrr
bata og batinn varir lengur. I'jöl-
skyldan er jú nánasta félagslega
umhverfíð þar sem bæði er mesta
uppspretta streitu svo og stuðn-
Guðrún
Guðmundsdóttir
► Guðrún Guðmundsdóttir er
fædd á Húsavík árið 1955. Hún
lauk verslunarprófi frá Versl-
unarskóla Islands, sjúkraliða-
prófi frá Sjúkraliðaskóla Is-
íands, stúdentsprófi frá Fram-
haldsskólanum á Húsavík og
BSC prófi í hjúkrunarfræðum
frá Háskóla Islands. Hún hefur
starfað við verslunarstörf, sem
sjúkraliði og nú seinni árin á
geðsviði Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, deild A2, Fossvogi, fyrst sem
sem stoðhjúkrunarfræðingur og
nú sem deildarstjóri. Hún hefur
unnið að ýmsum þróunarverk-
efnum á deildinni, nú síðastliðið
ár ásamt öðru fagfólki að því
að auka þjónustu við aðstand-
endur deildarinnar. Guðrún er
gift Viðari H. Eiríkssyni skrif-
stofustjóra launadeildar Þjóð-
leikhússins. Þau eiga tvö börn.
ings ef svo má að orði komast."
- Hvað gerist ef meðferð ber
ekki tilætlaðan árangur?
„Margir hafa áhyggjur af fram-
tíðinni og verða fyrir vonbrigðum
ef meðferðin bregst. Komið hefur
í ljós að aðstandendur upplifa
mikla sorg, jafnvel mörgum árum
eftir greiningu ástvinar með geð-
klofa eða geðhvarfasýki vegna
mikilla persónuleikabreytinga hins
sjúka. Astand hins geðsjúka geng-
ur oft í bylgjum og sorgarferlið
dregst á langinn vegna þess að
hann verður stundum tímabundið
eins og hann á að sér að vera en
veikist svo aftur. Þetta dregur
sorgarferlið á langinn.“
- Hvernig gengur aðstandend-
um að tjá sig um þessi mái?
„Aðstandendur eiga oft erfitt
með að greina vanda sinn og tala
opinskátt um hann og þann missi
sem þeir hafa orðið fyrir. Foreldr-
ar, makar og börn sakna þess sam-
_________ bands sem þeir höfðu
áður við hinn sjúka,
einnig syrgja þau þær
vonir og væntingar sem
voru tengdar framtíð
þeirra með sjúklingn-
um.“
-Hvaða sjúkdóma munið þið
taka fyrir á þessum fræðsiukvöld-
um?
„Fyrsta fræðsluröðin mun fjalla
um geðklofasjúkdóm og þarfir
aðstandenda, ef vel tekst til munu
einnig verða settar upp fræðslu-
raðir fyrir aðstandendur þeirra
sem þjást af öðrum geðsjúkdóm-
um, svo sem geðhvarfasýki, átr-
' öskunum, kvíða og kvíðasjúkdóm-
um, umræður verða eftir fyrirlestr-
ana. Fyrirhugað er að hafa
fræðslukvöldin á miðvikudags-
kvöldum klukkan 20 og getur fólk
skráð sig til þátttöku hjá læknarit-
urum á deild A2 á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur."
Þörfin
virðist vera
gífurleg